Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 25
að koma á fót og skipuleggja Vinnu- miðstöðina var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja að Baldursgötu 11. Hún var ritari KRFÍ 1931-1937 og ann- aðist jafnframt bókhald stöðvarinn- ar meðan hún starfaði á vegum félagsins. Á aðalfundi 6. júní 1932 kom fram að aðsókn hafði verið mikil og árangur „framar öllum vonum". Ráðningar voru þá orðnar 500 tals- ins og voru það jafnt konur úr Reykjavík sem úr sveitum sem fengu atvinnu í gegnum stöðina. Ráðið var í hálfs- og heilsdagsvist- ir, kaupakonur, vetrarstúlkur í veik- indatilfellum og stúlkur sem tóku menn í þjónustu, enn fremur eldri konur til að sitja hjá börnum að kvöldi til. Vinnutími stöðvarinnar var frá kl. 3-6 að deginum. Oft var ekki unnt að ná í það fólk í síma sem beðið hafði um vinnu og enginn sendisveinn var á stöðinni. Forstöðukonan varð því að sinna störfum af því tagi og sækja stúlk- urnar sem beðið höfðu um vinnu ef vinna bauðst. Oft voru stúlkum með börn á framfæri útvegaðar ársvistir í sveitum. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar var á sama stað og var hún opin þijú kvöld í viku. Meðan Vinnumiðstöðin starf- aði í Þingholtsstræti 18 leituðu stúlkur iðulega þangað með vanda- mál af margvíslegu tagi. Haustið 1932 kom fram í skýrslu formanns um Vinnumiðstöðina að vinnutilboð á árinu höfðu verið 1.466, vinnuumsóknir 1.375 og ráðningar 1.098; 240 stúlkur höfðu verið ráðnar út fyrir Reykjavík, 191 stúlka ráðin á veikindaheimili og 40 stúlkur ráðnar til að gæta barna; 398 stúlkur höfðu sótt um alls kyns dagvinnu og 239 verið ráðnar. Bæjarstjórn hafði veitt 2.000 krón- ur til stöðvarinnar, einnig kom fram að Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra hafði lofað 1.000 krónum af atvinnubótafé þess árs. Ekki dugðu styrkveitingar þó til og hadann, sem var 500 krónur, bar KRFÍ. KRFÍ starfrækti Vinnumiðstöð- ina í fjögur ár og það er ljóst að hún bætti úr brýnni þörf. Til þessar- ar starfsemi fékk félagið styrki frá ríki og bæ eins og áður sagði. Á tímabilinu sá stöðin um mörg þús- und ráðningar og útvegaði á annað hundrað mæðrum vist þar sem þær gátu haft börn sín með sér. Þá þarf ekki að fara í grafgötur um að öllu þessu starfi fylgdi mikið umstang og snúningar og tók mik- inn tíma stjómarkvenna og annarra félagskvenna. Óhugsandi er að kon- ur hefðu getað lagt af mörkum svo mikla vinnu launalaust nema vegna þess að þær voru heimavinnandi og höfðu margar rúman frítíma frá eigin heimilum. Árið 1935 gengu í gildi lög um vinnumiðlun fyrir bæinn og um haustið var afráðið að Vinnumið- stöðin yrði flutt úr Þingholtsstræti um mánaðamótin október-nóvem- ber og sameinuð Vinnumiðlunar- skrifstofu ríkisins. Guðrún Ás- mundsdóttir var ráðin áfram og starfaði hún þar til ársins 1942 er hún varð starfsmaður Mæðra- styrksnefndar. Launajafnrétti Umræðan um sömu laun fyrir sams konar störf gengur eins og rauður þráður í gegnum fundar- gerðir Kvenréttindafélagsins og samþykktir frá fundum og ráðstefn- um á vegum þess. I sjötta kafla félagssögunnar ber ein frásögn yf- irskriftina Launamál og má þar meðal annars lesa: Vorið 1939 birti félagið ávarp til íslenskra kvenna um að fylkja sér um kröfuna um jafnrétti í launamál- um og hóf þar með skelegga bar- áttu fyrir launajafnrétti. Um nokk- urt skeið hafði orðið vart við áróður gegn útivinnandi konum og kom sú stefna greinilega fram í launa- taxta sem nýverið hafði verið sam- þykktur fyrir Reykjavíkurbæ. Þar voru kvenskrifurum ætluð lægri laun en körlum og talað var um fyrsta og annars flokks skrifara og fýrsta og annars flokks kvenskrif- ara og töluverður mismunur var á flokkunum. Þá kom það fyrir að atvinnurekendur sögðu konum upp MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 25 Nýja kvennahreyfingin Kvenréttindafélag íslands hefur haldiö úti eigin mólgagni frá árinu 1951, ársriti sem ber hehið 19. júni í minn- ingu þess aö þann dag 1915 ööluöust kanur hér meö stjómarskrárbreytingu kosningarétt til Alþingis og kjör- gengi. Hér má sjá rhnefndina eins og hún var 1992 frá vinstri taliö Unnur Stefánsdóttir, Ema Hauksdóttir, II- len Ingvadóttir, ritstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, Vilborg Daviösdóttir og Ragnhildur Vigfúsdáttir. starfi ef þær giftust og þær raddir gerðust æ háværari að svipta bæri konur starfi við giftingu. í byijun síðari heimsstyijaldar var farið að hafa á orði að launalög ríkisstarfsmanna væru orðin úrelt. Skipuð var nefnd til þess að endur- skoða launalögin og að venju voru konur ekki í þeim hópi. Nú hljóm- aði krafa KRFÍ um sömu laun fyrir sömu störf. Hvatningarorðin voru ekki spöruð og launamálin voru aðalumræðuefnið á félagsfundum. Félagið réðst meira að segja í að gefa út blað, sem hét Kvennablað- ið, 19. júní 1939 undir kjörorðinu: „Kona — þorðu að vera frjáls!" Forsíðuna prýddi mynd af Bríeti áttræðri og í skorinorðum greinum voru konur hvattar til að styðja hver aðra í baráttunni fyrir launa- jafnrétti. Ekki sá félagið sér fært að gefa út fleiri blöð en þetta eina en ljóst er að hugur var í konum. Haustið 1942 sagði Laufey á fundi að krafan væru sömu laun fyrir sömu störf og hvatti konur til að leggjast á eitt í launamálum. Vafalítið hefur almennur kvennafundur, sem KRFÍ stóð fyrir í Iðnó að loknum landsfundi sumar- ið 1944, vakið margar konur til umhugsunar um kjör sín. Efni fund- arins var: „Staða og kjör hinnar vinnandi konu" og tilgangurinn meðal annars að kynna og vekja áhuga á þeim málum sem voru til umræðu á landsfundinum og þá einkum kjörum launavinnandi kvenna. Alls töluðu fjórtán konur frá þrettán félögum. Þær voru: El- ísabet Eiríksdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Einingar á Akureyri, sem flutti inngangsræðu, Jóhanna Egilsdóttir frá Verka- kvennafélaginu Framsókn, Þuríður Friðriksdóttir frá Þvottakvennafé- laginu Freyju, Aðalheiður Hólm frá Starfsstúlknafélaginu Sókn, Laufey Valdimarsdóttir frá Félagi af- greiðslustúlkna í brauða- og mjólk- urbúðum, Halldóra Guðmundsdóttir frá Nót, Félagi netavinnufólks, Ragnhildur Halldórsdóttir frá klæð- skerafélaginu Skjaldborg, Einfríður M. Guðjónsdóttir frá Bókbindarafé- lagi Reykjavíkur, Gunnhildur Eyj- ólfsdóttir frá Hinu íslenska prent- arafélagi, Kristrún Kristjánsdóttir frá Sveinafélaginu Björk, Sigríður Eiríksdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarkvenna, Katrín Pálsdóttir frá Mæðrafélaginu, Theresía Guð- mundsson frá Kvenstúdentafélag- inu og Rannveig Þorsteinsdóttir frá Starfsmannafélagi ríkis og bæja. í máli þeirra kom greinilega í ljós hinn rangláti munur sem var á kaupi karla og kvenna í nær öllum starfsgreinum. Konur voru á einu máli um að eina leiðin til að koma fram umbótum væri að stofna sam- tök um hagsmunamálin, gera kröf- ur til fullra réttinda og standa sam- an. Enn fremur töldu þær afar mikilvægt að konur, sem ynnu í iðngreinum, lærðu iðnina og fengju full réttindi sem fullnuma sveinar. Talið var að hin óvenjugóða fundar- sókn, troðfullur salur sem tók um 360 manns í sæti svo að margir Nýja konan á götum Reykjavíkur tkömmu eftir síðustu aldamót fer sinna eigin ferða á reiöhjóli og nýtur þess frelsis sem þaö veitir. Hér er á ferö Ingibjörg Guöbrandsdóttir leikfimikennari einn stofnenda Kvenréttindafé- lagsins. Þegar konur komust í bæjarstjórn Reykjavíkur áriö 1908 var þaó þeirra fyrsta verk aó opna sundlaugarnar ffyrir konum og veita fé úr bæjarsjóði til sundkennslu fyrir konur og hafði Ingibjörg þá kennslu á hendi næstu tvo áratugina. Formennirnir Formenn í Kvenréttindafélag- inu hafa verið: Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1907- 1927 Laufey Valdimarsdóttir 1927- 1945 María J. Knudsen 1945-1946 Sigríður J. Magnússon 1946- 1964 Lára Sigurbjörnsdóttir 1964- 1969 Sigurveig Guðmundsdóttir 1969-1971 Guðný Helgadóttir 1971-1975 Sólveig Ólafsdóttir 1975-1981 Esther Guðmundsdóttir 1981- 1986 Lára V. Júlíusdóttir 1986-1989 Gerður Steinþórsdóttir 1980- 1990 Guðrún Ámadóttir 1990-1992 Inga Jóna Þórðardóttir 1992-. Félagið er landsfélag og heldur landsfund fjórða hvert ár sem fer með æðsta vald í málefnum þess og markar stefnuna fyrir hvert starfstímabil. Á landsfundum eru kjörnir fulltrúar í stjórn frá þeim stjórnmálaflokkum sem eiga menn á þingi. Reykjavíkur-félag- ið kýs aðra stjómarmenn árlega á aðalfundi sínum, og bæði for- mann og varaformann. urðu að standa, væri talandi vottur um vaxandi áhuga kvenna á hags- munamálum sínum en einmitt sá áhugi og einhugur einkenndi lands- fundinn 1944. Samþykkt hans hljóðaði svo: „Konur hafi sama rétt og karlar til allrar vinnu, sömu laun fyrir sams konar vinnu og sömu hækkunarmöguleika og þeir. Gift- ing eða barneign sé engin hindrun fyrir atvinnu né ástæða til uppsagn í sjöunda kafla sögu Kvenrétt- indafélags íslands er rakið tímabilið 1964-1975 og fjallað um þá miklu geijun sem átti sér stað á öllum sviðum. Undir yfirskriftinni: Úur — Nýja kvennahreyfingin berst til ís- lands er eftirfarandi frásögn: Fyrsta merki um að nýja kvénna- hreyfingin hefði borist til íslands er starf hóps ungra kvenna sem nefndu sig Úur; kjaminn i honum voru nokkrar af ungu stúlkunum sem áður voru nefndar. Upphaf iess er að haustið 1968 vom konur innan félagsins yngri en 35 ára boðaðar á fund og kosin æsku- nefnd. Ætlunin var að vekja ungar konur til umhugsunar um mál kvenna. Gullveig Sæmundsdóttir segir svo frá: Þrátt fýrir að þær væra allar meðlimir Kvenréttindafélagsins höfðu þær lítið starfað innan félags- ins. Þessi fundur varð til þess, að æssar ungu konur fóra að hittast oftar og ræða ýmis þjóðfélags- og jafnréttismál. Síðar bættust fleiri konur við í hópinn, sem ekki vora meðlimir Kvenréttindafélags ís- lands og þannig urðu „Úur“ til. Á æssum fundum þeirra kom fyrst fram hinn ferski nýi kvenréttinda- andi, sem erlendis var orðinn mjög áberandi. Úur vora ekki fjölmennur hópur, líklega innan við 20 talsins, en þær hófust þegar handa af fullum krafti. Árangur þessara nýju straumq^. var könnun sem Úur gerðu á lestr- ar- og reikningsbókum, sem kennd- ar vora í barnaskólum landsins^ hvað varðaði jafnrétti kynjanna. I stuttu máli vora niðurstöður þær að ríkjandi hluverkaskiptingu kynj- anna væri haldið á loft í bókunum. Úur könnuðu jafnframt handa- vinnukennslu í skólum og birtu nið- urstöður í blöðum og tímaritum. Hér varð hið sama upp á teningn- um: Mismunandi kennsla með mis- munandi markmiðum og verkefnum^ eftir kynjum. Árangur þessarar könnunar var sá að á fulltrúaþingi Sambands íslenskra bamakennara 1970 var samþykkt tillaga, með greinargerð sem borin var fram af Asdísi Skúladóttur, þess efnis að kennsla í verklegum greinum á skyldunámsstigi skyldi vera hin sama fyrir drengi og stúlkur. Þessi krafa hafði oft verið sett fram í KRFÍ en ekki borið árangur fyrr en nú þegar kennarar tóku undir hana. Enn var gerð könnun á stór- um hluta bamabóka sem út komu fyrir jólin 1971. Silja Aðalsteins- dóttir samdi greinargerð um málið sem send var ásamt bókalista til allra fréttastofnana. Svo mjög lá 4» að koma greinargerðinni á fram- færi að þær fjölrituðu hana sjálfar vegna prentaraverkfalls sem þá stóð yfir. Niðurstöður könnunarinn- ar vora þær að munur á drengjum og stúlkum í leik og starfí var greinilegur og hlutverk þeirra hefð- bundin. Þessar aðgerðir ollu um- ræðum og blaðaskrifum því að rit- dómar um barnabækur vora sjald- séðir hér á landi fram að þessu en nú brá svo við að þeim fjölgaði ört sem skrifuðu af þekkingu um bæk- ur af því tagi. Stjóm Félags ís- lenskra rithöfunda reiddist niður- stöðum Úanna. Hún fann barna- bókakönnun þeirra allt til foráttu og varaði við einhliða mati á barna-'*'' og unglingabókum en lýsti jafn- framt ánægju sinni yfir vaxandi áhuga á íslenskum bamabókum. Edda Svavarsdóttir og Sigur- björg Aðalsteinsdóttir gerðu könn- un í öllum bönkum í Reykjavík um skipan í launaflokka. I ljós kom að mikið launamisrétti var ríkjandi milli kynja og menntun og starfs- reynsla einskis metin. I hæstu flokkunum voru karlar í meirihluta eftir því sem ofar dró og einir í þeim efsta. í fimm kauplægstu flokkunum reyndust konur vera it, yfírgnæfandi meirihluta. Samt var meðalstarfsaldur kvenna í bönkun- um hærri en meðalstarfsaldur karla. Það kom enn fremur fram í könnuninni að konur höfðu minni forföll, höfðu færri veikindadaga en karlar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.