Morgunblaðið - 21.10.1993, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBBR 1993
47
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
- sagðiZdravko
Zovko, þjálfari Króata
ísland - Króatía 24:22
Morgunblaðið/Bjami
Það tókst!
JULIUS Jónasson faðmar Dag Sigurðsson að sér eftir að sigurinn var í höfn. Júlíus stóð sig frábærlega eftir að hann stillti fallbyssuna. Geir Sveinsson er til hægri.
Möguleiki á Portúgals-
férð án efa raunhæfur
ISLENDINGAR sýndu f gærkvöldi að þeir eiga að geta komist í
úrslitakeppni fyrstu Evrópukeppni landsliða í handknattleik, sem
fram fer næsta vor. Til að það takmark náist er fyrst og f remst
nauðsynlegt að sigra í heimaleikjunum og það tókst í þeim fyrsta;
24:22 gegn Króatíu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Króatfska liðið er
mjög sterkt, bæði sýndu geysigóðan handbolta á köflum en íslend-
ingar höfðu betur og fögnuðu mikilvægum sigri, lífsnauðsynlegum
reyndar. Sigurvilji íslendinga var meiri og þeir hafa nú þrjú stig
eftirtvo leiki.
Króatamir virkuðu sterkari fram-
an af leiknum og um miðjan
hálfleikinn skoruðu íslendingar ekki
■mnm mark í u.b.þ. átta
Skapti mínútur. Liðið virk-
Hallgrímsson aði ekki sannfær-
skrífar andi, sóknarleikur-
inn var hálf þung-
lamalegur og vörnin opnaðist heldur
illa. En svo réttu „strákarnir" úr
kútnum, jöfnuðu og komust yfir.
Þeir léku frábærlega síðari hluta
fyrri hálfleiksins og forystan var tvö
mörk í hléinu, 13:11.
Snjallt herbragð
Eftir erfiðan fyrri part greip Þor-
bergur til þess ráðs síðari helming
fyrri hálfleiksins að láta Dag Sig-
urðsson taka hinn frábæra Puc, aðal
skyttu Króata, úr umferð, og það
gafst afbragðsvel, svo ekki sé rneira
sagt. Puc þessi er besti maður liðs-
ins, og þegar hans naut ekki al-
mennilega við í sóknarleiknum urðu
félagar hans á stundum hálf ráða-
lausir. Það hefur væntanlega ekki
bætt úr skák að aðal örvhenta skytta
liðsins, Saracevic, kom ekki til lands-
ins, þannig að enn meira átti að
mæða á Puc en venjulega.
Islendingar hófu seinni hálfleikinn
af sama krafti og þeir luku þeim
fyrri og komust fljótlega fjórum
mörkum yfír, 15:11. En þá var Héð-
■nn tvívegis rekinn af velli með stuttu
millibili, Króatarnir nýttu sér liðs-
muninn og höfðu jafnað nánast áður
eri nokkur náði að depla auga. Þarna
sýndi sig að gegn jafn sterku liði
og Króatíu má ekki missa einbeiting-
una í sóknarleiknum; svo snjallir
andstæðingar geta verið snöggir að
færa sér öll mistök í nyt.
Leikurinn var í járnum lengst af
í seinni hálfleiknum, íslendingar þó
ætíð með forystu — nema hvað Kró-
atar náðu að jafna 15:15, 16:16,
17:17, 20:20 og 21:21 — og það var
Júlíus Jónasson sem sá að mestu
leyti um að skora. Króatar, sem
beittu svokallaðri pýramídavörn
(3-2-1) í fyrri hálfleiknum — komu
mjög langt út á móti íslendingum —
léku ekki eins framarlega eftir hlé,
heldur beittu nánast 5-1 vörn, þar
sem einn kom út til að trufla sókna-
raðgerðir íslendinga og tók jafnvel
einn úr umferð á köflum, annað
hvort Héðin eða Júlíus. Breytingin
var satt að segja furðuleg, því það
Leikgleði og
sigurvilji gerðu
gæfumuninn
- sagði GeirSveinsson, fyrirliði íslands
Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson voru ekki með gegn Finnum,
en komu nú inn og hafði endurkoma þeirra mikið að segja, en
þeir verða einnig með í seinni leiknum gegn Króötum og báðum leikj-
unum gegn Hvít-Rússum.
„Eftir að hafa horft á Króatana vissi ég að við gætum sigrað þá
með því að spila rétt úr þvl sem við höfðum,“ sagði Geir. „Landsliðið
hefur verið í löngu fríi og spurningin var hvort það væri gott eða
slæmt. Við studdum fríið, töldum það af hinu góða og það kom á
daginn. Leikgleðin og sigurviljinn voru fyrir hendi og gerðu gæfumun-
inn.“
Geir sagði að útlitið hefði ekki verið sem best, þegar ísland var
þremur mörkum undir, 8:5, „en við ætluðum ekki að gefast upp. Á
þessum kafla studdum við Guðmund í markinu ekki nógu vel, en við
tókum okkur saman í andlitinu og sýndum að við getum. Það hefði
ekki verið skömm að tapa fyrir þessu liði, því það er virkilega sterkt,
en við drógum úr því vígtennurnar með því að skipta I 5-1 vörn."
var greinilegt að þessi vörn hentaði
íslendingum betur. og Júlíus raðaði
inn mörkum. Hver þrumufleygur
hans á fætur öðrum þandi út netam-
öskvana. Júlíus var Iengi í gang,
gerði ekki fyrsta mark sitt fyrr en
um fimm mín. voru eftir af fyrri
háifleik, en eftir að hann setti á
fullt var drengurinn óstöðvandi og
hefur varla leikið betur í landsleik.
Guðmundur Hrafnkelsson varði
mjög vel, ekki sérlega mörg skot,
en erfið. Valdimar lék stærsta hlut-
verkið í fyrri hálfleiknum, hélt liðinu
allt að því á floti ásamt Guðmundi
markverði, með sex mörkum, þar
af fjórum úr horninu. Fleiri léku
vel; Geir var sterkur í vörn og stóð
í ströngu á línunni, þó svo hann
hafi ekki oft fengið boltann og Dag-
ur, sem reyndar skaut ekki vel, skil-
aði varnarhlutverkinu af stakri
prýði.
Lítur vel út
Strákarnir sýndu í gærkvöldi svo
ekki vérður um villst að möguleikinn
á að fara í úrslitakeppninni er fyrir
hendi. Það var reyndar slæmt að
gera aðeins jafntefli í Finnlandi í
fyrsta leiknum, en nú er aðeins einn
leikur eftir erlendis — gegn Króatlu
— því HSÍ keypti útileikina gegn
Hvlt-Rússum og Búlgörum hingað
heim. Hvít-Rússar tóku Finna reynd-
ar I kennslustund I vikúnni, en Kró-
atar gerðu jafntefli gegn Hvít-Rúss-
um I Minsk, þannig að ef allt verður
með felldu ætti að vera mögulegt
að ná hagstæð úrslit gegn Rússun-
um hér heima og það gæti, þegar
upp er staðið, reynst mikilvæg
kænska af hálfu HSÍ að hafa náð
„útileiknum" gegn þeim hingað. Góð
frammistaða I þeim leikjum er lykill
íslands að úrslitakeppninni, þvi við-
ureignirnar gegn Finnum og Búlgör-
um hérlendis eiga að vinnast örugg-
lega.
Zdravko Zovko, þjálfari Króatíu,
sagðist hafa átt von á erfiðum
leik og það hefði komið á daginn.
„Við vissum að ísland er með eitt
besta lið I heimi og þrátt fyrir að
við séum líka á meðal þeirra bestu
gerðum við ekki ráð fyrir sigri þó
að því hafi verið stefnt. Ég bjóst
við betri leik hjá okkur; við áttum
I vandræðum I vörninni og það
veikti okkur sálfræðilega að vend
án Zlatko Saracevic I sókninni, en
hann komst ekki frá Frakklandi.
Hins vegar fengum við tækifæri til
að gera betur, en einbeitinguna
vantaði og mistök fylgdu I kjölfar-
ið.“
Zovko sagði að úrslitin hefðu
verið sanngjörn. Hann sagðist ekki
leggja það I vana sinn að ræða um
dómara, en ástæða væri til að vekja
athygli á mikilvægi þess að hæf-
ustu dómarar væru á mikilvægum
leikjum I stórmóti sem þessu. „Dóm-
ararnir að þessu sinni voru ekki
vandanum vaxnir þó ég kenni þeim
ekki um hvernig fór. Þetta ér eitt
atriði, sem skipuleggjendur mótsins
verða að taka á. Annað er tímasetn»-
ing leikjanna. Við eigum erfitt með
að fá atvinnumenn okkar lausa og
ég er viss um að ísland á við sama
,vandamál að stríða."
Hann sagði Hvít-Rússa taka
áhættu með því að leika báða leik-
ina hér á landi, því þeir væru I
baráttu við Króata og íslendinga
um tvö efstu sætin. „Ég óska Is-
lendingum til hamingju með sigur-
inn, en úrslitin I riðlinum ráðast I
Zagreb.“
SÓKNAR
NÝTING
ÍSLAND KRÓATÍA
Mðrk Sóknir % / Mðrk Sóknir %
13 25 52 F.h 11 25 44
11 25 44 SJt 1Í 24 46
24 50 48 Alls 22 49 45
9(19) ' Langskot 5(17) :
4(4) Gegnumbrot 1 (3)
: . 4(6) Hraðauppniaup 6 (7) I
4(9) Horn 1(3)
1 0(1) Lfna 6(9)
3(41 VW 3{:
STAÐAN
Fj. leikja U J T Mörk Stig
H-RUSSLAND 4 3 1 0 134: 84 7
KROATIA 5 3 1 1 131: 109 7
1SLAND 2 1 1 0 47: 45 3
FINNLAND 3 0 1 2 74: 91 1
BULGARÍA 4 0 0 4 72: 129 0
Kaplakriki, Evrópukeppni landsliða í handknattleik,
miðvikudaginn 20. október 1993.
Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 3:3, 5:4, 5:8, 8:9, 11:10,
13:11, 15:11, 15:15, 16:15, 16:17, 19:17, 20:18, 20:20,
21:21, 23:21, 24:21, 24:22.
íslands: Júlíus Jónasson 9, Valdimar Grímsson 9/3,
Héðinn Gilsson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson,
Geir Sveinsson, Konráð Olavson, Einar Gunnar Sigurðs-
son. Gunnar Beinteinsson og Gústaf Bjarnason komu
ekki inná.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10/1 (þar af
1/1 til mótherja)
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Króatíu: Iztok Puc 5, Nenad Kljaic 5, Vladimir
Jelcic 5/1, Slavko Goluza 3/2, Alvaro Nacinovic 2, Ivica
Obrvan 1, Ratko Tomlijanovic 1.
Varin skot: Tonci Peribonio 10/1 (þar af 1 til mótheija).
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Jos Nigra og Jean-Marie Spartz frá Lúxem-
borg.
Áhorfendur: 1.500
Urslitin
ráðastí
Zagreb