Morgunblaðið - 17.11.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 17.11.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 15 líkt og við Kjalnesingar haft umboð til að ákveða sjálfir um byggingu bensínstöðvar. En formaður Fjötnis, Snorri Hjaltason, byggði einmitt bensínstöð hér hjá okkur. Fyrst stóð til að það yrði í samvinnu við Skelj- ung. En það breyttist og úr varð samvinna hans við OLÍS. Mun sam- eining hugsanlega leiða til enn frek- ara „pólitísks" meðvitundarleysis meðal íbúanna. Ég ætla engum að vera að vinna skipulega að slíku. En það er Ijóst að þegar fólk sem með undirskriftalistum jafnvel allt að tíuþúsund íbúa hefur viljað hafa áhrif á mótun síns næsta nágrennis, en verið hunsað, þá er ekki skrýtið að fram komi doði. En ekki er vafi í mínum huga að nálægð íbúanna við raunverulega stjórnsýslu, er ein af megin rótum raunverulegs lýð- ræðis. Á áðumefndum fundi ungliða- samtakanna lýsti Hallgrímur Guð- mundsson bæjarstjóri í Hveragerði nauðsyn þess að öll stjórnsýslan, ekki aðeins sveitarstjórnarstigið, yrði tekin til endurskoðunar. Við Islendingar erum það fáir að á mörg- um sviðum er ef til vill eðlilegast að við séum með einn sameiginlegan rekstur á mörgum þeim málaflokk- um sem aðrar þjóðir setja út til sveit- arfélaganna. Er niðurstaðan þá hugsanlega sú að á höfuðborgarsvæðinu eigi ekki að koma til meiri sameining en nú er, heldur skuli þvert á móti unnið að skiptingu stórra eininga í aðrar smærri, hverfastjórnir þar sem íbú- arnir fyndu sig meir sem raunveru- lega áhrifaaðila á sitt umhverfi. Er hugsanlega rétt fyrir Reykvíkinga að hafna fyrirhugaðri sameiningu en óska heldur eftir skiptingu borg- arstjórnar að hluta í hverfastjórnir. Þó að allir Kjalnesingar samein- uðust og vildu hafa áhrif á sitt nán- asta umhverfi þá næðust engar hvorki 2.000 undirskriftir né 10.000. Við erum ekki nema um það bil 500 í dag og munum því lítið hafa að segja um þróun okkar mála. Með óbreyttri skipan er til stjórnsýsluein- ing á Kjalarnesinu til að taka við uppbyggingu komandi ára. Sam- kvæmt yfirlýsingum formanns um- dæmanefndar á fundum með íbúum á Kjalarnesi væri eðlilegra aðvöxtur í íbúðabyggð yrði frekar á Álfsnesi á Kjalarnesi en á Geldinganesi í Reykjavík. Verið velkomin í sjálf- stætt sveitarfélag. Höfundur er hrepps- nefndarmaður á Kjalarnesi. í lagi að öll völd flytjist suður til Reykjavíkur? Er þeim sem þar fara með ríkisvaldið betur treystandi til þess að ráða okkar málum en ná- grönnum okkar hér við Eyjafjörð? Er þá ekkert að marka þær marg- ítrekuðu óskir Eyfirðinga að hér verði efld byggð vegna þess að þetta sé eina svæðið á landsbyggð- inni sem geti myndað mótvægi við höfuðborgarsvæðið? Og síðast en ekki síst: Sjá þeir einhverja betri leið sem er fær núnal Ég get alveg fallist á það að margt er óljóst um skipulag mála í stóra sveitarfélaginu. Það hefur ekki gefist tími til að móta það. Og raunar er varla við því að búast að þeir sem sjá fram á að missa umboð sitt til að fara með stjórn sveitarfélaga hér við fjörðinn að vori telji sig réttu mennina til að skipuleggja framtíðina fyrir okkur. Framtíðin mun hér eftir sem hingað til einkennast af óvissu, því fær enginn breytt. Það hlýtur að verða verkefni okkar sem búum hér við fjörðinn að móta framtíðina í sam- einingu og kjósa okkur fulltrúa til að annast útfærsluna. Undan því fáum við ekki vikist. Færum valdið heim Það er að mörgu leyti.skiljanlegt að fólk sem býr í fámennum sveitar- félögum þar sem allir þekkja alla og þar með þá sem með völdin fara í byggðarlaginu, að því fólki lítist ekki á það að þurfa nú að eiga allt sitt undir einhveijum ópersónuleg- um kontóristum á Akureyri. Þeim er þó hægt að benda á að samein- ingin mun hafa það í för með sér að þeim erindum fækkar sem menn Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Mosfellingar segi ,já“ eftir Sigurð Hansen Eins og fleiri landsmenn ganga íbúar Mosfellsbæjar að kjörborðinu hinn 20. nóvember næstkomandi og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Umdæmanefnd sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur kynnt tillögur sínar um sam- einingu sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Er þar gert ráð fyrir að Mosfellsbær verði sameinaður fjórum öðrum sveitarfélögum: Kjós- arhreppi, Kjalarneshreppi, Reykja- vík og Seltjamarnesi. Vart hefur orðið við hörð við- brögð í Mosfellsbæ við þessum til- lögum nefndarinnar, en óneitanlega vekur það athygli að viðbrögðin koma einna helst frá bæjarstjórnar- mönnum og embættismönnum bæj- arins. Hvaða hagsmuni eru þeir að verja, þegar þeir mótmæla samein- ingu Mosfellsbæjar og hinna sveitar- félaganna? Getur það verið að per- sónulegir hagsmunir spili þar inn í? Fjölmörg rök með sameiningu Að mínu mati mæla fjölmörg rök með því að sameining verði sam- þykkt. í fyrsta lagi er það Ijóst að við sameiningu sveitarfélaga víðs vegar um landið getur orðið af því að verkefni færist frá ríki til sveitarfé- laga. Felli Mosfellingar sameiningu, gæti það orðið til þess að í þessu umdæmi verði áfram mjög fámenn sveitarfélög, sem ekki verða í stakk búin til þess að taka að sér aukin verkefni. Þar með fær sveitarfélag- ið Mosfellsbær ekki aukin verkefni og tekjur. I öðru lagi sparast við sameining- una kostnaður við yfirstjórn (bæjar- fulltrúar og æðstu embættismenn). í þriðja lagi lækka skattar á Mosfellingum; munar þar helst um útsvarið, sem lækkar úr 7,5% í 6,7%. Samsvarar lækkunin um 15.000 kr. á ári fyrir fjölskyldu með 200.000 kr. í mánaðartekjur. í fjórða lagi myndi sameining hafa það í för með sér að allt svæð- ið væri eitt þjónustusvæði. Þannig myndi fólk sem flytti til Reykjavík- ur úr Mosfellsbæ og hefði unnið sér „Við sameining’u hætta Mosfellingar að sjálf- sögðu ekki að vera Mos- fellingar.“ inn félagsleg réttindi þar ekki fara aftast á biðlista eftir t.d. félags- legri íbúð. Enn fremur gæti for- eldri í Mosfellsbæ sem starfaði í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi valið þann kost að hafa barn á leikskóla í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi. í fimmta lagi myndi sameining hafa það í för með sér að sveitarfé- lögin mynduðu eitt atvinnusvæði; þannig gætu atvinnulausir Mosfell- ingar fengið störf í tengslum við atvinnuskapandi verkefni á vegum hins nýja sveitarfélags. í sjötta lagi myndu skipulögð byggingarsvæði Mosfellsbæjar byggjast upp miklu hraðar í samein- uðu sveitarfélagi; sveitarfélagið væri fjárhagslega betur í stakk búið til ganga frá byggingarlóðum og umsækjendur um lóðir yrðu fleiri. (Mosfellingum hefur fjölgað um tæplega 1.000 á tíu árum á meðan Reykvíkingum hefur fjölgað um 12.000). í sjötunda lagi myndi sameining væntanlega hafa það í för með sér að vegtenging frá Kleppsvík í Reykjavík til Álfsness á Kjalarnesi yrði fyrr að veruleika. Þannig myndi umferð bifreiða í gegnum Mosfells- bæ minnka stórkostlega og þar af leiðandi slysahætta. í áttunda lagi felur það óneitan- lega í sér kosti að allt svæðið sé skipulagt sem eitt sveitarfélag en ekki fimm; það skapar aukna mögu- leika fyrir íbúa svæðisins alls varð- andi úthlutun stórra lóða, unnt væri að þjappa saman atvinnustarf- semi á ákveðin svæði o.s.frv. Fátækleg mótrök Andstæðingar sameiningar segja engin rök vera með sameiningu og týna til ýmis mótrök: Yfirstjórn sveitarfélagsins verði fjarlægari, þjónusta versni og byggðarlagið missi sérstöðu sína. Varðandi yfirstjómina er það að segja að að mörgu leyti er það hent- ugra að leita til yfirstjórnar sveitar- félagsins á einhveijum stað nálægt vinnu .en nálægt heimili, því opnun- artími stjórnsýslustofnana sveit- arfélagsins er í samræmi við vinnu- tíma flestra. í ljósi þess að flestir Mosfellingar vinna í Reykjavík eyk- ur það í raun nálægðina við yfir- stjórn sveitarfélagsins ef þau sam- einast. Einnig er rétt að athuga að þjónusta sveitarfélags er að megin- stefnu til hverfisbundin; skólar, leikskólar, íþróttasvæði, félagsmið- stöðvar unglinga, þjónustumið- stöðvar fyrir aldraða. Þetta yrði óbreytt við sameiningu, en auk þess er viðbúið að áhaldahúsi yrði breytt í hverfabækistöð borgarverkfræð- ings og Félagsmálastofnun Mos- fellsbæjar i útibú Félagsmálastofn- unar hins nýja sveitarfélags. Um þjónustuna er það að segja, að samkvæmt því samkomulagi sem sveitarstjórnirnar hafa gert, er tryggt að þjónusta versni hvergi þrátt fyrir sameiningu. Það er einn- Sigurður Hansen ig fráleitt til þess að hugsa að sveit- arfélag fari skyndilega að draga úr þjónustu við fjölmörg hverfi, sem byggð hefur verið upp á áratugum. Það er einnig að sama skapi frá- leitt til þess að hugsa að íbúar í Reykjavík fari í stórum stíl að keyra með börn í leikskóla og búa þannig til biðlista. Um sérstöðuna er það að segja, að við sameiningu hætta Mosfell- ingar að sjálfsögðu ekki að vera Mosfellingar, ekki frekar en Árbæ- ingar að vera Árbæingar. Mosfells- bær héti að sjálfsögðu áfram Mos- fellsbær, líkt og Árbær héti áfram Árbær. Menn tala um að engin rök séu fyrir sameiningu. Ég vil snúa þessu við og spyija: Hvaða rök mæla með því að Mosfellsbær sé sjálfstætt sveitarfélag? Ekki nein. Höfundur er Mosfellingur. eiga til Reykjavíkur á enn ópersónu- legri kontóra. Vissulega mun sumt færast fjær okkur, en á móti kemur að aðrir og væntanlega mikilvægir þættir færast nær okkur, frá mið- stjórnarvaldinu fyrir sunnan. Og ég held að það sé ekki rétt að óttast það að þeir á Akureyri muni sölsa allt undir sig. í fyrsta lagi höfum við nú eitthvað um það að segja samkvæmt leikreglum lýð- ræðisins. í öðru lagi er alls ekkert hagkvæmt að flytja alla þá starf- semi sem undir sveitarfélögin heyra á einn stað, svo sem grunnskóla, snjómokstur, félagsþjónustu og fjall- skilamál. í þriðja lagi er engin ástæða til að láta stjómast af þeirri svart- sýni sem segir okkur að allir vilji okkur illt og yfír okkur ráða og að það þýði ekki að gera neitt því allt verði af okkur tekið. Svarið við henni er að vera virkur og sækja sinn rétt. Og þar er ég kominn að kjarna þessa sameiningarmáls. Með því að segja já við sameiningu sveitarfé- laga erum við að lýsa yfir vilja til þess að taka málin í okkar hendur. Við erum að segja nei við jeppakall- ana sem halda því fram að best sé að geyma fjöreggið okkar í skúffun- um þeirra fyrir sunnan. Með því að segja já erum við að stíga fyrsta skrefíð til þess að færa valdið heim úr þeirri útlegð sem það hefur ver- ið í. Það gerist ekki í einu vet- fangi, en ef við grípum ekki þetta tækifæri er ekki víst að við fáum annað áður en landið sporðreisist endanlega undan ofurþunga tor- færutröllanna við Faxaflóa. Höfundur er blaðamaður á Dalvík. KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR jTANNIOGTÚPA 011 Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa Allur hagnaður rennur til líknarmála.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.