Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993
Stöð 2 hefur fest
kaup á 50 þúsund
nýjum myndlyklum
ISLENSKA útvarpsfélagið hefur gert samning við eitt af fyrirtælg-
um Philips, nánar tiltekið í Frakklandi, um kaup á 50.000 nýjum
myndlyklum. Páll Magnússon, forstjóri íslenska útvarpsfélagsins
sagði í samtali við Morgunblaðið að til stæði að skipta um myndlykla-
kerfi félagsins í samvinnu við áskrifendur á næstu misserum. Páll
sagði að um gífurlega fjárfestingu væri að ræða en sagði viðskipta-
leyndarmál á hvaða kjörum myndlyklarnir hefðu fengist.
Ljóst er að nýju myndlyklarnir
verða í eigu fyrirtækisins og verða
lánaðir áskrifendum endurgjalds-
laust. Verið er að gera viðhorfs-
könnun meðal áskrifenda um hugs-
anlegt skilagjald eða einhvers konar
tryggingu, til dæmis tryggingarvíx-
il. Það ræðst því af viðbrögðum
. þeirra hver endanleg niðurstaða
verður og kemur væntanlega í ljós
eftir þijár vikur, að sögn Páls
Magnússonar. 'Áskrifendum verður
áfram mögulegt að kaupa áskrift
mánuð í senn eins og nú.
Lykilnúmer í gegnum loftið
Ástæðu kaupanna sagði Páll vera
þríþætta. í fyrsta lagi yrði erfíðara
í framtíðinni að njóta góðs af dag-
skrá stöðvarinnar með óheiðarleg-
um hætti. Þótt nýju lyklamir væru
ekki algerlega þjófheldir væri
þröskuldurinn í vegi óprúttinna
hærri og dýrari og þetta myndlykla-
kerfi það öruggasta á markaðnum
í dag. í öðru lagi sagði sjónvarps-
stjóri að núverandi myndlyklar
væru teknir að eldast, bilanir tíðar
og viðgerðarkostnaður hár fyrir
áskrifandann. í þriðja lagi væm
núverandi lyklar að úreldast. Með
nýjum lyklum yrði nýtt lykilnúmer
sent í gegnum loftið um leið og
greiðsla bærist hver mánaðamót og
því óþarfí að stimpla það inn. Einn-
ig yrði hægt að nota fjarstýringu
og taka á móti víðóma útsendingum
í gegnum myndlykilinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Sverir handleggir
KRAFTAKEPPNI hefst hér á landi á föstudaginn og verða keppendur sex, þar af þrír frá íslandi. Meðal
erlendu keppendanna er Austurríkismaðurinn Manfred Hobberl en hann er með svemstu upphandleggi í
heimi, eða yfír 65 cm að ummáli. Manfred var við æfíngar í Gym 80 í gærkvöldi og hnyklaði þá vöðvana
fyrir ljósmyndarann. Þess má geta til samanburðar að það er keppikefli stúlkna sem taka þátt í fegurðar-
keppni að vera með 60 cm mittismál.
Monopoly á íslensku
Kringlan
kostar mest
KRINGLAN kostar 40.000 kr.
og er dýrasta gatan í íslenskri
útgáfu af spilinu Monopoly,
upprunalegri gerð Matadors,
sem kemur út í dag. í Matador
var Austurstræti dýrast.
Peter J.B. Salmon útgefandi
spilsins segir í samtali við Morg-
unblaðið að leitað hafí verið til
fasteignasala til að verðleggja
dýrastu götumar. Dýmst er
Kringlan, þá Mjóddin og Fenin
og því næst gamli miðbærinn.
í íslenska Monopolyinu er leik-
mönnum boðið að kaupa fyrirtæki
í stað lestarstöðva. Flugleiðir,
Nýheiji, íslandsbanki og VÍS
kosta 20.000 kr. en Hitaveita
Reykjavíkur 15.000.
Sjá nánar á bls. 17.
Samkomulag hefur tekist um skuldbindingar íslands vegna GATT-viðræðna
Áfram takmarkanir á inn-
flutningi á kjöti og mjólk
SAMKOMULAG hefur tekist milli landbúnaðarráðherra og
utanríkisráðherra um efni skuldbindinga íslands vegna land-
búnaðarkafla GATT-samninganna, en það voru einkum þrjú
atriði sem ágreiningur var um. Hafa verið gerðar ráðstafan-
ir til að koma tilboði íslands á framfæri við GATT, en ljúka
þarf viðræðum fyrir 15. desember næstkomandi. Ef það tekst
má gera ráð fyrir að íslendingar þurfi að svara fyrir tilboð
sitt í febrúar á næsta ári. Samningurinn á að taka gildi í
ársbyrjun 1995 og verður dregið úr tollvernd í áföngum til
ársins 2001.
Verðmyndun í framleiðslu og
sölu landbúnaðarafurða könnuð
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í gær
að könnuð verði verðmyndun í framleiðslu og sölu landbúnaðar-
afurða. „Við erum að velta fyrir okkur kostnaði við aðra þætti land-
búnaðarframleiðslunnar, sem svo mikið hefur verið rætt um, þ.e.a.s.
þá þætti sem heyra beint undir bændur,“ sagði forsætisráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær og nefndi sem dæmi sláturkostnað
og verðmyndun á landbúnaðarafurðum í íslenskum verslunum.
„Markmiðið með verðmyndunar-
könnun sem þessari, hvað varðar rík-
isstjómina, er að fá það á hreint,
hvernig hún verður til, á öllum stig-
um framleiðslu, dreifíngu og smá-
sölu,“ sagði Davíð. Hann sagði að
óháður aðili yrði fenginn til þess að
annast þessa verðmyndunarkönnun
fyrir ríkisstjómina.
Aðspurður til hvers ríkisstjómin
hygðist nota niðurstöður slíkrar
könnunar, svaraði forsætisráðherra:
„Við viljum átta okkur á með hvaða
hætti nákvæmlega verðmyndunin á
sér stað, því um þetta em enda-
lausar deilur. Við viljum til dæmis
fá fram upplýsingar um verðmyndun
við sláturkostnað og hvemig á því
stendur að hann er þrisvar til fjóram
sinnum hærri hér á landi en annars
staðar gerist." Forsætisráðherra
var spurður hvort niðurstaða slíkrar
könnunar kynni hugsanlega að leiða
til þess að lagt yrði til atlögu við
milliliðina í verðmyndunarkerfí land-
búnaðárins: „Það er nákvæmlega sú
hugsun, sem ræður því að ákveðið
er að ráðast í slíka könnun," sagði
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
í landbúnaðarkafla GATT-
samningsins er sú meginregla fest
í sessi, að innflutningur búvara
verði frjáls og er ekki heimilt að
takmarka hann með öðm en álagn-
ingu tolla. Tollígildi koma í stað
magntakmarkana eða innflutn-
ingshafta, én tollígildi er fundið
með því, að bera saman heims-
markaðsverð vöm og verð á innan-
landsmarkaði. Almennt felur
samningurinn í sér að minnsta
kosti 36% lækkun tolla að meðal-
tali og ekki minna en 15% fyrir
einstakar vörategundir. Lækkunin
miðast við tollígildi á árabilinu
1986-88. Gert er ráð fyrir að mark-
aðsaðgangur verði ekki lakari en
hann var á þessu árabili. í tilboði
íslands er gerður fyrirvari um
áframhaldandi magntakmarkanir
á innflutningi búvara, sem lotið
hafi framleiðslustjórnun hér á
landi, að því tilskildu að aðrar þjóð-
ir nái því fram en til dæmis Noreg-
ur, Japan og Kanada hafa sett
fram kröfur í þessum efnum. Þessi
fyrirvari nær til kindakjöts, mjólk-
ur og tiltekinna mjólkurvara.
32% af hámarkstolli
í drögum GATT-samningsins er
gert ráð fyrir að heimilaður verði
lágmarksinnflutningur búvara með
sérstökum tollakjörum. Þessi inn-
flutningur nemur 3% af innan-
landsneyslu í upphafí, en á að auk-
ast í 5% til loka samningstímans.
Það tilboð, sem samkomulag hefur
tekist um, er samhljóða tilboði
Noregs og EB og er gert ráð fyrir
að tollur verði 32% af hámarks-
tolli. Hann er lægstur 358% á
nautakjöti og hæstur 674% á
smjöri, og aðrar landbúnaðarvömr
em þar á milli, en myndi lækka í
115% af nautakjöti og 216% á
smjöri fyrir þennan innflutnings-
kvóta. Bann við innflutningi hrá-
metis, svo sem kjöts og eggja, gild-
ir áfram vegna sjúkdómavama.
Þá er í tilboðinu heimildar-
ákvæði til álagningu tolla á þær
vörar sem ekki bára tolla á árabil-
inu 1986-88 en þar er einkum um
að ræða fóður, grænmeti sem er
unnið með einhverjum hætti og
vörur unnar úr kartöflum.
Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins
í dag
Offramboð á eldislaxi
Verð á eldislaxi hefur lækkað
vegna offramboðs Norðmanna 4
Óttast flóttafólk______________
Nefnd á vegum EB undirbýr áætl-
un sem á að tryggja að flóttamenn
frá Bosníu og fleiri löndum komi
ekki til aðildarríkjanna 21
Stjarnan og Haukar úr leik
Fyrstudeildarliðin Stjarnan og
Haukar féllu úr bikarkeppni HSI í
32ja liða úrslitum í gærkvöldi43
Leiðari
Leit og björgun í óbyggðum 22
Úr verínu
► Hagnaður þjá Nord Morue -
Veruleg aukning í síldarvinnslu
í vetur - Saltfiskurinn tilbúinn
beint í pottinn — Bræla og lítill
afli - Skötuselurinn skilar miklu
Myndasögur
► Dregið úr réttum lausnum í
spumingakeppni - Hvað ertu
varkár í umferðinni? - Yngsti
A-landsliðsmaðurinn í íþróttum -
Adda og litli bróðir
Orrustuflugsveitir
hverfi frá Keflavík
BANDARÍSKA viðræðunefndin um framtið varnarstöðvarinnar í
Keflavík hefur gert tillögu um að orrustuflugsveit Bandaríkjamanna
hverfi á brott en takmörkuð fækkun verði í liði Bandaríkjahers á
íslandi. Heimildarmenn frá báðum samningsaðilum í Washington
segja að samkvæmt síðustu tillögu Bandarílgamanna verði þar áfram
að minnsta kosti 2.000 hermenn ásamt fjölskyldum sínum, en nú eru
um 3.000 hermenn í Keflavíkurstöðinni. Þetta kom fram í fréttum
Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttarit-
ara útvarpsins í Bandaríkjunum.
í fréttinni sagði ennfremur að ís-
lenska viðræðunefndin leggi til á
móti að áfram verði reglubundið eft-
irlitsflug orrastuflugsveita frá ís-
landi, á þeim forsendum að mikil-
vægt sé að Bandaríkin starfræki loft-
varnir hérlendis og.því eigi orrustu-
sveit að hafa hér bækistöðvar að
staðaldri.
Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins
er óljóst um framtíð björgunarþyrlna
vamarliðsins, en heimildarmaður í
bandanska varnarmálaráðuneytinu
segi líklegt að björgunarsveit verði
áfram í Keflavík á meðan þar séu
einhveijar herflugvélar, s.s. kafbáta-
flugvélar, og tilvist sveitarinnar sé
ekki háð vera orrastuflugsveita.
I
ft
ft
I
I
I
\
I
I