Morgunblaðið - 24.10.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
21
á mann í tvíbyl'. Allir skattar innifaldir.
Fjögurra nátta ferðir
31.okt. og 7. nóv.
á mann í tvíbýli. Allir skattar innifaldir.
15 sæti
í hvora ferð!
Fimm nátta ferð
4. - 9. nóv.
á mann i tvibýli. Allir skattar innifaldir.
' Heimflug um Glasgow.
Ungt félagshyggjufólk í Reykjavík
Sameiginlegs framboðs krafist
Fundur fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna samþykkir að kanna vilja til samstarfs
UNGT fólk krefst árangurs er
yfirskrift auglýsingar sem 54 ein-
staklingar hafa ritað nafn sitt
undir. Þar er krafist sameiginlegs
framboðs félagshyggjufólks fyrir
næstu borgarstjórnarkosningar.
Fundur fulltrúaráðs Alþýðu-
flokksfélaganna í Reykjavík sam-
þykkti í fyrrakvöld að fela stjórn
fulltrúaráðsins að kanna hug fé-
lagshyggjufólks til sameiginlegs
framboðs fyrir næstu borgar-
sljórnarkosningar.
„Þetta er óformlegur hópur fólks
úr öllum áttum sem hefur fátt annað
sameiginlegt en þá ósk að vilja sjá
meirihlutann í borgarstjórn falla í
hendur félagshyggjufólks og telur
að þetta sé eina leiðin til þess. Það
lítur þannig á að kosningamar sem
Stjórn Alþýðu-
flokksfélagsins í
Hafnarfirði
Vilja slíta
stjórnar-
samstarfi
STJÓRN og varastjórn Alþýðu-
flokksfélagsins í Hafnarfirði sam-
þykkti á fundi í vikunni ályktun
þar sem ráðherrar Alþýðuflokks-
ins eru hvattir til að slíta stjórnar-
samstarfi vegna þess að stefna
ríkisstjórnarinnar sé í mótsögn við
jafnaðarstefnu.
í ályktuninni segir að ráðherrar
Alþýðuflokksins hafí flestir staðið
fyrir aðgerðum sem ekki miða að
jöfnuði heldur þvert á móti ójöfnuði.
Stjórnarstefnan sé svívirða við jafn-
aðarstefnuna og hafi ekkert með þá
stefnumörkun að gera sem kjósend-
um Aiþýðuflokksins hafí verið boðið
upp á fyrir síðustu kosningar. Sam-
kvæmt fjárlögum næsta árs skuli
haldið áfram á sömu braut og lagðar
auknar byrðar á launafólk. „Það er
því ömurlegt að sjá á eftir góðum
mönnum með miklar jafnaðarhug-
sjónir inn í þessa íhaldshringiðu ríkis-
stjórnarinnar þar sem einkahags-
munir og fijálshyggjuárátta ræður
ríkjum. Sé einhver snefill af jafnaðar-
stefnu enn lifandi hjá ráðherrum
Alþýðuflokksins hvetjum við þá ein-
dregið til að slíta stjórnarsamstarfínu
og hefja á ný baráttu fyrir bættum
kjörum þeirra sem minna mega sín,
alþýðu þessa lands,“ segir orðrétt í
ályktuninni.
„Stjómin, sem í eru fimm manns,
og tveggja manna varastjóm standa
fyrir þessari samþykkt en ekki flokk-
urinn en ég tel að hún endurspegli
skoðanir launafólks. Þetta er fyrst
og fremst ábending um það að við
viljum meiri jöfnuð," sagði Erlingur
Kristensen, formaður stjórnarinnar.
Ekki beint gegn Guðmundi
Arna
„Ég vil taka það fram að þessari
samþykkt er ekki beint gegn Guð-
mundi Arna Stefánssyni, eins og
sumir hafa viljað láta liggja að, þótt
hann komi hér úr bænum. Hann sit-
ur í erfiðu ráðuneyti þar sem þarf
að takast á við viðkvæm mál og það
eru skiptar skoðanir um hvemig skuli
leysa þau,“ sagði Erlingur.
Önnur félög í kjölfarið
Ólafur Sigurðsson, varamaður í
stjóm Alþýðuflokksfélags Hafnar-
fjarðar lagði í samtali við Morgun-
blaðið áherslu á að öll stjórn og vara-
stjórn félagsins stæði á bak við álykt-
unina og fjöldi fólks utan stjórnar
hefði þegar lýst stuðningi við hana.
Þá sagðist hann þess fullviss að
stjórnir annarra Alþýðuflokksfélaga
ættu eftir að samþykkja sambærileg-
ar ályktanir á næstunni.
í vændum era séu ekki til neins nema
félagshyggjufólk taki sig saman um
framboð,“ sagði Hrannar B. Amar-
son, einn þeirra sem rita nafn sitt
undir kröfuna.
Ekki of seint fyrr en
framboðsfrestur rennur út
„Við munum reyna að fylgja þessu
máli eftir til enda eins fast og við
getum. Næsta skref er að leita eftir
þvi að þeir flokkar sem enn hafi
ekki tekið ákvörðun um framboð hitt-
ist og fari yfir málin sameiginlega.
Síðan hugsum við okkur líka að ræða
við þá aðila sem hafa nú reyndar
tekið ákvörðun um að bjóða fram
hvort það séu ekki einhveijar aðrar
leiðir skynsamlegri til í því. Við lítum
á þetta sem verk sem verði ekki of
seint að vinna fyrr en framboðsfrest-
ur fyrir næstu kosningar er útrunn-
inn. Þangað til munum við gera allt
sem við getum til að fá þessa niður-
stöðu,“ sagði Hrannar.
Hugur félagshyggjuafla
kannaður
Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélag-
anna í Reykjavík samþykkti á fundi
sínum í fyrrakvöld að fela stjóm full-
trúaráðsins að kanna hug félags-
hyggjuaflanna til sameiginlegs fram-
boðs fyrri næstu borgarstjómarkosn-
ingar og gaf fundurinn stjóminni
fjórar vikur til starfans. Ef tilraunin
reynist árangurslaus að þeim tíma
loknum skuli stefnt að A-framboði
og hraða undirbúningi kosninga. Til-
lagan var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum eftir miklar
umræður, margir tóku til máls og
þurfti að fresta öllum öðrum málum
sem fyrir fundinum lágu.
Ólína Þorvarðardóttir, fulltrúi Nýs
vettvangs í borgarstjóm, var á fund-
inum og sagði hún að niðurstaðan
væri jákvæð. „Ég held að allir hafi
UNGTFOLK
KREFST ÁRANGURS
Við Imfnum vinstrigiundroða gamlu túuans
við rittwtu borgarsljórnttrkasningnr og
krcfjumsl kröttugs, samdjpnlcgs IVnmboðs
fclagshy gj* j ufólks.
unað mjög sáttir við þessa niðurstöðu
og kannski ekki síst talsmenn Nýs
vettvangs sem voru mjög ánægðir
sem að flokkurinn skyldi vilja kanna
þetta mál,“ sagði Ólína.
> m -' .* dwrt-w > mmmism
SPRENGHLÆGILEGT
TILBOÐSVERÐ
VIÐBOTARSÆTI
iw'i: a* i
I NOKKUR SÆTI ADCIMC
TIL EDINBORGAR rtr*öllVO
aðeins fyrir handhafa VISA-korta!
s...a b
Þriggja nátta ferð
28. - 31. okt.
Tveggja nátta ferð
4. - 6. nóv.
á mann í tvíbýii. Allir skattar innifaldir.
Heimflug um Glasgow.
10 sæti
V/SA
4
SKOTABRANDARINN
SLÓíGEGN!
Örfá viðbótarsæti í
eftirtaldar ferðir:
24. okt. uppselt
28. okt. 9 sæti
31.okt. 15 sæti
4. nóv. uppselt í 3ja nátta ferö
10 sæti í 2ja nátta ferö
10 sæti í 5 nátta ferö
7. nóv. 15 sæti
Skotheldur
aukabrandari!
Raðgreiðslur VISA gefa þér
kost á að dreifa greiðslum á
allt að 8 mánuði. Það gera
aðeins um 3.000 kr. á mánuði
með öllu.
Gist á glæsihótelinu
King James Thistle****
Innifalið í verði:
Flug, ferðir til og frá flugvelli
erlendis, gisting með
morgunverðarhlaðborði,
forfallatrygging og
íslensk fararstjórn.
Eitt verð fyrir alia.
mmw- r; ww n mimmsmi m m
ÚRVALÚTSÝM
RVAL-UTSÝN, VISA-ísland og King James Thistle hótelið opna þér Edinborg upp á gátt