Morgunblaðið - 17.11.1993, Page 30

Morgunblaðið - 17.11.1993, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 jDeint öryggi eða heilsuvá starfs- manna. Þótt starfsheiti Guðjóns nú síð- ustu árin væri vinnueftirlitsmaður vildi hann helst halda sínu gamla starfsheiti, járnsmiður, það var hans heiðurstitill. Guðjón var góðum gáfum gædd- ur, einstaklega kurteis og viðmóts- þýður félagi. Hann hafði ekki mörg orð um hlutina en lét verkin tala og þau verk voru honum til sóma. Þar fór drengur góður, sem hvergi mátti vamm sitt vita. Við vinnufé- lagamir sendum ástvinum Guðjóns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinnufélagar. Á dimmum haustmorgni hinn 8. nóv. sl. lést vinur minn Guðjón Jóns- son tæplega 69 ára gamall. Sam- starf og vinátta okkar Guðjóns -nhafði staðið hátt á fimmta áratug. Við kynntumst ungir í samtökum ungra sósíalista hér í Reykjavík. Síðan áttu leiðir okkar eftir að liggja mikið saman. Fyrstu árin var það í kosningabaráttu og hinni hversdagslegu önn. Og leiðir okkar lágu í hina sömu baráttu, þó það væri það ekki í sama verkalýðsfé- lagi. Hann var fljótlega kjörinn til starfa í Félagi jámiðnaðarmanna. Við stóðum í margri heitri og harðri baráttu verkalýðshreyfingarinnar bæði í verkföllum og erfiðum samn- ingum og önn dagsins var mikil. Af þessu leiddi að ekki gafst mikill tími til umönnunar fjölskyldu eða daglegra frístunda. ' Guðjón vann í Vélsmiðjunni Héðni og gerðist starfsmaður Fé- lags járniðnaðarmanna á árinu 1960, en þá hafði hann setið í stjóm félagsins í nokkur ár. Hann var formaður félagsins frá 1965 til 1989. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Málm- og skipasmiða- sambands íslands og varaformaður frá upphafi, en tók við formennsku þess 1976. í öllum þeim mörgu kjarasamn- ingum var Guðjón oft í mjög erfíðri ^aðstöðu — fjölmargir aðrir iðnaðar- menn voru í svokallaðri uppmæl- ingu og fengu ríflega sinn hlut — á hina hönd var félag eins og Dags- brún sem heimtaði að launabil minnkaði á milli iðnaðarmanna og verkamanna — það var ekki heigl- um hent að halda hlut tímakaups iðnaðarmanna. Hvernig Guðjón komst í gegnum þessar deilur hefðu ekki margir leikið eftir. Hann hélt vel á málstað félaga sinna, en ég var einn þeirra er veittist oft að honum. Hann var vakinn og sofinn í hagsmunum félaga sinna, en hann fékk ekki alltaf þakklæti í samræmi við þá gífurlegu vinnu er hann lagði á sig. Við sátum saman í stjórnum ýmissa félagasamtaka, m.a. í mið- stjórn Alþýðubandalagsins. Hann varð fyrir harkalegri gagnrýni er hann studdi lista Hannibals Valdi- marssonar 1967. Það sem lá að baki afstöðu Guðjóns var að hann hafði heitar hugsjónir um öflugan og breiðan verkalýðsflokk, þar sem allir jafnaðarmenn í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi sameinuðust í sterka og breiða verkalýðsfylkingu. En óánægja hans var sú að honum fannst ekki nægilega vel að þessum málum staðið af hálfu Alþýðu- bandalagsins. Við sátum saman í stjórn Alþýðusambandsins í ein átta ár, en milli Dagsbrúnar og járniðn- aðarmanna voru alltaf mikil tengsl. Auk þessa sat hann í fjölda nefnda til eflingar járn- og skipaiðnaðarins og í það eyddi hann ómældum tíma. Eitt dæmi verð ég að nefna og gæti nefnt ótal mörg. í hinum ýmsu smiðjum borgarinnar var mikið af ófaglærðum mönnum, sem unnu sveinsstörf. Margir félagsmenn Guðjóns sögðu: Burt með „fúskar- ana“. En hveijir voru þessir fúskar- ar? Margir þessara manna höfðu verið mótoristar á smærri bátum um árabil, höfðu orðið að halda vélum bátanna gangandi, jafnvel með snærum! Þeir voru komnir í land og unnu sem járniðnaðarmenn, en aðrir sem unnið höfðu í smiðjum um árabil og þrautþekktu þar alla vinnu og í stað þess að ganga í allsherjar „hreinsanir" útvegaði Guðjón mörgum þessara manna sveinsréttindi. Dugnaður hans og útsjónarsemi var með ólíkindum. Síðan urðu þessir menn traustir og góðir félagar í Félagi járniðnað- armanna. Sama var með rafsuðu- menn, þeir voru ekki í Félagi jám- iðnaðarmanna en Guðjóni tókst að færa rafsuðu undir Félag járniðnað- armanna. Guðjón beitti sér fyrir því að námskeið væru haldin til að auka fræðslu og þekkingu þessara manna. Ég minnist kannske á þessi at- riði til að sýna hvað annasöm störf Guðjóns voru — þó hann væri ekki einn á ferð. Þó ber kannske hæst baráttu Guðjóns fyrir öryggi og hollustu- háttum á vinnustöðum. Þar hóf hann strax um 1970 heilaga bar- áttu gegn atvinnusjúkdómum og vinnuslysum. Ég man að það var hlegið að Guðjóni þegar hann var að beijast fyrir skóm með stál- hettu, þetta er víðast hvar orðið samningsatriði í dag og þykir nauð- synlegt skilyrði fyrir öryggi í heilu starfsgreinunum og víðast hvar orð- ið samningsbundið. Loftræsting, hjálmar og betri vinnuaðbúnaður, Guðjón taldi ekkert eftir sér í þess- ari baráttu. Hann hélt erindi hjá læknafélagi, skrifaði greinar í Læknablaðið o.s.frv. o.s.frv. Um 1980 var hann skipaður í nefnd til að semja ný lög um Vinnu- eftirlit ríkisins. Það er á engan hall- að þótt fullyrt sé að Guðjón var ötulastur nefndarmanna að koma með tillögur og semja lögin. Hund- ruð manna mundu vera heilsulausir í dag eða stórskaddaðir af slysum ef lögin um vinnueftirlit hefðu ekki náð fram að ganga. Það hef ég séð Guðjón glaðastan þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Vitanlega voru fjölmargir við hlið Guðjóns í þess- ari baráttu en hann var tvímæla- laust forystumaðurinn. Hitt er_ annað mál að Guðjón Jónsson hefði þurft að gefa sér betri tíma á síðari árum til að hyggja að heilsu sinni. Ég hirði ekki upp að telja hin ýmsu trúnaðar- störf sem Guðjóni voru falin en lífs- starf hans var drýgra og árangurs- ríkara en margir gera sér grein fyrir. Guðjón var kvæntur eftirlifandi konu sinni Unni Benediktsdóttur og áttu þau tvö börn, sem nú eru uppkomin. Stjórn Dagsbrúnar hafði það í hyggju síðastliðin tvö ár að boða Guðjón á aðalfund félagsins og heiðra hann fyrir baráttu hans í hollustu- og aðbúnaðarmálum á vinnustöðum. En nú er það of seint. Hann lét af störfum sem formaður og starfsmaður Málm- og skipa- smiðasambandsins 1989, en hóf.þá störf sem starfsmaður Vinnueftir- lits ríkisins og vanna þar til dauða- dags. Svo kaldranalegt getur lífið verið að þessi forystumaður gegn slysum á vinnustöðum lést í umferð- arslysi á leið til vinnu. Mér og fleir- um fínnst veröldin verða daufari þegar þessi vinur okkar og baráttu- félagi er fallinn frá. Þegar Guðjón Jónsson verður lagður til moldar í dag er fallinn einlægur jafnaðarmaður og verka- lýðssinni sem svo margir eiga svo margt að þakka. Guðmundur J. Guðmundsson. Þegar ég var að alast upp á árun- um eftir heimsstríðið mikla var horft með mikilli virðingu til þeirra manna sem af fórnfýsi og brenn- FLUGLEIÐIR hOtel liiftleidik andi hugsjón höfðu hafist til forystu í verkalýðsfélögunum. Þessir menn voru fremstir meðal jafningja og litu á það sem köllun sína að bæta lífskjör alþýðunnar á íslandi og skapa réttlátara þjóðfélag. Sú bar- átta var þeirra líf. Þannig maður var Guðjón Jóns- son. Þótt hann væri af annarri kyn- slóð en þeir sem ég er að vitna til hér að ofan, bar hann öll sömu ein- kenni. Guðjón var ekki þeirrar gerð- ar að vilja fara fyrir öðrum, en fé- lagar hans voru fljótir að finna hvern mann hann hafði að geyma og treystu honum fyrir forsjá sinna mála. Hann var ungur valinn í for- ystusveit járniðnaðarmanna og meðan þrek entist stóð hann í stafni í kjarabaráttu íslenskra erfiðis- manna. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Guðjóni á þingi Alþýðubanda- lagsins árið 1966. En samstarf okk- ar varð fyrst náið þegar Menning- ar- og fræðslusamband alþýðu var endurvakið og tók um 1970 að standa fyrir margháttaðri fræðslu- starfsemi, þótt ekki væri geyst far- ið í byrjun. Ég var um þær mundir ráðinn til MFA sem fræðslustjóri. Fáir ef nokkrir forystumenn verka- lýðsfélaganna þá höfðu jafn ríkan skilning á gildi þessa starfs og Guðjón. Enda var hann boðinn og búinn til að takast á hendur kennslu- og leiðbeiningarstörf sern honum fórust afar vel úr hendi. Guðjón var á þessum árum alveg sérstakur áhugamaður um hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, en ástandið í þeim málum var vægast sagt til háborinnar skammar mjög víða. Fáir þekktu þetta betur en Guðjón og engir lögðu meira á sig en hann til að fá úr þessu bætt, enda var hann óþreytandi að opna augu jafnt félaga sinna og atvinnu- rekenda fyrir úrbótum á þessu sviði. Það voru margar ferðimar sem ég fór með Guðjóni að skoða að- stæður á vinnustöðum járniðnaðar- manna. Og minnisstæðar eru mér þær ferðir sem við fórum um land- ið til að halda fræðslunámskeið. Ég gérði mér þá grein fyrir því að verkalýðsbaráttan í breiðasta skiln- ingi þess orðs áttu hug hans óskipt- an. Guðjón er nú fallinn í hörmulegu slysi. Við kveðjum í dag dugmikinn og fórnfúsan baráttumann íslenskr- ar alþýðu sem við eigum öll mikið að þakka. Fjölskyldu hans flyt ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Baldur Óskarsson. Ég vil minnast Guðjóns fáum orðum vegna þeirrar vináttu og hlýju sem við vinnufélagar hans urðum aðnjótandi. Þótt kveðjan væri ekki merkileg, aðeins kinkað kolli á ganginum, var það nægjan- legt; skilaboðin voru skýr. Þótt kynni okkar Guðjóns stæðu ekki nema í um fjögur ár, eða frá því að hann hóf störf hjá Vinnueftir- liti ríkisins, var það nóg til þess að fá innsýn í persónu hans og sjá að hér fór mjög sérstæður maður. Hann var að vísu kominn á efri ár og lífsorkan farin að dvína, en enn var hann teinréttur og reisn yfir honum, enda enginn meðalmaður á hæð. Hægt var að ímynda sér hann þegar hann var í blóma lífsins, standandi fremstur meðal jafningja í óvæginni baráttu fyrir rétti erfiðis- vinnumanna. Enda stóð nafn hans mér skýrt fyrir hugskotssjónum frá þeim árum sem hann var í eldlín- unni. Guðjón var ljúfur í daglegu við- móti, ólíkt þeirri ímynd sem maður hafði gert sér af baráttujaxlinum. Ég þurfti oft að leita til hans eftir upplýsingum um mál sem voru inn- an hans vébanda og voru allar slík- ar bónir leystar af hendi fúslega. Og sem betur fer var þetta oft gagnkvæmt, ég gat liðsinnt honum með mál sem hann þurfti aðstoðar við. Annar eiginleiki í fari hans var rík kímnigáfa, sem að vísu var ekki oft borin á torg. En minnisstæð er mér sagan af Norra og steðjanum (nafnið gæti hafa skolast til) sem hann sagði okkur starfsfélögunum á samkomu eitt vetrarkvöld: Hann var svo stuttur í annan endann og þegar hann var að fylgja kær- ustunni heim þurfti hann rétt að bregða sér inn í smiðju. Einhveiju hafði hann stungið innanklæða þeg- ar hann kom út. Hann fylgdi kær- ustunni heim langa leið og þegar að kveðjustundinni var komið kom í ljós til hvers innlitið í smiðjuna hafði verið. Jú, hann hafði gripið með sér steðja til að standa upp á svo að hann gæti kysst hana í kveðjuskyni. Þessi saga tengist á einhvern hátt Guðjóni í huga mér. Ég þakka honum þessi ár sem hann heiðraði okkur með nærveru sinni og á eftir að sakna hinnar hljóðlátu kveðju á ganginum. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum innilega samúð. Egill Einarsson. Guðjón Jónsson, fyrrverandi for- maður Félags járniðnaðarmanna og Málm- og skipasmíðasambands ís- lands um mörg ár, lést með svipleg- um hætti að morgni mánudagsins 8. nóv. sl. Við Guðjón vorum um nokkur ár samtíða í stjórn Félags járniðnað- armanna og langar mig af því til- efni að minnast hans með nokkrum orðum. Guðjón var gæddur miklum baráttuvilja og kjarki. í verkalýðs- málum, sem var hans vettvangur um mörg ár, háði hann oft harða baráttu og reyndi að sjá út leiðir sem bætt gætu kjör sinna félaga. Eitt er mér mjög minnistætt úr samskiptum okkar Guðjóns. Þótt við deildum stundum um afstöðu til mála og aðferðir til úrlausnar og hörð rök væru notuð af báðum, varð ég þess aldrei var að það hefði áhrif á samskipti okkar daginn eft- ir. Þá gátum við unnið vel saman að þeim verkefnum sem fyrir lágu. Þetta í fari Guðjóns mat ég mjög mikils, því að ég veit að þetta er ekki öllum gefíð, en þetta lýsir hans persónu í mannlegum samskiptum mjög vel. Þannig þekkti ég Guðjón og hans viðmót. Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjónin eftirlifandi eiginkonu, Unni Benediktsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandendum. Óli S. Runólfsson. í sögubókum sem fjalla um nú- tímastjórnmál á íslandi segir að Alþýðubandalagið hafi verið stofn- að 1956. Það er rétt en aðeins að hluta til: Kosningasamtökin voru stofnuð 1956 en þau kosningasam- tök voru lögð niður haustið 1968 þegar Alþýðubandalagið var stofn- að sem stjórnmálaflokkur. Þá var Sósíalistaflokkurinn og lagður nið- ur. Hvaða erindi ætli þessar stað- reyndir eigi inn í minningargrein: Það erindi að Guðjón Jónsson, sem borinn er til grafar í dag, var fyrsti ritari stjórnmálaflokksins Alþýðu- bandalag. Og það gerðist með sögu- legum hætti. Vorið 1967 klofnaði Alþýðu- bandalagið í Reykjavík. Mikill fjöldi góðra félaga kaus að styðja I-list- ann en stærsti hlutinn studdi G-list- ann. Einn þeirra sem studdi I-list- ann var Guðjón Jónsson. Hann var meðmælandi listans að mig minnir og því var óspart haldið á lofti. Guðjón var þá formaður Félags jámiðnaðarmanna og gegndi því starfi með glæsibrag. I hópi járniðn- aðarmanna voru að sjálfsögðu margir sem ekki létu sér vel líka þessi stjórnmálaafskipti formanns- ins og var það vafalaust erfiður tími fyrir Guðjón. Sjálfur kann ég engin deili á því hvernig stóð á stuðningi Guðjóns við I-listann; ég man ekki eftir því að við ræddum það þó við töluðum ótal sinnum saman og þó að ég ætti við hann Ijölda viðtala fyrir Þjóðviljann. Þegar Alþýðubandalagið var stofnað haustið 1968 varð ljóst löngu fyrir landsfundinn að Ragnar Arnalds yrði formaður flokksins þrátt fyrir ungan aldur. Og það varð einnig ljóst að Adda Bára Sig- fúsdóttir yrði varaformaður Al- þýðubandalagsins. Lá lengi fyrir að þau fengju stuðning og voru tillög- ur um lög fyrir hinn nýja flokk við t Elskuleg móðir mín, ELÍN EINARSDÓTTIR, lést á hjúkrunardeildinni Seli 16. nóvember. Ólöf Stefanía Arngrímsdóttir. t Ástkaer sonur, faðir okkar og bróðir, GRÉTAR JÚLÍUSSON, Bremerhaven, Þýskalandi, lóst 18. september. Ragnheiður Björnsdóttir, Marianne Júlíusson, Rita Júlíusson, Anya Júlíusson, Ralf Júlíusson, Gunnar Júliusson, Guðmundur Júlíusson, Valur Júlíusson, Fríöa Júlíusdóttir. t Maðurinn minn, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Stóra-Lambhaga, lést í Sjúkrahúsi Akraness 14. nóvem- ber. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Jónsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, TÓMAS GUÐMUNDSSON, lllugagötu 1, Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur mánudaginn 15. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.