Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 1
80SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 260. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR14. NÓVEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Svínsleg sam- þykkt“ í Ohio Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDARÍKJAMENN finna sér víða gæludýr. Haft hefur verið á orði að kakkalakkar dragi úr einmanaleika New York-búa og um skeið drógu Kal- iforníu-búar steinvölur á eftir sér í bandi. Nú hefur fjölskylda ein í þorpinu Piqua í Ohio bundist svíninu sínu slík- um tryggðarböndum að hún hefur sett húsið sitt á sölu og hyggst flytja brott eftir að þorpsbúar samþykktu í at- kvæðagreiðslu að svínið skyldi burt. Ibúar Piqua voru þeirrar hyggju að þorpið myndi fyllast af geitum og naut- gripum ef svínið yrði leyft. „Við ætlum að flytja vegna þess að við viljum flytja, af því að okkur finnst við ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Cynthia Gast- on. „Við ætlum að standa með sannfær- ingu okkar.“ Gaston-fjölskyldan hefur 30 daga til að forða sér með svínið Roxie. Reynt að banna Dr. Martens-skó DEILA hefur blossað upp i unglinga- skóla í Texas um hvort banna eigi Dr. Martens-skó, sem eru í tísku meðal bandarískra ungmenna. Lögregluyfir- völd höfðu skýrt skólanefndinni frá því að hópur nýnasista í héraðinu gengi í slíkum skóm og nefndin brást þá skjótt við. „Við umberum ekki kynþáttahatur af nokkru tagi í skólanum okkar,“ sagði aðstoðarskólastjórinn, Leslie Cantrell, og skórnir voru því bannaðir á mánu- dag. Daginn eftir ríkti glundroði í skól- anum, því nemendurnir harðneituðu að skilja skóna eftir heima. „Ég er þeirrar skoðunar að við verðskuldum tjáningarfrelsi," sagði einn nemend- anna. Dr. Martens-skór hafa verið framleiddir í Englandi í rúm 30 ár og komust í tísku í Greenwich Village í New York fyrir tveimur árum. í fyrstu voru það aðallega hommar og harðir femínistar sem gengu í skónum. Útsýnisflug yfir Moskvu með MiG ÞEIM sem vilja öðruvísi útsýnisflug yfir Moskvu býðst nú flugferð i aftur- sæti rússnesku orrustuþotunnar MiG- 23. Japönsk ferðaskrifstofa býður upp á pakkaferð með slíku flugi ásamt stuttri kynningu á þotunni og læknis- skoðun sem er skilyrði fyrir því að fá að fara í útsýnisflugið. Farþegarnir mega ekki vera yngri en 15 ára eða eldri en 55 ára. Morgunblaðið/RAX LITILL SMALI OG HUNDURINN HANS 600 sjúklingar í Bosníu í hættu vegna bardaga Serbar viðurkenna í fyrsta sinn „stríðsglæpi“ hermanna sinna Visoko, Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph. UM 600 sjúklingar á tveimur sjúkra- húsum í Mið-Bosníu, þeirra á meðal mörg börn, eru sagðir í mikilli hættu vegna harðra sprengjuárása serb- neskra og króatískra hersveita. Serb- neskir embættismenn og ríkisfjölmiðl- ar hafa nú í fyrsta sinn skýrt frá því að serbneskir hermenn hafi framið ýmis óhæfuverk í stríðinu í Bosníu og orðrómur er á kreiki í Belgrad um að serbneska sljórnin kunni að fallast á að framselja meinta stríðsglæpa- menn svo sérstakur dómstóll Samein- uðu þjóðanna geti yfirheyrt þá. Sjúkrahúsin eru í bæjunum Bakovici og Fojnica, sem eru í fjallahéraði vestur af höfuðborginni, Sarajevo. Harðir bardagar geisa nú milli múslima og Króata á þessu svæði. Um 135 króatískir borgarar kúldr- ast í kjallara í Fojnica og þora ekki út vegna ótta við að múslimar refsi þeim. Króatískar hersveitir, með fulltingi Serba, hafa hafið mikla sókn á þessum slóðum til að tengja tvö yfirráðasvæði sín í Bosníu. Talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna sagði að sjúkrahúsið í Fojnica væri í svo mikilli hættu að kanadískum og dönskum hermönnum hefði verið fyrirskip- að að vera viðbúnir því að koma fólkinu til bjargar þá og þegar. Sprengjum hefur verið skotið á lóð sjúkrahússins í Bakovici. Starfsmenn sjúkrahúsanna tveggja mættu ekki til vinnu í gær, laugardag. Rafmagnslaust er á báð- um sjúkrahúsunum og hörgull á eldiviði. Stríðsglæpamenn framseldir? Embættismenn og fjölmiðlar í Belgrad eru nú farnir að ræða opinskátt „stríðs- glæpi“ serbneskra hermanna í fyrsta sinn frá því stríðið í Bosníu hófst fyrir um tveim- ur árum. Serbneska stjórnin hefur hingað til neitað að eiga samvinnu við stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um meinta stríðsglæpi í fyrrverandi lýðveld- um Júgóslavíu í Haag á næstu dögum. Líkur eru taldar á að serbneska stjórnin hafi nú breytt afstöðu sinni og sé jafnvel reiðubúin að framselja meinta stríðsglæpa- menn. Serbnesku embættismennirnir beina að- allega spjótum sínum að Vojislav Seselj, sem var áður skjólstáeðingur Slobodans Milosevics forseta en stóð fyrir vantrausts- tillögu gegn forsetanum sem leiddi til þess að þingið var leyst upp í síðasta mánuði. Lögreglan hefur handtekið 40 stuðnings- menn Seseljs og sakað þá um nauðganir, morð, rán og hryðjuverk. Embættismenn sögðu að þeir kynnu að verða ákærðir fyr- ir stríðsglæpi. HAGSM OG é Qrrahríð Mafnamanns Jtk 18 . v 4 % LOUVRE SURTSEY ÞRÍTUG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.