Morgunblaðið - 17.11.1993, Side 9

Morgunblaðið - 17.11.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 9 20% AFSLÁTTUR AF STÖRUM JÖRKUM FRÁ DANIEL D. TIL 20. NÓV. Skipuleggbu eigin fjármál Þegar þú hefur reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs færðu handhæga áskriftarmöppu undir gögn um sparnað fjölskyldunnar. Mappan inniheldur einnig eyðublöð fyrir greiðsluáætlun og heimilisbókhald og með þeim getur þú skipulagt fjármál heimilisins enn betur en áður. Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs og fáðu senda möppuna Sparnað heimilisins - Áskrift ab spariskírteinum ríkissjóbs. Nú getur þú skipulagt fjármál heimilisins - og sparað um leið. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Metsölublað á hverjum degi! Fríðindaspilling- í nýjasta tölublaði Vis- bendingar er fjallað um ríkisfjármál í tilefni af skýrslu ríkisendur- skoðunar á ríkisreikningi 1992. Þar segir m.a.: „Að mati yfírskoðunar- manna ríkisreiknings er friðindaspillingin orðin svo mikil í rikisrekstrin- um að launakerfið er að hruni komið. Óunnin yfír- vinna, bifreiðahlunnindi, húsnæðisfríðindi, risna, ferðahlunnindi, nefndar- laun og greiðslur fyrir aukastörf þrifast innan kerfísins. Jafnframt er tiltekið að þessar auka- greiðslur verði fyrirferð- armeiri eftir þvi sem ofar kemur í embættísmanna- kerfi ríkisins. Það er umhugsunarefni hvers vegna ekki hefur farið fram heildarúttekt á þeim friðindum sem afmarkað- ur hópur rikisstarfs- manna virðist njóta, á sama hátt og fjármála- ráðuneytíð lét tíl dæmis gera úttekt á umfangi skattsvika. Dulda ríkið Ktt af því sem torveld- ar injög allt eftíriit með ríkiskerfinu og endur- skoðun þess er að þvi er í raun skipt upp í þijá hluta. í svokölluðum A- hluta rikissjóðs eru stofn- anir sem reknar eru ein- göngu fyrir skattfé. í B- hluta eru rfldsfyrirtæki og sjóðir sem að meira eða minna leyti fjár- magna starfsemi sína með sölu á vöru og þjón- ustu og enn fremur taka margir þessara aðila á sig fjárskuldbindingar í eigin nafni. Þriðja hluta kerfis- ins mættí kalla „ósýnileg- an“ hluta þess eða O- V Fjárveitingar án ábyrgðar PÓLITÍSKAR stjórnir lánastofnana í eigu rík- isins munu að óbreyttu halda áfram að út- deila fjármunum almennings í framtíðinni án ábyrgðar. Þetta segir í Vísbendingu. hluta. Þar er um að ræða lánastofnanir eða fyrir- tæki sem ekki eru færð í bækur rikisins en ríkið á að öllu leyti að hluta.“ Afskriftaþörf sjóðakerfísins skekkir afkomuna Ennfremur segir í Vis- bendingu: „Ein af ástæð- um þess að ríkisfjármálin hafa svo sterka tilhneig- ingu til að fara úr böndunum er sú að A- hlutí rfldssjóðs er árlega að taka afleiðingum út- lánaákvarðana sem tekn- ar hafa verið í iánastofn- unurn ríkisins i B-hluta og víðar. Vegna þessa gefur tekju;ifkoma rflds- sjóðs í raun ekki rétta mynd af reglulegum rekstri rðdssjóðs. Á árinu 1991 nam halli á rekstri rfldsins 13VÍ milljarði króna en hefði verið rétt rúmir 10 milljarðar ef ekki hefði komið til áður- nefndrar yfirtöku lána hjá Byggðastofnun og Framkvæmdasjóði. Sam- svarandi tala hefði verið rétt rúmir níu milfjarðar á árinu 1992 i stað IO'/j miRjarðs. Þrátt fyrir þetta hefur halli af reglu- legum rekstri rfldssjóðs verið mikill eða um 9-10% af tekjum á síð- ustu tveimur árum.“ 150 milljarðar í mínus í greininni kemur fram, að höfuðstóll A- liluta rfldssjóðs var nei- kvæður um 150 miiyarða í árslok 1992, þe. skuldir umfram eignir, og þarf allar tekjur hans í eitt og hálft ár til að greiðslu skuldanna. Staðan er þó trúlega verri, því ríkið hefur tekið og endur- lánað 129 miRjarða og ábyrgst 70 miHjarða til viðbótar í árslok 1992. Lánin falla á rfldssjóð í versnandi atvinnuástandi. í lok greinarinnar segir: Ábyrgðin „Þær athugasemdir sem Ríkisendurskoðun og yfírskoðunarmenn ríkis- reiknings færa fram í nýrri skýrslu sinni velga óneitanlega upp spum- ingar um það hveijir hafí í raun vald til að útdeila ábyrgð þessara aðila. Samkvæmt stjómar- skránni á þetta vald að vera í höndum þjóðlgör- inna fulltrúa á Alþingi og í raun má ekki inna af hendi greiðslu af opin- bem fé án þess að sam- þykkt Alþingis liggi fyrir því. Alþingismenn sæta jafnframt ábyrgð á gjörð- um sínum gagnvart al- menningi um hveijar kosningar. Stundum mættí ætla að stjórnir ýmissa stofnana í eigu rfldsins hefðu fjár- veitingarvaldið i sínum höndum ef marka má at- hugasemdir Ríkisendur- skoðunar. Alþingi hefur hins vegar aldrei framselt þetta vald. Vandinn felst í því að engar reglur hafa verið mótaðar um skyld- ur og ábyrgð þessara að- ila. Frumvarp tíl laga um greiðslur úr rfldssjóði hefur lengi verið að velt- ast um í kerfinu en í þvi em tillögur að slíkum reglum. Astæðan fyrir því að ekki hefur náðst samstaða um það er Uk- lega sú að þessar reglur binda mjög hendur fram- kvæmdavaldsins. Að óbreyttu munu þvi póli- tískar stjóniir lánastofn- ana í eigu rfldsins halda áfram að útdeila fjánnun- um almennings í framtið- iiuii, án.ábyrgðar." m, Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum !Q v > jóladagatöl án sælgætis SPEGILSJÓÐIR VÍB Oryggi frá upphafi til framtíðar Viö ávöxtun verðbréfasjóöa VIB hefur jafnan verið lögð megináhersla á öryggi, stöðugleika og góða ávöxtun. Stærstur hluti eigna sjóðanna er þannig ávaxtaður í skuldabréfum ríkis, sveitarfélaga og banka. Arsraunávöxtun verðbréfasjóðanna hefur að meðaltali verið 8,2% síðastliðin fimm ár og stuðla lækkandi vextir undanfarið að áframhaldandi góðri ávöxtun sjóðanna. Hægt er að innleysa sjóðsbréfm hvenær sem er án innlausnargjalds. Þess í stað er greitt upphafsgjald við kaup í sjóðina. Bréfin eru fáanleg í hvaða einingum sem er. Spegilsjóðir VIB henta best til ávöxtunar sparifjár í eitt ár eða lengur. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um Spegilsjóði VIB og einnig er hægt áð fá sendar upplýsingar ípósti. Verið velkomin í VÍB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 68 15 30. Myndsendir: 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.