Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 RAÐAUGÍ YSINGAR Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða hjúkrunar- fræðinga nú þegar í fast starf og í afleysingar. Vinsamlega hringið og fáið upplýsingar um starfsaðstöðu og launakjör. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Selma Guðjónsdóttir, í síma 98-11955. Sjúkrahús Vestmarmaeyja. Samstarf og skapandi umhverfi Auglýsingafyrirtæki óskar eftir áreiðanlegum meðleigjendum sem vinna sjálfstætt. Ýmsir aðilar koma til greina, t.d. teiknarar, Ijós- myndarar, textagerðarfólk eða markaðs- fræðingar. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsingadeild- ar Mbl., merktar: „Markmið", fyrir 19. nóv. nk. Máiverkauppboð Næsta málverkauppboð Gallerí Borgar fer fram sunnudaginn 28. nóvember á Hótel Borg. Tekið er á móti verkum í Gallerí Borg við Austurvöll frá kl. 12-18 virka daga. BORG & Mosfellsbær Auglýsing frá yfir- kjörstjórn í Mosfellsbæ Kjörfundur vegna kosninga um tillögu Um-j dæmanefndar höfuðborgarsvæðisins um sameiningu eftirfalinna sveitarfélaga: Reykja- víkur, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjalar- neshrepps og Kjósarhrepps, verður haldinn þann 20. nóvember 1993 í Varmárskóla. Kosið verður í tveimur kjördeildum sam- kvæmt nánari skilgreiningu á kjörstað. Kjör- fundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00. Yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ, Björn Ástmundsson, Gylfi Pálsson, Örn Höskuldsson. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI SÍMAR 51490 OG 53190 Innritun á vorönn 1994 Innritað er á eftirtaldar námsbrautir í skrif- stofu skólans virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Síðasti innritunardagur er 30. nóvember. Við innritun skal greiða til staðfestingar á umsókninni kr. 6.500. Samningsbundið iðnnám - verknám málm- og tréiðna - 2. önn í rafiðnum - framhalds- deildiríhárgreiðslu, rafeindavirkjun og málm- iðnum - hönnunarbraut - tækniteiknun - fornám - almennt iðngreinabundið nám - meistaraskóla. Heildsalar - umboðsmenn Smásöluverslun í Reykjavík, sem staðgreiðir sín vörukaup og/eða flytur beint inn, óskar að komast í samband við sem flesta heild- sala og umboðsmenn til þess að auka fjöl- breytni í vöruúrvali verslunarinnar sem hefur mikla stækkunarmöguleika. Flestar verslun- arvörur eru áhugaverðar þó ekki matvöru- geirinn. Vinsamlegast sendið nafn, símanúmer og almennar upplýsingar um vörur og merki og tengilið til augiýsingadeildar Mbl. sem fyrst merktar: „Magasín - 94.“ Rafiðnaðarsamband íslands Til hvers erum við með öll þessi verkalýðsfélög? Rafiðnaðarsambandið hefur í haust staðið fyrir 7 fundum með rafiðnaðarmönnum um land allt. Á fundunum er rætt um starf- semi sambandsins, tilgang verkalýðsfélaga, félagsaðild, stöðuna í kjaramálum, starfs- menntamál og önnur mál, er upp kunna að koma á fundunum. Boðað er til funda: í Reykjavík fimmtudaginn 18.11. kl. 17.30 í Félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, mætir á fundinn. í Keflavík föstudaginn 19.11. kl. 20.30 í Iðn- sveinafélagshúsinu, Tjarnargötu 7. Allir rafiðnaðarmenn eru eindregið hvattir til þess að mæta og taka þátt í urnræðu um starfsemina og mótun stefnu RSÍ. SJÁLFSTJEÐISFLOICKURINN F í: I. A (i S S T A R F Suðurland - aðalfundur Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi verður haldinn í Hellubíói, Hellu, sunnudaginn 21. nóvember og hefst kl. 11.00. Stjórnin. Laugardagsfundur með fjármálaráðherra Fyrsti laugardagsfundur vetrarins verður laugardaginn 20. nóvember í Valhöll v/Háa- leitisbraut. Fundurinn hefst kl. 10.00 og er áætlað að Ijúka honum um hádegisbil. Dagskrá: 1. Kosin uppstillingarnefnd vegna aðal- fundar Landsmálafélagsins Varðar 1993. 2. Friðrik Sóphusson, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæöisflokksins, ræðir um landsmálin og svarar fyrirspurnum. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta á þennan fund. Landsmálafélagið Vörður. I.O.O.F. 7 = 17511178'h = E.T. 1. III I.O.O.F. 9 = 17511178V2 = E.T.1 □ GLITNIR 5993111719 II 5 Víkingaskák Vantar menn til að tefla Víkinga- skák, hámark 8 menn. Þátttak- endur fá kr. 500 fyrir unna skák (samtals 14 þúsund), fáist næg þátttaka. Aðgangur ókeypis. Skákin hefst laugardaginn 20. nóvember. Skráning í síma 78950 á kvöldin, Magnús. □ HELGAFELL 5993111719 IV/V Frl. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld ki. 20.00. Opið hús Einingarinnar í kvöld kl. 20.30 í Templarahöll- inni, 2. hæð. Saumur, spil, spjall, söngur, kaffi og fleira. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður Thor Thoresen. Allir hjartanlega velkomnir. SAMBAND iSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Kristniboðssamkoma I kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. RagnarGunnarsson, kristniboði, talar. Þú ert velkomin(n). Hjálpræöis- herinn Kirkjustrœti 2 Konukvöld í kvöld kl. 20.30. Hanna Kristín Didriksen, snyrti- sérfræðingur, kynnir andlits- snyrtingu. Söngur, hugvekja, happdrætti og veitingar. Allar konur velkomnar. Fimmtudag kl. 20.30: Lofgjörðarsamkoma. Herkaffi. Allir velkomnir. _____________Brids________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Austurlandsmót BSA Austurlandsmeistarar í tvímenningi 1993 urðu bræðurnir Pálmi Krist- mannsson og Guttormur Kristmanns- son, Egilsstöðum, með 376 stig. Jón Aðall - Bjami Sveinsson, Borgarfirði 341 Ólafur Sigmars. - Stefán Guðmunds., Vopnaf. 290 Skeggi Ragnarsson - Ragnar Bjömsson, Höfn 285 Kristján Magnús. - Gunnar Róberts., Vopnaf. 257 Þorbergur Hauks. - Sigurður Freysson, Eskif. 256 Ágúst Sigurðsson - Ólafur Magnússon, Höfn 213 ísak Ólafsson - Kristján Kristjánsson, Reyðarf. 195 Það voru 38 pör sem kepptu í Valaskjálf á Egilsstöðum undir stjóm Kristjáns Haukssonar. Paramót BSA 27. nóv. nk. verður paramótið hald- ið í Golfskálanum að Ekkjufelli í Fell- ' um. Aðeins 7 konur sóttu Austurlands- mótið. Það er von stjórnar BSA að þær verði miklu fleiri sem mæta í Golfskálann, enda sýnir þessi tala ekki raunverulegan flölda spilakvenna á Austurlandi. Skráning er hafin hjá ínu, s. 71790 og 71226, og Jóhanni, s. 61101/61110. Síðasti skráningar- dagur er fímmtudaginn 26. nóvember. ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu að Hraunbrún 49 í Hafnarfirði til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðust 2.000 krónur. Þau heita talið frá vinstri Hjalti Freyr, Gerður Sif, Sonja Maggý, Marta Rún og Lilja. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 1.074 krónur. Þær heita Guðrún Kvaran, Guðlaug Erla Magnúsdóttir, Linda Björk Hilmarsdóttir, íris Kjalarsdóttir og Guðrún Kjartansdóttir. Á myndina vantar Maríu Björgu Gunnarsdótt- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.