Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNÚDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 31 Hvammi í Ölfusi (fæddur 12. októ- ber 1796, dáinn 6. desember 1850) og kona hans Þóranna Rósa Ólafs- dóttir (fædd 14. desember 1791, dáin 2. júlí 1843). Móðir Þórönnu Rósu var Skáld-Rósa Guðmunds- dóttir (fædd 23. desember 1795, dáin 28. september 1855). Guðlaug- ur og Guðrún eignuðust 11 börn og dó eitt þeirra rúmlega eins árs. Systkini Pálínu voru: Hannes, Her- dís Helga (dó ung), Valdimar, Her- dís Helga, Rósa Júlíana, Guðmund- ur, Sveinbjörn, Árni, Helgi og Hall- dóra. Má segja með sanni að í vöggugjöf hafi systkinin öll hlotið góðar gáfur, mannlega hlýju og hógværð. Nú er aðeins Helgi á lífi en hann býr á blindraheimilinu Hamrahlíð 17. Guðmundur, faðir okkar (dáinn 31. október 1965), og Pálína voru tvíburar. Pálínunafnið má rekja til dálætis Skáld-Rósu á því nafni. Pálina stundaði nám í Yfirsetu- kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi 2. apríl 1919 og hlaut ágætiseinkunn. Sama ár var hún skipuð ljósmóðir í Ölfushreppi í Árnessýslu. Pálína starfaði síðan sem ljósmóðir í Ölfusi til 1925. Er hún kom til Reykjavíkur var hún ráðin aðstoðarljósmóðir hjá Helgu M. Níelsdóttur, fyrst á Njálsgötunni en síðan á fæðingarheimili hennar við Eiríksgötu. Árið 1937 fór Pálína til Kaupmannahafnar til að afla sér meiri þekkingar í ljósmóðurstörfum og starfaði hún í nokkra mánuði á fæðingardeild ríkisspítalans í Kaup- mánnahöfn. Þegar hún kom heim frá Kaupmannahöfn hóf hún störf sem sjálfstæð ljósmóðir í Reykjavík allt til ársins 1965. Þá var Pálína ráðin ljósmóðir á fæðingardeild Sólvangs í Hafnarfirði. Árið 1971 hætti hún ljósmóðurstörfum vegna aldurs. Starfsþrek hennar var þá enn mikið og starfaði hún mörg ár sem ráðskona á Blindraheimilinu við Hamrahlíð. Þeir sem til þekktu ljúka upp einum munni um frábæra hæfni hennar í ljósmóðurstörfum. Á fyrstu árunum í Reykjavík fór hún um á hjóli en fijótlega fékk hún bíl til umráða og var með fýrstu konum sem nýttu sér þetta farartæki við störf. Pálína bjó lengstum á neðri hæðinni á Urðarstíg 7a (Kambi) í húsi foreldra okkar og Ingimundu Guðmundsdóttur móðursystur okk- ar. Utan á húsinu var ljósmóður- skiltið á áberandi stað. Á efri hæð- inni bjuggu foreldrar okkar með okkur börnin þrjú. Má segja að samgangur hafi verið svo mikill á milli hæðanna að við værum sem ein fjölskylda og nutum við systkin- in ástúðar alls þessa góða fólks. Nokkrum árum eftir stríð flutti Pálína í Barmahlíð 44. Hún eignað- ist aðra hæð hússins. Upprunalega ætluðu þau systkinin Helgi, Pálína, Sveinbjörn og Herdís helga að búa í húsinu en svo fór að þau Pálína og Sveinbjörn höfðu sína hæðina hvort en Helgi og Herdís Helga seldu sínar. Síðustu árin bjó Pálína í lítilli íbúð í Austurbrún 4 eða þar til hún flutti að Skjóli. Dætur Her- dísar Helgu, systur Pálínu, Gyða, Rósa, Guðrún og þeirra börn sem og María, dóttir Halldóru, systur Pálínu, hafa reynst henni mik" ' >ð hin síðari ár. Má segja að 'a hafi reynst henni sem besta d r. 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,* einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Ljósa giftist ekki og eignaðist sjálf ekki börn en breiddi faðm sinn á móti systkinabörnunum. Virðuleiki, ljúfmennska og glæsi- leiki voru aðalsmerki Ljósu okkar og í nálægð hennar fann maður þann frið sem geislaði frá henni. Við systkinin, sem hófum líf okkar í höndum Ljósu, þökkum fyrir að hafa fengið að vera þar sem hún var. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Guðfinna Inga Guðmundsdóttir. Þegar ég hugsa til hennar Pálínu Guðlaugsdóttur, sem hvarf burt úr þessum heimi hinn 1. nóvember síð- astliðinn, reikar hugurinn aftur til ársins 1965. Það var var mikið hamingjuár, bæði hjá mér og félög- um mínum í Hamrahlíð 17, húsi Blindrafélagsins. Þar bjó nokkurs konar stórfjölskylda, þar sem Rósa Guðmundsdóttir, síðar formaður félagsins, var óumdeilanleg hús- móðir. Það ár eignaðist Rósa dóttur með manni sjnum, Einari Halldórs- syni blindrakennara. Þær mæðgur nutu samvista Einars aðeins skamma hríð, því að hann lést langt um aldur fram, árið 1968. Dóttir þeirra Rósu, hún Helga, var þá nýlega orðin þriggja ára. Það hlýtur að hafa verið reiðarslag fyrir Rósu, sem var blind, að sjá á bak svo ágætum manni sem Einar var og hvað þá fyrir litlu dótturina. Þá kom hún Pálína móðursystir Rósu til skjalanna og nánast fluttist inn á heimili þeirra mæðgna og var þeirra hægri hönd og einhver sá allra besti vinur, sem nokkur getur eignast. Pálína, eða hún Ljósa, eins og fjölskyldan kallaði hana, reyndist Rósu og Helgu slíkur bakhjarl, að ómetanlegt er. Hún aðstoðaði þær mæðgur á allan þann hátt, sem hún gat, fóstraði litlu stúlkuna á meðan móðirin sinnti störfum sínum, var augun hennar Rósu og fór með þær flestra þeirra erinda, sem þær þurftu. Oft spurði Helga móður sína hver ætti að fara með þeim hitt og þetta og hver ætti að gera hlutina með þeim. Rósa svaraði þá: „Ætli hún Ljósa geri það ekki.“ Þetta varð til þess að Ljósa varð ein af hópnum í Hamrahlíðinni og þar var henni vel fagnað. Á þeim tímum var hópurinn, sem bjó í Blindrafélagshúsinu, sá kjami, sem Blindrafélagið byggði félagslíf sitt á, en meðal þessa fólks voru flestir stofnendur félagsins. í Hamrahlíð- inni voru íbúðir og einstaklingsher- bergi, þar sem fólk átti heimili sín og í hádeginu var starfrækt mötu- neyti, þar sem heimilismenn og þeir, sem unnu á Blindravinnustof- unni gátu matast. Árið 1971 hætti ráðskonan þar störfum vegna heilsubrests. Pálína, sem var þá orðin 73 ára, bauðst til þess að leysa af í einn mánuð, þar til einhver annar fengist, en sá mánuður varð að 14 árum. Þá hóf- ust miklir breytingatímar, Blindra- félagið stóð í stórræðum, nýbygg- ing félagsins við Hamrahlíð var tekin í notkun, mötuneytið stækk- aði og starfsfólkinu fjölgaði. Ljósa vann þar öllum stundum, var ráðin í hlutastarf, en vinnudagurinn hennar varð oft miklu lengri en gengur og gerist nú á dögum. Hún þá aldrei nein aukalaun fyrir og var boðin og búin að aðstoða alla, sem leituðu til hennar, naut þess að gefa af þeim mikla kærleik, sem hún átti og var elskuð og virt af þeim, sem þar unnu og einnig gest- um og gangandi, sem þótti gott að koma til hennar Ljósu. Ég vann þarna í húsinu, oft fram eftir og hélt að ég væri með þeim seinustu, sem yfírgáfu staðinn, en svo reynd- ist ekki vera. Ljósa vann oft langt fram á kvöld við mötuneytið, og þegar samkomur eða mannfagnaðir voru í Hamrahlíð, taldi hún skyldu sína að vera þar sem matmóðir. Pálína vann fórnfúst og óeigin- gjamt starf. Hún vann verkin Sín hljóðlátlega og af lítillæti. Hún skipti aldrei skapi, var sami ljúfling- urinn, hvað sem á bjátaði, en mað- ur fann traustan grunn, þar sem hún fór. Við hjá Blindrafélaginu þökkum fyrir að hafa kynnst ann- arri eins manneskju og henni Pál- ínu. Hún hætti störfum hjá félaginu 87 ára gömul, ekki vegna aldurs, heldur vegna þess að hún gat ekki meir. Minningin um hana yljar okk- ur, sem þekktum hana og þegar við hugsum til Pálínu, getur vart farið hjá því að maðúr reyni að rækta allt það góða, sem kann að leynast hjá okkur hveiju og einu. Megi minning hennar lifa og ylja öllum þeim sem hana þekktu. Fyrir hönd Blindrafélagsins, Gísli Helgason. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Lönguhlið 21, Reykjavík, sem andaðist 4. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Guðmundur Pálmason, Sólrún Engilbertsdóttir, Jakobína Pálmadóttir, Guðmundur M. Jónsson, Anna Pálmadóttir Wilkes, Bonner T. Wilkes, Helga Pálmadóttir, Sævar Helgason, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu ,okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS BENEDIKTSSONAR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins og deildar 3B á Landakotsspitala. Ólöf Jóhannsdóttir, Þorgerður Elín Halldórsdóttir, Jóhann Þór Halldórsson, Þórlaug Arnsteinsdóttir, Hafdís Halldórsdóttir, Páll Pálsson, Ragnheiður G. Halldórsdóttir, Vilhjálmur Gunnarsson og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf da 4 — sími 681960 F*1 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR F. BJARNASONAR, Sléttuvegi 11, (áður Fornhaga 24). Gunnar Þ. Lárusson, Björk Kristjánsdóttir, Teitur Lárusson, Elfn Kristjánsdóttir, Anna Lárusdóttir, Þórður R. Magnússon, Bjarndfs Lárusdóttir, Óskar Guðnason, Jóna Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, HLÍN INGÓLFSDÓTTIR, Hlíðartúni 10, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Vinnuheimilið að Reykjalundi. Auður Árnadóttir, Hermann Þórðarson, Svala Árnadóttir, Björn Kjartansson, Ingólfur Árnason, Kristjana E. Friðþjófsdóttir, Hlín Árnadóttir, Ketill Oddsson, Einar Árnason, Betty Berjouhi Nikulásdóttir, Páll Árnason, Kristín Anna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR SIGURGEIRSSONAR, Efstasundi 34. Elín Ágústsdóttir, Inga Magnúsdóttir, Ólafur Böðvarsson, Helga Magnúsdóttir, Njörður Svansson, Arndfs Magnúsdóttir, Þórður Þórðarson, Björn Magnússon, Þór Magnússon og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR, Rauðalæk 5, Reykjavík, Ingi B. Guðjónsson. SigmundurÓ. Magnússon, Ásgeir Magnússon og fjölskyldur. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS BJÖRNS ÞORSTEINSSONAR, Njálsgötu 17, Reykjavík. Marfa Ólafsdóttir, Sigurður H. Ólafsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristín Olafsdóttir, Ester Ólafsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Unnur Ólafsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, harnahrirn t Siguður Ásgeirsson, Kristfn Þorvaldsdóttir, Vilhjálmur Hendriksson, Sigurður Guðjónsson, Karl Steingrímsson, Arnar H. Gestsson, Sigurmundur Einarsson, Matthías Ægisson, barnabarnabörn. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.