Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 Alesscmdra Mussolini, sonardóttir Benitos Mussolini og þingmaóur nýfasista, ó góða möguleika ó því að verða næsti borgarstjóri í Napólí ÞEGAR sjö helstu iðnríki heims hittast í Napólí á næsta ári, kann að vera að á móti þeim taki borgarstjóri sem ber nafn óafmáan- lega skráð í sögu Evrópu. Alessandra Mussolini, þingmaður nýfas- ista á ítalska þinginu og barnabarn einræðisherrans Benitos Mussolinis, sækist eftir embætti borgarstjóra í Napólí og í nýj- ustu skoðanakönnunum hefur hún 8% forskot á keppinauta sína. Nafn hennar hefur hrifið þúsundir Napólíbúa, sem selja ekki fyrir sig fátæklegan málatilbúning þessa upprennandi stjórnmála- manns og afkomanda II Duce - leiðtogans. Afinn- Benito Mussolini, einræóisherra Ital- íu 1 926-1 945, er enn dáóur meóal margra Napólíbúa. Barnabarnió- nafn Aless- öndru Mussolini hefur aflaó henni mikils fylgis í Napólí. Hún hefur hins vegar fengið nóg af því að standa í skugga afa síns, Benitos Mussolini. rátt fyrir að Alessandra Mus- solini hafi frá barnsaldri sóst eftir frægð og frama, virðist hin skyndilega velgengni hennar nú hafa komið henni á óvart. Na- pólíbúar hafa tekið henni opnum örmun, í fyrsta skipti í fimmtán ár hafa borgarbúar flykkst út á götur til að taka í hendur fram- bjóðanda. Þeir setja það ekki fyrir sig þó að Alessandra sé ekki Na- pólíbúi, heldur minna á hverra manna hún sé. Allur samanburður við afann Benito er Alessöndru Mussolini hins vegar í óhag. Jafnvel aðdá- endur hennar viðurkenna að þegar nafninu sleppi, búi hún yfir litlu sem engu af þeim persónutöfrum sem einkenndu hann. Auk þess sé hún illa að sér í stjórnmálum, ekki síst því er varðar atvinnu og lög- gæslu, þeim málefnum sem brenna heitast á Napólíbúum. Hrifning borgarbúa á fasisman- um á sér sögulegar og efnahags- legar skýringar. Afstöðu Na- pólíbúa er ef til vill best lýst með slagorðinu „Napólí er ekki ítölsk“. Allt fram til ársins 1860 var borg- in undir stjóm annarra en ítala. Borgarbúar hafa verið konungs- sinnar og þar hefur verið áberandi hin ríka þörf fyrir bjargvætt. Hún á sér rætur í sögu borgarinnar og hinni miklu fátækt sem hefur ver- ið viðvarandi allt frá því að hún var sameinuð Ítalíu árið 1860. í augum margra borgarbúa tákna þeir sem eru utanaðkomandi pen- inga, velgengni og völd. Dæmi um þetta er knattspyrnumaðurinn Di- ego Maradona, sem var nánast tekinn í guðatölu er hann lék með liði Napólí. Drengirnir sem bera nafn hans skipta nú þúsundum í borginni. Leikkona eins og frænka Faðir Alessöndru, djasspíanist- inn Romano, var eftirlætissonur leiðtogans Benito Mussolini og leikkonan Sophia Loren er móður- systir hennar. Alessandra var ekki nema fimmtán ára þegar hún lék með móðursystur sinni í kvik- mynd, sem var hörð árás á fasis- mann. Árið 1980 urðu frænkumar hins vegar ósáttar og voru litlir kærleikar með þeim næsta áratug- inn. Tvítugri bauðst Alessöndru að sitja fyrir hjá Playboy-tímaritinu, sem hún þáði auk þess sem hún vann sem sýningarstúlka. Frægðin virtist innan seilingar árið 1985 er hún fékk hlutverk í bandarískri kvikmynd, en eftirnafn hennar stóð í framleiðendum myndarinnar og hún var svipt hlutverkinu. /Alessandra giftist Mauro Flor- iani, fjármálastjóra hersins, árið 1989. Hún hélt áfram kvikmynda- leik og sættist við Sophiu frænku sína. A síðasta ári bauð hún sig fram í þingkosningum, flestum að óvörum, og situr nú á þingi fyrir flokk nýfasista. Hún hugðist eigna sér sæti það sem afi hennar sat í áður en hann varð forsætisráð- herra en mætti of seint á þingfund og varð af stólnum. Með þingstörfum stundar Aless- andra nám í læknisfræði við Rómarháskóla og tók sér fyrir skömmu upplestrarfrí fyrir próf. Hefur hún lagt kapp á að ljúka námi svo hún geti snúið sér óskipt að stjórnmálunum, svo hart að hún var sökuð um að hafa falsað prófn- iðurstöður á síðasta ári. Að vera öðruvísi Napólíbúar hafa tekið málefn- afátækt Alessöndru með ro og vanþekking hennar á stjórnmálum hefur raunar komið henni til góða, nú þegar alda spillingarmála hefur riðið yfir ítölsk stjórnmál. Fyrr á árinu voru til dæmis 17 borgarfull- trúar í Napólí sakaðir um að tengj- ast skipulagðri glæpastarfsemi og borgarráðinu var vikið frá vegna óhóflegrar skuldasöfnunar. Hefur Alessandra lýst því yfir að það eina sem hún hafi lært af stjórn- málaþátttöku sinni, sé að hún vilji ekki líkjast stjórnmálamönnum á nokkurn hátt. Alessandra sættir sig ekki lengur við að standa í skugga afa síns. Er hún sóttist eftir þingsæti fyrir hálfu öðru ári, átti hún ekki til nógu sterk orð til að lýsa ágæti hans. Nú biðst Alessandra hins vegar undan því að ræða um „Leiðtogann“, segir enga ástæðu til að velta sér upp úr minningum um löngu liðna tíma Á veggjum aðalstöðva nýfasista hanga fjölmargar myndir af Ben- ito Mussolini en barnabarninu þyk- ir ekki nóg að gert. „Þetta er svo sem gott og blessað, en hvar eru myndirnar af mér?“ (Byggt á The European.) heili Lenms í 31 .ooo SNEIÐUM Ekkert sérstakur Heilinn á bak- vió valda- rán bolsje- vikka í Rúss- landi. ÞÓTT svo kunni að fara að lík Vladímírs Leníns verði látið rotna í kirkjugarði í Péturs- borg verður heilinn hans að öllum líkindum varðveittur um alla eilífð. Heilinn í Lenín hefur verið skorinn í 31.000 sneiðar og er geymdur í herbergi 19 í Heilastofnuninni í Moskvu. Til að komast inn í þetta herbergi þarf að opna þrennar læstar dyr úr hertu stáli. Sneiðar af heila Stalíns eru geymdar á sömu-hæð. Hlutar af heila Vladímírs Majakovskíjs, byltingarskáldsins sem skaut sig, enr í næsta herbergd. Og verið er að skera heila eðlisfræðingsins og andófsmannsins Andrejs Sak- harovs niður í hæfílega stóra bita svo hægt verði að rannsaka hann til hlítar í smásjám. Ekkert sérstakur! Stolt stofnunarinnar er þó heil- inn í Lenín. „Enginn heili hefur verið rannsakaður svo gaumgæfi- lega,“ segir yfírmaðurinn, Oleg Adríanov, sem er sjötugur og hef- • ur starfað hjá stofnuninni í 32 ár. Hann er með mynd af Lenín, lif- andi og íbyggnum, á veggnum. Mikil leynd hefur hvílt yfir stofnunni frá því henni var komið á fót árið 1926 til að afhjúpa leyndardóminn á bak við „snilli- gáfu Lenfns“. Eftir allan þennan tíma var fyrsta ritgerðin umradn- sókniraar birt n'ýlega. Hetsta nið- urstaðan var: Heiii Leníns er e.kk- ert sérstakur. „Enginn snillingur" Pjárskortur hamlar mjög starf- semi stofnunarinnar. Sérhönnuð smásjá með myndskjá, keypt í Austurríki, er biluð. Heilaskerinn . - sem er sérhannaður eh ktemi , að góðuip notum í hvaða-kjötbúð sem er - er illa farinn. Starfs- menn stofnunarinnar snæða há- degisverðinn með heilabú í heilu lagi eða í sneiðum á borðinu fyrir framan sig. Heili Leníns er geymdur í stórum viðar- skápum í her: bergi 19. í skápunum eru skúffur, vand- lega merktar. (A einni þeirra stendur: „Hægra heila- hvel, sam- stæða 1-18, hlutar 1-35.) Um 1.000 sneiðar hafa verið litaðar fjólubláar og svartar svo hægt verði að rannsaka þær í smásjá. Stærsti hluti þeirra er þó ólitaður, mjólkurgrár og bíður þess að fram komi nýjar aðferðir til að afhjúpa hugsanlega leyndardóma heilans. í herberginu er annar skápur með 14 þykkar bækur, bundnar inn í grænt leður með áletrun- inni: LENÍN. í þessum bókum er eitt af viðkvæmustu leyndarmál- um Sovétríkjanna fyrrverandi - nákvæm kortlagning á heila Len- íns. Heilinn sjálfur er visinn og smár. Stór hluti vinstra heila- hvelsins skemmdist af völdum heilablóðfalls. Adríanov vísar hins vegar á bug sem „reginfirru" sögusögnum um að hluti heilans hafi étist upp af völdum sárasótt- ar. Ekki fleiri stjórnmálalieila takk! Það var þýskur taugafræðing- ur, Oskar Vogt, sem var fenginn til að koma heilastofnuninni á fót. Vogt taldi að bein tengsl væru á milli lögunar eða stærðar heilans og gáfna, en fáir vísinda- menn leggja trúnað á þá kenningu nú orðið. Adríanov segir að hægt verði að geyma heilasneiðarnar úr Len- ín „til eilífðar“ og kveðst vona að vísindamerm fínni nýjar aðferðir til að rannsaka.þær í framtíðmm. Hann hpfur þó engan hug á að fá heila úrfíeiri etjórnmálamönn- um, af þeiin hefur hann fengið nóg. „Þeirra eru ekkl áhugáverð- ustu heilarnir." Heimild: The Independent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.