Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÓaÓÓr^Il'nÓVEMBER 1993 ánægður með hlut sinn og ég stakk upp á myndatöku. Hann veiddi lax- inn í Kistukvísl, en við fórum með laxinn niður á Breiðu og þar átti Uffe að látast vera að landa laxin- um. Hann átti að halda um sporðinn á laxinum og slá honum til í vatn- inu, búa til gusur eins og laxinn væri að bijótast um. Hann stillti sér upp, en mér fannst senan óeðlileg og rak hann lengra út í á. Uffe færði sig utar og utar. Skyndilega fór hann á bólakaf og ekkert stóð upp úr annað en húfan ög stöngin. Laxinn flaut af stað niður með á, en svo skaut hausnum á Uffe upp úr og hann æpti sem hæst: „Orri, bjargaðu laxinum, bjargaðu laxin- um!“ Og ég bjargaði auðvitað laxin- um, en til allrar hamingju gat ráð- herrann bjargað sér sjálfur. Uffe er mikill heiðursmaður og sérstakur húmoristi. Þannig sagði hann mér til dæmis frá því í síðasta bréfi sínu, að það hefði liðið yfir sig á fjölmennri samkundu þar sem hann átti að halda ræðu fyrir nokkru. Kona hans hefði síðan sagt sem svo, að hún hefði vitað að ekki væri allt með felldu er hún horfði á fímm konur rífa og tæta utan af honum fötin án þess að hann sýndi nokkur viðbrögð. í ljós kom, að yfirl- iðið mátti rekja til streitu.“ Orri heldur áfram og vill tala meira um kvótakaupin. Þau verða ekki reifuð hér, enda nokk- urra ára þróun sem fengið hefur sinn sess í tímaritum veiðimanna bæði hérlendis og ekki síst erlendis. Og ekki nóg með það, heldur hafa flest stærstu dagblöðin beggja vegna Atlantsála greint í máli og myndum frá Orra og frumkvæði hans. Nær undantekningarlaust er lokið lofsorði á framsýni mannsins og samningakænsku. Hvað fínnst honum um allt þetta lof og hól? „Þetta kitlar mann óneitanlega og þá sérstaklega vegna þess að allt er þetta viðurkenning á því að hug- mynd sem gat í fljótu bragði talist fjarstæðukennd í byrjun reyndist vera nákvæmlega það sem þurfti að koma og gerast á þeirri stund sem hún fæddist. Ég er ekkert ofur- menni. Löngum hafa menn rætt um þessa hluti og séð nauðsyn þeirra aðgerða sem nú ganga eftir, en aldr- ei hefur verið lag að gera neitt. Ég var ekkert annað en réttur maður á réttum tíma. Það er alltaf sama sagan í bissness. Ég man að ég var að aka erlend- um vísindamanni norður í Miðfjörð til fundar við Tuma Tómasson sem var að ljúka verkefni sínu það árið við Miðfjarðará. Ég hafði hringt til Tuma og hann ók á móti okkur og hitti okkur á Bifröst. Þar sátum við um stund og drukkum kaffi, en síð- an kvaddi ég þá félaga og hélt af stað aftur suður. Það var tekið að dimma og ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að aka upp í Langá og gista hjá vini mínum Ingva Hrafni. Svo fór ég að hugsa um þessi netamál öll sömul, en þá var nýlega búið að kaupa upp net bænda við Hvítá og Ingvi hafði einmitt komið þar mikið við sögu. Allt í einu laust þessu í höfuðið á mér, ég snar- stöðvaði bílinn rétt við afleggjarann að Fetjukoti, stökk út úr bílnum og æpti upp: „Hvers vegna ekki að kaupa upp úthafskvótana?" Mér fannst á þessari stundu að það væri hið sjálfsagðasta mál og strax daginn eftir fór ég að hringja út um allar jarðir, bæði innanlands og utan. Yfirleitt tóku menn vel í þetta þótt þeim fýndist vera heldur mikil bjartsýni á ferðinni. Ég hef ekki stoppað síðan og alveg frá bytjun hafa margir valdamiklir menn stutt mig.“ En nú hillir undir að verkinu sé lokið, hvað tekur við? „Þetta er kom- ið í blóðið og það er erfitt að hætta. En þessir samningar við Grænlend- inga og Færeyinga, þeir eru endur- skoðaðir reglulega. Ég þarf að fylgja þeim þar til þeir eru orðnir að hreinum hagkvæmum viðskipt- um. Fylgjí^þeim á meðan verið er að leysa viðkvæmu málin. Þegar því er lokið er enginn skortur á við- fangsefnum. Ég er til dæmis búinn að skuldbinda mig persónulega til að vinna að markaðsmálum fyrir selveiðivörur Grænlendinga og vera ráðgjafí þeirra í hvalveiðimálum. Svo er víðar veiddur lax í sjó, t.d. við Bretlandseyjar. Þar þarf að stöðva strandveiði. Til að ljúka þess- um orðum um kvótakaupin og þau mál öll get ég nefnt gott dæmi um hversu fljótir hlutir eru að breytast. Þegar ég ræddi fyrst við aðila innan kanadísku ríkisstjórnarinnar vegna sjávarveiða við Labrador og Ný- fundnaland var mér sagt að það yrði aldrei neitt gert til að sporna við þeim. Aldrei. Ári síðar var búið að leggja fram 60 milljónir dollara til að kaupa allt saman upp!“ essu spjalli verður að fara að ljúka, Orri er á förum til út- landa, rétt eina ferðina, en enn höf- um við ekki staldrað við efnahags- mál, bankamál. Eitthvað hlýtur Orri að vilja segja um bankakerfið eftir að hafa setið nokkra mánuði í bankaráði íslandsbanka. Eða hvað? „Það sem ég hef séð er svart. Ég er hræddur um að næstu tvö árin verði hrikalega slæm í íslensku þjóð- félagi. Við erum á nákvæmlega sömu leið og Færeyingarnir,“ segir Orri og kemur aftur að umræðuefn- inu sem við vikum okkur undan áðan. Og hann segir vandann sem blasir við bankakerfínu einnig vera stórfelldan. „Það verður að skera upp bankakerfið á íslandi. Ég full- yrði að það þurfi að fækka banka- mönnum um helming. Það hefur verið gengið hart fram hjá íslands- banka, ef pappírar eru skoðaðir kemur í ljós að starfsmannafjöldi hefur dregist verulega saman og útibúum hefur verið lokað. Það sem meira er, ég veit að ég afla mér ekki sérlegra vinsælda á því að segja það, en niðurskurðurinn þarf að vera á öllum hæðum innan banka- kerfísins. Það þarf ekki síður að fækka toppum en þeim sem neðar eru í píramítanum. Yfírbyggingin er fyrir löngu komin langt úr hófi fram og því fyrr sem ráðist er á vandann því betra. Þá verður ríkis- valdið að hætta styrkveitingum til ríkisbankanna í formi niðurgreiddra lána og ríkisábyrgða og hætta að beina viðskiptum til þeirra. Ég held að íslandsbanka hafí nú tekist að komast yfir erfiðleikana og fram- undan sé mjög björt og ábatasöm tíð. Erlend samkeppni í bankavið- skiptum mun þó banka hér upp á um næstu áramót og íslensku bank- arnir mega ekki sofna aftur á verð- inum,“ segir Orri. Og þegar Orri fýlgir okkur til dyra er freistandi að spytja í barns- legri einfeldni, hvernig er eiginlega hægt að sinna þessu öllu saman svo vel sé? „Ég reyni að skipuleggja vinnu mína þannig að ég þurfi ekki að gera alla skapaða hluti sjálfur. Svo er ég svo heppinn að hafa haft tvær afburðastúlkur í vinnu hjá mér, fyrst báðar og nú aðra þeirra, sem hafa verið fullfærar um að taka bæði ábyrgð og frumkvæði, auk þess að koma mér niður á jörðina þegar hugmyndaflugið hleypur með mig í gönur . . .“ STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM í NOKKRA DAGA BENETTON, LAUGAVEGI 97 MARKAÐURINN, GRENSÁSVEGI 16 f \ benellon1 ___________________J Sumir halda... En rétt er... ...að bændur framleiði án nokkurra tengsla við markaðinn. Ríkið borgar! ...að íslenskir bændur eru jafn háðir markaðnum og önnur íslensk fyrirtæki. Bændur bera alla ábyrgð á sölu framleiðslu sinnar ásamt afurðastöðvunum. Þessir aðilar bera sjálfir kostnað af því sem ekki selst á innanlandsmarkaði, án þess að ríkið komi þar nærri. ISLENjSKUR LANDBUNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.