Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 Sameining sveitarfélaga - valdarán eða hagræðing eftir Gunnar Sigurðsson Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum vikup um áhrif sam- einingar aimennt. í skoðanakönnun- um hefur komið í ljós að fólk er hlynnt sameiningu en bara ekki í sinni heimabyggð. Þessi afstaða fólks endurspegiar ef til vill viður- kenningu á að hagræðing geti falist í meiri stærð en jafnframt ótta við að missa áhrif á mótun síns nánasta umhverfis. Svo var að minnsta kosti með mig. Mér fannst ég ekki hafa leyfi til að vera á móti samneiningu sveitarfélaga ef með því móti væri hægt að spara þjóðfélaginu í heild verulega fjármuni. Hér á eftir vil ég leyfa mér að draga saman þá mynd sem ég hef öðlast við þá skoðun. Sameining svæða Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur til þess kjörin umdæmanefnd farið með þessi mál. Fljótlega var bent á sem upplögð svæði til skoðunar a. Mosfellsbæ, Kjalames og Kjós, b. Bessastaðahrepp og Garðabæ, c. Reykjavík og Seltjamames. Hagfræðin Vegna fyrirhugaðrar sameiningar á höfuðborgarsvæðinu fékk um- dæmanefnd verkfræðistofu tii að gera úttekt á meðal annars á þeim spamaði sem í sameiningu gæti fal- ist. Niðurstaðan var eins og formað- ur umdæmanefndarinnar Sveinn Andri Sveinsson hefur orðað það „ekkert spennandi lausn“. Sparnað- ur var mjög óverulegur þó svo að tillagan fæli í sér að skólahald yrði lagt af í Kjós. Kom þá á elleftu stundu upp hugmynd um að sameina allt frá Gróttu og upp í Hvalijarðarbotn. Þetta þótti umdæmanefnd spenn- andi valkostur og fékk nú aftur verk- fræðistofuna til að bera þetta sam- an. Fjárhagslegur ávinningur af þessari stóm sameiningu var metinn á 55,6 milljónir króna sem fólst í spamaði í yfirstjóm. Þá er ekki gert ráð fyrir að kosta þurfi einhveijar byggðastjómir. Þessar 55,6 miiljónir „Stjórnsýsla hér á landi hefur tekið minna til sín af þjóðarframleiðslunni en gerist á hinum Norð- urlöndunum. Er skil- virkni hins íslenska fyr- irkomulags þá betri en þar gerist.“ era tölvert fé. En þær þarf að skoða í ljósi heildar rekstrarkostnaðar svæðisins nú, upp á um það bil 8000 milljónir króna. Þessar 55,6 milljónir má líka skoða í ljósi stærða eins og rekstrarhalla Perlunnar, umfram áætlun, upp á 30 milljónir króna eða vanáætlaðan stofnkostnað sund- laugar í Árbæ upp á 185 milljónir króna. Umdæmanefndin sendi íbú- um höfuðborgarsvæðisins bækling til upplýsingár. Þarna var um að ræða mjög litríkan bækling upp á íjórar A4-síður. Þar er aðeins ein myndræn framsetning á öllu því talnasafni sem skoðað var. Bornar vora saman útsvarsprósentur sveit- arfélaganna en þær þarf að skoða í samhengi við aðra tekjustofna sveit- arfélaganna. Þannig leiddi 0,5% hækkun útsvars á Kjalamesi til rúm- lega 1,5 milljóna aukaálaga á íbúana en um 6 milljóna tekna úr jöfnunar- sjóði. En ekki hefur þetta þótt nota- drýgra til áhrifa en svo að talið var við myndgerðina nauðsynlegt að ýkja muninn með því að láta mynd: flötinn byrja í 4,5% en ekki í 0%. í mynd 1 sést munurinn á framsetn- ingu umdæmanefndar og raunmun- ur í útsvarsprósentum. Aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra, Bragi Guðbrandsson, hefur meðal annars dregið upp mynd af þeim mun sem er á íslandi og hinum Norðurlöndunum hvað varðar skipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga á stjórnsýslufé. Hér á landi er stærri hluti hjá ríki en sveitarfélögum öfugt við hin Norðurlöndin. Sveitarfélög þar era víða fóiksfleiri en við íslendingar allir og því varla eðlilegt að skipting milli ríkis og sveitarfélaga hér á landi sé samanburðarhæf við það sem ger- ist meðal miklu stærri þjóða. En þessi mynd hefur einnig sýnt að stjórnsýsla hér á landi hefur tek- ið minna til sín af þjóðarframleiðsl- unni en gerist á hinum Norðurlönd- unum. Er skilvirkni hins íslenska fyrirkomulags þá betri en þar gerist og því fjárhaglega rangt að reyna að líkjast því? Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu Hinn 10. nóvember sl. ritar Franz Gunnar Sigurðsson. Jezorski Iögfræðingur og löggiltur fasteignasali grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundar nauðsyn sam- einingar fyrir virðisaukningu fast- eigna á Kjalarnesi. Í grein sinni byggir hann meðal annars á drögum að samkomulagi sem gerð voru meðan á tilhugalífinu stóð í um- dæmanefnd. Nú hafa borgarstjórn og stjórnir fleiri sveitarfélaga sem áttu að trúlofast, hafnað nýrri veg- tengingu úr Gufunesi í Álfsnes og yfir Kollafjörð sem forsendu samein- ingar. Forsendur þær sem hinn lögg- ilti fasteignasali byggir á voru því aðeins draumsýn úr tilhugalífí um- dæmanefndar en ekki raunveruleiki. } Undanfarin ár hefur fasteignamat hækkað mikið á Kjalarnesi eins og fram kemur á mynd 2. Þessi hækk- ) un á fasteignamati hefur byggt á þeim sölusamningum sem gerðir hafa verið um fasteignir um nokkurt j árabili. Verð hvers rúmmetra í fast- eignum er mismunandi innan Reykjavíkur í dag eftir hverfum. Áhrif íbúanna Undirritaður sótti fund ungliða- félaga stjórnmálaflokkanna í Þjóð- leikhúskjallaranum sl. laugardag. Þátttaka í fundinum var með ólíkind- um léleg og hefði einnig þótt léleg á Kjalarnesinu. Fundurinn var vel auglýstur með frummælendum víða að en samt höfðaði þetta ekki til Reykvíkinga. Myndir sem birst hafa i blöðum af hverfafundum sína mun virkari þátttöku íbúanna þar. Stærð borgarinnar er greinilega orðin slík | að íbúarnir eru orðnir stjórnmálalega meðvitundarlausir. Ljóst er að íbú- arnir bregðast við þegar um er að ) ræða mál sem snerta þá beint. Þann- ig var í Morgunblaðinu 10. nóvem- ber sh greint frá mótmælum tæplega | 2000 íbúa við bensínstöð í nágrenni íþróttasvæðis Fjölnis í Grafarvogi. En þá vaknar spurningin hvernig staða Grafarvogsbúa væri í dag ef þeir væru stjórnsýslulega sjálfstæð- ari. Þá þyrftu þeir ekki að láta þró- un innri mála mótast með undir- skriftalistum. Þá hefðu þeir kannski Samanburður á útsvarsprósentu Framsetning Myndla Raunmunur Myndlb 80.umdæmanefndar 8-75 75 Hvað gerist ef svarið verður nei? eftirÞröst Haraldsson Eftir örfáa daga verður gengið til kosninga um mestallt land 0g atkvæði greidd um sameiningu sveitarfélaga. Umræðan hefur verið í dálitlu skötulíki og má segja að hún hafi liðið fyrir slaklegan undir- búning. Vissulega má taka undir með þeim sem gagnrýna meðferð málsins og aðdraganda atkvæða- greiðslunnar. Það má gagnrýna fé- lagsmálaráðuneytið fyrir að standa klaufalega að undirbúningnum. Auðvitað hefði átt að byija á að koma á nokkrum reynslusveitarfé- lögum og færa þeim verkefni og tekjustofna frá ríkinu. Safna síðan reynslu þeirra saman áður en al- menningur væri spurður um álit sitt á sameiningu. Þess í stað var valin hin sígilda íslenska aðferð, að taka fyrir nefið og stinga sér í djúpu laugina án þess að kynna sér hvort vatnið væri kalt eða hvort það væri yfirhöfuð eitthvað vatn í lauginni. Fólk er beðið að svara með einföldu já-i eða nei-i hvort það vilji samein- ast í nýju sveitarfélagi. En þegar spurt er á móti: Sameinast um „Ég er þeirrar skoðun- ar að sameining sveit- arfélaga sé eitthvert brýnasta hagsmunamál landsbyggðarinnar sem nú er á dagskrá og þess vegna synd að ekki skuli betur að því stað- ið.“ hvað? var lengi vel fátt um svör. Það má líka gagnrýna sveitar- stjórnarmenn fyrir að loka umræð- una um sameiningarmálin áram saman inni á fundum sínum og leita ekki álits almennings fyrr. Þeim er þó nokkur vorkunn, því það var ekki fyrr en í endaðan september sem ríkisvaldinu þóknaðist að setja örlítið af kjöti utan á beinin sem á að kjósa um. Sveitarstjórnarmenn hafa ekki frekar en aðrir getað svarað því hvaða verkefni myndu færast frá ríki til sveitarfélaga og enn síður hvaða tekjur fylgdu þeim flutningum. Myndin að skýrast Ég er þeirrar skoðunar að sam- eining sveitarfélaga sé eitthvert brýnasta hagsmunamál lands- byggðarinnar sem nú er á dagskrá og þess vegna synd að ekki skuli betur að því staðið. En nú er um- ræðan að komast á lokastig og í það minnsta hér í Eyjafirði er mynd- in af framtíðarskipan mála farin að skýrast. Héraðsnefnd hefur lagt í það mikla vinnu að gera sér greir; fyrir hvemig best megi tryggja að ágóðinn af sameiningunni nýtist öllum Eyfirðingum. Einnig hefur verið reynt að draga upp mynd af stjórnkerfi sem tryggi áhrif þegn- anna á stjómun sveitarfélagsins, en það er eitt af stærstu áhyggju- efnum fólks í smærri sveitarfélög- um að vilji þess verði að engu hafð- ur í stóra sveitarfélaginu. Menn óttast að verða gleyptir og að þurfa að sækja um leyfi Akureyringa fyr- ir öllu, smáu sem stóra. Þeir sem unnu að tillögunum era samt hálfhræddir um að þær séu of seint fram komnar. Hér er um að ræða flókið mál sem snýst um tilfínningar fólks, ekkert síður en hagsmuni og völd. Allar breytingar á slíkum málum þurfa góðan tíma og langa meðgöngu. Vonandi dugir fólki þó þessi tími sem eftir er til að taka afstöðu. Þröstur Haraldsson Sjálfur er ég fyrir löngu búinn að taka afstöðu. Ég mun krossa við já í kjörklefanum annan laugar- dag og vona að sjálfsögðu að nógu margir geri slíkt hið sama til þess að hægt verði að ganga í það verk að fækka sveitarfélögum hér við fjörðinn úr fimmtán í eitt. Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að með sameiningunni nú gefst tækifæri til að andæfa gegn straumnum sem hefur verið ríkjandi í íslenska þjóðlífshafinu undanfarna áratugi; flóttanum til höfuðborgar- svæðisins. Meðan landsbyggðin skiptist upp í hartnær 200 misstór byggðarlög, flest afar fámenn, hvert með sína smákónga sem bít- ast innbyrðis um þá mola sem era til skiptanna, þá verður engin breyt- ing. Þá verður miðsæknin enn ríkj- andi og auðveldur leikur fyrir menn- ina með völdin og jeppana fyrir sunnan að mylja undir sig allt sem máli skiptir á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu væri hægt að út- hugsa betri og virkari aðferðir til þess að breyta þessum straum, en þær eru einfaldlega ekki á dagskrá þessa stundina. Við höfum þetta tækifæri og verðum að gera úr því það besta sem hægt er. Ég sé nefnilega ekki alveg fyrir mér hvert framhaldið verður ef svarið verður nei þann 20. nóvem- ber. Það er sagt að þá eigi um- dæmanefndir að setja fram aðra kosti og leggja þá í dóm kjósenda um miðjan mars. En er ekki hætta á því að þá slái í bakseglin og að fyrst menn sögðu nei í fyrstu um- ferð forherðist þeir bara þegar far- ið er að suða í þeim? Og ef mönnum finnst þessi atkvæðagreiðsla vera of nærri sveitarstjómarkosningum sem eiga að verða í maímánuði, hvað er þá að segja um atkvæða- greiðslu í mars? Nokkrar spurningar Ég vil því taka undir með Sigríði Stefánsdóttur formanni bæjarráðs á Akureyri og benda þeim sem ætla að segja nei við sameiningu á að slík afstaða vekur ýmsar spurn- ingar sem þeir verða að svara. Hvernig sjá þeir framtíðina fyrir sér? Halda þeir að ekkert muni breytast við það að segja nei? Hvernig sjá þeir fyrir sér að sveitar- félögin verði efld? Eða vilja þeir yfirleitt efla sveitarfélögin? Er allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.