Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
11
En það má halda því fram að félög-
in hafi í fjáröflunarslagnum aukið
stórlega framboð á fjárhættuspiium
og þar með fjölgað freistingunum
og aukið hættumar.
Auk þess verður að gera þær kröf-
ur til félaga af þessu tagi sem njóta
mikils trausts að heilindi og sam-
kvæmni séu í starfseminni. Hitt er
annað mál að hörð samkeppni hefur
lengi verið í fjáröflun og harka og
útsjónarsemi reynst nauðsynleg.
Fegrandi hugtakanotkun
HHÍ ætlar á næstunni að taka í
notkun 350 spilakassa. Þeir eru
leigðir af bandarísku fyrirtæki sem
heitir IGT og er stærsti spilakassa-
framleiðandi heims. Ragnar Ingi-
marsson forstjóri HHí segist ekki
geta gefið nákvæmlega upp hvernig
leigusamningurinn er en IGT fái
mismunandi hátt hlutfall, á bilinu
10-20%, eftir því hvemig gengur.
„Þessi samningar eru það góðir að
það er ólíklegt að nokkrum öðrum
takist að gera svona samning," segir
Ragnar. Hver er munurinn á þessum
áformum og þeim rekstri sem fram
fer á vegum RKÍ? Fegrandi nafngift-
ir þeirra sem hlut eiga að máli geta
villt mönnum sýn. Tækin eru sams
konar, hvort tveggja eru spilakassar,
þótt þeir séu annars vegar kallaðir
söfnunarkassar og hins vegar happ-
drættisvélar. Viðmót tækjanna, ef
svo má að orði komast, gagnvart
viðskiptavininum er það sama. Hætt-
an á ávanabindingu er síst minni við
notkun HHÍ-kassanna en RKÍ-kass-
anna. Munurinn er fólginn í því að
HHÍ-kassarnir verða samtengdir í
gegnum símakerfið. Þannig er hægt
að bjóða mun hærri vinninga auk
hinna venjulegu föstu sem tilheyra
hveijum kassa fyrir sig. Það eru
þessir háu vinningar úr potti, sem
rennur í úr öllum landshomum, sem
Ijá kössunum happdrættisblæinn.
Rauðakrossmenn segjast geta tengt
sína kassa saman með því að verða
sér úti um miðstöðvartölvubúnað.
En enginn tilgangur væri með slíku
því þeir hafa enga heimild til að bjóða
háa peningavinninga. Samtenging
kassa af þessum toga hefur tíðkast
í spilavítum erlendis en nýverið hefur
orðið mögulegt að tengja saman
verulegt magn spilakassa í gegnum
símkerfið. Eftir því sem næst verður
komist hefur þetta happdrættisform
ekki verið leyft neins staðar í Evrópu
ennþá, e.t.v. vegna þess hve tæknin
er ný, en ákvörðun um það efni mun
vera á döfinni í Svíþjóð. Nokkur ríki
í Bandaríkjunum hafa leyft happ-
drætti af þessu tagi en það vekur
athygli að Nevada, þar sem Las
Vegas, spilaborgin mikla er staðsett,
er ekki í þeim hópi. Paul Dworin
segir skýringuna þá að í Las Vegas
vilji menn sjá seðladrífuna úr kassan-
um en séu lítt spenntir fyrir miðum
sem leysa þarf út eins og nýja tækn-
in geri ráð fyrir.
Ragnar Ingimarsson segir að vel
verði fylgst með því að börn undir
16 ára spili ekki í Gullnámukössun-
um. Ennfremur verði kappkostað að
gera dagstofurnar bjartar og vistleg-
ar þar sem menn geti fengið sér
kaffisopa og tekið spil.
Kraumar undir niöri
Sumir háskólamenn eru lítt hrifnir
af spilastofum HHI og má segja að
kraumi undir yfirborðinu. En hvað
má telja forsvaranlega fjáröflun fyrir
Háskólann? í því sambandi þarf auð-
vitað að hyggja að því hvers konar
stofnun um er að ræða og hvaða
stofnanir aðrar í þjóðfélaginu eru
sambærilegar. Þætti mönnum óhæfa
að þjóðkirkjan aflaði íjár með
tölvuknúnum söfnunarbaukum þar
sem í stað litskrúðugra ávaxta birt-
ust ritningarorð á skjánum? Og tíu
þúsund krónur ynnust ef sama ritn-
ingarorðið kæmi þrisvar fyrir í einni
línu? Augljóslega. Siðbótin snerist
ekki síst um að kaþólska kirkjan
þótti ganga allt of langt í ijáröflun
sinni er hún t.d. seldi syndaaflausn.
Þjóðkirkjan á að vera hafin yfir það
að afla fjár með því að notfæra sér
gróðafíkn mannsins. Aftur á móti
sýnist fátt athugavert við að sjoppu-
eigandi á fjölförnum stað hafí eins
og einn spilakassa úti í horni þar sem
menn geta freistað gæfunnar á með-
an beðið er eftir strætó.
Hvaða máli gegnir um Háskólann
sem er æðsta menntastofnun þjóðar-
innar og ber höfuð og herðar yfir
Hagnaður á happdrættismarkaðnum 1987-1993
Milljónir króna á verðlagi hvers árs, áætlun fyrir 1993 50C
Rauðl krass
íslands o.fl.
87 88 89 90 91 92 93 87
90 91 92 93 87 88 89 90 91 92 93 87 88 89 90 91 92 93 87 88 89 90 91 92 93 87 88 89 90 91 92 93
Rauöakrossmenn vió-
urkenna samt fúslega
núna aö þeirra eigin
gullnóma hafi sin
skúmaskot.
Hugmyndir um aó
þeir aóilar sem hafa
tekjur af happdrætti,
lottói og spilakössum
taki höndum saman
til aó hjálpa þeim sem
ánetjast spilafikn.
Tækin eru sams kon-
ar, bæói eru spila-
kassar, þótt þeir séu
annars vegar kallaóir
söfnunarkassar og
hins vegar happ-
drættisvélar.
Erf itt er aó meta velt-
una á markaónum
sérstaklega i spila-
kössunum. Ef reiknaó
er út frá vinningshlut-
fallinu þá var hún um
þrir mill jaróar á sió-
asta ári i kössunum
og a.m.k. fimm millj-
aróar i heild.
SPILAMSSAR
MTTULE6ASTA
FJÁRHJETTUSPILIÐ
AF ÝMSUM sökuin eru spilakassar varhugaverðasta tegund fjárhættu-
spils samkvæmt því sem fram kemur í Sálfræðibókinni sem kom út
hérlendis fyrr á þessu ári.
Jakob Smári sálfræðingur, sem skrifaði kaflann um spilafíkn í Sálfræðibók-
inni segir vanta rannsóknir á þessu sviði hérlendis en ef marka má reynslu
annarra þjóða megi gera ráð fyrir að um 2.000 manns eigi við spilafíkn að
etja hériendis. Þeir sem leiti hjálpar hjá meðferðarstofnunum séu yfírleitt
einungis toppurinn af ísjakanum. I Sálfræðibókinni er munurinn á tegundum
fjárhættuspils sagður allnokkur. Mismunandi eiginleikar happdrættis, knatt-
spymugetrauna, lottós og spilakassa gera þessi fjárhættuspil mismunandi
líkleg til þess að leiða til ánetjunar. Knattspyrnugetraunir og spilakassar
eru þess eðlis að spilið byggist að einhveiju leyti á útsjónarsemi spilarans,
a.m.k. er það gefið í skyn. Slíkt elur á þeirri hugsun spilarans að hann
hafi úrsiitin í hendi sér. Úrslitin verða mælikvarði á hæfni hans og því er
erfiðara að hætta fyrr en jákvæð niðurstaða er fengin. Það skiptir ennfrem-
ur máli varðandi líkur á því að ánetjast hvort úrslit eða niðurstaða fæst að
skömmum eða löngum tíma liðnum og hvort mögulegt er að spila aftur strax
og úrslit liggja fyrir.
Umbunin kemur strox
„Þegar spilað er í spilakassa fást úrslit samstundis og spilarinn getur
sömuleiðis lagt strax undir að nýju. Vitað er að umbun sem fylgir strax 5
kjölfar hegðunar er líklegri til þess að festa hana í sessi en umbun sem
kemur síðar. Þetta ætti að leiða til þess að vinningur í spilakassa sé líklegri
til þess að auka tíðni spilahegðunar en sambærilegur vinningur í lottóspili.
Sá sem spilar í spilakassa getur jafnframt lagt undir aftur og aftur með
stuttu millibili þannig að hegðunin verður honum fljótlega töm og nánast
ósjálfráð. Af þessum sökum má e.t.v. segja almennt að spilakassar (og spil
sem þeim líkjast að þessu leyti) séu varhugaverðastir allra fjárhættuspila,
þótt þær upphæðir sem þar er spilað um í hvert skipti séu að jafnaði ekki
háar,“ segir í Sálfræðibókinni. Jakob Smári sagði í samtali við Morgunblað-
ið að það hefði einnig gleymst í umræðunni hérlendis að það getur ekki
verið æskilegt að komið sé inn þeirri hugsun hjá bömum og unglingum að
lífið stjómist af heppni.
Hvaó er spilafikn?
Eftirfarandi viðmið eru gjarnan notuð til að afmarka spilafíkn sem alvar-
legt vandamál.
• Viðkomandi eða fjölskylda hans er farin að líta á spilamennskuna sem
vandamál.
• Hann finnur til ómótstæðilegrar löngunar til að spila eða er stöðugt að
hugsa um fjárhættuspil og fmnur til spennu í því sambandi.
• Hann upplifir að hann geti með engu móti hætt að spila þegar hann er
byrjaður á því, þrátt fyrir að hann geri sér grein fyrir afleiðingunum.
• Spilamennskan er farin að hafa margháttaðar alvarlegar afleiðingar fyr-
ir hann og hans nánustu. Slíkar afleiðingar geta verið skuldir, þjófnaður,
brottrekstur úr starfí, skilnaður, þunglyndi eða sjálfsvígstilraunir.
Af hverju byr jar fólk?
Hvað ræður því hvort fólk byijar að spila fjárhættuspil? Það eru sam-
kvæmt Sálfræðibókinni fyrst og fremst félagslegir þættir svo sem það hvort
vinir eða kunningjar spila, hvemig litið er á spilamennsku af þeim sem þetta
fólk tekur mark á, en e.t.v. fyrst og fremst möguleikar til spilamennsku í
umhverfí þess. Þar sem víða eru áreiti sem tengjast þvi að spila eða minna á
spil eru meiri líkur á að illvig spilafíkn nái að festa rætur. Þar sem stöðugt
er minnt á spilamennsku í fjölmiðlum, þar sem vart er hægt að versla í sölut-
umum án þess að komast í návígi við spilakassa eða í verslun án þess að
sjá skafmiða er slíkum hættum boðið heim.
Bandarískar rannsóknir benda til þess að þeir sem eru ungir, atvinnulausir
eða hafa lágar tekjur spili helst íjárhættuspil og ánetjist spilafíkn. Þetta eru
einstaklingar sem hafa nægan tíma til að láta freistast og hafast gjaman við
þar sem fjárhættuspil em nærtæk. Þetta em líka einstaklingar sem em auð-
veld bráð fyrir óraunsæja drauma um betra líf.
Sumar rannsóknir benda til að tengsl séu á inilli taumlausrar spilamennsku
og takmarkaðrar hvatastjórnar. Einnig virðast. tengsl milli almennrar tilhneig-
ingar til að taka áhættu og spilafíknar. Loks er depurð algengari meðal spilaf-
íkinna en gerist og gengur, en óvist er hvort depurð er orsök eða afleiðing
spilamennskunnar. Þetta skýrir e.tv. þá staðreynd að sjálfevígstilraunir em
sex sinnum algengari hjá taumlausum spilamönnum en gengur og geri9t.
aðra skóla á háskólastigi? Hann
gegnir miklu menningar-, mennta-
og uppeldishlutverki. Hann hefur
notið mikils velvilja þjóðarinnar og
þar hafa helstu fræðimenn starfað.
Eðlilegt má telja að háskóli sé fjár-
magnaður með skólagjöldum, með
því að taka að sér verkefni fyrir ríki
og atvinnulíf og með ríkisframlögum
ekki síst hér á landi þar sem hann
er einstakur í sinni röð. Áratuga
hefð er fyrir því að Háskólinn reki
happdrætti. Vissulega er happdrætti
ein tegund fjárhættuspils og þótt
einhveijir hafi spilað með sökum
gróðavonar létu margir féð af hendi
rakna vegna þess að háskólinn stóð
fyrir happdrættinu. Samkvæmt
könnun Félagsvísindastofnunar árið
1989 sögðu 42% þeirra sem spiluðu
í HHI vinningsmöguleikanna ráða
mestu um að skipt væri við happ-
drættið en 27% sögðu styrk við mál-
efnið ráða mestu þar um. Vinnings-
möguleikinn virtist ráða meiru eftir
því sem fólk var yngra og styrkur
við málefnið meiru hjá eldra fólki.
Ef flokkahappdrættið er eðlileg
fjáröflunarleið sem sátt ríkir um er
þá nokkuð við það að athuga að
háskólinn færi sér nýjustu tækni í
nyt og starfræki spilakassa? Eins og
fram kemur í rammanum hér á síð-
unni eru spilakassarnir taldir var-
hugaverðari en aðrar tegundir fjár-
hættuspils vegna meiri hættu á að
menn verði spilafíkn að bráð. Það
sýnir að munur er á þessum tegund-
um fjárhættuspils og kassarnir hafa
sínar skuggahliðar sem ekki fylgdu
happdrættinu og hugsjónablænum
sem umlék það.
Menn hljóta a.m.k. að velta því
fyrir sér hvort sjálfgefið sé að háskól-
inn standi í þessu harki um aldur
og ævi.
Tekjulind fyrir rikid?
í Háskólanum er það gjarnan
kennt að lagareglur verði þannig til
að Alþingi samþykki frumvörp um
tiltekin efni þar sem stefnan er mörk-
uð. Síðan setur ráðherra reglugerð
um nánari útfærslu Iaganna. Borgar-
arnir laga sig svo að þessum reglum.
Raunveruleikinn getur verið annar.
Fjendurnir í spilakassadeilunni
sömdu um skiptingu markaðarins,
ráðherra lýsti yfír fögnuði sínum og
er að vinna að reglugerð á grund-
velli samningsins, Alþingi mun svo
einhvem tíma síðar leggja blessun
sína yfir allt saman með lagasetn-
ingu.
Ýmsir kostir hafa þó verið til at-
hugunar í ráðuneytinu. Ljóst er að
það er brýnt að setja löggjöf um
þetta gráa svæði tilverunnar. Kom
það t.d. fram fyrir nokkru er ekki
var klárt hvort reka mætti einka-
spilavíti. Þegar hefur verið minnst á
bamaverndina en annað eftirlit
mætti einnig vera meira í þágu neyt-
enda eins og að fylgst sé með reikn-
ingsskilum óg að auglýsingar séu
sanngjamar. Við heildarrlöggjöf um
happdrættismarkaðinn koma einkum
tvær leiðir til álita. í fyrsta lagi að
líta á reksturinn eins og hveija aðra
heiðarlega atvinnustarfsemi sem
væri öllum heimil. Ríkið gæti selt
eða leigt einkaleyfi og skattlagt
inarkaðinn. Hagnaður á markaðnum
hefur verið um milljarður króna á
ári. Ef lagður yrði 22% virðisauka-
skattur á veltuna fengist inn ríflega
milljarður. Því fé mætti auðvitað
veija til góðgerðarmála. Og er þá
eftir að reikna með einkaleyfagjaldi,
tekju- og eignaskatti. Erfitt er þó
að meta hver veltan er sérstaklega
I spilakössunum. Ef reiknað er út frá
vinningshlutfallinu þá var hún um
þrír milljarðar á síðasta ári í kössun-
um og a.m.k. fimm milljarðar i heild.
í öðru lagi mætti hugsa sér að
ríkið sæi um happdrættisreksturinn
eða fæli örfáum aðilum hann. Þessi
skipan tíðkast víða erlendis og eru
happdrætti dijúg tekjulind fyrir rík-
ið. Það þekkist vart að þau séu alger-
lega skattfijáls og vinningar einnig ,
eins og hérlendis. Ef horft er á stöð-
una í dag virtist koma til álita að
þijú fyrirtæki, eitt í flokkahapp-
drætti, eitt í talna- og íþróttaget-
raunum og eitt í spilakössunum
fengju einkaleyfi. Þau lytu ströngu
opinberu eftirliti og ágóðinn rynni
til góðgerðar- og líknarmála. Þessi
leið hefði þann kost að góðgerðar-
og mannúðarstofnanimar væru ekki
settar í þá stöðu að þurfa að heyja
harkalegt stríð um spilaþrælana þar
sem tilgangurinn helgar meðalið.