Morgunblaðið - 14.11.1993, Side 27

Morgunblaðið - 14.11.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 27 manna og rak stór verkstæði; sum verkefnin tók hann mörg ár að ljúka við, en önnur kláruðust aldrei (Dyr Heíjar, „La Porte de l’Enfer“ er frægasta dæmi þessa), þó þau yrðu ' kveikjan að mörgum frægustu verkum hans. Þó ekki verði gengið lengra að ) sinni við að rekja ævi Rodin (þó hún sé reyfara líkust á löngum köflum), er rétt að minna á að verk ) hans endurspegla öðru fremur lífs- viðhorf sem mótaðist í ferð hans um Ítalíu og mat hans á gildi mannsins. Líkaminn endurspeglar manngildið; máttur mannsins birtist jafnt í hönd hans sem höfði, tilfínn- ingarnar felast ekki síður í stelling- um en í svipmóti og menn fremur en mannvirki endurspegla reisn menningarinnar. Svipuð viðhorf til mannslíkamanans hafa lagt grunn- inn að öllum helstu blómatímum höggmyndalistarinnar og áttu eftir að vora íFUndvðllur Btarfg allra helstu fflalHtiira höggmyndarlnnar framan af þesgari öld, aine og Ar« Istidos Maillols (1801-1044), AntoineB Bourdelles (1861-1929), Charies Despiaus (1874-1946), Wilhelms LehmbruckB (1881- 1919), George Kolbes (1877-1941) og jafnvel Constantins Brancusis (1876-1957), sem þó hafnaði boði Rodins 1907 um að gerast aðstoðar- maður hans með þeim orðum að „ekkert næði að vaxa í skugga stórra trjáa“, Síðustu áratugi hafa sérfræðing- ar ennfremur bent á að uppruni Rodins í skreytilistinni hafí ef til vill haft jafnmikið að segja um sveigjanleika mannsins i högg- myndum hans og fyrirmynd endur- reisnarinnar; aðlögun að aðstæðum, tjáning formsins og áferð efnisins eru allt mikilvægir þættir í verkum Rodins. Þrátt fyrir eftirmæli sögunnar verður ekki sagt að samtímamenn Rodins hafi ætíð kunnað að meta verk hans. „Borgaramir í Calais" var umdeilt verk áður en það var afhjúpað og það var ekki fyrr en um miðja þessa öld sem það var sett upp í samræmi við óskir lista- mannsins. Minnismerki Rodins um listmálarann Claude Lorrain olli 1 óeirðum þegar það var afhjúpað í Nancy og sama má segja um viðtök- urnar sem minnismerkið um Dom- ingo Sarmiento Argentínuforseta hlaut í Buenos Aires. Deilurnar um minnismerkin um Victor Hugo og Balzac voru jafnvel enn verri. Engu að stður var orðstír Rodin tryggður þegar I lifanda lífi. Á heimssýningunni í París árið 1900 var haldin sérstök sýning, þar sem voru saman komin eitt hundrað og fimmtíu verk listamannsins, auk fjölda teikninga og uppdrátta; hann var gerður að heiðursdoktor í Ox- ford 1907 (samtímis bandaríska rit- höfundinum Mark Twain) og loks tókst honum að semja við franska ríkið um að stofnað yrði safn um verk hans í því húsi sem hann hafði vinnustofur sfnar síðustu áratugina. Til þessa safns tókst honum að gefa meginþorra verka sinna, þrátt • fyrir mikla ásælni ýmissa fyrri ást- kvenna sem reyndu að sölsa undir sig hluta af lífsstarfí hans. Frá þessu safni er nú komin til íslands yfírlitssýninga á verkum Auguste Rodins, sú fyrsta og að líkindum hin síðasta á þessari öld. Hana ætti einfaldlega enginn áhugamaður um listir og menningu að láta fram hjá sér fara. Rodin lést 17. nóvember 1917, nýorðinn 77 ára gamall. Þó að hans sé einkum minnst sem eins merk- asta myndhöggvara síns tíma, er rétt að benda á að hann lét einnig til sín taka á ýmsum öðrum sviðum. Þannig eru til frá hans hendi bóka- skreytingar, grafíkverk, fjöldi mun- úðarfullra nektarteikninga óg nokkur ritverk, m.a. um miðaldalist I og þar er fremst að telja bók sem kom út 1914 (ensk þýðing 1965) um dómkirkjur í Frakklandi. Hér 1 var því á ferðinni óvenju fjölhæfur lmtamaður, óumdeilanlega einn þeirra snillinga, sem lífga tilveru okkar hinna annað veifið. Karlakór Akureyrar-Geysir, á tónleikum. Morgunblaðið/Silli Karlakór Akureyrar í söngferð HAfiftvlk, KARLAKÓR Akureyrftr-Geyslr, sttng I Bkúlftgarði og Ýdttlum fyrir nokkru vlð góða aðsókn I Skúlagarði, en ftðsóknln hefði mátt verft betri ftð Ýdttlum, En þeir sem þar lUustuðu skemmtu sér vel við góðan og fjttlbreyttan sttng, Sttngstjórl var Roftr Kvftm, undirleikftri Riehard Simin og einsttngvarar Eggert Jónsson og Ingvi Rafn Jóhannsson. Það sem vakti sérstaka athygli var hve kórinn var að mestu skipað- ur miðaldra mönnum sem bera sönggleðina með sér og hafa marg= ir lengi sungið i kórnum, En er útllt fyrir, þrátt fyrir alla tónllstar- kennslu í svo stórum bæ sem Akur- eyri er, að karlakórssöngur sé að hverfa með þeirri kynslóð sem nú skipar Karlakór Akureyrar-Geysi, Eyrarbakki Suðurlandsmyndir Sig- fúsar Eymundssonar SÝNING á ljósmyndum úr myndatökuferðum Sigfúsar Eymundsson- ar um Suðurland á árunum 1884 og 1886 var opnuð í Menningarmið- stöðinni á Eyrarbakka í gær, laugardag kl. 14. Sigfús Eymundsson (1837- 1911) bóksali var fyrsti íslendingur sem gerði ljósmyndun að ævistarfi sínu. Ljósmyndagerð nam hann í Björgvin en rak síðan ljósmynda- stofu í Kaupmannahöfn um skeið, uns hann fluttist heim til íslands. Hann stundaði í fýrstu bókband sem hann hafði lært í Kaupmannahöfn og ljósmyndagerð í Reykjavík en stofnaði þar síðan bókaverslun þá við Austurstræti sem enn ber nafn hans. Sigfús Eymundsson var fyrsti ljósmyndari sem tók að nokkru marki ljósmyndir utandyra hér á landi, en þó að langmestu leyti mannamyndir. Myndirnar sem eru sýndar í Menningarmiðstöðinni á Eyrar- bakka eru úr glerplötusafni sem er í eigu Þjóðminjasafnsins. Sýninguna á Eyrarbakka hefur Inga Lára Baldvinsdóttir deildar- stjóri í Myndadeild Þjóðminjasafns- ins sett upp, en sýningin er sam- starfsverkefni Menningarmiðstöð- varinnar á Eyrarbakka, Sjóminja- safnsins á Eyrarbakka og Þjóð- minjasafns íslands. Sýningin stendur til 21. nóvem- ber og er opin kl. 14-20 um helgar en kl. 15—18 á virkum dögum. Ný tímarit ■ Skaftfellingur, þættir úr Austur-Skaftafellssýslu, er kominn út í níunda sinn. Meðal efnis í 9. árgangi má nefna frásögn Magnúsar Bjamasonar sagnaritara frá Hnappavöllum af" ferðalagi sínu og annarra Ameríkuf- ara frá íslandi árið 1890, greinar Sigurðar Björnssonar á Kvískerjum um fyrsta stórátak f vegagerð í sýsl- unni og elsta skipbrotsmannaskýli á íslandi og frásögn Þorsteins Guð- mundssonar af ferð í Innri-Veð- urárdal í Suðursveit árið 1928, Birtar eru endurminningar Gísla Bjömssonar um æskuárin á Austur- hól í Nesjum en Amór Gunnarsson bjó frásögnina til prentunar. Þá er þáttur eftir Unni Kristjánsdóttur frá Lambleiksstöðum um baráttu Mýra^^ manna við Hólmsá, en áin braút niður lönd þeirra og ógnaði búsetu í heilu byggðarlagi fram á miðja þessft öki, Gísli Sverrir Árn»son fíall- ar «m áhuga kvenna til þátttöku i verkalýðsfélögum ( Austur-Skafta- fellBBýBlu, Eftír Flosa Björnsaon er þáttur um HnappavallaBtrand 1817 og (tarleg samantekt um JökuM á Breiðamerkursandi, Sigurgeir Skúlason segir frá örnefnasöfnun ( sýslunni, ^ , ■ Sagnir — Tímftrit um sögu- leg efni, 14. árgangur er kominn út, í ritinu eru birtar 20 greinar um hin ólíkustu svið (slenskrar sögu og sagnfræði. Höfunar eru háskóla- kennarar, starfandi sagnfræðing^k og sagnfræðinemar. Meðal efnis í (jórtánda árgangi Sagna eru greinar um tengsl sagnfræði við aðrar fræði- greinar, s.s. félagsfræði, mannfræði, bókmenntafræði, lögfræði og kvennafræði, ritgerð um íslenska þjóðarímynd, stöðu og hugarfar kvenna á fyrri tíð, fangelsismál á íslandi á 19. öld, galdramál 17. ald- ar og margt fleira. Sagnir eru gefnar út af sagn- fræðinemum við Háskóla íslands. Ritið er 140 bls. prýtt 150 (jós- myndum og teikningum. Ritstjór- ar eru Sesselja Guðmunda Magn- úsdóttir og Þorgerður Hrönn Þor- valdsdóttir. Umbrot var í höndum Prentþjónustunnar hf. og ísafold- arprentsmiðja hf. prentaði. Áskriftarverð er 1.500 kr. Nýjar bækur Hringadróttínssaga eftír Tolkien Hringadróttinssaga 1. bindi, Föruneyti Hringsins er komin út. Hringadróttinssaga er víðfrægt skáldverk, sem hefur verið þýtt á flest tungumál. íslenska þýðingin er eftir Þorstein Thorarensen, en Geir heitinn Kristjánsson þýddi ljóðin. í kynningu útgefanda segir: „Hringadróttinssaga er eins og heill heimur. Höfundurinn Tolkien var málfræðingur (sem m.a. talaði ís- lensku reiprennandi). Hann tók upp á því að gamni sínu að búa til frá grunni ímyndað fornt tungumál, lagði því til orð, beygingar og orða- sambönd og varð úr því hin forna Álfatunga. ^ Meginþráður sögunnar spinnsi um Hringinn eina, svokallaðan Mátt- arbaug. Hann býr yfir ógnarvaldi og komist hann í hendur Myrkra- höfðingjans Saurons er heimsbyggð- in öll í voða.“ í þessu 1. bindi Hringadróttins- sögu eru tvær fyrstu „bækurnar" í þessum mikla bálki, en auk þess langur formáli og sögulegur inn- gangur. Fjölvaútgáfan gefur út. Bókin er framleidd lijá G. Ben. Prent- stofu og er 420 bls. í stóru broti. Bókin kostar 3.680 krónur. Skagaleikflokkurinn er að hefja sýningar á söngleiknum Kabarett. Skagaleikflokkur- inn sýnir Kabarett SKAGALEIKFLOKKURINN á Akranesi er að hefja sýningar á söng- leiknum Kabarett i samstarfi við Tónlistarskóla Akraness og Dans- skóla Jóhönnu Árnadóttur. Frumsýning var í gær laugardaginn 13. nóvember í Bíóhöllinni á Akranesi. Hátt í eitt hundrað manns taka þátt í þessari uppsetningu og verður því að te(ja Kabarett til stærri verkefna Skagaleikflokksins. Leikstjóri er Hjalti Rögnvaldsson. Söngleikurinn Kabarett byggist á skáldsögunni „Goodbye to Berlin" eftir Christopher Isherwood. Leik- ritunin er verk Joe Masteroff og John Van Drutten. John Kander samdi tónlistina og Fred Ebb söng- textana. Kabarett var kjörinn besti söng- leikur ársins 1966 í New York og London. Kvikmyndin Kabarett var svo gerð eftir söngleiknum. Söngleikurinn lýsir uppgangi nasismans í Þýskalandi og samfé- lagi í upplausn og ástum og örlög- um fólks. 0\ KVENNA ATHVARF Námskeið verður haldið á vegum Samtaka um kvenn- athvarf 18. til 20. nóvember nk. í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, kl. 19-22 fimmtudag og föstudag og kl. 10-16 á laugardag. Efni námskeiðsins er m.a.: Kynning á Samtökum um kvennathvarf og starfsemi þess. Áhrif heimilisofbeld- is á konur og börn. Stuðningur við þolendur ofbeld- is. Starfsemi Stígamóta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í símum 91-613720 og 91-627202 fyrir nk. þriðjudag. Þátttaka er öllum opin. Námskeiðsgjald er kr. 4.000 (2.800 fyrir námsfólk).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.