Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.10.1993, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. OKTOBER 1993 ATVIMMOAUGÍVS/NGAR Atvinna óskast Studvís og samviskusöm 29 ára kona óskar eftir skrifstofu- eða afgreiðslustarfi sem fyrst. Hef stúdents- og verslunarpróf. Upplýsingar í síma 71290. Kennarar - Flataskóli Kennara vantar að Flataskóla í Garðabæ. Nú þegar í almenna bekkjarkennslu fyrir 7 ára bekk, eftir hádegi. Frá 1. janúar ’94 í myndmenntakennslu fyrir 9-11 ára nemendur. Upplýsingar veittar í Flataskóla í síma 658560. Skólastjóri. SKOÐUNARSTOFAN HF. Rafmagnsverkfræðingur/ rafmagnstæknifræðingur Auglýst er eftir rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu eftir nám við hönnun og/eða byggingu háspennuvirkja og einhverja reynslu erlendis við nám eða störf. Umsækjandi þarf að vera góður ís- lenskumaður og hafa gott vald á einu Norður- landamáli og ensku og kunna helst einhverja þýsku. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði og eiga auðvelt með sam- skipti við fólk. Vinnustaðurinn er reyklaus. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Ef nánari upplýsinga er óskað um starfið, hafið þá góðfúslega samband í síma 91-811388. Umsóknir óskast sendar til Skoðunarstof- unnar hf., Ármúla 42, 108 Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. Vantar þig verkstjóra? Hef bæði fersk- pg saltfiskmatsréttindi (fisk- vinnsluskóli). Óska eftir framtíðarstarfi. Upplýsingar í síma 91-813302. Meðmæli ef óskað er. Afurðastöðvar - tölvuþekking Hugbúnaðarfyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft með þekkingu, menntun og/eða reynslu í rekstri afurðastöðva f landbúnaði ásamt tölvuþekkingu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „Landb-tölva - 3871“, fyrir mánaðamót. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Öllum umsóknum svarað. Hársnyrtistofa Hársnyrtistofan Kúltúra (áður Studio Ohlala) auglýsir eftir meistara/sveini í hárgreiðslu. Vinsamlegast hafið samband við Kjartan í síma 689895 á vinnutíma. Hárgreiðslustofan KULTURA S i g I li n 3 8 ( H o l i d a! I n n) 10 5 Rfjkjank - S: 6 8 9 8 9 5 Atvinna óskast 23 ára reglusamur karlmaður með hagfræði- stúdentspróf óskar eftir vinnu. Hef góð með- mæli. Flest störf koma til greina. Áhugasamir sendi inn nafn og síma til auglýs- ingadeildar Mbl. merkt: „R-2003“. Markaðsstjóri Markaðsstjóri óskast fyrir veitingahús. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um skólagöngu, námskeið og fyrri störf, skulu sendar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 1. nóv., merktar: „V - 4759“. Stýrimaður Stýrimann vantar á 250 lesta línuskip, sem er með beitningavél um borð. Þarf að geta leyst skipstjóra af. Upplýsingar í símum 985-20382 og 92-68090. Þorbjörn hf. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Sunnuborg v/Sólheima, s. 36385. Völvuborg v/Völvufell, s. 73040. Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólann: Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290. Þá vantar starfsmann með sérmenntun í 50% stuðningsstarf e.h. á leikskólann: Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. RAÐA UGL YSINGAR Námsstyrkur við Minnesotaháskóla Umsóknarfrestur vegna námsstyrks við Minnesotaháskólann er til 19. nóvember. Umsækjendur skulu hafa stundað nám við Háskóla íslands og ganga þeir fyrir sem lok- ið hafa prófi. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Alþjóðaskrifstofu Háskólans. Kjörskrá Garðabæjar Kjörskrá vegna kosninga um sameiningu Garðabæjar og Bessastaðahrepps, sem fram eiga að fara 20. nóv. 1993, mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu, v/Vífílsstaðaveg, frá og með 27. okt. 1993. Kjörskrá mun liggja frammi til kjördags. Kærufresturtil bæjarstjórnarvegna kjörskrár rennur út kl. 12.00 á hádegi þann 6. nóvem- ber 1993. Bæjarstjórinn í Garðabæ. Frá skiptastjórum þrotabús Miklagarðs hf. Skiptafundur í þrotabúi Miklagarðs hf. verður haldinn miðvikudaginn 3. nóvember 1993 kl. 10.00. Fundarstaður verður í Lágmúla 5, 4. hæð, en ekki í Lágmúla 7 eins og auglýst var í Lögbirtingablaðinu. Á fundinum verður fjallað um ráðstöfun eigna og réttinda búsins, um lýstar kröfur og af- stöðu skiptastjóra til þeirra. Verði afstöðu til einstakra krafna ekki mótmælt í síðasta lagi á fundinum, má búast við að afstaðan, sem fram kemur í kröfulýsingaskrá verði tal- in endanlega samþykkt, sbr. 3. mgr. 120 gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991. Kröfulýsingaskrá mun liggja frammi á skrif- stofum skiþtastjóra síðustu vikuna fyrir fundinn. Jóhann H. Níeisson, Ástráður Haraldsson. ATVINNUHUSNÆÐI Verslunarhúsnæði til leigu Verslunarhúsnæði um 140 fm á besta stað í Glæsibæ til leigu. Upplýsingar veittar í síma 610199. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIG NAÍ'ÍÍ SVERRIR KRISTJANSSON LÖGGIL TUR FASTEIGNASALI^ÁQj}^ SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJA/ÍK, FAX 687072 MIÐLUN SÍMI 68 77 68 Listmunahúsið í Laugardal Til sölu ein fallegasta verslunareiningin í nýju og glæsilegu húsi við Engjateig. Eignin er seld á kaupleigusamningi. Allar innrétting- ar, sem eru mjög glæsilegar, geta fylgt. Upplýsingar á skrifstofunni gefur Sverrir. Húsnæðisnefnd Garðabæjar óskar eftir tilboðum í smíði 8 íbúða fjölbýlis- húss við Krókamýri 80 í Garðabæ. Verktími er til 1. september 1994. Útboðsgögn verða afhent á Bæjarskrifstof- um Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilstaða- veg, gegn 10.000 kr. skilatryggingu, frá og með miðvikudeginum 27. október nk. Verða tilboð opnuð á sama stað kl. 11.00 þriðjudaginn 9. nóvember nk. Húsnæðisnefnd Garðabæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.