Morgunblaðið - 17.11.1993, Side 10

Morgunblaðið - 17.11.1993, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 Nýjar bækur Ljóðabók eftir Eystein Bjömsson DAGNÆTUR heitir nýútkomin ljóðabók eftir Eystein Björnsson. I kynningu útgefanda segir: „Fyrsta ljóðið, Sumarnótt, vísar í heiti bókarinnar og tekur höfundur- inn upp þennan þráð og spinnur í fleiri ljóðum í fyrsta hlutanum, And- vara. í öðrum og þriðja hluta, Sólf- ari og Blikum, slær höfundur á aðra strengi og endurspeglar heiti kaf- lanna þær breytingar sem verða á einum sólarhring, hið ytra og hið innra“. Dagnætur er fyrsta Ijóðabók Ey- steins Bjömssonar. Eftir hann liggur skáldsagan Bergnuminn, sem kom út 1989. Bókaútgáfan Norðurljós gefur út. Ljóðabókin er 70 bls. Offsetfjölritun hf. prentaði. Ingiberg Magnússon gerði kápu. Bókin kostar 1.824 krón- ur. Eysteinn Björnsson Nýjar bækur Ljóð Steingríms frá Nesi í Aðaldal ÚT ER komin bókin Grímur gætti sauða, eftir Steingrím Baldvins- son frá Nesi í Aðaldal. Bókin inniheldur samnefnt Ijóð, myndskreytt af Þorra Hringssyni, en Heigi Hálfdanarson ritaði inn- gang. Kvæðið er frásögn af sann- sögulegum atburði þar sem Þorgrím- ur Pétursson, afí höfundar, lenti í snjóflóði með fjárhóp og bjargaðist naumlega fyrir harðfylgi. Hinn 29. október voru 100 ár lið- in frá fæðingu Steingríms og er bókin gefin út að tilhlutan bama hans til að minnast þess. Útgefandi er prenthúsið Tröð á Húsavík. Prentsmiðjan Oddi hf. sá um vinnslu bókarinnar sem er 48 síður í flauelsbandi og fáanleg í Steingrímur Baldvinsson helstu bókaverslunum. Bókin kostar 2.200 krónur. I 041 C A 04 07fl U^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjori . k I I vv'b I 0 /V KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.lóggilturfasteignasali Margskonar hagkvæm eignaskipti - leitið upplýsinga. Vesturborgin - hagkvæm skipti 3ja herb. íb. óskast á skrá. Þarf að vera á 1. eða 2. hæð, t.d. á Hög- um, Melum eða í nágr. Skipti möguleg á einbhúsi í nágr. Fjöldi traustra kaupenda á skrá sem óska eftir einbýlish., raðh., sérhæðum, íb. með bílskúrum og sérstak- lega óskast eignir í gamla bænum og nágr. Margskonar eignaskipti. • • • Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGm7eGM8 SÍMAR 21150-21370 Til sölu er þetta hús á Reykjavíkurflug’velli i i I Húsið er 112 m2og byggt árið 1987. Möguleiki er á að flytja húsið annað. Allar upplýsingar veitir Sturla Haraldsson hjá Landsbanka Islands, útlánastýringardeild, Austurstræti 11, s. 606282. Tilboð leggist inn á sama stað. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Ása Björk Ólafsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti er nú hafín fyrsta einkasýning ungrar listakonu, sem sýnir þar litlar höggmyndir, sem hún hefur ýmist steypt úr gifsi og sandi eða steypu, sandi og jafnvel marmarasalla. Asa Björk Ólafs- dóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1992; en hefur auk dvalarinnar þar stundað nám í tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík og í fatahönnun við finnska og breska . skóla, svo segja má að hún hafi leitað á ólík svið listrænnar sköp- unar til að styrkja eigi starfs- grunn. Fyrstu einkasýningu sinni hefur Ása Björk gefíð yfirskriftina „Magdalena“, en það er jafnframt heitið á stærsta verki hennar hér. Þar sem uppistaða sýningarinnar eru nokkrir krossar og tólf minni verk sem öll heita „María“, er ljóst að listakonan hefur hér sett fram sterkar tilvísanir til kristinna tákna, þar sem þessi nöfn hafa sérstaka merkingu. Fjöldi listamanna og kvenna hefur í gegnum tíðina tekist á við tákngildi konunnar, bæði í trúar- legum og siðferðilegum skilningi. Edvard Munch var gagntekinn (eða heltekinn, hvort orðið sem menn kjósa að nota) af konunni og þeim þremur meginhlutverkum, sem hann sá í henni — hina sak- lausu meyju, hið glæsta og hættu- lega kvendi freistingarinnar, og hina umhyggjusömu móður. Myndhöggvarar hafa einnig notað kvenímyndina sem tákngerð Ása Björk Ólafsdóttir ýmissa tilfinninga eða mannlegra eiginleika í gegnum tíðina, ekki síður en vettvang holdlegra fýsna, og er einfaldast að vísa til yfir- standandi sýningar á verkum Áug- uste Rodin í því sambandi. María Magdalena er hin fallna kona, freistarinn, sem hlýtur end- urreisn fyrir náð Krists; nafnið María tengist einnig hinni útvöldu móður Krists, þannig að Ása Björk vísar hér í tvo ólíka þættir goð- sagnarinnar um konuna. „Maríu“- myndirnar á sýningunni bera ótví- rætt með sér merki freistarans; þetta eru gróflega unnir líkamar, án höfuðs eða handleggja, og við fyrstu sýn eru í raun stór og fram- stæð brjóst einu sértæku merkin um að þetta séu myndir af kven- legum verum, sem þannig hafa breyst í afmynduð kyntákn. Verk- unum er síðan raðan upp þannig að ljós og skuggar skapa örlítið mismunandi ímyndir fyrir hvert verk, en heildarsvipurinn er svip- aður; einkuiji vex myndin „Magda- lena“ (nr. 1) fyrir tilstilli lýsingar- innar. Þó að þannigvirðist í fyrstu um einfalda myndgerð að ræða, kem- ur í ljós að listakonan hefur einnig unnið sitt verk með annan mögu- leika í huga. Frá ákveðnu sjónar- horni verða þessar litlu „Maríu“- myndir að reðurtáknum, eins og sést glögglega á plakati sýningar- innar; þannig hittir karlmaðurinn sjálfan sig fyrir, og hugsanleg vopn hneykslunar snúast í höndum hans. Á gólfið hefur Ása Björk lagt flata nokkra krossa, einn þeirra brotinn á táknrænan hátt, og hina greypta litlum og óræðum tákn- myndum. Einfaldleiki þeirra er í mikilli andstöðu við ýktar „Mar- íu“-myndirnar, og ímyndir trúar- innar og holdlegra fýsna þannig settar í ögrandi andstöðu. Hér er á ferðinni ejnföld en áhugaverð sýning, sem höfðar til hugans ekki síður en augans. Listakonan segir í sýningarskrá: „Tími er huglægur og það er trúin líka. Hvernig við upplifum þetta tvennt er einstaklingsbundið og þó háð viðmiðunum okkar og þeim gildum sem umhverfí okkar krefst.“ Góð myndlist er bundin svipuðum takmörkum; áhrif henn- ar markast af siðum og venjum sem hafa mótað einstaklinginn ekki síður en innri gildum lista- verksins. Sýning Ásu Bjarkar Ólafsdóttur í Galleríi Sævars Karls í Banka- stræti 9 stendur til þriðjudagsins 30. nóvember. Nýjar bækur ■ Út er komin bókin endurminn- inga- og viðtalsbókinLífsgleði II, viðtöl og frásagnir eftir Þóri S. Guðbergsson. í bókinni ræðir höf- undur við Aðalheiði Bjamfreðsdótt- ur, Áslaugu S. Jensdóttur, Einar J. Gíslason, Kristinn Þ. Hallsson, Pétur Sigurðsson, Sigfús Halldórsson og Sigríður Rósu Kristmundsdóttur. I kynningu útgefanda segir: „í forvitnilegum og áhugaverðum frá- sögnum.sjö íslendinga kennir margra grasa og ólíkra viðhorfa þar sem 51500 Hafnarfjörður Hjallabraut - þjónustuíbúð Góð 2ja herb. þjónustuíb., fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri, á 4. hæð ca 63 fm. Áhv. bygg- sjóður ca 3,2 millj. Verð 7,8 millj. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Arnarhraun Góð 5 herb. íb. á 3. hæð í þríb- húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv. ca 1,5 millj. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Trönuhraun Til sölu og/eða leigu efri hæð ca 350 fm. Hentugt sem kennsluhúsnæði, verslunar- og/eða skrifsthúsnæði. Nánari uppl. á skrifst. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hœð, Hfj., II símar 51500 og 51601. þeir segja frá viðburðaríku lífi, skemmtilegum og ógleymanlegum persónum, gildi trúar og jákvæðs lífs- stíls." Útgefandi er Hörpuútgáfan. Þórir S. Guðbergsson skráði við- tölin og bjó til prentunar. Lífs- gleði er 184 bls. Prentuð i Odda hf. Ljósmyndir eru teknar af Ljós- myndastofunni Nærmynd og Ljós- myndasafni Páls á Akureyri. Bók- in kostar 2.990 krónur. ■ Tvær harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin eru komnar út og heita þær Vinirnir í skóginum og Eitt ár í skóginum. Bækurnar eru þýddar úr ítölsku. í kynningu útgefanda segir: Þetta eru fallegar litmyndabækur þar sem sagðar eru sögur af dýrun- um í skóginum sem búa saman í sátt og samlyndi. Vinirnir í skógin- um er sagan af því þegar haldinn var sumarskóli fyrir alla ungana og skólgareldurinn geisaði. Eitt ár í skóginum er falleg lýs- ing á því hvernig skógurinn og íbú- ar hans breytast eftir árstíðum, frá byrjun ársins og allt fram til jóla. Iðunn gefur bækurnar út. Bækurnar eru prentaðar á Ítalíu. Verð hvorrar bókar er 580 kr. ■ Skáldsagan Lítiil heimur eftir breska rithöfundinn David Lodge er komin út. Lodge er virt- ur bókmenntafræðingur og hefur ritað allmargar bækur um það efni. Hann hefur einnig ritað nokkrar skáldsögur. Lítili heimur er þekkt- asta verk hans. f kynningu útgefanda segir: í bókinni segir frá háskólaborgurum sem ^eru á þönum vítt og breitt um heiminn frá einni bókmenntaráð- stefnu til annarrar. Þessi fyndna saga lýsir hinum litla heimi þeirra á háðskan og galsafenginn hátt, metingi og Qandskap keppinauta í fræðunum, ótrúlegustu ævintýrum, furðulegum tilviljunum og þrot- lausri leit eins fölskvalauss pilts að draumadísinni. Mál og menning gefur út. Sverrir Hólmarsson þýddi. Bókin er 331 bls og er unnin í prent- smiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Ingihjörg Eyþórsdóttir. BoKÍn kostar 2.980 krónur. ■ Adda og litli bróðir, önnur bókin í röð Öddubóka þeirra Jennu og Hreiðars, hefur verið endurút- gefín. í kynningu útgefanda segir: „Sag- an hefst í kauptúninu hennar Öddu þar sem alltaf er nóg að starfa hjá börnunum bæði innan skólans og utan — skemmtilegir leikfélagar þó að ekki séu þeir allir jafnmeðfærileg- ir og Adda alls ekki barnanna best.“ Óddubækurnar eru meðal vinsælli barnabóka eftir íslenska höfunda. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Bókin er 87 bls. og er prent- uð hjá. Odda hf. Hún kostar 1.295 krónur. ■ Ný spurningabók eftir Ragn- heiði Erlu Bjarnadóttur er komin út. Bók þessi er með sama gniði og fyrri bók Ragnheiðar Erlu, „Gettu nú“ sem kom út fyrir síðustu jól. í bókinni eru um 700 spurningar sett- ar fram með sama hætti og í spurn- ingakeppni framhandsskólanna. Efni bókarinnar er ætlað lesendum á öll- um aldri og spurningarnar ýmist létt- ar eða þungar um hina ólíklegustu efnisflokka. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Enn máttu geta ... ef þig þyrstir í spumingar og þú ert viðþolslaus. Ef þig langar að spyrja foreldra þína spjörunum úr. Spumingamar eru um 700, sem fyrr em vísbendingaspurn- ingamar í þremur þyngdarflokkum. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Spurningabókinn Gettu enn ... er 144 bls. Káputeikningu gerði Brian Pilkington. Prentvinnsla og bókband er unnið í Prentsmiðju Arna Valdimarssonar. Bókin kost- ar 1.690 krónur. Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.