Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 262. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins NAFTA á Bandaríkjaþingi í dag Beðið í ofvæni eftir útkomumri Washington, Brussel, Hong Kong. Reuter. . / BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst/ í gær vongóður um, að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkós, NAFTA, yrði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Síðustu daga hefur nokkrum þingmönnum snúist hugur og hafa nú ákveðið að styðja samninginn en ljóst er, að enn ríkir óvissa um úrslitin. Leiðtogar og frammámenn í Evrópu og víðar um heim bíða í ofvæni eftir niðurstöðunni enda gæti ósigur Clintons á þingi í þessu máli ekki aðeins bundið enda á fyrirhugaðan GATT-samn- ing, heldur orðið verulegt áfall fyrir fijálsa verslun um allan heim. „Mér líður vel, við nálgumst markið,“ sagði Clinton á frétta- mannafundi í gær en jafnt andstæð- ingar NAFTA sem stuðningsmenn segja, að erfitt sé að segja fyrir um útkomuna en atkvæði 218 þing- manna þarf til, að samningurinn verði samþykktur. David Gergen, ein helsti ráðgjafi Clintons, sagði í gær, að 13 þingmenn hefðu tekið af skarið um að styðja samninginn í fyrradag, þar á meðal nokkrir, sem áður voru honum andvígir, og hann taldi, að fylkingarnar væru þá nokkurn veginn jafnar. í skoðana- könnun, sem ABC-sjónvarpsstöðin birti í gær og gerð var meðal full- trúadeildarþingmanna, var útkom- an hins vegar sú, að af 434 þing- mönnum ætluðu 202 að greiða at- kvæði gegn honum, 188 með en 44 voru óákveðnir. Ottast alvarlegar afleiðingar George Bush, fyrrverandi forseti, sagði í Hong Kong í gær, að hann væri viss um að NAFTA-samning- urinn yrði samþykktur og embætt- ismenn Evrópubandalagsins sögð- ust bíða með öndina í hálsinum eft- ir atkvæðagreiðslunni. Þeir benda á, að vegna deilnanna á Bandaríkja- þingi hafi ekkert gerst í GATT-mál- um að undanförnu og verði NAFTA fellt, muni GATT fara sömu leiðina. Kváðust þeir ekki geta hugsað þá hugsun til enda auk þess sem það myndi hafa mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir frjálsa verslun í heimin- um. Aukið viðskiptafrelsi væri ör- uggasta og kannski eina leiðin út úr þeim efnahagssamdrætti, sem nú heijaði á Vesturlönd. Franskir embættismenn gáfu raunar í skyn, að yrði NAFTA samþykkt, þyrfti ekki að óttast, að Frakkar brygðu fæti fyrir GATT. Reuter Mælt fyrir fríverslun BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur lagt nótt við dag í baráttu sinni fyrir samþykkt NAFTA, fríversl- unarsamnings Bandarikjanna, Kanada og Mexíkós, enda er mikið í húfi fyrir hann og stjórn hans. Stóra stundin rennur upp i dag en hér er hann á fundi í Washington með forystumönnum smáiðnaðarfyrirtækja. * Urslit sveitarstjórnarkosninganna í Danmörku vísbending um stöðu flokkanna Venstre óumdeildur sig- urvegari í kosningxuium Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. JAFNAÐARMENN, helsti stjórnarflokkurinn, tapaði lítillega í sveitarstjórnarkosningunum í Danmörku I gær en óumdeildur sigurvegari kosninganna var Venstre, flokkur Uffe Ellemann- Jensens, fyrrverandi utanríkisráðherra. Bætti hann um 10 prósentustigum við fylgi sitt. Var kosninganna beðið með mik- illi eftirvæntingu þar sem þær voru taldar geta gefið vísbend- ingar um stöðu flokkanna á landsvísu. Kosningaþátttaka var um 70%, heldur meiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Kanadískur þingrnaður segir útfærslu landhelginnar ákveðna Verður færð út í 250 mílur á Miklabanka KANADAMENN hyggjast færa landhelgi sína út í um 250 sjómílur frá Nýfundnalandi, til að stöðva veiðar á Mikla- banka. Að sögn Johns Effords, þingmanns á Nýfunda- landi, voru það íslendingar sem bentu Kanadamönnum á að næði landgrunn lengra en landhelgi mætti færa hana út sem því næmi. Landgrunn út frá Nýfundnalandi er um 250 mílur. Efford segir Jean Chretien, nýkjörinn forsætisráðherra landsins, hafa lýst því mjög ákveðið yfír að landhelgin verði færð út en ekki hefur verið ákveðið hvenær. Veiðar erlendra skipa á Miklabanka hafa verið Kanadamönnum, ekki síst á Ný- fundnalandi, þyrnir í augum. Telur Chretien að útfærsla land- helginnar sé eina leiðin til að stöðva þessar veiðar. Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að í Hafrétt- arsáttmálanum væri ákvæði, sem heimilaði útfærslu efna- hagslögsögunnar í 350 mílur á landgrunni eða neðansjávar- hryggjum eins og Reykjanes- hryggnum. Væri það augljóslega með tilvísan til þess, að Kanada- menn hygðust nú færa út land- helgina á Miklabanka. Það voru Helgi Hallvarðsson skipherra og Arthúr Bogason, formaður í Samtökum smábáta- eigenda, sem bentu á þetta ákvæði Hafréttarsáttmálans þegar þeir voru í Kanada fyrir rúmum tveimur árum. Var þeim boðið vestur til að gefa kanadísk- um sjómönnum góð ráð en þorsk- stofninn við Nýfundnaland hrundi eins og kunnugt er og eru veiðar úr honum nú að mestu bannaðar. Er kennt um ofveiði Kanadamanna sjálfra, versnandi skilyrðum í sjónum og einnig miklum veiðum skipa frá Evr- ópubandalagsríkjum, einkum Spáni og Portúgal, á landgrunn- inu á Miklabanka. Venjulega er ekki talið, að mikil fylgni sé með úrslitum í sveitar- stjórnarkosningum og þingkosning- um í Danmörku enda eru það yfir- leitt staðbundin mál, sem ráða mestu í þeim fyrrverandi. Að þessu sinni voru atvinnuleysið, sem er 12,5%, innflytjendavandinn og langir biðlist- ar í heilbrigðiskerfinu talin mundu verða aðalmálin en í raun snerist fremur róleg kosningabaráttan mikið um Uffe Ellemann-Jensen sjálfan. Niðurstöðu kosninganna var því beð- ið með mikilli eftirvæntingu og aldr- ei þessu vant taldar geta sagt nokk- uð fyrir um úrslit þignkosninganna næsta haust. Jafnaðarmenn sáttir Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn hafði Jafnaðarmanna- flokkurinn tapað einu prósentustigi miðað við síðustu kosningar en Venstre unnið tæp 10 prósentustig. íhaldsflokkurinn hafði tapað tveimur og Miðdemókratar og Kristilegi þjóð- arflokkurinn, sem eru í stjórn með jafnaðarmönnum, hefðu ekki fengið mann kjörinn ef um þingkosningar hefði verið að ræða. Uffe Ellemann-Jensenn sagði í sjónvarpssal í gærkvöldi, að flokk- urinn gengi nú tvíefldur til þingkosn- inganna, sem hann spáði, að yrðu næsta vor en Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra og leiðtogi jafnað- armanna sagði árangur síns flokks viðunandi miðað við kosningaspár og lagði áherslu á, að þingkosningar væru ekki á döfinni fyrr en næsta haust. Ihaldsflokkurinn missti nokkurt fylgi eins og spáð hafði verið en kosningarnar voru taldar öðrum þræði einvígi milli hans og Venstre en flokkarnir sækja fylgi sitt til svip- aðra hópa. Bar Venstre sigur úr býtum og Uffe Ellemann-Jensen er nú sterkasti leiðtogi stjórnarandstöð- unnar. Sósíalíski þjóðarflokkurinn tapaði 1,6 prósentustigum í kosning- unum. -----» » 4------ Varað við óeirðum út af peningakeðju Búkarest. Reuter. VARAÐ var við því í gær að óeirðir gætu blossað upp í Rúm- eníu ef peningakeðja, sem Rúm- enar hafa fjárfest fyrir millj- arða króna í, brysti. Bókhaldarinn Ion Stoica átti hug- myndina að peningakeðjunni, eða sjóði sem haldið er gangandi á svip- aðan hátt og keðjubréfum. Fyrirtæki Stoica lofaði í fyrstu að greiða þeim sem legðu peninga í sjóðinn áttfalt hærri fjárhæð að þremur mánuðum liðnum. Margir Rúmenar, sem hafa að meðaltali jafnvirði 4.000 króna í . mánaðarláun, hugðu gott til glóðar- innar og fjárfestingaræði greip um sig. Alls munu Rúmenar hafa fjár- fest fyrir jafnvirði 70 milljarða króna í sjóðnum. Fyrirtækið ákvað hins vegar ný- lega að lækka endurgreiðslurnar og lengja biðina eftir þeim. Svo virðist sem þeim fari óðum fækkandi sem fjárfesta í sjóðnum vegna ótta við að hann verði gjaldþrota á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.