Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
33
Hrútasýning í Kjósinni
Bestu hrútamir frá Kiðafelli
Kiðafelli, I^ós.
HRÚTAR úr þremur sveitarfé-
lögum voru sýndir á hrútasýn-
ingu í Hækingsdal í Kjós
laugardaginn 2. október síðast-
liðinn. Flestir hrútarnir voru
úr Kjósinni en þar voru einnig
hrútar úr Mosfellsbæ og af
Kjalarnesi.
Nú var í fyrsta sinn notuð raf-
eindatæki til mælingar á hold-
þykkt og virtist það koma vel út.
Besta fullorðna hrútinn og
skjaldarhafann átti Sigurbjörn
Hjaltason á Kiðafelli. Guðmundur
Davíðsson í Miðdal í Kjós átti
næstbesta fullorðna hrútinn. Besta
veturgamla hrútinn átti Guð-
brandur Hannesson í Hækingsdal.
Síðan átti Sigurbjörn á Kiðafell
þijá bestu lambshrútana sem hlutu
83,5-84,0 stig.
Sýningin var vel sótt og sýndu
menn mikinn áhuga á störfum
dómara. Yfirdómari var Guðmund-
ur Sigurðsson, héraðsráðunautur
í Borgarfirði.
- Hjalti.
Morgunblaðið/Hjalti Sigurbjörnsson
Skjaldarhafinn
SIGURBJÖRN Hjaltason á Kiðafelli með farandskjöldinn við hlið
hrútsins sem skjöldinn vann.
Selfoss
Goðar gjafír til Sjúkrahússins
Selfossi.
GÓÐAR gjafir voru nýlega af-
hentar Sjúkrahúsi Suðurlands
og Heilsugæslustöð Selfoss frá
Kvenfélagi Selfoss. Um er að
ræða hjartalínurit fyrir
öldrunardeildina á Ljósheim-
um og sérhannaðan stól fyrir
sérfræðing í háls-, nef- og
eyrnalækningum.
Hjartalínuritinn er keyptur fyrir
fé úr minningarsjóði um Margréti
Árnadóttur frá Álviðru. Kaupin á
stólnum voru fjármögnuð með út-
gáfu á dagbók sem jafnframt inni-
hélt matseðla og uppskriftir auk
ýmiss konar fróðleiks. Útgáfan var
styrkt af ýmsum aðilum á Sel-
fossi. Þá voru einnig seldir um-
hverfisvænir innkaupapokar. Bók-
inni og innkaupapokunum var vel
tekið og hefur verið ákveðið að
endurtaka útgáfuna og gera bók-
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kvenfélagskonur ásamt forsvarsmönnum sjúkrahússins og heilsu-
gæslustöðvar.
ina enn eigulegri. Ágóðanum verð- Heilsugæslustöðina og Sjúkrahús
ur varið til kaupa á tækjum fyrir Suðurlands. Sig. Jóns.
SKEMMTANIR
■ PLÁHNETAN heldur
áfram þeysireið sinni um landið
nú í vetrarbyijun og leikur á
dansleik Fjölbrautaskólans á
Suðurnesjum í Keflavík á
föstudagskvöld en á laugardags-
kvöldið 23, fyrsta vetrardag,
leikur hliómsveitin í veitingahús-
inu Firðinum, Hafnarfirði.
■ TVEIR VINIR í kvöld,
fimmtudag, verða útgáfutón-
leikar Haraldar Reynissonar
(Halla). Föstudagskvöldið mætir
SSSól og á laugardagskvöldið
verða Vinir Dóra.
■ STJÓRNIN leikur föstu-
dags- og laugardagskvöld í Hót-
el Valaskjálf, Egilsstöðum. Á
föstudeginum er aldurstakniark-
ið 16 ár en 18 ára aldurstak-
mark á laugardagskvöldinu.
■ HÓTEL ÍSLAND Nk. föstu-
dags- og laugardagskvöld verður
boðið upp á diskótek fyrir ungl-
inga 16 áraogeldri í Kamel(jón-
inu, Norðursal Hótel íslands.
Húsið opnar kl. 22 og er miða-
verð 1.000 kr. Á laugardag verð-
ur 7. sýning Rokk ’93 í aðalsal
þar sem 12 söngvarar gamla
rokklandsliðsins skemmta ásamt
stórhljómsveit Gunnars Þórð-
arsonar. Páll Óskár og Millj-
ónamæringarnir taka síðan við
að sýningu lokinni og leika fyrir
dansi til kl. 3.
■ GA UKUR Á STÖNG í kvöld
leikur rokkhljómsveitin Gildran.
Föstudags- og laugardagskvöld
leikur hljómsveitin Vinir vors
og blóma. Á sunnudag og
mánudag leikur Combó Ellenar
Kristjánsdóttur. Þriðjudags- og
miðvikudagskvöld er það Rabbi.
■ SNIGLABANDIÐ leikur
laugardagskvöld í Sindrabæ,
Höfn í Hornafirði.
■ HRESSÓ í kvöld heldur
Sniglabandið hausttónleika
sína á Hressó. í þetta sinn er
erlendur tónlistarmaður með í
för, þar sem hinn dansk-kana-
díski Gary Snider er á ferð.
■ VINIR VORS OG BLÓMA
leika á Gauk á IStöng föstu-
dags- og laugardagskvöld.
■ ÖRKIN HANS NÓA verður
á Höfðanum, Vestmanneyjum
að kveldi fyrsta vetrardags. Ork-
in hefur verið að spila vítt og
breitt um landið og nú er kominn
tími á Eyjar.
■ GILDRAN leikur föstudags-
og laugardagskvöld í Gjánni,
Selfossi.
■ FJÖRÐ URINN Á laugar-
dagskvöld leikur hljómsveitin
Pláhnetan. Á Nillabar verður
Diskóhátíð föstudags- og
laugardagskvöld. Arnold og
Gunni sjá um tónlistina.
■ BLÚSBARINN Hljómsveit-
in Jökulsveitin leikur föstu-
dags- og laugardagskvöld. Að-
gangur ókeypis.
■ DANSBARINN Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur
ET-bandið fyrir dansi til kl. 3.
Opinn hljóðnemi verður á sín-
um stað fimmtudags- og sunnu-
dagskvöld.
■ BLÁEYGT SAKLEYSI
leikur laugardagskvöldið, fyrsta
vetrardag, á Kam-bar, Hvera-
gerði,
H BAROKK Föstudags- og
laugardagskvöld verður hljóm-
sveitin J.J. Soul-Band. Félag-
arnir spila fjölbreytt prógram
m.a. blús, jass og soul.
ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands
og varð ágóðinn 1.019 krónur. Þau heita Sigurberg Sigurðsson,
Baldur Sigurðsson, Eva María Sigurðardóttir og Valgeir Tómasson.
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Sophiu Hansen og
varð ágóðinn 2.055 krónur. Þær heita Hrund Kolbeinsdóttir, Helga
Kristín Másdóttir, Halldóra Elin og Snjólaug Jóhannsdætur, Inga
Ragna Ingjaldsdóttir, Ragnhildur Pétursdóttir og Unnur Osp As-
grímsdóttir.
HEIÐURSLAUN
BRUNABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS
1994
Stjórn Brunabótafélags íslands
veitir einstaklingum heiðurslaun
samkvæmt reglum, sem settar voru
árið 1982, í því skyni að gefa þeim
kost á að sinna sérstökum
verkefnum til hags og heilla fyrir
íslenskt samfélag, hvort sem er á
sviði lista, vísinda, menningar,
íþrótta eða atvinnulífs.
Reglumar, sem gilda um
heiðurslaunin og veitingu þeirra,
fást á skrifstofu BÍ í Ármúla 3 í
Reykjavík.
Þeir, sem óska að koma til greina
við veitingu heiðurslauna árið 1994,
þurfa að skila umsóknum til stjómar
félagsins fyrir 15. nóvember 1993.
Brunabótafélag íslands