Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 48
m
HEWLETT
PACKARD
HPÁ ÍSUANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000
Frá möguleika fíl veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 21.0KTÓBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Leikföng
innkölluð
Selfossi.
UNNIÐ er að því að innkalla
risaeðluleikföng sem seld
eru undir heitinu GRO BE-
AST og eru úr plastfrauði,
3-4 sentímetrar að stærð.
Þegar eðlurnar eru settar í
vatn stækka þær um 600% á
sólarhring. Leikfangið er
talið mjög hættulegt ung-
börnum ef það er gleypt eða
ef hlutar þess berast niður
í lungu.
Á sölupakkningum eru leið-
beiningar um það hvemig láta
á eðlurnar stækka og sýnt
hvernig vöxtur þeirra er. Litlu
leikfangaeðlumar eru í gulum,
rauðum, bláum og grænum lit.
Eiturefnasvið Hoilustuvernd-
ar ríkisins, sem prófað hefur
umrædd leikföng í samræmi við
ISO-staðal EN:71 og haft sam-
band við lækna á bamadeild
Landspítalans, hefur hvatt til
þess að leikfangaeðlumar verði
teknar af markaði á íslandi þar
sem hætta er talin á að leikföng-
in geti verið skaðleg heilsu
bama.
GRO BEAST-eðlumar eru
fluttar inn af heildverslun Sig-
rúnar Waage í Reykjavík, og
em að sögn Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands til sölu í verslunum.
Sig. Jóns.
***
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
600% stækkun
PAKKNING með lítilli leik-
fangaeðlu við hliðina á öðrum
tveimur sem legið hafa í vatni
i sólarhring.
Sigur í fyrsta heimaleiknum
Morgunblaðið/Bjami
ÍSLAND sigraði Króatíu, 24:22, í fyrsta heimaleiknum í Evrópukeppni landsliða í handknattleik í Kaplakrika
í gærkvöldi. Valdimar Grímsson, sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, gerir hér eitt af níu mörkum sinum
í leiknum. Þetta var fyrsta tap Króatíu í keppninni og íslendingar eru nú með þijú stig eftir tvo leiki.
Nánar á íþróttasíðum bls. 46 og 47.
Nýtt sölukerfi happ-
drætta undirbúið
Yilja geta
di'eg’ið oftar
SAMTÖKIN sem reka stóru
happdrættin, svokölluð flokka-
happdrætti, vinna að því að taka
sameiginlega upp tölvuvætt sölu-
kerfi. Yrði þá hægt að draga
oftar en nú er gert, til dæmis
einu sinni í viku, og efna til nýrra
leikja.
Tekjur af happdrættum Háskól-
ans, DAS og SÍBS hafa stórminnk-
að á undanförnum árum á sama
tíma og aukning hefur orðið í tekj-
um af spilakössum og Lottói. Svein-
björn Björnsson, rektor Háskólans,
segir að fulltrúar happdrættanna
hafi rætt saman um að taka upp
nútímalegra sölukerfi, til dæmis
þannig að hægt yrði að greiða mið-
ann með greiðslukorti og vera sam-
stundis þátttakandi í happdrættinu.
Kerfið yrði einnig notað til að draga
og því yrði hægt að draga eins oft
og menn vildu.
Sveinbjöm segir að á vegum
happdrættanna sé verið að leita að
hentugum tækjum til að nota í
kerfið.
Sjá einnig bls. 17.
Lausn fengin í deilunni vegna hlutafjársölu í Samskipum á síðasta ári
Kaupendur fá afhent við-
bótarhlutafé í Samskipum
LAUSN hefur fengist á deilu sem reis í kjölfar þess að Samband ís-
lenskra samvinnufélaga seldi hlutabréf í Samskipum hf. fyrri hluta
árs 1992. Afkoma Samskipa varð mun verri árið 1992 en áætlanir
stjómenda fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. Kom því upp mikil óánægja
meðal kaupenda hlutabréfanna og krafðist einn þeirra riftunar á
kaupunum. Nú hafa níu stærstu kaupendurnir í hlutafjárútboðinu lýst
sig reiðubúna til að fallast á samkomulag þannig að þeir fái afhent
viðbótarhlutafé í Samskipum hf. sem reiknist eins og fjárfest hafi
verið á genginu 0,95 í stað 1,12 sem hlutabréfin voru seld á.
Sambandið hóf sölu á hlutabréfum
Samskipa í apríl árið 1992 og voru
seld bréf fyrir um 100 milljónir króna
á genginu 1,12. Stærstu kaupend-
urnir voru Vátryggingarfélag ís-
lands sem keypti 'bréf fyrir um 25
milljónir að nafnvirði, Lífeyrissjóður
verslunarmanna sem keypti fyrir 16
milljónir og Draupnissjóðurinn sem
Viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varerir í Keflavík
Pentagon telur hægt að ljúka
samninguin á næstu vikum
VARNARMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna (Pentagon) er þeirrar
skoðunar að hægt sé að Ijúka samningum á milli íslenskra og banda-
rískra stjóravalda um framtíð varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli á næstu vikum, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk
hjá háttsettum embættismanni í Pentagon í gær. „Við viljum full-
nægja okkar skyldum um varnir íslands, samkvæmt tvíhliða varnar-
samningi landanna, en við viljum einnig spara ákveðnar fjárhæðir
með niðurskurði í herafla og flugvélakosti. Þetta er flókið mál, en
við vinnum að því að finna niðurstöðu, sem báðir aðilar geta sætt sig
við,“ voru orð þessa embættismanns í Pentagon.
J'
„Pentagon gerir sér fulla grein
fyrir því að með samdrætti og niður-
skurði á umsvifum á Keflavíkurflug-
velli eru ekki sparaðar stórkostlegar
fjárhæðir, þegar miðað er við hern-
aðarútgjöld Bandaríkjanna í heild,“
sagði embættismaðurinn í Pentagon
„en kostnaðarvitund í Bandaríkjun-
um hefur breyst og aukist, og fyrir
iví verður að vera staðföst sannfær-
'ng, að verið sé að verja fjármunun-
um skynsamlega og í varnarviðbún-
að sem er nauðsynlegur."
Landið er einstakt
Samkvæmt upplýsingum Pentag-
on hefur það mat varnarmálaráðu-
neytisins á engan hátt breyst, að
Island er Bandaríkjunum hernaðar-
lega mjög þýðingarmikið. „Staðsetn-
ing landsins á Norður-Atlantshafi
gerir það að verkum að landið er
einstakt að okkar mati,“ segir starfs-
maður Pentagon. Hann segir að því
sé áhersla lögð á það innan banda-
ríska stjórnkerfisins nú að ná
ákveðnu jafnvægi á milli þýðingar
varnarstöðvarinnar í Keflavík og
þess kostnaðar sem Bandaríkjaher
þurfi að bera af henni. Þar sé stað-
settur flugvélakostur og herafli, sem
hugsanlega sé ekki nauðsynlegur
lengur í þeim mæli sem nú er.
Pentagon lítur þannig á að þar
sem varnarsamningurinn frá 1951
er fyrst og fremst hernaðarlegs eðl-
is eigi hernaðarleg rök að vega
þyngra en hin stjórnmálalegu þegar
endanleg ákvörðun verður tekin um
framtíð Keflavíkurstöðvarinnar, en
talsmaður Pentagon kvaðst gera sér
fulla grein fyrir því að talsmenn
utanríkisráðuneytisins teldu að póli-
tísk og diplómatísk rök ættu að vega
jafn þungt ef ekki þyngra en hin
hernaðarlegu.
„Við erum að reyna að samræma
þessi sjónarmið: Við viljum spara
eins mikla fjármuni og unnt er; við
gerum hvað við getum til þess að
koma til móts við óskir íslenskra
stjórnvalda um að halda uppi vörnum
um ísland, og við munum hraða
þessu starfi okkar eftir megni. Eg
tel að við getum lokið þessum samn-
ingum á tiltölulega skömmum tíma,
eða innan nokkurra vikna,“ sagði
talsmaður Pentagon að lokum.
Bandaríkin eru skuldbundin
Embættismenn í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu (State Department)
sögðu í gær: „Bandaríkin eru skuld-
bundin til að tryggja varnir íslands
og öryggi. Ríkisstjórnir landanna
munu halda áfram viðræðum um
varnarstöðina á íslandi.“ Engar upp-
lýsingar fengust í ráðuneytinu um
hvenær næsti viðræðufundur fer
fram.
keypti fyrir um 15 milljónir. Þá
keyptu ýmis fyrirtæki tengd Sam-
bandinu einnig hlutabréf.
Krafðist riftunar
Draupnissjóðurinn krafðist fyrr á
þessu ári riftunar á hlutaflárkaupun-
um, og hótaði málshöfðun ella, á þeim
grundvelli, að upplýsingagjöf Sam-
skipa hefði verið ófullnægjandi við
sölu bréfanna. í sölulýsingu kom fram
að hagnaður Samskipa árið 1992 var
áætlaður 125 milljónir króna, en
reyndin varð 489 milljóna tap.
Það samkomulag sem nú hefur
náðst þýðir í raun að heildarkaupverð-
ið lækkar um u.þ.b 20 milljónir á
nafnverði þess tíma en síðan hefur
nafnverðið lækkað í félaginu. Lands-
bréf hf. hafði umsjón með hlutafjársöl-
unni og átti aðild að samkomulaginu
nú. Gunnar Helgi Hálfdánarson for-
stjóri Landsbréfa sagði ekki ljóst hvað-
an það viðbótarhlutafé komi, sem
kaupendur fá. Hins vegar liggi fyrir
að stærsti eignaraðili Samskipa sé
Landsbankinn gegnum Hömlur hf.,
eignarhaldsfélagið sem stofnað var
um þau fyrirtæki Sambandsins sem
Landsbankinn yfirtók á sínum tíma.
Aðhald og áminning
„Landsbréf hafa verið fylgjandi
samkomulagi í þessu máli vegna al-
mennra viðskiptahagsmuna þótt við
værum vissir í okkar stöðu. Báðir
aðilar voru sammála því að það
myndi skaða verðbréfamarkaðinn ef
látið yrði reyna á málið fyrir dórni,"
sagði Gunnar Ilelgi.
Gunnlaugur Briem framkvæmda-
stjóri Draupnissjóðsins sagði, að í
þessu máli fælist ákveðin viðmiðun,
aðhald og áminning fyrir verðbréfa-
markaðinn um að vanda til verka.
Bæði ætti það við um kaupendur
þegar þeir meti fjárfestingarkosti og
seljendur þegar þeir settu þá fram.