Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 29
29 Petra systir Jórunnar sér nú á eftir kærri systur. Mjög kært var á milli þeirra og þær höfðu nánast daglegt símasamband og eins og áður í gegnum árin fór Petra í sínar föstu sunnudagsheimsóknir til henn- ar. Petra kveður systur sína með söknuði og þakkar henni samfylgd- ina. Hún biður henni blessunar í nýjum heimkynnum. Elsku frænka. Við systkinin kveðj- um þig með þakklæti fyrir alla um- hyggjuna, þolinmæðina og væntum- þykjuna sem þú sýndir okkur í gegn- um árin. Til þín var alltaf gott að koma. Magnús og Vilborg þakka þér hlýjuna sem þú sýndir þeim og fjöl- skyldum okkar. Kæri Mummi, Jagga, Anna og Helga. Öll vottum við ykkur og fyöl- skyldunni allri innilega samúð okkar. Jórunn hefur hlotið þá hvíld sem hún þráði. Minnumst hennar með gleði og þakklæti. Guð blessi minningu Jórunnar Guðmundsdóttur. Ingibjörg Björnsdóttir Guðmundur Björnsson. Á morgun verður til grafar borin mikil heiðurskona, sem óhætt er að segja að hafi notið virðingar allra er henni kynntust. Jórunn Guð- mundsdóttir lést aðeins nokkrum vik- um áður en til stóð að halda sam- kvæmi henni til heiðurs vegna 90 ára afmælis hennar. Hún hafði að eigin mati skilað sínu lífsstarfi og er ég viss um að henni hefur ekki þótt verra að losna við allt tilstand út af afmælinu. Hún var ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu eða láta hafa fyrir sér. Jórunn, eða amma í Lönguhlíð eins og ég heyrði hana oftast kallaða, var fædd 21. nóvember 1903 að Neðra Haganesi í Fljótum. Foreldrar hennar voru Guðmundur Halldórsson bóndi og kona hans, Aðalbjörg Pétursdótt- ir. Ólst hún upp í Fljótunum, en bjó öll sín fullorðinsár í Reykjavík utan tvö ár á Skaga með eiginmanni sín- um, Pálma Vilhjálmssyni, sóma- manni. Þau giftust árið 1927 ogeign- uðust átta böm, sem öll komust á fullorðinsár, en fjögur þeirra dóu þó langt um aldur fram. Þau vom Vil- hjálmur, kvæntur Margréti Sigurðar- dóttur, Sverrir, hans kona var Elísa- bet Pálmason, Haraldur, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur, og Sigurlaug, gift Gunnari Inga Jónssyni. Eftirlif- andi eru þau Guðmundur, hans kona er Sólrún Engilbertsdóttir, Jakobína, gift Guðmundi M. Jónssyni, Aðal- björg Anna, gift Topper Wilkes, og Helga, gift Sævari Helgasyni. Bama- bömin urðu 24 og bamabamabörnin orðin fjölmörg. Ættmóðirin sýndi þessum afkomendum sínum mikinn áhuga og velgengni þeirra gladdi hana og ekki þá síst ef þeim tókst að eignast þak yfir höfuðið. Það fannst gömlu konunni afar mikil- vægt, enda haft mikið fyrir því hinu sama sjálf. Af systkinum Jómnnar lifir hana ein systir, Petra. Með þeim systmm var mjög kært og missir Petru því mikill. Jórunn var.kona af þeirri kynslóð, sem lagði metnað sinn í að reka myndarlegt heimili og að ala upp böm sín og skilaði hún hvom tveggja með sóma. Fá heimili þekki ég þar sem jafn notalegt var að eyða t.d. sunnudagseftirmiðdegi en í Löngu- hlíðinni. Andblær heimilisins var með þeim hætti að maður komst ósjálf- rátt í visst hátíðarskap. Þetta var alþýðlegt menningarheimili í þess orðs bestu merkingu. Það var mér mikils virði að fá að kynnast þessari heiðurskonu og skal hér að leiðarlokum þakkað. Ingunn. Við viljum minnast móðurömmu okkar, Jómnnar Guðmundsdóttur, sem andaðist 4. nóvember á St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði. Amma var fædd 21. nóvember 1903 og varð því tæplega níræð. Hún var af þeirri kynslóð sem upplifði hvað mestar breytingar, allt frá tímum torfbæja til okkar tíma. Það sem einkenndi ömmu einna helst var ótrúlegur dugnaður. Amma gift- ist afa okkar Pálma Vilhjálmssyni árið 1927. Hann var fæddur 13. des- ember 1896 en lést 23. desember 1960 og var hún þá búin að annast hann heima veikan í 10 ár. Þau eign- uðust 8 börn og eru 4 þeirra látin, svo að það var ekki svo lítið sem hún MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 var búin að ganga í gegnum, en allt- af stóð hún eins og klettur við hveija raun. Amma bjó lengst af í Löngu- hlíð 21 og var það fastur samastaður allra í fjölskyldunni, og alltaf var velkomið að fá að gista þegar við systkinin af Skaganum þurftum á því að halda. Amma flutti á Hrafnistu í Hafnar- firði fyrir nokkrum árum og var það töluvert átak fyrir hana eftir að hafa búið svona lengi í Lönguhlíðinni, en á Hrafnistu leið henni vel. Að lokum þökkum við ömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Blessuð sé minning hennar. Jón Helgi, Jórunn Petra og Helga. Mig langar að minnast mjög mætrar konu, Jórunnar Guðmunds- dóttur. Jórunn lést eftir stutta sjúk- dómslegu á nítugasta aldursári sínu. Hún var búin að vera heilsulítil mörg undanfarin ár en hún ræddi aldrei af fyrra bragði um líðan sína og kvartaði aldrei. Aðspurð um það hvernig hún hefði það svaraði hún -jafnan á sinn blíða og góðlátlega hátt: „Ég hef það ágætt.“ Og sýndi síðan meiri áhuga á því hvernig öðr- um liði. Þannig minnist ég hennar. Jórunn fæddist að Neðra-Haga- nesi í Fljótum í Skagafírði, dóttir hjónanna Guðmundar Halldórssonar og Aðalbjargar Önnu Pétursdóttur. Hún giftist frænda mínum Pálma Vilhjálmssyni 27. september 1927, en hann lést eftir langa sjúkdómslegu 1960. Eitt af því fyrsta sem ég man af þeim sæmdarhjónum var þegar móð- ir mín hafði verið í Reykjavík og heimsótt þau, Jórunni og Pálma föð- urbróður sinn. Þá lá hann sjúkur heima og Jórunn ásamt bömunum sínum annaðist hann heima. Ég man hvað móðir mín hafði oft á orði hversu notalegt var að koma á það heimili og hvað mikið æðruleysi ein- kenndi_ fjölskylduna í veikindum hans. I um 20 ár annaðist Jórunn mann sinn heima. Það var svo nokkrum árum síðar er ég fór suður til framhaldsnáms í Reykjavík að ég átti því láni að fagna að búa í Lönguhlíðinni hjá Jórunni og fjölskyldu hennar. Jórunn þá orð- in ekkja og börnin átta uppkomin. Mér var tekið eins og einni úr fjöl- skyldunni. Jórunn var mér afar góð og elskuleg. Það hefur sjálfsagt ekki verið auðvelt að taka svona ungling, sem varla var búinn að ná áttum í lífínu, inn á heimilið. En Jórunn reyndist mér afar vel og veitti mér öryggi og gæsku. Á heimilinu voru þá Lauga með Pálma litla, Anna, Sverrir, Halli og Helga um það bil að hleypa heimdraganum. Jagga, Mummi og Villi komu oft í Löngu- hlíðina. Það var sama hvert af systk- inunum átti í hlut, öll bjuggu þau yfir ljúfmennsku foreldra sinna. Glaðlyndi og húmor einkenndi líka fyölskyldulífíð einkum þegar öll systkinin voru saman komin í Löngu- hlíðinni. Nægt rými var til allra hluta. Þannig hljómaði gjarnan djass þegar Halli var í landi. Hann upplýsti mig um straumana og kveikti í mér áhuga á að hlusta og njóta þessarar tónlist- ar. Anna og Lauga reyndust mér eins og bestu systur. Þetta góða og ljúflega viðmót Jór- unnar umlék mann í litlu íbúðinni í Lönguhlíðinni sem hafði svo mikið rými og hjartahlýju. Heimili Jórunnar stóð fjölskyld- unni alltaf opið. Gestagangur var á heimilinu og komu þá vinir barna hennar, börn og barnabörn oft í heimsókn. Þá var glatt á hjalla. Maður fann hvað henni var umhugað um líðan þeirra, þau voru hennar líf. Jórunn þurfti að reyna mikið í líf- inu og varð fyrir áföllum. Hún þurfti ekki einungis að sjá á bak eigin- manni sínum eftir margra ára sjúk- dómslegu. Hún þurfti líka að sjá á bak fjórum börnum sínum, þeim Laugu, Halla, Sverri og Villa, langt um aldur fram. Það var henni erfið þraut þó að hún æðraðist ekki. Pálmi sonur Laugu, sem var lítill augasteinn á heimilinu þegar ég var þar, missti móður sína svo ungur og á viðkvæmum aldri. Þá reyndist amma hans, Jórunn, honum sem besta móðir og bar hag hans fyrir bijósti og var samband þeirra náið. Hin síðari ár dvaldist Jórunn á Hrafnistu í Hafnarfírði, þangað var líka gott að koma, sama umhyggjan og hlýjan sem tók á móti manni. í hennar notalegu vistarverum bar mest á fjölda ljósmynda af öllum börnum hennar og barnabörnum. Þær umkringdu hana. Hún hafði gaman af að segja frá stóra barna- hópnum og gengi þeirra í lífínu. Elsku Jórunn mín, nú að leiðarlok- um vil ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig. Blessuð sé minning þín. Mumma, Jöggu, Önnu, Helgu, börnum og barnabörnum senda ég og fjöiskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Helga Jónasdóttir. Sigurgeir Tómasson Fæddur 6. nóvember 1933 Dáinn 8. nóvember 1993 Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til’ að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þannig hljómar gömul bæn sem AA- og Alanon-samtökin hafa gert að sinni. Ég þekki ekki meiri visku í öðrum orðum en þessum, en mikið getur verið erfítt að fara eftir þeim. Við horfum á vini okkar þjást af þessum erfíða sjúkdómi sem kall- aður hefur verið mesta mein aldar- innar, en vanmáttur okkar er mikill. Okkur hættir svo til að dæma það sem við skiljum ekki, en gleymum þá að við erum að fara yfir á verk- svið almættisins, það er nefnilega guðs að dæma, ekki okkar mann- anna. Sigurgeir, eða Geiri, var skemmti- legur maður. Hann hafði rika frá- sagnargáfu og við vinir hans höfum oft spurt hvert annað jafnframt og spurt er frétta úr sveitinni hvort ekki séu nýjar sögur frá Geira. Sög- ur hans gáfu nefnilega sögum Munc- hausens ekkert eftir, sérstaklega ef hann hitti ókunnuga menn sem virk- uðu trúgjarnir, en hann var glöggur mannþekkjari. Hann var laginn verk- maður og geysigóður skipulagsmað- ur og hafði þar erft eiginleika beggja foreldra sinna. Sagan segir að fyrir mörgum árum, þegar heyskapar- hættir voru frumstæðari en þeir eru nú, hafí komið til hans bóksali um hásláttinn og allir voru að vinna í heyi. Hann spjallaði við manninn, fékk honum síðan hrífu og maðurinn rakaði til sólseturs. Þannig hafði hann lag á að halda öllum að verki. Geiri var mikil höfðingi heim að sækja og það var gott að leita til hans, einn þeirra sem vildi hvers manns vanda leysa. Hann kvæntist ungur Dísu Ragn- heiði Magnúsdóttur ljósmóður og eignuðust þau fjóra syni. Dísa dó árið 1974 og varð það honum þung raun. Undanfarin ár hefur hann átt við sívaxandi heilsuleysi að stríða. Hann varð 60 ára tveimur dögum áður en hann dó og nú viku seinna kveðjum við hann hinstu kveðju. Það verður skrýtið að koma vestur og hitta Geira ekki. Mannlífið í.sveit- inni verður allt svo miklu fátæk- legra. Þökk fyrir allt. Mig dreymdi mikinn draum: Eg stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti hann. „Mitt bam“, hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var.“ Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð, hvað var mín vöm í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: A sumum stoðum blasti við, að sporin vom aðeins ein. - Gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „Þá varstu sjúkur, blessað barn, þá bar ég þig á herðum mér.“ (Sigurbjörn Einarsson.) María Játvarðsdóttir. + VALBORG KOFOED JÓNASSON, Bólstaðarhlíð 40, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 31. október. Útförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Fjölskylda og vinir. t Elskulegur eiginmaður minn, ANDRÉS ÞÓRARINSSON, Brimhólabraut 22, Vestmannaeyjum, andaðist í Landspítalanum föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Lárusdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KIRSTÍN DÓRA PÉTURSDÓTTIR, Heiðargerði 124, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. nóvember kl, 13.30. Ólafía S. Hansdóttir, Lára G. Hansdóttir, Björn Björnsson, Dýrfinna P. Hansdóttir, Hörður Jónasson og barnabörn. + Útför PÁLÍNU GUÐLAUGSDÓTTUR Ijósmóður, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. nóvember sl., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Helgi Guðlaugsson, Gyða Guðmundsdóttir, Helga Einarsdóttir, Jakob Friðriksson, Helga Magnúsdóttir, Karl T. Esrason. Utför föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, framfærslufulltrúa, |T J JjHhjf-mM Háaleitisbraut 54, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudag- A inn 16. nóvember kl. 15.00. Rebekka Magnúsdóttir, dr. Alexander Olbrich, Kristján Magnússon, Ester Magnúsdóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON járnsmiður, Hæðargarði 29, áður Breiðagerði 23, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. nóvemberkl. 15.00. Unnur Benediktsdótti Birgir Guðjónsson, Sigþrú Sonja Guðjónsdóttir, Birgir C og barnabörn. r, Sur Guðmundsdóttir, iuðlaugsson + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, RÍKHARÐUR GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Austurbergi 38, Reykjavík, sem lést 5. nóvember, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 10.30. Viiborg Inga Kristjánsdó Kristján Björn Ríkharðsson, Þórunr Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir og barnabörn. ttir, Björg Einarsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.