Morgunblaðið - 17.11.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.11.1993, Qupperneq 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Leit og björgxin í óbyggðum Síðsumarið og haustið voru óvenju mild. Fjall- konan skartaði haustlitum fram í nóvembermánuð. Það er út af fyrir sig eðlilegt, að hálendið og óbyggðir, þannig búin, höfði til ferða- langa, erlendra og inn- lendra. En það skipast skjótt veður í lofti, ekki sízt í óbyggðum. Sú varð og reynsla þess erlenda ferða- langs, sem í annað sinn á nokkrum árum var bjargað eftir að lenda í ógöngum á slíku ferðalagi. Undanfarin dægur hafa vetrarveður leikið landið grátt, einkum sunnan- og vestanvert. Veðráttan hef- ur, hóflega orðað, verið umhleypingasöm; skipzt á hvassar suðaustan- og suð- vestanáttir, ýmist með élj- um eða vatnsveðri. Veðra- brigðin á dögunum færa heim sanninn um það, sem alltaf hefur raunar legið í augum uppi, að ferðalög um hálendið og óbyggðir lands- ins á þessum árstíma eru í meira lagi varhugaverð. Það getur raunar átt við um all- ar árstíðir. Orðtakið „enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa“ speglar reynslu sem spannar aldir og kynslóðir. Það er nauðsynlegt að um- gangast íslenzka náttúru með varúð og virðingu. Fólk ætti að forðast ferðalög um hálendið að vetrarlagi nema brýna nauðsyn beri til. Þá er mikil- vægt að sérhver, sem upp í slíka för leggur, láti vita fyrirfram um ferðaáætlun sína, annaðhvort til lögreglu eða björgunarsveita. En erf- ið og kostnaðarsöm leit björgunarsveita frá Hellu, Hvolsvelli og Selfossi að Þjóðverjanum í fyrradag vekur enn upp þá spurn- ingu, sem áður hefur verið viðruð hér í blaðinu, hvort og þá hvern veg sé hægt að beita fyrirbyggjandi að- gerðum til að forða uppá- komum sem þessari. - Þegar rætt er um fyrir- byggjandi aðgerðir af þessu tagi, er eðlilegt að staldra fyrst við fræðslu eða leið- beiningar til ferðamanna, einkum útlendinga. Sú vitn- eskja þarf að vera til staðar hjá sérhverjum, sem leggur leið sína um landið að vetr- arlagi, að enginn ferðabún- aður er það fullkominn að treysta megi því að hann standizt verstu vetrarveður á hálendinu. Það er siðferði- leg skylda heimamanna að sjá til þess, að þessi veru- leiki fari ekki fram hjá nein- um þeim, sem hyggur á vetrarferðir um hálendið. Fólki þarf að vera ljóst að það getur með þessum hætti stefnt eigin lífi í tvísýnu, sem og lífi ferðafélaga, og á stundum einnig lífi leitar- manna, sem oft sinna skyldustörfum við erfiðustu aðstæður. Bitur reynslan sýnir á hinn bóginn að viðvaranir af þessu tagi duga hvergi nærri í öllum tilfellum, þótt mikilvægar séu. Það er því ekki að ástæðulausu að ein- staklingar, er sinna leit að fólki sem sakn^ð er í óbyggðum, velta fyrir sér áhrifameiri aðgerðum, hugsanlega bundnum í reglugerð um það hvern veg við skuli brugðizt. Allir eru sammála um að hjálpa verður hverjum og einum sem í nauðir ratar, eftir því sem aðstæður frek- ast leyfa. En kostnaðurinn við leit að fólki sem teppist eða villist í óbyggðum, og oft getur verið ærinn, er kapítuli út af fyrir sig. Spuming er hvort hægt er að skylda aðila, sem leggja upp í tvísýnu í óbyggðum, án þess að brýna nauðsyn beri til ferðarinnar, til að tryggja sig fyrir hugsanleg- um kostnaði af leit. Skyldu- trygging er ekki óþekkt fyr- irbrigði í samfélagi okkar. Hún tengist svo dæmi sé tekið helzta farkosti okkar, bifreiðinni. Eða á að gera þeim, sem efna til óþarfa ferða í óbyggðum þegar allra veðra er von, skylt að bera kostnað af leitinni, að hluta til eða að öllu leyti? Það er óhjákvæmilegt að velta þessum málum upp, grandskoða þau og leita sterkari fyrirbyggjandi leiða.- Köttur á Selfossi fór í langferð með bifreið og skipi Var nær hungurmorða við komu til Isafjarðar Kominn aftur á heimaslóðir, en enginn kannast við hann ísafirði. BRÖNDÓTTUR fressköttur kom labbandi út úr gámi vestur á ísafirði fyrir skömmu. Gámurinn hafði verið hlaðinn á Selfossi rúmri viku áður svo kötturinn hefur verið án matar og vatns þann tíma. Gámurinn hafði fyrst verið fluttur með bíl til Reykja- víkur en síðan með gámi með ms. Reykja- fossi til Isafjarðar. Rúnar Guðmundsson verkstjóri á ísafirði var að fá útveggina og þakið á hús sem hann er að byggja frá trésmiðju á Selfossi. Þegar starfs- menn Eimskips á ísafirði opnuðu fyrir hann gáminn var það fyrsta sem þeir sáu eymdarleg- ur grábröndóttur köttur, sem mjálmaði ámát- lega. Hann var greinilega orðinn illa haldinn af sulti og þorsta eftir rúmlega viku dvöl í gámnum. Bjarni Garðarsson yfirverkstjóri fór strax heim og sauð fyrir köttinn fisk og setti fyrir hann ásamt mjólk. Kötturinn ældi fyrst öllu sem ofan í hann fór, en eftir nokkurn tíma fór hann að braggast og var orðinn hinn þrifaleg- asti þegar hann hélt aftur suður með Reykja- fossi á laugardag. Vorsabær líklegastur Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Strax var hafist handa við að leita eigenda KISI og Þorbjörn Steingrímsson fóstri hans hjá Eimskip kattarins og eftir tilkynningar í útvarpi hringdi á ísafirði. ísfirðingunum bar saman um að kisi væri húsfreyjan í Vorsabæ skammt frá Selfossi og mesta gæðablóð og greinilega vel alinn heimilisköttur. sagðist sakna kattar, sem kæmi vel heim við En hvaðan hann kom, er mönnum hulin ráðgáta. lýsinguna. Þá hringdi einnig kona úr Mo- fellsbæ, sem taldi líkur á að kötturinn væri hennar. hendur matsveininum á skipinu sem kom með gáminn Starfsmenn Eimskips á ísafirði mátu það svo að fressið vestur, en hann hafði köttinn í klefa sínum suður. væri heimiliskötturinn frá Vorsabæ og komu honum í - Ulfar Sá víðförli gestur í Vorsabæ C Airnrol Selfossi. „ÉG SÁ frétt um köttinn í Sunn- lenska fréttablaðinu og Dag- skránni á Selfossi, að hann hefði fundist á ísafirði í gámi frá Sel- fossi. Lýsingin passaði við köttinn okkar, sem hvarf um miðjan sept- ember, svo ég hringdi," sagði Guðbjörg Guðmundsdóttir í Vorsabæjarhjáleigu í Gaulverja- bæjarhreppi sem hýsir nú köttinn víðförla, sem smeygði sér inn í opinn gám frá SG-einingahúsum á Selfossi og fór í honum 29. októ- ber til ísafjarðar þar sem hann mjálmaði framan í starfsmenn Eimskips þegar þeir opnuðu gám- inn 5. nóvember. Eftir upphringingu Guðbjargar sendu starfsmenn Eimskips köttinn til baka með Reykjafossi til Reykja- víkur og þangað fóru dætur hennar til að taka á móti kettinum við skips- hlið. Ekki réttur kisi Þegar systurnar tóku við kettin- um hjá skipveijum á Reykjafossi kom í ljós að ekki var um réttan Flækings-köttur Með Reykjafossi ■"* • frá Reykjavfk tH (safjarðar ogtílbaka _____ Reykjavik Selfoss Með vöruflutningabfl frá Selfossi til Reykjavíki og til baka kött að ræða. Hann er líkur þeirra ketti en mun hvítari. Það urðu því ekki þeir fagnaðarfundir sem búist hafði verið við en það var ekki um annað að ræða hjá systrunum en að taka köttinn með heim í sveitina. „Hann kann ágæt- lega við sig hérna, fór strax um allt úti og inni. Hann er mjög gæfur og er greinilega heimilis- köttur. Við viljum auðvitað að rétti eig- andinn fái köttinn," sagði Guðbjörg. Þeir sem kannast við köttinn geta hringt til Guðbjargar í síma 98-63387. Guðbjörg sagði einn- ig að þeirra köttur, sem hvarf í sept- ember, væri tveggja ára gamall og hans væri nokkuð sárt saknað. Kötturinn víðförli lét sig umstand- ið litlu skipta, hringaði sig í stól og lét fara vel um sig í nýjum heim- kynnum. Sig. Jóns. Nýleg bók um ámóta ferð kattarins Tjúlla KÖTTURINN Tjúlli, sem er aðalhetjan i bókinni Á fullri ferð, lend- ir þar í svipaðri svaðilför og kötturinn frá Selfossi. I bókinni, sem kom út árið 1991, segir frá því þegar kötturinn hennar Siggu gömlu, hann Tjúlli, fær að fara niður á bryggju í Reykjavík með nágranna sínum, Þórði fisksala. Þar eltir hann lyftara inn í strand- ferðaskip og lokast inni. Skipið sigl- ir af stað og Tjúlli með. Skipverjarn- ir hugsa um köttinn þar til komið er til Isafjarðar þar sem hann hittir nokkra krakka og prest í fótbolta en krakkarnir þekkja köttinn úr fyrstu Tjúlla-bókinni. Séra Karl tekur Tjúlla upp á sína arma og fær bókina lánaða hjá krökkunum. Hann setur sig í sam- band við Þórð fisksala og skipveij- ana sem sigla með Tjúlla suður aft- ur eftir viku. Tjúlli er í góðu yfir- læti hjá séra Karli á meðan. Þegar Tjúlli kemur aftur til Reykjavíkur bíður hans mikill mannfjöldi á bryggjunni því sagt var frá ævintýr- inu í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Bókin Á fullri ferð er eftir Inga Hans Jónsson sem skrifaði textann og Harald Sigurðarson sem teiknaði myndirnar. Hún kom út árið 1991. Þá var séra Karl Matthíasson sókn- arprestur á ísafirði og gaf hann góðfúslegt leyfi fyrir því að hann yrði notaður sem sögupersóna í bók- inni. SVAÐILFARIR Tjúlla, sem lýst er í bókinni Á fullri ferð, eru ótrúlega likar því sem kötturinn, sem nú dvelst í Vorsabæjarlyá- leigu, lenti í. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 23 Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Ómeðhöndlað vatn í Pepsi ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson var fyrsti umboðsaðili Pepsi Cola í heiminum til að fá að nota ómeðhöndlað vatn þegar verksmiðjan hóf framleiðslu á Pepsi í byrjun ársins. Lárus Berg Sigurbergsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs, segir að Pepsiið sé með breytingunni og fullkomnari vélarkosti bæði betra og ferskara en áður. Lárus sagði að Ölgerðin hefði gert að skilyrði þegar hún tók við umboð- inu að vatn til framleiðslunna yrði ekki klórað og afklórað eins og gert hefði verið. Farið hefðu fram u.þ.b. 3 mánaða viðræður við erlenda full- trúa fyrirtækisins og á endanum, eftir að sýni hefðu verið rannsökuð, hefðu þeir fallist á að ekki þyrfti að Áhrif EES ámann- virkjagerð BYGGINGASTAÐLARÁÐ gengst fyrir ráðstefnu um áhrif EES á mannvirkjagerð á íslandi nk. föstudag í samvinnu við iðnaðar- ráðuneytið. Ráðstefnan verður sett kl. 13.10 af Þorsteini Helgasyni, formanni Byggingastaðlaráðs, og síðan ávarp- ar Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ráðstefnu- gesti. Þvínæst verða eftirtalin erindi flutt: EES-samningurinn — Ávinn- ingur, skyldur og útfærsla, Gagn- kvæm starfsréttindi, Tilskipunin um byggingarvörur, Tilskipanir um op- inber innkaup og Tilskipanir um vinnuöryggi. Að því loknu verður gerð grein fyrir viðhorfum umhverf- isráðuneytisins, Byggingastaðla- ráðs, hönnuðar, iðnaðarmanna, framleiðenda, verktaka, verkkaupa, og húsbyggjenda til málsins og að lokum verða umræður. Ráðstefnustjóri verður Margrét S. Björnsdóttir, aðstoðarmaður ráð- herra. klóra og afklóra vatnið til þess að hreinsa það enda væru gæði vatnsins slík að þess þyrfti ekki. Hins vegar sagði Lárus að nú lægi fyrir beiðni frá norskum aðila sem vildi fara sömu leið og íslendingar. Bragðmunur Aðspurður sagði Lárus að nokkur bragðmunur væri á Pepsi úr afklór- uðu og náttúrulegu vatni og fælist hann fyrst og fremst í því að Pepsi úr náttúrulegu vatni væri bæði betra og ferskara. Þannig sagði hann dæmi þess að fólk sem lent hefði á „gömlu“ Pepsii eftir að hitt hefði verið sett í umferð hafi haft sam- band við verksmiðjuna og kvartað. Náttúrulegt vatn er nú notað við alla gosdrykkjaframleiðslu hér á landi. Þór hættir sem skólameistari Fj ölbrautaskóla Suðurlands Nemendur vildu hafa hann áfram Selfossi. NEMENDUR Fjölbrautaskóla Suðurlands fjöl- menntu á sal og hylltu Þór Vigfússon skóla- meistara er þau afhentu honum undirskrifta- lista og heiðursskjal. Þór hefur sagt skóla- meistarastöðu sinni lausri frá áramótum en nemendur vilja ólmir hafa hann áfram. I ávarpi sínu til nemenda af þessu tilefni sagði Þór það staðfasta ákvörðun sína að láta af starfí skólameistara. „En elskurnar mínar ég mun áfram hamast við að kenna ykkur tvöfaldan nafnhátt í þýsku,“ sagði Þór sem mun kenna áfram við skól- ann. Hann þakkaði nemendum góð orð í sinn garð og sagði þessa stund geysidýrmæta í hjarta sér. Sig. Jóns. íslenzkir lögreglumenn í skiptiheimsókn hjá starfsbræðrum í Flórída Kymiast öllu starfi banda- rískra lögreglumanna Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR íslenzkir lögreglumenn, Geir Jón Þórisson og Sveinn Magnús- son, dvöldu í Flórída og kynntu sér ýmsar hliðar löggæslu og glæpa- varna en þó einkum þær er lúta að fíkniefnamálum og smygli fíkni- efna. Flórídadvöl þein-a var liður í skiptiheimsóknum lögreglu- manna í Flórída og á íslandi, sem hófust í vor með heimboði Mels Tuckers, lögreglusljóra Tallahassee, höfuðborgar Flórída. Hann flutti erindi um glæpi og glæpavarnir á málþingi æðstu manna dóms- mála á íslandi. Síðan kom Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu til Flórída til að skipuleggja skiptiheimsóknir lögreglumanna með Mel Tucker. Framkvæmd sullaveikihreinsunar í Garðabæ gagnrýnd Dýralæknir telur hana brjóta samkeppnislög' Upphaf skiptiheimsóknanna má rekja til fundar Haraldar Johannessen fangelsismálastjóra og Hilmars Skagfields aðalræðismanns Islands i Flórída með Mel Tucker, en dóms- málaráðuneytið hafði þá falið Haraldi að fá hingað til lands sérfræðing á sviði glæpavarna og þá einkum varð- andi þá glæpi er tengjast fíkniefnum. í Tallahassee dvöldu lögreglumenn- irnir á heimilum starfsbræðra sinna til að skapa aukin kynni. Þeir voru til skiptis með bandarískum starfs- bræðrum sínum við ýmis störf, s.s. almennt eftirlit, rannsóknir afbrota, varnir gegn glæpum og afbrotum og rannsókn á fíkniefnaglæpum. Þeir heimsóttu lögreglustöðvar og dómhús, fóru í heimsókn til Miami og unnu þar með rannsóknadeild tollgæzlunnar að taka þátt í þyrluflugi til eftirlits og kynnast því hvemig staðið er að handtöku fíkniefnasmyglara bæði á sjó og landi. hefur verið vel tekið í Flórída. Borgar- yfirvöld í Tallahassee gáfu 10 þúsund dollara til að efla þetta samstarf. Margir hafa veitt hugmyndinni lið. íslenzku lögreglumennirnir voru t.d. heiðursgestir á stórleik í bandarískum fótbolta sem fram fór í borginni 30. október og voru þar kynntir fyrir 75 þúsund áhorfendum á leiknum. Næsti þáttur samstarfsins verður íslandsferð tveggja lögreglumanna frá Flórída næsta vor. Þar munu þeir kynnast sem flestum þáttum löggæzlustarfa á íslandi en sérstök áherzla verður lögð á að kynna þeim, hvernig unnt er að leysa deilur og- vandamál án vopna. Þann þátt í starfi íslenzkra lögreglumanna taldi Mel Tucker, lögreglustjóri, mjög athyglis- verðan eftir heimsókn sína til íslands. Ríkisspítalar HELGA Finnsdóttir dýralæknir hefur beint fyrirspurn til Sam- keppnisstofnunar vegna framkvæmdar bandormahreinsunar hunda í Garðabæ sem hún telur skýlaust brot á samkeppnislögum. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Helga að í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Mosfellsbæ, á Selljarnarnesi og Álftanesi sé hundaeigendum bent á að leita til starfandi dýralækna á svæðinu til að hreinsa hunda sína en hundaeftirlitsmaðurinn í Garðabæ hafi hins vegar sent út bréf og vígað hundaeigendum á eina ákveðna dýralæknisstofu þar í bæ. „Mér fannst framkvæmdin óeðlileg," segir Helga, „ekki síst þar sem ekki er greint frá í bréfinu að tekið sé á móti vottorðum frá öðrum dýralæknum sem reka stofur eða spítala og engum öðrum var gefið færi á sækja um þessa þjónustu." Samkvæmt lögum um varnir gegn sullaveiki á að bandorma- hreinsa hunda á hveiju ári að lok- inni sláturtíð á afmörkuðum stað í hverju byggðarlagi. Upp kom smá- veirusótt í hundum á síðastliðnu ári og í framhaldi af því sendi Hunda- ræktunarfélag íslands bréf til Holl- ustuverndar ríkisins þar sem bent var á að hundahreinsun í þeirri mynd sem hún var þá væri afar óheppileg. Eftir að Hollustuvernd hafði kynnt sér málið sendi stofnun- in erindi til heilbrigðisfulltrúa sveitarstjórna þar sem sagði að leggja bæri af starfshætti sem fælu í sér smithættu fyrir hunda, s.s. að beina hundum á einn stað á af- mörkuðum tíma. í kjölfarið var bandormahreinsun felld niður í þá- verandi mynd víðast hvar á Stór- Reykjavíkursvæðinu og hundum beint til starfandi dýralækna. 200 hundar í Garðabæ eru um 200 hundar og er bandormahreinsunin innifalin í leyfisgjaldi þar. „Bréf hundaeftir- litsmanns barst í seinustu viku til hundaeiganda í Garðabæ og eru fimm dagar til hreinsunar taldir upp hjá viðkomandi dýralækni. Inn- heimtumaður sveitarfélagsins, hundaeftirlitsmaðurinn, situr síðan á dýralæknastofunni og rukkar inn hundaskattinn meðan aðgerðir fara fram,“ segir Helga. Páll sagði að meta þyrfti skilyrði hveiju sinni. „Aftur á móti minni ég á að skipin okkar eru, ólíkt t.d. gömlu nýsköpunartogurunum með opnu hlífðarþilförin, öll með lokuð þilför. Þess vegna hafa þau miklu meiri uppdrift og þola mun meiri ísingu. En auðvitað getur ís sest á skipin og af eru höfð með ísbarefli um borð til að reyna að bijóta ísinn af,“ sagði Páll og minnti á að ekki væru borgarí- sjakar á svæðinu heldur aðeins lagn- Skiptiheimsóknum vel tekið Þessari áætlun um skiptiheimsóknir lögreglumanna á Flórída og á íslandi aðarís að myndast. „Þess vegna hafa þeir reynt að fara upp að honum til að njóta skjóls," sagðihann. Svæðið að lokast Páll sagði að vanalega lokaðist Smugan uppúr miðjum nóvember. „Þá fer yfirleitt að leggja svo mikið. Svo er nokkuð misjafnt milli ára hvað þetta stendur engi, það fer eftir veðr- áttu og straumum." Rekstur leik- skóla óbreyttur ENGIN breyting verður gerð á rekstri leikskóla ríkisspítalanna um áramót eins og áætlað hafði verið. Skóladagheimilum spítalanna verð- ur þó lokað í áföngum á næsta ári. Um þetta náðist samkomulag í gær. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítala, verður reynt að ná þeim sparnaðarmarkmiðum sem ríkissjóður hefur sett ríkisspítulum með því að loka skóladagheimilum í áföngum á næsta ári, með sparnaði og hagræðingu. Auk þess kemur til framlag sveitarfélaganna sem talað hefur verið um að verði 6.000 krónur með hveiju barni á mánuði. Davíð segir að á þennan hátt verði reynt að komast hjá því að hækka vistunar- gjöld, a.m.k. fyrst um smn. Áfram verður stefnt að því að sveit- arfélögin taki rekstur leikskólanna yfir á einhveijum tíma. Davíð gat því ekki sagt til um hversu lengi leikskól- ar ríkisspítalanna yrðu reknir með því fyrirkomulagi sem nú hefur verið sam- ið um eða hversu gjaldið héldist lengi óbreytt. Siglingamálastofnun um skipin í Smugunni Ekki ástæða til ótta um öryggi sjómauna ÞÓTT ísing sé ávallt varasöm er ekki sérstök ástæða til að óttast öryggi íslenskra sjómanna í vetrarveðráttu í Smugunni eftir því sem Páll Guð- mundsson,deildars1jóriíSiglingamálastofnun,segir.Hannsegiraðívei\ju- legu árferði lokist svæðið upp úr miðjum nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.