Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
INNLENT
Raimvextir
lækki í 5%
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra telur forsendur vera fyrir
hendi fyrir raunvaxtalækkun
niður í 5% og að Seðlabanki
íslands geti notað það svigrúm
sem hann hefur til þess að flýta
fyrir slíkri lækkun.
Deilt um spilakassa
HARÐAR deilur voru milli
Háppdrættis Háskóla íslands og
fjögurra landssambanda vegna
áforma happdrættisins að setja
upp spilavélar. Einnig kom til
orðaskipta milli formanns
Rauða krossins og dómsmála-
ráðherra vegna áforma ráð-
herra um að skrifa undir reglu-
gerð vegna vélanna og málið
var rætt á Alþingi. Deilan leyst-
ist síðan með samkomulagi.
Færri þingmenn
DAVÍÐ Oddsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í
setningarræðu á landsfundi
flokksins á fimmtudag að eitt
biýnasta verkefnið framundan
væri að vinna að breytingum á
kosningalögum og kjördæma-
skipan í samræmi við yfírlýstan
vilja stjórnarflokkanna. Stefna
ætti að fækkun þingmanna um
10-15 og fækkun ráðherra að
sama skapi. Landsfundinum
lýkur í dag með kosningu for-
manns og varaformanns og hafa
Davíð og Friðrik Sophusson
gefíð kost á sér til endurkjörs.
Ævilangt fangelsi
ÞÓRÐUR Jóhann Eyþórsson,
36 ára, hefur verið dæmdur í
ERLENT
Gagnsókn
stjórnar-
hersins
í Georgíu
STJÓRNARHERINN í Georgíu
hóf á miðvikudag gagnsókn
gegn uppreisnarmönnum og
stuðningsmönnum Zviads
Gamsakhurdia, fyrrverandi for-
seta. Fer tvennum sögum af
sigrum stjómarhersins, sem
sagt var að hefði náð hafnar-
bænum Poti á sitt vald. Hét
Shevardnadze á Rússa að veita
stjómarhemum aðstoð. Þeir
neituðu því en útilokuðu ekki
að að her frá samveldisríkjunum
myndi taka að sér að veija mik-
ilvægar samgönguleiðir í land-
inu.
Vilja ekki fleiri í NATO í
bráð
LES Aspin, varnarmálaráðherra
Bandarflíjanna sagði á fundi
vamarmálaráðherra Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) á
miðvikudag, að Bandaríkja-
stjóm væri andvíg því að Aust-
ur-Evrópuríki fengju aðild að
bandalaginu í bráð. Hann lagði
ennfremur til að NATO semdi
hernaðaráætlun um hvemig
bregðast ætti við „nýju kjam-
orkuvánni, þ.e. hættunni á út-
breiðslu kjarnorkuvopna í kjöl-
far hruns Sovétríkjanna.
Neyðarskattur á Færeyinga
FÆREYSKA landsstjórnin
lagði til á fimmtudag að lagður
ævilangt fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur fýrir að hafa af
ásetningi orðið Ragnari Ólafs-
syni, 33 ára, að bana á heimili
þess síðamefnda við Snorra-
braut í Reykjavík aðfaranótt 22.
ágúst.
Sameining spítala
STEFNT er að sameiningu
Borgarspítala og Landakots-
spítala um áramót eftir að St.
Jósefssystur tilkynntu að þær
stæðu ekki lengur í vegi fyrir
sameiningunni.
Þreföld orkusala
JÓHANNES Nordal, stjórnar-
formaður Landsvirkjunar, telur
fullkomlega raunsætt að gera
ráð fyrir að með nýju álveri á
Keilisnesi og frekari fram-
kvæmdum í Straumsvík og á
Grundartanga megi þrefalda
orkusölu til stóriðju á næstu tíu
ámm, en væntanlega þurfi enn-
þá að bíða í að minnsta kosti
tvö ár eða svo áður en búast
megi við að verulegur áhugi á
orkukaupum vakni á nýjan leik.
Námslánþegum fækkar
FÆKKUN lánþega hjá Lána-
sjóði íslenskra námsmanna í
kjölfar breytingar á lögum og
reglum um sjóðinn hefur leitt
til þess að á nýbyijuðu skólaári
er áætlað að 42,5% námsmanna
í lánshæfu námi við íslenska
framhaldsskóla taki námslán. Á
árunum fyrir breytingu á regl-
um LÍN var þetta hlutfall um
og yfir 60%. Námsmönnum í
þessum framhaldsskólum fjölg-
ar um 660 í haust og verða í
vetur fleiri en þegar náms-
mannafjöldinn náði hámarki
fyrir breytingar á lánareglum
LÍN.
verði á neyðarskattur í ár og
næsta ár til að ná inn helmingn-
um af niðurskurðinum sem Dan-
ir fara fram á. Skatturinn leggst
á innistæður í bönkum, verðbréf
og sambærilegar eignir innan-
lands og utan.
Rússar sökkva geislavirkum
úrgangi
RÚSSAR losuðu um síðustu
helgi lággeislavirkan úrgang í
Japanshaf. Mótmæli Japana
urðu til þess að Rússar frestuðu
frekari losun kjamorkuúrgangs
í hafíð og tilkynntu að hafin
yrði frumrannsókn á byggingu
stöðvar til að hreinsa og eyða
geislavirkum efnum.
Bronsaldarsverð í
kartöflugarði
TVÖ böm
fundu átta
bronsaldar-
sverð í kartö-
flugarði á Jót-
landi á mánu-
dag. Sverðin
vom heilleg
þrátt fyrir að
þau hafí legið í
jörðu í um
3.500 ár. Þetta er talinn fom-
leifafundur aldarinnar í Dan-
mörku.
Viðskiptabann á Haítí
VIÐSKIPTABANN Sameinuðu
þjóðanna á Haítí tók gildi á
mánudag en það felur í sér að
bannað er að flytja inn vopn,
hergögn, lögregluútbúnað og
olíu til landsins. Tillaga Bobs
Dole, leiðtoga rebúblikana í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings, um
að takmarka völd Bills Clintons,
Bandaríkjaforseta, sem yfír-
manns heraflans var felld á
þingi á miðvikudag.
Reuter
Skólastarf í Sarajevo
ÞRÁTT fýrir allar hörmungamar, sem dunið hafa yfír íbúana í Sarajevo í Bosníu, er reynt að halda uppi skólum
og eru þeir þá hafðir þar sem óliklegast þykir, að sprengjurnar falli. Hér em þær stöllur, Berina, sex ára, og
Aldina, sjö ára, að glugga í námsbækumar í frímínútum en eins og sjá má hefur skólinn þeirra ekki sloppið
við skothríðina frekar en önnur mannvirki í borginni.
Vaxandi gagnrýni á Heit-
mann meðal kristilegra
Bonn. The Daily Telegraph.
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, reynir nú allt hvað hann getur
til að afla Steffen Heitmann, forsetaefni kristilegra demókrata, stuðn-
ings. Heitmann sætir nú vaxandi gagnrýni úr öllum áttum og er
óánægjan með valið á frambjóðanda í eigin flokki jafnvel farin að
grafa undan Kohl sjálfum. Á miðsljórnarfundi á dögunum knúði hann
í gegn stuðningsyfirlýsingu við Heitmann en margir þeir, sem fundinn
sátu, segja að öll gagnrýni á Heitmann hafi verið bæld niður af kansl-
aranum.
Margt hefur verið tínt til til að
sýna fram á að Heitmann sé óheppi-
legur frambjóðandi. Meðal annars
hafa margir efasemdir um að hann
geti, sem forseti verið hlutlaus í sam-
skiptum við Rússa, sem búist er við
Sænsk kjarnorkuver
Umhverfis-
ráðherrann
villþjóð-
aratkvæði
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt-
ur, fréttaritara Morgunblaðsins.
SJÖ af tólf kjarnorkuverum í
Svíþjóð hafa þurft að loka að öllu
eða einhveiju leyti vegna viðhalds
og bilana. Eitt af þeim er
Barsebáck, þrettán kílómetra frá
Kaupmannahöfn. Vegna bil-
ananna hefur Olof Johansson
umhverfisráðherra farið fram á
þjóðaratkvæðagreiðslu um kjarn-
orkunotkun, ef stjórnin hugi ekki
að hvernig eigi að vinda ofan af
notkuninni og loka verunum, sem
eru orðin tæplega tuttugu ára
sum hver.
Olof Johansson kemur úr Miðju-
flokknum. Hann bendir á að sænsku
kjamorkuverin séu nú orðin svo
gömul að nauðsyn sé að huga að
lokun þeirra, þar sem viðhaldið sé
orðið dýrt og þá ræða hvað eigi að
koma í stað þeirra. Tillaga hans hlýt-
ur litlar undirtektir í hinum stjórnar-
flokkunum. Barsebáck-verinu var
lokað skyndilega í vikunni vegna
tæringar I stál- og steypumötli.
Rekstur versins hefur verið skryk-
kjóttur undanfarið ár, þar sem geng-
ið hafa á lokanir vegna bilana og
eftirlits. Meðan verin eru í lamasessi
kaupa Svíar raforku frá Danmörku
og Noregi.
að verði grundvöllur Austur-Evrópu-
stefnu Þjóðveija í framtíðinni.
Ástæða þessa efasemda eru æskuár
Heitmanns. Náinn samstarfsmaður
hans, sem vill ekki láta nafns síns
getið segir: „Hann viðurkennir djúp-
stæðan ótta við Rússa, allt frá
æskuárum hans í Dresden þar til
hemámi Sovétmanna var aflétt.
Móður hans var nauðgað sjö sinnum
af rússneskum hermönnum í stríðs-
lok, systur hans rétt tókst að sleppa
við sömu örlög og faðir hans lét lífíð
í rússneskum fangabúðum."
Heitmann hefur einnig verið sak-
aður um kynþáttafordóma og kven-
fyrirlitningu vegna ummæla sinna
um útlendinga og konur. Hann hefur
að undanförnu reynt að útskýra
stefnu sína og segist vilja leggja
mesta áherslu á að sameina Þjóð-
veija í austur- og vesturhluta lands-
ins, efla tengsl við ríki Austur-Evr-
ópu, stækka Evrópubandalagið,
draga úr umsvifum ríkisins og
styrkja stöðu fjölskyldunnar sem
félagslegrar einingar. Þetta er mjög
í anda kosningastefnuskrár kristi-
legra demókrata en samt sem áður
er mjög óvíst að það dugi til að
bjarga honum.
Sumir forystumenn Kristilega
demókrataflokksins, þar á meðal
Rita Sussmuth þingforseti, eru tekn-
ir að gagnrýna hann harðlega og
einnig hefur yfirlýstur stuðningur
hægriöfgamanna við hann komið sér
illa.
Sjö milljónir króna
hundur bíður aftöku
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
HUNDURINN Taro frá New Jersey á ekki sjö dagana sæla.
Hann hefur nú setið í fangelsi og beðið dauða sins í tæp þrjú
ár, eða allt frá því að hann meiddi litla stúlku í jólaboði árið
1990. Hafa eigendur Taros, Japansstjórn og umhverfisverndar-
sinninn Brigitte Bardot beðið yfirvöld í New Jersey að þyrma
lífi hundsins.
Foreldrar stúlkunnar sögðu að
hundurinn hefði bitið hana í vör-
ina og fengu dómstóla til að
kveða upp dauðadóm yfír honum.
Eigendur hundsins héldu því hins
vegar fram að Taro hefði aðeins
klórað hana og þar með upphófst
hinn mesti darraðardans, sem nú
hefur farið um öll þijú dómstig
fylkisins. Á meðan hefur málið
kostað um 100 þúsund dollara
(sjö milljónir króna).
Yfírvöld í bænum Haworth,
þar sem atvikið átti sér stað,
hafa að sögn eytt 60 þúsund
dollurum (4,2 milljónum króna) í
að lögsækja hundinn, eigéndurnir
kostað 25 þúsund dollurum (1,75
milljónum króna) í að veija hann
og vistin í dýraprísund hins opin-
bera hefur kostað 18 þúsund doll-
ara (1,2 milljónir króna).
Fáránlegur dómur
Mjög ströng lög eru í gildi í
New Jersey til að stemma stigu
við árásum vígahunda og var
Taro dæmdur á grundvelli þeirra.
Hann er af tegundinni japanski
bjarnhundur og fullyrða eigendur
hans að hann sé afar gæfur.
Flestir sem að málinu hafa komið
viðurkenna að dómurinn sé fárán-
legur, meira að segja forvígis-
maður þess að lögin voru sett.
Um þessar mundir er málið
fyrir áfrýjunardómstóli í New
Jersey og hafa eigendur Taros
sagst mundu biðja Jim Florio rík-
isstjóra um að náða hundinn verði
dauðadómurinn staðfestur þar.
Dugi það ekki má vænta þess að
náðunarbeiðni verði send inn á
borð til Bills Clintons Bandaríkja-
forseta áður en yfír lýkur.