Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBIAÐIÐ FIMMTyDAQVR ,21, OKTÓBEfi 1993 Myndlist Eiríkur Þorláksson Ása Ólafsdóttir er ein af þekkt- ari veflistakonum hér á landi, og hefur undanfarin ár verið dijúg í starfi sínu á þeim vettvangi, en síðasta stórsýning hennar á ve- flist var í Listasalnum Nýhöfn í Reykjavík haustið 1990. Það hefur venjulega reynst myndlistarfólki heilladijúgt að geta um tíma litið upp frá sínu venjulega verki, og athugað aðr- ar leiðir í listinni, þó ekki væri nema fjölbreytninnar vegna; oft- ar en ekki hafa slík tímabil leitt viðkomandi inn á sinn helsta vett- vang á ný fyllt endurnýjuðum krafti. Um þessar mundir stendur yfir í Gallerí Úmbru á Bemhöfts- torfunni lítil sýning á nokkrum myndverkum Ásu, sem ef til vill má taka sem merki um slíkan athugunartíma. Listakonan hef- ur dvalið hluta tveggja síðustu ára í París og er sýningin hér að nokkru afrakstur þeirrar dval- ar, en hún sýnir hér fjórtán lítil myndverk, unnin með blandaðri tækni. Vert er að hafa í huga, að veflistaverk spretta ekki fram á sjálfvirkan hátt, líkt og getur átt sér stað með verk unnin í suma aðra miðla; að baki liggur mikil undirbúningsvinna í teikningum, skissum, vali efna o.s.frv. Það er freistandi að líta á sumt á sýningunni hér sem undirbún- ingsmyndir að öðru og meira; myndbygging og listanotkun er oft í góðu samræmi við það sem mátti sjá í veflistaverkum Ásu í Nýhöfn á sínum tíma. Um leið er slík viðmiðun á viss- an hátt óréttmæt gagnvart myndunum sjálfum, sem eru vel gerðar og standa fyllilega fyrir sínu. í þeim byggir listakonan að mestu á tilvísunum í náttúruna við val á myndefnum; keilulaga ijall er áberandi í nokkrum verk- um (t.d. nr. 1, 9 og 11), og grá- ar gijóthleðslur eru mikilvægur þáttur myndbyggingarinnar í öðrum (nr. 6, 8 og 12). í sumum verkanna eru til- vísanir myndefnanna aðalatriðið, eins og í „Vörðuð einstefna“ (nr. Gullæð: (1993) 6) og í „Gullæð" (nr. 11), þar sem fjallið býður upp á möguleika framtíðarinnar. Hins vegar er það einkum samsetning litanna, sem heldur dregur áhorfandann að öðrum. Yfir heildina eru ljós- bláir og dumbaðir grænir og grá- ir litir áberandi, en víða blandar listakonan litum saman, leggur þá hvern yfir annan og skefur, þannig að mikil fjölbreytni og dýpt myndast í þessum litlu flöt- um. Auk þess eru hlutar sumra myndanna klipptir og límdir inn á flötinn, þannig að litaandstæð- urnar verða jafnvel enn meiri. Það er ekki á allra færi að skapa sterkan myndheim í litlum fleti, en hér er það verkefni prýði- lega leyst af hendi. Vitundin um að þessi verk kunna auðveldlega að verða kveikjur að stærri verk- um á sviði veflistarinnar eykur einnig eftirvæntingu um það sem kann að fylgja eftir hjá listakon- unni. Sýning Ásu Ólafsdóttur í Gall- erí Úmbru á Amtmannsstíg 1 stendur til fimmtudagsins 4. nóv- ember. leirlist sem öðrum miðlum. Hér sýnir listakonan tvær skálar úr steinleir, (nr. 28 og 29), sem láta lítið yfir sér en vinna á við nánari skoðun; mynstur síðari gripsins minnir öðru fremur á japanskan garð, þar sem sandurinn er rakað- ur í reglulegar bylgjur, sem er óbreyttar frá kynslóð til kynslóðar. Það er ljóst að Ólöf Erla hefur verið óhrædd við að gera tilraunir með nýjar og óvanalegar vinnuað- ferðir. Slíkt skilar sjaldnast tafar- lausum árangri, en segir mikið um sköpunargleðina, og það er hún sem ræður mestu um framhaldið. Hér hefur listakonan haldið sig að miklu leyti við hefðirnar í listmuna- gerð, og því væri áhugavert að sjá hvetju þessar vinnuaðferðir gætu skilað við gerð ijölbreyttari lista- verka. Sýning Ólafar Erlu Bjarnadótt- ur í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg stendur til 31. október. Ólöf Erla Bjarnadóttir Það er alþekkt fyrirbæri að sýn- ingarsalir eru misjafnlega heppi- legt umhverfi fyrir hinar ýmsu tegundir myndlistar. Það sem fer vel á einum stað, nær sér engan veginn á strik í öðrum sal; stór málverk geta gengið hér, en ekki þar. Undanfarin misseri hefur komið í ljós, að Stöðlakot við Bókhlöðu- stíg reynist hentugur staður fyrir sýningar af leirlist af ýmsu tagi, en nokkur fjöldi slíkra sýnlnga hefur verið þar síðustu ár, og far- ið vel í húsnæðinu. Nú er þar ný- hafin ein slík sýning, en_ hér er á ferðinni leirlistakonan Ólöf Erla Bjarnadóttir með nokkra nýlega gripi. Ölöf Erla sótti nám í Myndlista- og handíðaskólann 1974-77 og 1980-82, en frá þeim tíma hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýning- um, en þetta er önnur einkasýning hennar. Listakonan býr og starfar á Hvanneyri í Borgarfirði, en þar má segja að sé örlítil nýlenda leir- listamanna, því þar býr einnig El- ísabet Haraldsdóttir, sem hélt sýn- ingu í Geysishúsinu fyrir ekki margt löngu. Á sýningunni í Stöðlakoti getur að líta tæplega þijátíu gripi, sem flestir eru unnir úr steinleir, og eru þetta bæði stakir hlutir og tengdir. Á neðri hæðinni ber mest á staupum, sem hafa verið unnin á mismunandi hátt, skreytt á ólík- an máta, og er vert að skoða þau að nokkru í ljósi þeirra fjölbreyttu vinnuaðferða, sem liggja að baki; blár litur nr. 4 kemur einkar vel út, og nr. 7 eru vel formuð. Hefð- in er hins vegar sterk í listmuna- gerð sem þessari, og staupin ná þrátt fyrir allt tæpast að bijóta sig frá þeirri hefð. Hins vegar er athuglisvert að skoða nokkur trog og skálar, sem listakonan hefur hrábrennt í raf- magnsofni, en síðan brennt í jarð- holi við sag, hey o.fl. efni; í þessum verkum er áferðin nokkuð önnur en venjan er, og fínleg skreyting gripanna, t.d. nr. 16, nýtur sín vel hér. Það tekur alltaf nokkurn tíma að þróa nýjar vinnuaðferðir, og má ætla að Ólöf Erla eigi eftir að skapa fleiri áhugaverða hluti með svipuðum hætti í framtíðinni. Hið einfalda og stílhreina í myndlistum er þó einatt það sem sem helst fangar hugann, jafnt í Lögreglumaður og lítil hornreka í Stolnu börnunum, sem hlaut Felix- verðlaunin á síðasta ár. Gagnrýni í SUddeutsche Zeitung Sinfóníuhljómsveit Islands lék „glæsilega“ í Miinchen ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar íslands í Miinchen i síðustu viku fengu góða dóma í Siiddeutsche Zeitung, virtasta dagblaði Suður- Þýskalands, um helgina. Gagnrýnin ber fyrirsögnina „Eyja hæfileik- anna“ og í Iok hennar segir að einleikur Sigrúnar Edvaldsdóttur hafi staðfest enn á ný að á norðurslóðum sé enginn hörgull á hæfi- leikaríkum einleikurum. Dla séðir sak- leysingjar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Stolnu börnin - II Ladro di Bamb- ini Leiksijóri Gianni Amelio. Hand- rit Amelio, Sandro Petraglia, Stefano Rulli. Tónlist Franco Piersanti. Aðalleikendur Enrico Lo Verso, Valentina Scalici, Gius- eppe Ieracitano. ítölsk. Alia Film 1992. í átakanlegri verðlaunamynd segir leikstjórinn Gianni Amelio sögu þriggja sakleysingja sem litnir eru hornauga af þjóðfélaginu. Móð- ir hinnar ellefu ára gömlu Rosettu (Scalici) býr í fátækrahverfi í Mílanó og hefur drýgt láglaunin síðustu árin með því að selja blíðu telpunnar. En nú er komið að skuldadögum, yfirvöld komast í málið og lögregluþjónninn Antonio (Lo Verso) fengin til að koma Ro- settu ásamt Luciano (Ieracitano), 10 ára bróður hennar, á upptöku- heimili. En í augum hinnar sann- kristnu stofnunar eru þau óalandi hóruungar svo Antonio verður að leggja upp með þau í langferð til fæðingarbæjar barnanna, á Sikiley. Stolnu börnin gengur lengst af útá þetta ferðalag, sýna þær hug- arfarsbreytingar sem verða með þremenningunum, breyttri afstöðu hraksmáðra barna til fullorðinna; í Antonio sjá þau smám saman traust, jafnvel langþráða föður- ímynd. Óg Antonio, sjálfur sveita- maður og sakleysið uppmálað, fer að tengjast þessum ungu homrek- um tilfínningalegum böndum eftir því sem á líður ferðina. En samfé- lagið er ekki sama sinnis. Það snýr þessári vonarferð, sem breytist úr dapurlegri skyldu í hálfgildings skemmtireisu, í sinn upphaflega farveg. Menn eiga ekki að komast upp með að hugsa sjálfstætt, hvað þá að vera mannlegir við skyldu- störf. Þjóðfélagið á engar lausnir varðandi einstaklinga sem þessa, fjarri því, aðeins kaldan lagabók- stafinn. Að leiðarlokum hríslast um mann vonleysi, þó kynni barnanna af Antonio séu örlítil skíma í tilver- unni. Framvindan er óvenju hrein og bein, samtölin látlaus og einlæg. Því verður útkoman enn eftirminni- legri og beinir huga áhorfandans að lítilmögnunum á meðal okkar, sem hvergi eiga skjól og eru lítið annað en vandamál í augum sam- borgaranna. Einstakur leikur gerir Stolnu börnin enn heiðarlegri, hinir óvönu leikarar eru skínandi góðir, ekki síst Scalici sem sýnir sterka, þögula þjáningu í hlutverki barns sem býr yfír hræðilegri lífsreynslu. Hér er á ferðinni mynd sem hrópar á áhorfandann í hljóðlæti sínu. Claus Spahn, gagnrýnandi, skrif- ar að það sé til lítils að leita sér fróðleiks um íslenska tónlist í upp- sláttarritum, þar sé ekkert að fínna. Tónleikarnir með íslensku sinfóníu- hljómsveitinni undir stjóm Osmo Vánská í tónleikaröðinni Europa- musicale í Fílharmóníunni í Miinchen hafi því verið kærkomið tækifæri til að kynnast óvenjulegri tónlistarmenningu. Tónleikarnir hafi þjónað tilgangi Europamusic- ale en hann er að kynna hinar ólíku tónlistarhefðir í Evrópu. byggi á gamalli íslenskri tónlist í tónverkinu „Fornir dansar“ en Ma- hler og Strauss komi þar þó einnig við sögu. Hann segir Jón Leifs túlka íslenska náttúru á kraftmikinn hátt í „Geysir“ og segir sinfóníuna hafa leikið verkið glæsilega. Hann segir verk Hafliða Hallgrímssonar fyrir fíðlu og hljómsveit þó hafa borið af á tónleikunum. Fílharmónian í Munchen tekur 2.500 í sæti og um tveir þriðju hlut- ar salarins voru setnir. Tónleikun- um var mjög vel tekið. Spahn skrifar að Jón Asgeirsson BÓKASTEFNAN í FRANKFURT BÓKAÚTGÁFA ER FLÓKIN GREIN Frankfurt. Frá Jóhanni Hjálmarssyni blaðamanni Morgunblaðsins. I viðtali við Morgunblaðið í fyrra líkti Ólafur Ragnarsson, for- stjóri Vöku/Helgafells, bókastefnunni í Frankfurt við markaðs- torg. Hann var að þessu sinni inntur eftir því hvort það væri ekki markaðurinn sem stjómaði bókaútgáfunni. „Það er orðið miklu meira um það og hefur aukist á síðustu árum. Það er ekki eins sjálfgefið og ekki eins auðvelt og var áður að koma höfundum á framfæri. Höfundar eru fleiri, samkeppnin á öllum mörkuðum meiri og þess vegna þarf mikla kynningu, undirbúning og sambönd til þess að kveikja áhugann og síðan þarf að fylgja honum eftir með fundum og við- tölum og með því að senda efni og vinna með umboðsmönnum rit- höfunda sem margir eru hér í Frankfurt á bókastefnunni.“ Bókaútgáfan er að mati Ólafs Ragnarssonar „flókin grein“, í kringum hana mikil vinna svo að árangri verði náð. Stór forlög og smá Ólafur sagði það afar mikilvægt að fá stóru forlögin til að gefa út bækur íslenskra höfunda og einnig að ná inn í fjölmiðlana og sérstak- lega fá umsagnir um bækurnar í stærri blöðum. Dæmi væru um að bækur íslenskra höfunda og reynd- ar norrænna yfírleitt hefðu víða verið gefnar út í mjög litlum upp- lögum og fengju þess vegna ekki almenna dreifíngu. „Við hjá Vöku/Helgafelli höfum lagt áherslu á það bæði varðandi bækur Halldórs Laxness og Ólafs Jóhanns Ólafssonar að eyða frekar lengri tíma í þetta og reyna með því að ná samningum við stærri fyrirtæki og öflugri heldur en endi- lega að koma bókunum út á einu tungumáli í viðbót í einhveiju upp- lagi sem nær aldrei til almenn- ings,“ sagði Ólafur Ragnarsson. Hann viðurkenndi þó að það hefði ekki síst gildi fyrir höfundana sjálfa að bækur þeirra kæmu út í þýðingum þótt upplagið væri ekki stórt. I sama streng tók Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri hjá Vöku/Helgafelli, sem benti í þessu sambandi á mikilvægi þess fyrir höfunda að fá umsagnir í erlendum blöðum og vita að fleiri en íslensk- ir lesendur læsu verk þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.