Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.1993, Blaðsíða 34
34 MoítGUNBLÁÐIÐ MINNINGAR sM 14. NÓVEMBER 1993 4 Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI *58 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Stokkhólms á dagtaxta m.vsk. 26600 allirþurfa þak yfir höfudid Krummahólar 2ja herb. snyrtij. stúdíóíb. á 3. hæð. Lyfta. Bflgeymsla. Verð 4,5 millj. Þórsgata - bakhús Nýstandsett lítið og snoturt sér- býli. Verð 1,8 millj. Engihjalli Falleg 4ra herb. íb. á 8. hæð í nýviðg. lyftuh. Parket. Útsýni. Verð 7,5 millj. Háaleitisbraut Rúmg. 5 herb. vel skipul. ib. í fjölbhúsi. Skipti mögul. Laus fljótl. Kelduhvammur Góð 117 fm sérhæð í þríb- húsi á fallegum stað. Verð 9,8 millj. Hraunbær 4ra herb. íb. á 2. hæð. Sameign endurn. og utanhússviðg. lokið. Góð íb. Lausfljótl. Verð 7,3 millj. Vesturbrún Rúml. 100 fm hæð ásamt góð- um bflsk. Hús í fyrsta flokks ástandi. Fallegur garður. Laus. Brekkugerði Glæsil. 250 fm einbhús ésamt 35 fm bilsk. Mikið endurn. Einstaklíb. m. sér- inng. á jerðh. Fallegur garður. Verð 21,0 millj. FASTEIGNAÞJÓNUSIAN Skúlagötu 30 3.h. Ixivísa Kristjánsdóttir lögg. fast.sali. - Vilhjálmur Páls- son - Minning „Sjaldan hafa svo margir átt jafn fáum svo mikið að þakka.“ Eitthvað á þessa leið mælti Churchill forsætisráðherra Bret- lands og átti þar við flugmenn þá er vörðu England fyrir vágestinum mikla í síðara stríðinu. Stór orð. Orð, sem í mínum huga gætu eins vel átt við um hann Villa minn og óþreytandi eljusemi hans við að liðsinna íslenskum þegnum gegn öðrum vágesti undanfama tvo ára- tugi, eða áfengissýkinni. Vágesti sem leikið hefur margan góðan dreng illa og brugðið skýi sorgar og erfiðleika á loft í lífi margra fjöl- skyldna. Ég er einn þeirra mörgu sem naut leiðsagnar Villa og famaðist betur fyrir vikið og fyrir það er ég þakklátur. Ég bið, að Guð geymi þig um alla eilífð, elsku vinur minn, og verði þínum nánustu styrkur í raun- inni. Jóhann Örn. Æi, guð, láttu þetta ekki vera satt, heldur bara að þetta hafi ver- ið vondur draumur. Af hveiju að taka frá okkur mann sem alltaf var svo hress og kátur? Afi var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum og átti auðvelt með að fá fólk til að hlæja. Ég man aldrei eftir því að hafa séð afa reiðan og ég held að það hafi ekki verið til reiði í honum. Aðeins gleði og stríðni sem geislaði af honum og átti hann til mikið af hvom tveggja. Því veldur guð hvort maðurinn hlær eða grætur (Sófókles). Mér finnst ekki sanngjarnt hvemig guð velur úr. Fyrst tók hann frá mér móður mína í blóma lífsins, svo þig, afi. Elsku afi, ég á margar minningar við þig tengdar. Ég mun ávallt minnast þess þegar ég, pabbi, Daði bróðir, þú og amma bjuggum öll saman. Það vom bestu ár lífs mins. Þú komst og vaktir mig á morgnana og keyrðir mig í skólann, í staðinn fyrir að láta mig taka strætó. Manstu einn morguninn þegar þú keyrðir mig í skólann óg ég datt þegar ég steig út úr bílnum og buxumar mínar blotnuðu dálítið. Þu heimtaðir að fá að keyra mig aftur heim svo að ég gæti skipt um föt, þótt þú værir að verða seinn í vinnuna og ég gleymi aldrei hvað þú sagðir: Ásta mín, ég get ekki látið bamið mitt vera blautt og þar að auki er fjölskyldan ávallt númer eitt. O, afí, elsku afi, þetta er svo skrýtið því þú varst svo hress í af- mæli Daða og Hönnu fýrir mánuði og nú ertu dáinn. Ég veit að það var gott fyrir þig að hafa fengið að fara því að þú kvaldist svo. Samt sakna ég þín svo mikið að ég gæti dáið. Ég veit að þú ert hjá mér, en ég get ekki séð þig né snert þig. Afí, ég á eftir að sakna hringinganna frá þér þar sem þú þóttist vera lögreglan eða þess háttar, en ég þakka þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum sam- an, elsku afi. Ég veit að amma bjargar sér. Hún er svo sterk, þann- ig að þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur af henni. Við hjálpum henni líka. Blómin þín sem þú elskaðir af öllu hjarta em einnig í góðum hönd- um hjá ömmu. Ég mun ávallt varðveita síðustu fallegu orðin sem þú sagðir við mig áður en þú dóst og þau voru: Ásta mín, ekki vera reið þótt ég vakni ekki aftur í fyrramálið, það var gaman að lifa með þér og mundu að ég mun ávallt elska þig. Mig langar til að skrifa ljóð í lokin sem ég las og hef varðveitt. Þetta ljóð hefur hjálpað mér mikið í gegnum sorgina þegar móðir mín dó og nú þína. Elsku afi, yndislegi afi minn, ég kveð þig með þessu ljóði og megi guð blessi þig og varð- veita. Afi, þú ert hetja. Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, ^ ’ hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þó látinn mig haldið. En þegar þér hlæið og syngið með glððum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glðð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar ýfir lífrnu. (Höfundur ókunnur.) Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir. í október 1981 gengum við hjón- in eitt af okkar mestu gæfusporum. Við fórum inn í Langholtskirkju á mánudagskvöldi, á opinn AA-fund. Og þar var hann Villi, sem bauð alla nýliða sérstaklega velkomna með hlýju handtaki og brosi, sem honum var svo eiginlegt. Fyrir allar samverustundirnar vil ég.nú að leiðarlokum þakka þér, Villi minn, þakka samveru á fund- um, á skemmtunum hjá Bata, sam- veru í Bataferðum til Vestmanna- eyja, í Þórsmörk og margt, margt annað, ekki hvað síst fyrstu utan- landsferð Bata til Rimini 1983. Það var ógleymanleg ferð. Það var alltaf svo gaman í þess- um ferðum, og af hverju? Jú, það voru allir svo kátir og glaðir, lausir við fjötra Bakkusar og hann Villi lét sitt ekki eftir liggja til að skemmta fólki. Það var ótrúlegt hvað honum gat dottið í hug að sprella og þá ekki síst með börnin í huga, á þeim hafði hann mikið dálæti. Ég minnist þess eitt sinn í Þórs- merkurferð að þá átti að gera eitt- hvað börnunum til gamans. Villi hvarf og birtist aftur eftir smástund í náttkjól af Valgerði og gretti sig og geiflaði, og mikið hlógu börnin dátt, þeir fullorðnu líka. Villi var svona, vildi gleðja aðra og það tókst honum svo sannarlega. Þeir eru ófáir sem hann hefur aðstoðað við að ná fótfestu í lífinu að nýju. eftir að hafa barist við Bakkus. Villi sagði oft: „Fyrst ég gat hætt að drekka, getur þú það líka.“ Vilhjálmur og Valgerður stofn- uðu ferðafélagið Bata ásamt fleira fólki. Bati hefur farið margar ferð- ir og þær hafa átt drjúgan þátt í að stofna til vináttusambanda, sem eru mjög traust og oft treyst fjöl- skyldubönd. Ég var svo lánsöm að lenda í stjórn Bata með Villa og Valgerði um tíma. Fyrir þær ánægjustundir vil ég nú þakka, og ekki síst vil ég þakka þér, Villi minn, fyrir að hafa stofnað fyrstu opnu AA-deildina á Islandi. Það er framtak sem aldrei verður metið til fulls. Guð styrki þig, Valgerður mín, börnin ykkar og barnabörn. Þið hafið öll misst svo mikið. Ég er sannfærð um, að þegar hérvistar- dögum okkar lýkur, þá mætir hann Villi okkar aftur með bros á vör eins og hann gerði svo oft í dyrum Langholtskirkju. Guð geymi ykkur öll. G.B. OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OLl BORGARTÚNI 18, 3. H. ?? 10090 Allar eignir sem hér eru auglýstar getur þú skoöað frá kl. 13.00-17.00 í dag, sunnudag. Settu keðjurnar undir bílinn og taktu þátt í opnu húsi með okkur á Hóli! Góða skemmtun! Fannafold nr. 158 - syðra hús Vcrum að fá (sölu þetta fallega 112 fm parhús m. innbyggðum bílskúr. Húsið, sem er tæplega fullbúið, hefur m.a. að geyma 3 svefnherb. og stóra stofu m. mikilli lofthæð. Áhv. byggsj. 5,0 millj. o.fl. samtals 7,2 millj. Verð aðeins 9,8 millj. Opið hús í dag - Gakktu í bæinn! Grenibyggð nr. 19 og 21 - Mosfellsbæ Tvö glæsileg og fullbúin 109,5 fm nýbyggð raðhús á einni hæð. Húsin skiptast m.a. í tvö rúmgóð svefnherbergi m. skápum, stóra stofu með gróðurskála, vandað eldhús, rúmgott þvotttahús og flísalagt baðherb. Verð aðeins 10,3 millj. Opið hús í dag - gakktu í bæinn! Laufengi nr. 2, 3. hæð t.v. - Frábært verð í þessu fallega húsi ertil sölu glæsileg 125,5 fm íbúð á 2. hæð t.v. sem verður afhent fullbúin mjög fljótlega. í íbúðinni eru 3 rúmgóð dúklögð svefnherbergi auk stórrar stofu með suðursvölum. Vandaðar innréttingar og skápar í öllum herbergjum. Þú verður að skoða þessa. Verð aðeins 8,5 miilj. Opið hús í dag - líttu inn! Opið í dag á Hóli frá kl. 14-17 — Hafðu samband!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.