Morgunblaðið - 14.11.1993, Qupperneq 48
varða i
i
m Landsbanki
Mi íslands
JLB Banki allra landsi
argunfrljifrife
allra landsmanna
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓl
ILF 3040/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR14. NOVEMBER1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
ATLOT VIÐ DRAUM
Morgunblaðið/RAX
Háskólinn og Vestmannaeyjar gera samkomulag um rannsóknir
Stærsta verkefnið verður
rannsóknir á djúpslóðinni
Prófessor í fiskifræði við Háskólann fær aðstöðu í Vestmannaeyjum
Fangageymslur lögreglustöðvar-
innar við Hverfisgötu.
Gæslufang-
ar silja nú í
Hverfisteini
^TVEIR menn sitja nú í gæsluvarð-
haldi í fangageymslum lögreglu-
stöðvarinnar við Hverfisgötu
vegna plássleysis í Síðumúlafang-
elsinu. Annar þessara manna er
26 ára síbrotamaður sem í fyrra-
dag var úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 9. desember vegna sí-
brota. Vonir standa til þess, að
sögn Sigríðar Friðjónsdóttur, lög-
fræðings hjá RLR, að unnt verði
að Ijúka málum mannsins þannig
að ákæra verði gefin út og dómur
kveðinn upp áður en varðhalds-
iíminn rennur út.
Vegna rannsóknar umfangsmikils
fíkniefnamáls sem greint hefur verið
frá í Morgunblaðinu sitja nú fjórir
menn í gæsluvarðhaldi í Síðumúla-
fangelsi, en fimmti maður málsins
er einnig vistaður, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins, í fanga-
geymslum lögreglunnar við Hverfis-
götu.
HÁSKÓLI Islands og Vestmannaeyjabær hafa gert með sér samkomu-
lag um samstarf á sviði rannsókna og þróunar einkum á vettvangi
sjávarútvegs. Samkomulagið felur í sér að í Vestmannaeyjum verði
komið á fót aðstöðu til margskonar rannsókna. Stærsta fyrirhugaða
verkefnið á næstu árum verða rannsóknir á tegundum og magni
fiska á djúpslóð en einnig er í undirbúningi forathugun á eðli og
tíðni sjúkdóma í sjávarfiskum við Island áuk fleiri verkefna.
Skipuð hefur verið sérstök stjórn
um þetta samstarf Háskólans og
Vestmannaeyjabæjar og er Þor-
steinn I. Sigfússon prófessor for-
maður hennar. Þorsteinn segir að
Vestmanneyingar hafi verið leið-
andi í umræðunum um samstarfið
og athyglisvert að fulltrúar þeirra
í bæjarstjórn og atvinnulífi hafa
lagst á eitt um að hrinda verkefn-
inu í framkvæmd. Áhersla verði
lögð á að tengja þekkingu Háskól-
ans og stofnana hans við reynslu
og aðstöðu hins fjölþætta umhverf-
is útgerðar, fiskvinnslu og hags-
munamála sjómanná í Vestmanna-
eyjum. Þá er gert ráð fyrir að pró-
fessor í fískifræði við Háskólann
fái aðstöðu í Vestmannaeyjum til
rannsókna sinna.
Þróunarsetur
Að sögn Þorsteins munu útibú
Hafrannsóknarstofnunar og
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins tengjast þessu samstarfi mjög
náið og er ætlunin að mynda eins
konar þróunarsetur þar sem þess-
ar stofnanir og Háskólinn ásamt
sjómönnum og fiskverkendum
geti stillt saman strengi sína.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur
samþykkt að veita fé til þessa og
er óskað eftir að ríkisvaldið komi
á móti með svipaða fjárfestingu
en í heild er verið að ræða um
20 milljónir króna. Menntamála-
og sjávarútvegsráðherra hafa
Rétt stafsetning kennd
með aðstoð tölvutækni
NEMENDUR Verslunarskólans munu eiga kost á því á næstu
dögum að læra rétta stafsetningu með aðstoð tölvu. í undirbún-
ingi er að taka upp reglulegar stafsetningaræfingar með þessum
hætti að sögn Baldurs Sveinssonar kennslustjóra skólans.
Baldur sagði hugmyndina þá um leið og æfingunni er lokið.
að krakkarnir rituðu texta eftir
upplestri inn á tölvu. Síðan væri
úrlausn hvers og eins borin saman
við skrá sem innihéldi umræddan
texta, rétt stafsettan. Með þessum
hætti sér nemandinn villuíjölda
og hvaða orð eru vitlaust stafsett
Einnig getur kennarinn prentað
úrlausn hvers og eins til nánari
athugunar. Þessi aðferð gerir
mögulegt að auka fjölda stafsetn-
ingaræfinga og gerir kennaranum
einnig kleift að nota tíma sem
annars hefði farið í yfirferð til
þess að sinna öðrum þáttum
kennslunnar betur.
Stafsetningarforritið er út-
færsla á forriti sem notað hefur
verið við hraðapróf í vélritun í
skólanum til margra ára og bygg-
ir á sömu hugmynd, þ.e. að bera
saman tvær skrár, úrlausn nem-
andans og hinn rétta texta. Búist
er við að stafsetningarkennsla
með þessum hætti hefjist í næstu
viku.
tekið jákvætt í þessar hugmyndir.
Hvað varðar rannsóknir á djúp-
slóð segir Þorsteinn að gert sé ráð
fyrir að þær verði fjármagnaðar
að hluta úr sjóðum Evrópubanda-
lagsins. „Nokkurn tíma mun taka
að undirbúa þetta verkefni en haft
hefur verið samband við embættis-
menn í rannsókna- og þróunarkerf-
inu í Brussel varðandi þátttöku
evrópskra vísindamanna og hlut-
afjármögnun úr sjóðum Evrópu-
bandalagsins," segir Þorsteinn.
Hann segir ennfremur að gert sé
ráð fyrir að sérfræðingar Hafrann-
sóknarstofnunar taki virkan þátt í
mótun og vísindalegri forystu þessa
verkefnis.
-------» ♦ ♦
Spólaði þar
tíl kviknaði í
dekkjunum
UNGUR maður, sem fest hafði bíl
sinn í snjóskafli í Safamýri á laug-
ardagsmorguninn, spólaði árang-
urslaust í snjónum um langa hríð
eða þar til kviknaði í dekkjunum
svo kalla þurfti til slökkvilið.
Atburðurinn átti sér stað upp úr
klukkan sjö þegar íbúar í Safamýri
kvörtuðu til lögreglu vegna hávað-
ans. Skömmu síðar var aftur hringt
í lögreglu og slökkvilið og tilkynnt
að nú væri kviknað í hjólbörðum bíls-
ins. Fór slökkvilið á staðinn og var
þá nokkur éldur kominn upp í bíln-
um, sem skemmdist talsvert.