Morgunblaðið - 24.10.1993, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
24. okt.
1913 Samið við Gufuskipafé-
lag Björgvinjar um skipa-
ferðir.
1938 Sameiningarflokkur al-
þýðu-sósíalistaflokkur
stofnaður.
1972 Vigri, fyrsti skuttogar-
inn sérstaklega smíðað-
ur fyrir íslendinga, kem-
ur.
1975 Kvennafrídagur.
Erlent
1375 Valdimar Atterdag
Danakonungur andast.
1537 Þriðja kona Hinriks VIII.,
Jane Seymour, deyr af
barnsförum.
1601 Danski stjörnufræð-
ingurinn Tycho Brahe
andast.
1648 Vestfalsfriður og Þrjátíu
ára stríðinu lýkur.
1688 Frakkar taka Heidelberg
herskildi.
1795 Rússar, Austurríkis-
menn og Prússar skipta
Póllandi á milli sín.
1860 Pekingsáttmáli undir-
ritaður eftir sókn Breta
til borgarinnar. Kínverjar
opna fleiri hafnir, greiða
hærri stríðsskaðabætur
og leyfa óhindraðar ferð-
ir útlendinga.
1909 Samningurinn í Raccon-
igi. Rússar samþykkja
landvinningaáform Itala í
Norður-Afríku. ítalir
leggjast ekki gegn sigl-
ingum rússneskra her-
skipa um Bosporus og
Dardanellasund.
1917 Austurríkismenn og
Þjóðverjar rjúfa ítölsku
víglínuna við Caporetto
(Karfreit) og 2. ítalski
herinn hörfar skipulags-
laust.
1922 írska þingið samþykkir
stjórnarskrá írska lýð-
veldisins.
1925 Umdeilt „Zinoviev-bréf“
birt fyrir þingkosningar í
Bretlandi. Sósíalistar
allra landa hvattirtil upp-
reisna.
1929 Svarti fimmtudagur.
Verðhrunið mikla í kaup-
höllinni í New York.
1937 Ný-sjálenzka flugkonan
Jean Batten flýgur frá
Ástralíu til Englands á
nýju meti: fimm dögum,
18 klukkustundum og 18
mínútum.
1945 Stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna tekur gildi.
1962 Hafnbann Bandaríkja-
manna á Kúbu kemur til
framkvæmda.
1964 Zambía, áður Norður-
Rhodesía, fær sjálf-
stæði.
1975 Sendiherra Tyrkja í Par-
ís ráðinn af dögum.
1989 Bandaríski sjónvarps-
presturinn Jim Bakker
dæmdur í 45 ára fangelsi
og 500.000 dollara sekt
fyrir að hafa fé af áhang-
endum sínum.
AFMÆLISDAGAR
Antoine van Leeuwenhoek
1632. Hollenzkur smásjár-
rannsóknarmaður, sem sá
gerla fyrstur manna.
Guðmundur Friðjónsson frá
Sandi. 1869. Rithöfundur og
skáld.
Karl O. Runólfsson 1900. Tón-
skáld.
Tito Gobbi 1915. ítalskur ba-
rítónsöngvari.
Ritsími lagður til Kaliforníu
1861 Lagningu ritsíma frá aust-
urströnd Bandaríkjanna til vest-
urstrandarinnar lauk í dag. Með
tilkomu ritsímans þurfa hrað-
boðar ekki lengur að ríða með
póst tiltekna áfanga leiðarinnar
frá St. Joseph í Missouri til
Sacramento í Kalifomíu. Póst-
flutningskerfi það sem gengið
hefur undir nafninu Pony Ex-
press leggst því niður. Ritsíminn
verður athafnalífi í Bandaríkj-
unum mikil lyftistöng, bæði í
austri og vestri. Heraflinn gerir
sér grein fyrir hemaðarlegu
mikilvægi ritsímans í yfirstand-
andi styrjöld og öðmm sem við
kunna að taka í framtíðinni.
ÞJÓÐARUPPREISN í
UNGVERJALANDI
1956 Þjóðbylting er hafin í Ung-
verjalandi gegn erlendum yfir-
ráðum og alræði kommúnista.
Þúsundir Ungveija hafa farið
út á göturnar til þess að mót-
mæla og kreíjast lýðræðis.
Stóm Stalínslíkneski hefur verið
steypt af stalli. Lögregla hefur
skotið á mannfjölda, en hermenn
ganga í jið með uppreisnar-
mönnum. í dag var Imre Nagy
skipaður forsætisráðherra að
kröfu fólksins, sem minnist þess
að hann fylgdi tiltölulega fijáls-
lyndri stefnu á valdaárum sínum
1953-1955. Nagy reynir að losa
sig við Emö Gerö — hinn sovét-
holla flokksritara sem hleypti
öllu í bál og brand með harð-
orðri ræðu í gær — draga úr
kúguninni og fá Sovétmenn til
þess að flytja hemámslið sitt
úr landi. í kvöld komu sovézku
leiðtogamir Mikojan og Suslov
til Búdapest. Nagy reynir að
koma fram í hlutverki milli-
göngumanns í deilum ungversku
þjóðarinnar og forystumanna
Sovétríkjanna, en óvíst er að
tilraunir hans beri árangur. Alls-
heijarverkfall er hafíð. Götubar-
dagar halda áfram í Búdapest
og uppreisnin breiðist út um
landsbyggðina. Flokkurinn er í
upplausn og ríkisstjómin Iömuð.
Ástandið er ískyggilegt.
EKKJfl MflOS HflNDTEKIH
1976 Chiang Ching, ekkja Mao
Tse-tungs flokksformanns, hef-
ur verið handtekin á heimili
sínu samkvæmt fyrirmælum
Deng Xiaoping, hins nýja leið-
toga Kínveija. Deng var einn
af mörgum „afturhaldsmönn-
um“, sem hún reyndi að útrýma
þegar hún stjórnaði svokallaðri
„menningarbyltingu“ og studdi
við bakið á Rauðu varðliðunum
á tíu síðustu æviárum form-
annsins. Eftir 10. flokksþingið
1973 fóm hún og félagar henn-
ar í svokallaðri „fjórmenninga-
klíku“ frá Shanghai rheð æðstu
völd í flokknum og hún varð
talsmaður formannsins, sem
var orðinn ellihrumur. Fjór-
menningarnir héldu embættum
sínum þegar Mao lézt fyrr á
þessu ári, en nú eru þau sökuð
um landráð og Chiang Ching á
í vændum sams konar ófræg-
ingarherferð og hún skipulagði
gegn andstæðingum sínum
þegar hún réð lögum og lofum
í flokknum.
Glæpakóngurinn
Capone dæmdur
Vidkun Quisling
tekinn af lífi
1945 Norski landráðamaðurinn
Vidkun Quisling var tekinn af lífi
í Akershus-kastala í Ósló í dag.
Quisling var prestssonur frá Þela-
mörk og náði töluverðum frama í
norska hernum. Hann var her-
málafulltrúi í Rússlandi og Finn-
landi 1918-1921 og aðstoðaði
landkönnuðinn Friðþjóf Nansen
1922-1926 í baráttu hans fyrir
. því að draga úr hungursneyð eftir
borgarastyijöldina. Á árunum
1931-1932 var hann landvama-
ráðherra Bændaflokksins. Vegna
andúðar á lýðræði stofnaði hann
fasistaflokkinn Nasjonal Samling
í maí 1933. í desember 1939 fór
hann á fund Hitlers, sem hann
dáði, að ræða möguleika á valda-
ráni. Viku fyrir innrás Þjóðveija
í apríl 1940 sagði Quisling þýzkum
útsendurum frá norskum hemað-
arleyndarmálum í Kaupmanna-
höfn. Hann varð „forsætisráð-
herra" þýzku leppstjórnarinnar í
Noregi 1. febrúar 1942. Eftir
frelsunina í maí í vor var hann
handtekinn og ákærður fyrir land-
ráð. Orðið „kvislingur" hefur haft
sömu merkingu og heitið landr-
áðamaður frá því áður en Noregur
var hernuminn.
1931 Chicago-glæpamaðurinn
A1 Capone var í dag dæmdur í
50.000 dollara sekt fyrir skatt-
svik, auk þess sem honum var
gert að greiða 30.000 dollara
málskostnað. Áttatíu þúsund
dollarar eru smáræði á mæli-
kvarða Capones, en hann var
einnig dæmdur í 11 ára fangelsi
og vinir hans telja að fangavist-
in verði honum þung-
bær. Skattheimtan fær
hrós fyrir að fá Capone
dæmdan á aðeins ein-
um degi, því að lögregl-
unni hefur ekki tekizt
að afla óyggjandi sann-
ana gegn honum í heil-
an áratug. Alphonse
Capone hefur ráðið lög-
um og lofum í glæpa-
heiminum á bannámn-
um og er illræmdur um
allan heim. Hann hefur
skipulagt fjölmörg
morð, en þeirra fræg-
ust eru morðin á Va-
lentínusarmessu í hitt-
eðfyrra.