Morgunblaðið - 14.11.1993, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
+
Móðir okkar,
RÓSA ERLENDÍNA ERLENDSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Miklubraut 15,
lést á Hrafnistu 9. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu mánudaginn 15. nóvember kl. 15.00.
Erla Axelsdóttir,
Pétur Axelsson,
Hilmar A. Kristjánsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ JÖRGENSDÓTTIR,
Hraunbæ 18Z,
sem lést í Landspítalanum 5. nóvem-
ber, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
þriðjudaginn 16. nóvember kl. 13.30.
Pétur Hallgrímsson,
Hallgrímur Pétursson, Áslaug Haraldsdóttir,
Jörgen Pétursson, Guðrún Benjaminsdóttir,
Jóhanna Pétursdóttir, Rafn Guðmundsson,
Sólborg Pétursdóttir, Sturla Jóhannsson,
Kristín Pétursdóttir, Þóroddur Gunnarsson,
Sofffa Pétursdóttir,
Pétur Pétursson, Anna Soffía Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
GUÐNÝJAR OTTESEN
ÓSKARSDÓTTU R,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
verður gerð frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 17. nóvember kl. 13.30.
Theodóra G. Gunnarsdóttir, Viihjálmur B. Kristinsson,
Óskar G.H. Gunnarsson.
Eyrún Gunnarsdóttir,
Gunnar H. Gunnarsson,
Þorsteinn Þ. Gunnarsson,
Hekla Gunnarsdóttir,
Einar Gunnarsson,
GunnarG. Smith,
Sigurður Kjartansson,
Þórunn Sigurðardóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Sævar Magnússon,
Oddf riður Jóhannsdóttir,
Ingibjörg Jensdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JAKOBÍNA BJARNADÓTTIR,
Litlu-Grund,
áðurtil heimilis
á Hringbraut 105,
sem andaðist í Landspítalanum laugar-
daginn 6. nóvember sl., verður jarð-
sungin í Dómkirkjunni þriðjudaginn
16. nóvember kl. 10.30.
Páll Guðbjartsson,
Guðbjartur Pálsson, Nita Pálsson,
Inga Valdís Pálsdóttir,
Jakobfna Ingibergsdóttir, Ásta Brynja Ingibergsdóttir,
Kolbrún Ingibergsdóttir,
Helena Pálsson, Kristfna Pálsson
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
ÞÓRÐAR JÓHANNS
ÞÓRISSONAR,
Skólavörðustfg 29a,
Reykjavfk.
Vignir Jónsson,
Ingibjörg Þórðardóttir, Þórir Jóhannsson,
Ingibjörg Sveina Þórisdóttir, Georg Hauksson,
Einar Björn Þórisson, Hafrún Sigurðardóttir,
Anna Þórisdóttir, Ágúst Garöarsson,
Ágústa Ruth Georgsdóttir, Kristín Erla Einarsdóttir,
Karen Björk Einarsdóttir, Berglind Einarsdóttir,
Erla Björk fvarsdóttir.
Minning
Pálína Guðlaugs-
dóttir ljósmóðir
Fædd 3. september 1898
Dáin 1. nóvember 1993
Ástkær Ljósa mín og ömmusyst-
ir, Pálína Guðlaugsdóttir ljósmóðir,
lést á Dvalarheimilinu Skjóli 1. nóv-
ember síðastliðinn. Hún hafði fyrir
skömmu notið þess þar, að halda
upp á 95 ára afmæli sitt, við glað-
værð og góða andlega heilsu meðal
fjölskyldu og vina. Kallið var þó í
nánd og gott að fá að kveðja að
loknum starfsdegi.
Pálína (Ljósa) var fædd að Þórð-
arkoti í Selvogi, Árnessýslu, 3. sept-
ember 1898. Hún var dóttir hjón-
anna Guðrúnar Guðmundsdóttur og
Guðlaugs Hannessonar, síðar bónda
að Gerðarkoti í Ölfusi. Hún var
ógift og átti engin böm. Örlögin
réðu þó því, að hún var umvafin
börnum allt sitt líf, þótt ekki væru
hennar eigin.
Árið 1919 lauk hún ljósmæðra-
prófi frá Yfirsetukvennaskólanum í
Reykjavík með fyrstu ágætisein-
kunn. Nokkrum árum síðar hélt hún
til Kaupmannahafnar til að afla sér
frekari þekkingar við fæðingardeild
Ríkisspítalans þar í borg. Góður
árangur hennar kemur ekki á óvart,
þar sem að skörp greind og afburða-
gott lundarfar fóm saman. Lækn-
amir Jón Nikulásson og Kristín
Ólafsdóttir lýsa henni með þessum
orðum í bréfum: „Ljósmóðurstörfin
hafa henni farið vel úr hendi, svo
betur get ég ekki á kosið,“ „... hún
er hvort tveggja afbragðs vel kunn-
andi og samviskusöm Ijósmóðir".
Þá má geta þess að margt er líkt
með skyldum. Langamma Pálínu
var Vatnsenda-Rósa, eða Skáld-
Rósa, sem einnig var ljósmóðir,
þótt minna bæri á því hlutverki
hennar en skáldskapnum. í bók
Rósu Blöndal „Skáld Rósa“ segir,
„... að Rósa Guðmundsdóttir hafí
verið heppin ljósmóðir ... væri ljós-
móðir með afbrigðum". Margt ann-
að virðist einnig hafa verið líkt með
þessum gefandi konum, svo sem
óstöðvandi ósérhlífni og góðvild til
samferðamanna sinna.
Pálína stundaði ljósmóðurstörf
af fullum krafti þar til hún var 73
ára gömul og varð að hætta vegna
aldurs. Ekki settist hún þó í helgan
stein, eins og vænta mátti. Tók hún
að sér að leysa af sem matráðskona
hjá Blindrafélaginu í nokkrar vikur.
Þessar vikur urðu þó að 14 árum.
Var hún því orðin 87 ára þegar hún
hætti störfum að fullu. „Hún var
matráðskona með miklu meiru," var
einatt sagt um hana, alltaf tilbúin
að hjálpa og gefa góð ráð. Á hálfr-
ar aldar afmæli Blindrafélagsins, í
ágúst 1989, var hún síðan kjörin
heiðursfélagi fyrir mikið og óeigin-
gjarnt starf í þágu blindra.
í nóvember 1968 gerðist það, að
systurdóttir hennar, Rósa Guð-
mundsdóttir sem blind var frá bam-
æsku, missti eiginmann sinn, Einar
Halldórsson blindrakennara. Stóð
Rósa nú ein uppi með Helgu dóttur
þeirra, þriggja ára. Þá var það enn
einu sinni að Pálína brást skjótt
við, á sinn hægláta hátt, aðstoðaði
hún þær mæðgur og reyndist þeim
styrk hjálparhella í gegnum tíðina.
Helga naut sérstaklega aðhlynning-
ar hennar á uppvaxtarárum sínum.
Kenndi Ljósa henni þau verk sem
blind móðir hennar réð ekki við.
Þegar Helga og Jakob maður henn-
ar síðan eignuðust böm var Ljósa
enn mætt til aðstoðar og fræðslu.
Þá naut hún þess til hins ýtrasta
og hafði ánægju af því að fylgjast
með uppvexti bamanna Rósu og
Páls.
Ljósa mín hefur haft djúp áhrif
á afstöðu mína til lífsins og tilver-
unnar. Persónuleiki hennar og
framkoma öll var með þeim hætti,
að hún auðgaði umhverfi sitt; menn
urðu betri menn í návist hennar. Á
ég fjöldamargar minningar um
hana frá bamsaldri, þar sem hún
var tíður gestur á æskuheimili mínu
í Vogatungu. Natni hennar við mig
og önnur börn á þessum árum,
gleymist ekki. Hún var yndisleg
manneskja, yfirveguð en kát, greind
og skemmtileg. Þoldi engan veginn
sút né volæði. Sem fullorðnar
manneskjur nutum við, ég og eigin-
maður minn, Karl T. Esrason, sér-
staklega návistar hennar. Höfðum
við það fyrirkomulag á þegar hún
gerðist fullorðnari að vera bílstjórar
hennar. Hún átti farkostinn, en við
nutum góðs af og höfðum bíl fyrir
okkur í staðinn. Oft var glatt á
hjalla í þessum ökutúram, allir
ánægðir, jafnt farþegar sem öku-
þórar. Á heimili hennar 1. nóvem-
ber 1985 giftum við Karl okkur.
Einhvem veginn fannst okkur það
vel við hæfí, eftir allar okkar
ánægjulegu samverustundir á liðn-
um áram.
Við fráfall Ljósu minnar verður
stórt skarð fyrir skildi. Sanngjam-
ari manneskju hef ég ekki kynnst
um ævina. Fyrir hennar hönd vil
ég færa heimilisfólkinu, 6. hæð á
Skjóli, svo og öllu starfsfólki, inni-
legustu þakkir fyrir frábæra
umönnun og elskulegheit, svo og
öðram sem styrktu hana og studdu
á erfiðri stundu.
Elsku Ljósa:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa)
Þakka þér fyrir að taka á móti
mér í þennan heim. Megi ljósið
ávallt lýsa þér.
Hvíldu í friði.
Helga Magnúsdóttir.
Pálínu Guðlaugsdóttur, „Ljósu“,
kynntist ég skömmu eftir að ég
+
Elskulegur unnusti minn og faðir,
NIELS PETER KNUDSEN,
Kirkjutorgi 6,
verður jarðsunginn frá Landakotskirkju miðvikudaginn 17. nóvem-
ber kl. 13.30.
Elísabet Hjaltested,
Þráinn Emmanúei Kim Knudsen.
LOKAÐ
Lokað verður á morgun, mánudaginn 15. nóvem-
ber, frá kl. 10.00-13, vegna jarðarfarar
RÍKHARÐS GUÐJÓNSSONAR.
Ræsir hf.
kynntist konunni minni, Helgu
Magnúsdóttur, 1976. Ljósa tók á
móti henni Helgu auk þess að hafa
tekið á móti tengdamóður minni,
Gyðu Guðmundsdóttur, á sínum
tíma. Það má því segja, að þótt hún
hefði aldrei gert meira fyrir mig,
þá veitti hún mér ómælda birtu og
yi-
Strax og við kynntumst, tókst
með okkur góður vinskapur, þrátt
fyrir hálfrar aldar aldursmun. Hún
hafði þá látið af ljósmæðrastörfum.
Hún var þó ekki sest í helgan stein,
því að eftir að hún hætti þeim störf-
um, tók hún að sér annað mikið
og fórhfúst starf; hún sá um mötu-
neyti og matseld fyrir Blindraheim-
ilið í Hamrahlíð. Þar matreiddi hún
alla virka daga fyrir u.þ.b. 30
manns, þar til hún var komin á
níræðisaldur og þótti maturinn allt-
af frábær.
Ljósa var hógvær merkiskona og
börn hændust að henni mjög. Hún
þótti framúrskarandi ljósmóðir og
lét sér ekki allt fyrir bijósti brenna.
Áður en bifreiðar komu mikið til
sögunnar á íslandi, stundaði hún
sín störf og fór ríðandi til sængur-
kvenna. Meðal annars 'fór hún á
hesti í blindbyl yfír Hellisheiði til
að taka á móti barni í Ölfusinu og
gekk allt vel.
Hún var ein af fyrstu konum til
að eignast og aka bifreið hér á landi
og ók hún allt fram á níræðisaldur-
inn. Það var um það leyti sem ég
kynntist henni. Við urðum góðir
vinir og höfðum mikið samband,
því Helga og hún höfðu alltaf verið
mjög nánar. Svo náið og gott var
okkar samband, að hún sýndi okkur
Helgu þann heiður að vera vottur
að giftingu okkar á heimili sínu 1.
nóvember 1985.
Það er mikill missir að Pálínu
Guðlaugsdóttur. Hún átti við lélega
heilsu að stríða síðustu árin, sem
gerði henni lífið erfítt, þótt hún
kvartaði aldrei og dró heldur úr ef
aðspurð. Ég votta öllum vinum og
vandamönnum djúpa samúð.
Minnig hennar mun lifa í hjörtum
okkar, sem hana þekktu. Hvíli hún
í friði.
Karl T. Esrason.
Pálína Guðlaugsdóttir lést á
hjúkranarheimilinu Skjóli 1. nóvem-
ber. Þar tók hún á móti gestum á
95 ára afmæli sínu 3. september
síðastliðinn af alkunnum rausnar-
skap.
Pálína (Ljósa okkar) var fædd í
Þórðarkoti í Selvogi. Foreldrar
hennar vora þau Guðlaugur Hann-
esson (fæddur 3. september 1858,
dáinn 20. febrúar 1941), bóndi í
Þórðarkoti í Selvogi og síðar í
Gerðakoti í Ölfusi og kona hans
Guðrún Guðmundsdóttir (fædd 5.
desember 1863, dáin 4. ágúst
1940). Foreldrar Guðlaugs voru þau
Hannes Guðmundsson (fæddur 20.
júlí 1800, dáinn 8. mars 1888, bóndi
í Björk í Flóa 1826-1828, Arnar-
hóli 1828-1835, Hlíðarenda í Ölf-
usi 1835-1851, Króki í Hjalla-
hverfi 1851-1860 og síðast á Hjalla
í Ölfusi) og þriðja kona Hannesar,
Herdís Helgadóttir, húsfrú á Hjalla
í Ölfusi (fædd á Þurá 26. október
1831, dáin 31. júlí 1872). Foreldrar
Guðrúnar, móður Pálínu, voru þau
Guðmundur Ólafsson, bóndi í