Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993
MARKÚS ÖRIM ANTONSsON • BORGARSTJÓRI
Hafdi áhuga á
útgáfumálum
Það er dálítið erfítt að meta það hvern-
ig unglingur maður var sjálfur,
kannski væri betra að spyija ein-
hverja jafnaldra eða mér eldri. En frá mínum
sjónarhóli var það mjög fjölbreytilegt og
skemmtilegt tómstundastarf sem var stundað
þá. í skólanum beindist áhugi minn mikið að
félagsstörfum fremur en íþróttum. Ég tók
reyndar þátt í ýmsum boltaleikjum, stundaði
mína leikfími og sund í skólanum eins og geng-
ur og stóð mig svo sem þokkalega.
Frístundastarfið beindist að öðrum verkefn-
um. Ég tók þátt í leiksýningum, undirbúningi
jóla- og páskaskemmtana í Laugarnesskólan-
^um og síðan blaðaútgáfu á síðari stigum. Ég
skrifaði mína fyrstu blaðagrein í skólablaðið
þegar ég var 11 ára gamall og ég hafði tekið
þátt í leiklistarstarfi frá því ég var 8 ára.
Þegar ég var tólf ára fór ég að sendast hjá
Flugfélagi Islands og þar gafst mér nýtt tæki-
færi til að hefja blaðaútgáfu. Ég gaf út blað
sem hét „Faxi“ með frásögnum starfsmanna
og fékk að pikka þær á stensil í bókhaldsdeild
félagsins. Ég fékk líka ijósmyndadellu á þess-
um tíma og svo kom þetta hvað af öðru og
áhugamálið varð vinnan mín í sumarleyfunum.
Ég byrjaði sem sendill á Morgunblaðinu þegar
ég var 14 ára gamall en varð síðar blaðamað-
>ur og Ijósmyndari þar, með viðkomu í ýmsum
deildum blaðsins. Ég vann ansi mikið á þessum
árum. Þegar unglingarnir hópuðust saman upp
í rútu og fóru í Þórs-
mörk um verslunar-
mannahelgi fór ég
með mína myndavél
og var tíðindamaður
Morgunblaðsins á
staðnum. Maður tók því lítinn þátt í gleðskapn-
Einkavidtal
við geimveru
STJÖRNUR G
S ' FJSKAR
Miðbærinn um helgar
Utivistarreglumar voru endurskoðaðar fyrir
nokkrum árum og þá var til umræðu að lækka
aldur þeirra sem mega vera úti eftir klukkan
tíu á kvöldin niður í fímmtán ára. En eftir
nána athugun var ákveðið að hafa mörkin
>áfram við sextán ár. Ég held að þetta sé spurn-
ing um það hvernig samstaða næst á milli
foreldra og unglinga um viðbrögð við svona
reglum. Það er öllum hollt að fara eftir settum
reglum, en hvort unglingarnir eiga að vera
fimmtán, sextán eða sautján ára til að fá að
vera úti eitthvað lengur en til klukkan tíu á
kvöldin vil ég ekki dæma um. Það er sennilegt
að viðhorfín hafí eitthvað breyst í tímans rás;
að unglingar séu orðnir þroskaðra fólk og ver-
aldarvanara en áður var. En að sama skapi
hafa aðstæður breyst þannig að hættunum
hefur fjölgað. Það er allt annar og meiri stór-
borgarbragur á Reykjavík nú en var t.d. á
mínum uppvaxtarárum.
Mér finnst það ekki geta viðgengist að ungl-
ingar rétt um fermingu og upp í tvítugt séu
í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um
helgar að neyta heimabruggs á
almannafæri. Það eru reglur sem banna þetta
og það á auðvitað að framfyigja þeim af fullri
einurð. Annars verður þetta
litla samfélag okkar agaleys-
inu að bráð. Ef það koma fram
einhver sérstök rök með því
að breyta útivistarreglunum
þá er hægt að ræða það, en í
dag eru þessar tilteknu reglur í gildi og það
ber að hlýða þeim.
Lokaorð
Ég held að það sé ákaflega brýnt fyrir ungt
fólk í dag eins og áður að virða fyrirmæli,
venjur og reglur sem skapast hafa á löngum
tíma og hafa reynst ákaflega vel. Það er eng-
in ástæða til þess núna að vísa á bug algildum
lögmálum sem hafa sannað tilverurétt sinn
með mannkyninu frá öndverðu. Þau eiga alveg
eins við í dag og fyrir mörgum öldum. En það
koma alltaf tímabil þegar verið er að meta upp
á nýtt og menn vilja þá gjarnan leggja fyrir
róða eitthvað af þeirri festu sem þarf að vera
í þjóðfélögunum. Þetta eru hlutir sem ég held
að unga fólkið í dag skilji örugglega ef það
skoðar hlutina grannt að allt sem maður gerir
verður að vera innan tiltekinna marka, fólk
þar að beita sjálft sig aga og það má ekki
útiloka gömlu góðu gildin.
Isíðustu Stéypu sögðum við frá albönsk-
um innflytjanda sem fannst á rangli
í Hvíta húsinu og er talin vera geim-
vera. En þær leynast víða, geimverurnar...
jafnvel á Islandi.
Hér á landi skapaðist mikil spenna 5.
nóvember síðastliðinn þegar uppi var orð-
rómur um að geimverur ætluðu að lenda á
Snæfellsjökli. Fjöldi manns kom saman við
rætur jökulsins þó fæstir ættu í raun von á
að sjá FFH (að eigin sögn). Þó var á meðal
þeirra maður sem beið í ofvæni, sannfærður
um að geimverurnar kæmu. Og hvers vegna
var hann svona viss? Jú, hann er geimvera
sjálfur.
Hann kallar sig Muffa og hefur búið á
íslandi í fjölda ára og hafði eytt ómældum
tíma í að undirbúa móttöku vina sinna þann
5. nóvember og allt tii einskis. „Þetta var
auðvitað hræðilegt áfall fyrir mig. Ég átti
afmæli þennan dag og átti von á ættingjum
mínum og vinum, samtals 8.000 geimverum.
Við ætiuðum að gera okkur glaðan dag sam-
an eftir 160 ára aðskilnað."
Muffi er gráti nær þegar hann lýsir því
hvað fór úrskeiðis. „Það hefur einhver ópr-
úttin geimvera lekið upplýsingum til jarð-
arbúa þannig að Snæfeilsnesið fylltist af
óviðkomandi fólki. Og ég get svo svarið að
ég þoli ekki íslendinga. Um leið og þeir eru
orðnir fleiri en fimm, fara þeir að gaula
þessi skelfílegu lög sín; Stóð ég úti í tungs-
ljósi og hvað þetta nú allt heitir. Auðvitað
sneri fólkið mitt við um leið og það heyrði
í þeim. Ég get alveg sagt ykkur það að
þetta á ekki eftir að auka hróður jarðarbúa
úti í hinum víða geimi og var hann þó ekki
mikill fyrir.“
Að sögn Muffa er töluvert um geimverur
á jörðinni og þó nokkrar á íslandi. Hann
segir þær ekki halda hópinn, enda sé engin
ástæða til þess; þær hafa hver sínu hlut-
verki að gegna og verða að gæta þess að
vekja ekki á sér athygli. „Mitt hlutverk er
að setja upp síma. Það er flókið kerfi og
dýrt að hringja frá einni stjörnuþoku í aðra,
en við fundum aðferð til að gera það mögu-
legt. Spilakassar eru í raun geimsímar. Jarð-
arbúar leika sér í þeim og setja í þá fullt
af peningum. Þegar nóg er komið af pening-
um í kassana getum við geimverurnar
hringt, þannig að í raun borgið þið símreikn-
ingana okkar“.
Muffi vill ekki segja frá of miklu varð-
andi þær geimverur sem hér eru búsettar
eða hvernig hægt er að þekkja þær úr fjöld-
anum. „Ykkur tekst aldrei að spotta okkur
út. Hér er til dæmis töluvert um að geimver-
ur aki langferðabílum og strætisvögnum,
en ekki einn einasti farþegi hefur áttað sig
á því hingað til. Ég hef auðvitað heyrt fólk
vera að spá og spekúlera og hef oft þurft
að passa mig á því að springa ekki úr hlátri.
Það er greinilegt að sumir hafa horft of
mikið á bíómyndir um geimverur og þær
eru flestar alveg út í hött.“
Muffi óttast að geimskip lendi ekki hér í
bráð, út af öllum hamaganginum sem varð
í kring um afmælið hans. „Ég náði sam-
bandi við móður mína eftir að þau sneru
við og hún var bara í losti. Þar að auki
heldur hún að þessi söngglaði lýður hafi
verið þarna á mínum vegum og þann mis-
skilning verð ég að leiðrétta hið snarasta
ef ijölskyldan" á ekki að afneita mér. Við
geimverurnar viljum bara fá að vera í friði.
Ef við hefðum einhvern áhuga á að sýna
okkur værum við löngu búnar að því. Látið
okkur þess vegna í friði og í guðana bænum
hugsið ykkur um áður en þið tapið ykkur í
einhveijum ^^^fjöldásöng. Þetta á eftir
^ ..i.t-.jr { koll,“ sagði
geimver- ^ an Muffí að
lokum.
Væri til í að
vera milljóner
Nafn: Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir.
Helma: Kópavogi.
Aldur: 14 ára.
Skóll: Hjallaskóli.
Sumarstarf: Ég passaði systur
mína og var í unglingavinnunni.
Helstu áhugamál: Fara á skíði og í bíó og
vera með vinum mínum.
Uppáhalds hljómsveit: Þær eru svo marg-
ar. En U2 eru í uppáhaldi hjá mér núna.
Uppáhalds kvlkmynd: Son in law.
Besta bókin: Dagbækurnar eftir Kolbrúnu
Aðalsteinsdóttur.
Hver myndir þú vilja vera ef þú værir
ekki þú? Bara einhver milljóner.
Hvernig er að vera unglingur í dag? Það
er gott. En það vantar félagsmiðstöð hérna
í Kópavog. Það er voða lítið að gera hér.
Hverju myndir þú viija breyta í þjóðfé-
laginu? Atvinnuleysinu og kreppunni.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
gerir? Að fara á hátíðir eins og um versl-
unarmannahelgar.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Læra og fara snemma að sofa.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verð-
ur stór? Arkitekt.
Hvað gengur þú með í vösunum? Lykla,
peninga, miðadrasl og stundum vettlinga.
Viitu segja eitthvað að lokum? Já, ég
óska öllum velfarnaðar í iífinu.