Morgunblaðið - 17.11.1993, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.11.1993, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 39 I I I 1 I I I I I J I % I I h Launamál Frá Guðmundi Jóhannssyni: LIFIBRAUÐIÐ snýst um peninga, og kakan ein til skiptanna og þá reynir á hver hefir bestu aðstöðuna til að raka eldi að sinni köku, jafn- framt því hvert siðgæði valdhaf- anna er. Það má lengi deila um hvað þessi eða hinn eigi að hafa í laun, en grunnurinn hlýtur að mið- ast við að sá lægsti í launastigan- um geti lifað af, í dag munu þau vera ca. 50-60 þús. kr. Af því að hæstaréttardómarar hafa verið mjög í myndinni í þessum umræð- um og margir telja að 250 þús. kr., sem mér skilst að séu grunn- laun þeirra, séu ekki há laun, þetta mun vera fýrir utan þeirra auka- getu sem þeir dæmdu sér sjálfir ca. 100 þús., er mér spum við hvað þessi sjónarmið eru miðuð? Er það við lægstu launin, virðing- arstöðuna, getu þjóðarinnar eða eitthvað annað? Vonandi svelta ekki bankastjórarnir allavegana ekki þeir sem hafa um og yfir 1.000.000, eina milljón á mánuði. Ýmsar „há“-stéttir hafa gefið út hástemmdar yfirlýsingar um léleg launakjör s.s. alþingismenn og blessaðir prestamir, sem segja að langlundargeð þeirra sé á þrotum, en þeir munu gera sig ánægða með eða sætta sig við 50-60 þús. kr. hækkun eins og hinn frægi kjaradómur hljóðaði upp á forðum daga. Brjóstvörn lýðveldisins sjálf- ir þingmennimir, láta ljós sitt skína, um lág laun og það mun hafa verið verkalýðssinninn og vonandi fulltrúi jafnaðarmenns- kunnar Guðrún Helgadóttir á nýja kjólnum sem hóf umræðuna á lé- legum kjöram þingmanna og Matt- hías Bjarnason hafði áhyggjur af að enginn almennilegur maður fengist til að setjast á þing í fram- tíðinni vegna lélegra launakjara. Orð hans mátti skilja á ýmsa vegu, en ekki benda nýjustu dæmi til þess að vandkvæði verði á að fá menn til að verma þingstólana og því ástæðulítið að bera ótta í brjósti af þeim sökum. Er það óeðlilegt að menn reki upp stór augu og láti hneykslan sína í ljós yfir svona hugsunarhætti landsfeðranna? En á sama tíma sem þetta bruðl á sér stað verða láglaunastéttirnar að veija laun sín og kjör með kjafti og klóm og reka sig á blindvegg er þeir leita eftir frekari kjarabót- um. Þá er landsstjórnin alveg viss um að ríkiskassinn þoli ekki slíkan munað. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, eftirláUnaþegi, Þrastahólum 10, Reykjavík. Nokkur orð um vegleysur Frá Óskari Þórðarsyni: TÆPAST leiða vegfarendur að því huga þegar þeir bruna í bíl sínum á hámarkshraða um sléttar brautir landsins að aðeins fyrir fáum ára- tugum var brotist þessar sömu leið- ir á tíma sem var margfaldur við það sem gerist í dag. Með tilkomu vélknúinna ökutækja vaknaði með mönnum löngun, stundum af þörf ellegar í leit af ævintýram, að fara ótroðnar slóðir í fyrsta sinn. Frá- sagnir um „fyrstu ferð á bíl“ um þær slóðir sem nú eru auðveldar eru alþýðufróðleikur og ekki ómerkilegur. Slíkur lestur er ekki óhollur eftirkomendum og nauð- synlegt að varðveitist. Ekki veit ég hvort saga vega- gerðar á íslandi verður nokkurn- tímann skrifuð. En yrði svo væri það merkileg saga. Forspjall þeirr- ar sögu væru frásagnir þeirra er bratust fyrstir leiðir í byggð, um hálsa og heiðar, raddu frá grjóti og pældu mýrar fyrir sitt ökutæki. Mér kemur í hug frásögn sem ég las í Borgfirskri Blöndu 1. hefti 1977 ritaða af Andrési Eyjólfssyni en upphaflega birt í Kaupfélagsrit- inu í Borgarnesi 1967. Ferðin var farin í júlí 1927. Greinin heitir: Fyrsta ferð á bíl yfir Holtavörðu- heiði. Frábær frásögn af ferð nokk- urra félaga frá Borgarnesi og allt til Blönduóss. Mér er spurn hvort Um geimverur Frá Eggerti E. Laxdal: ÉG HEFI fylgst með skrifum í Morgunblaðinu undanfarið um svonefndar geimverar og þann möguleika, að líf, svipað því sem við þekkjum, hafi þróast úti í geimnum á íjarlægum stjömum, sem er jafnvel æðra og betra en við þekkjum hjá okkur. Minn skilningur er sá, að ekki sé um annað líf að ræða úti í geimnum, nema þar sem himinn Guðs okkar er, eða ríki Jesú Krists, því að hann sagði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi“. Ég er þess fullviss, að Guð og englar .hans hafa fast land undir fótum og lifi eðlilegu lífi á öðrum hnöttum, eins og gerist og gengur hjá okkur, nema hvað það er mun dýrðlegra og hamingjuríkjara en á jörðinni. Englar Guðs hafa lifað hér á jörð, meðal mannanna, eins og segir í Biblíunni í fýrstu Mósebók, 6. kafla, en þar stendur skrifað: „Er mönnunum tók að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur, sáu synir Guðs að dætur mannanna voru fríðar og tóku sér konur með- al þeirra, allar sem þeim geðjuð- ust.“ Sumir halda því fram, að engl- arnir séu kynlausir, en áðurnefnd klausa ætti að taka af allan vafa um það, að um misskilning er að ræða. Þeir hafa yfirgnæfandi orku á þessu sviði og einnig mannssál- irnar sem era með þeim á himnum. Enn fremur segir í fyrstu Móse- bók, 6. kap. „Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni, og einnig síðar, er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og þær fæddu þeim sonu. Það eru kapparnir, sem í fyrndinni voru víðfrægir.“ Þetta ætti að taka af allan vafa um að kyngetu engla og manns- sálna sem með þeim eru á himnum, sé ekkert ábótavant, enda fæðast börn á himnum, því að Biblían segir, að barnið muni leika sér við holu nöðrannar (án þess að verða meint af því). ÉGGERT E. LAXDAL, Frumskógum 14, Hveragerði. VELVAKANDI JSjfy TAPAÐ/FUNDIÐ Hjól tapaðist SVART ijallahjól, 18 gíra og 26 tommu, Jazz/Voltace, tapað- ist nýlega frá Efstalandi 22. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 678116. Hanski fannst SVARTUR leðurhanski fannst í sundinu milli Háskólabíós og Raunvísindastofnunar. Eigand- inn má vitja hans í s. 694808. Fjallahjól fannst RAUTT kvenhjól, 21 gíra, fannst við Réttarholtsveg 29 fyrir rúmri viku. Eigandinn má vitja þess í s. 34125. Barnapeysa fannst BLÁ, græn, bleik, gul og fjólu- blá heimapijónuð barnapeysa fannst á Hjarðarhaga sl. helgi. Upplýsingar í síma 25278. til eru frásagnir af fyrstu ferð á bíl fyrir Hvalfjörð, um Geldinga- draga eða fyrir Hafnarfjall. Þar mætti og nefna um Hellisheiði og á Þingvöll. Hugstæðastar hljóta hveijum og einum að vera leiðir í námundan- um. Ég mundi óska þess að hver og einn hugleiddi þetta um sitt nágrenni ef vera mætti að þannig gæti bjargast fróðelikur -handa þeim sem vilja kynnast þessum hluta þjóðarsögunnar. Ég hefi ýjað að þessu í bréfi til Vegagerðar rík- isins og fengið þau svör að þar á bæ sé ekki mikill áhugi á slíku. Því á ég þó bágt með að trúa. ÓSKAR ÞÓRÐARSON, Blesugróf 8, Reykjavík. Pennavinir Þrítugur ítalskur karlmaður með margvísleg áhugamál: Mauro Stringat, Via Pralafera 27, 10066 Torre Peuice (TO), Italy. Frá Trinidad og Tobago í Karíba- hafi skrifar 32 ára kona með áhuga á ferðalögum, tónlæist, íþróttum o.fl.: Charmaine Reid, 36 Opal Gardens, Diamond Vale, Diego Martin, Trinidad & Tobago, West Indies. Sextán ára japönsk skólastúlka með áhuga á tónlist og íþróttum: Yumiko Sakamura, 39-30-102 Kita-machi, Kaizuka-shi, Osaka, 597 Japan. Þrettán ára bandarískur piltur vill skrifast á við 12-14 ára dreng. Hefur áhuga á hafnabolta, körfu- bolta og hestum: Glenn Fairley, 6570 Cherokee Tr. N., Theodore, AL 36582, U.S.A. LEIÐRÉTTING Sköpunin tók sjö daga SÉRA Jan Habets biður Morgun- blaðið að koma eftirfarandi á fram- færi: „í greininni „Kristni og fljúgandi furðuhlutir" gerði ég tvo villugalla. í fyrsta lagi: Dr. „Einar Sigur- björnsson" á að vera dr. Sigurbjörn Einarsson. í öðru lagi: „sköpunar á þremur dögum“ á áð vera sköpunar á sjö dögum.“ STANDEX Alinnréttíngar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgretðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. Faxafeni 12. Sími 38 000 HÓTEL LEIFUR EIRÍKSSON Skólavörðustíg 45 Reykjavík simi 620800 Fax 620804 Hagkvæm gisting íhjarta borgarinnar Einst.herb. kr. 2.800 Tveggja m. herb. kr. 3.950 Þriggja m. herb. kr. 4.950 j Morgunverður innifalinn: KRIPALUJOGA Nómskeið í kvöld kl. 20.00-22.30 um óhrif öndunoræfinga ó andlega, tilfinninga- lega og likamlega heilsu. Kennari: Oina Bandhu fró Kripalumiðstöðinni. Verð 1.000. JógastöOin Heimsljós Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (Id. 17-19). k- Einar á Skörðugili mætir Einar á Skörðugili spjallar við Fáksfélaga um æviferil sinn í hrossarækt og kynni sín af mönnum og málefnum á því sviði. Fundurinn verður í félagsheimili Fáks föstudaginn 19. nóvember og hefst kl. 20.30. FræAslunefnd. K benetíonj FYRIR Þ/ RSLA HEIMA NYTT KORTATIMABIL HLÝJAR OG FALLEGAR PEYSUR í MIKLU ÚRVALI ILAUGAVEGI 97 Sk benelton BETRA VERÐ EN ERLENDIS HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Jóla-hús tré og tágar 20. og 23. nóvember • Jóla-hekl 23. nóvember • Jóla-leður 24. og 27. nóvember • Stjörnukíkir 25. nóvember og 2. desember • Jóla-dúkar bútasaumur 25. og 29. nóvember • Jóla-ásaumur applikering 7. og 8. desember Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga kl. 10-12 og 13-15. Skráning í síma 17800. V JOLANAMSKEIÐ I í f J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.