Morgunblaðið - 17.11.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 17.11.1993, Síða 44
NV ÚTGÁFA! ALÞJÓDLEGT YíSA 3ÍMM0KT l'NÆSTA BANKAEDA SPARISJÓÐl ígÍSl; *!»■ VISA ISLAND Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAooALMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVlK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 17. NOVEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Húsbruni á Haukagili í Hvítársíðu Móðir og tvö börn sluppu naumlega -KONA með tvö börn slapp naumlega út úr íbúðarhúsi á bænum Haukagili i Hvítársíðu í Mýrasýslu laust eftir kvöldmat í gærkvöldi. Talið er að kviknað hafi í út frá tólgarpotti og var konan ein í húsinu ásamt tveimur börnum sínum, sex ára og ellefu mánaða. Eiginmaður hennar var í fjósinu þegar eldurinn kviknaði og hringdi konan í tengda- föður sinn sem býr í nærliggjandi húsi. Jón Ingimundarson tengdafaðir konunnar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann hefði stokkið upp í traktorinn og keyrt í ofboði til að sækja son sinn í fjósið. Morgunblaðið/SigJóns. Víðförull köttur BRÖNDÓTTI kötturinn, sem situr í fangi Guðbjargar Guðmundsdóttur húsfreyju á Vorsabæjarhjáleigu í Flóa, hefur heldur betur gert víð- reist upp á síðkastið. Hann læddi sér inn í gám á Selfossi og labbaði ^t úr honum á ísafirði 8 dögum síðar, nær dauða en lífí. Eftir að hann hafði náð heilsu á ný var hann sendur sömu leið til baka með skipi og bíl. Guðbjörg taldi eftir lýsingu að þarna væri hennar kött- ur kominn en svo reyndist ekki vera. Því er ennþá óljóst um heim- kynni þessa víðförla kattar. Sjá nánar um ferðalagið á miðopnu. „Eldurinn blossaði upp og varð húsið mjög fljótt alelda. Þegar við komum að var tengdadóttir mín búin að bijóta rúðu til að komast út því hún komst ekki út um dyrnar," sagði Jón. Björguðu þeir feðgar konunni og börnunum út um glugga. Húsið sem er steinhús með stálklæðningu er svo gott sem ónýtt. „Þau misstu allt sitt,“ sagði Jón Ingimundarson. --------» ♦ ♦------- Timman og Margeir jafnir MARGEIR Pétursson gerði jafn- tefli við hollenska stórmeistarann Jan Timman í fyrri atskák þeirra í annarri umferð Interpolis- útsláttarskákmótsins i Hollandi í gærkvöldi. Jóhann Hjartarson tapaði fyrri skák sinni í annarri umferð við úkra- ínska stórmeistarann Malaniuk, sem var í sveit Ukraínumanna á HM-mót- inu í Sviss á dögunum. Morgunblaðið/Kristinn Landfesti slitnaði FREMRI landfestartaug á Laxfossi, skipi Eimskipafélagsins, slitn- aði um tíuleytið í gærkvöldi. Við slinkinn sem kom á skipið gáfu spil þess eftir og slaknaði á aftari festum með þeim afleiðingum að það rak frá bryggju í Sundahöfn. Guðmundur Kristjánsson, skipstjóri á Laxfossi, segir að festin hafi nuddast í sundur á há- flóði og um leið og ein slitnaði hafi reynt á næstu. Hann segir að tveir dráttarbátar frá Reykjavíkurhöfn hafi verið kallaðir til og ýtt skipinu að bryggju. „Við settum líka aðalvélina og bógskrúfuna í gang og eftir tæplega tveggja tíma vinnu dugði það til að koma skipinu að,“ sagði Guðmundur. Hann segir það hafa verið orðið tvísýnt um tíma hvort takast myndi að koma skipinu að bryggju. Myndin sýnir þegar landfastar óveðurskeðjur voru festar við skip- ið. Tvær af þremur keðjum sem halda flotbryggju á svæði Eim- skipafélagsins við Sundahöfn slitnuðu einnig um tíuleytið. Hafréttar- samningiir staðfestur H AFRETT ARS AMNIN GUR Sameinuðu þjóðanna var undir- ritaður og fullgiltur í gær af 60. ríkinu, Guyana, og þar með hafa öll skilyrði fyrir staðfestingu hans verið uppfyllt að sögn Guð- mundar Eiríkssonar þjóðréttar- fræðings. Sagði hann, að samn- ingurinn tæki því gildi að ári eða 17. nóvember 1994. Guðmundur sagði, að samning- urinn væri árangur þriðju hafrétta- ráðstefnu SÞ, sem hófst 1973 og lauk með undirritun 10. desember 1982. Fjallaði hann um öll atriði, sem vörðuðu hafið, landhelgi, efnahags- lögsögu, landgrunn og mengun sjáv- ar og vinnslu málma á hafsbotni utan lögsögu ríkja. Óánægja með málmvinnslu Guðmundur sagði, að mörg iðn- ríkjanna hefðu raunar ekki fullgiit hafréttarsamninginn vegna óánægju með ákvæðið um vinnslu málma í úthafinu en nú stæðu yfir viðræður undir forystu aðalframkvæmda- stjóra SÞ, sem miðuðu að því að gera þær lagfæringar á samningn- um, sem gerðu öllum ríkjum kleift að fullgilda hann. Niðurstöður nefndar Félags löggiltra endurskoðenda um íslensku skattalögin Skattalögin hefta árangnr af viðskiptafrelsi milli landa NÚGILDANDI skattalög taka ekki með viðunandi hætti til ýmissa breytinga sem orðið hafa í atvinnu- og viðskiptalífi Islendinga undanfarin 15 til 30 ár, að mati skattamálanefndar Félags löggiltra endurskoðenda. Nefndin telur að ákvæði laga um tekju- og eignarskatt og framkvæmd þeirra séu hvorki fallin til að örva þátttöku Islendinga í atvinnurekstri erlendis né útlendinga til fjárfestinga hérleifdis og hefti framgang annarra laga sem stefni að auknu frelsi í viðskiptum milli landa. Mikið vantar að mati nefndarinnar á að samræmi sé í framkvæmd milli skattstjóraembætta og jafnvel innan embætta eftir því 'nvaða starfsmaður kemur að máli. Betur þurfi að tryggja jafnræði í viðskiptum almennings og yfirvalda og eyða skattalegum ójöfn- uði milli mismunandi rekstrarforma og hópa einstaklinga. Nefndin telur brýnt að lagfæra íjölmargt í fram- kvæmd skattamála og einnig ákvæði laga og reglugerða á þessu sviði. í skýrslunni segir að starfsemi verðbréfafyrirtækja og -sjóða hafi hafist að ráði eftir að lagður var grunnur að núgildandi skattalöggjöf og á um 10 ára starfstíma fyrir- tækja þessara hafí skattalög ekki verið felld að starfsemi þeirra, sem sé í grundvallaratriðum ólík starf- semi innlánsstofnana um marga hluti. Almenn félög megi færa við- skiptakröfur niður um 5% en innláns- stofnanir um 1%. Verðbréfasjóði sem fært hafi niður eignir, sem jafna eigi Skeyti um að breyta flug- hæð var sent rangri vél RÖÐ mistaka í flugumferðarstjórn olli því að tvær farþegaþotur flugu mjög nálægt hvor annarri yfir íslensku flugumferðarsvæði milli íslands og Grænlands skömmu fyrir hádegi 11. ágúst síðast- liðinn. Meginorsök atviksins var að skeyti flugumferðarstjóra með heimild til annarrar flugvélarinnar um að hækka flugið úr 33 þúsund fetum I 37 þúsund fet var sent rangri vél, sem þá var nýlega komin út úr íslenska flugumsjónarsvæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu flugslysanefndar um atvikið. Nefndin telur nauð- synlegt að gerðar verði ýmsar úrbætur í starfsaðferðum í flugum- ferðarstjórninni og samskipti á milli hennar og fjarskiptastöðvar- innar í Gufunesi bætt. Flugferlar farþegaþotnanna sem voru frá SAS og Air Canada skárust um miðja vegu milli ís- lands og Grænlands. Árekstrarvari sem var um borð í SAS-þotunni, sem er af gerðinni Boeing 767, lét flugstjórann vita af yfirvofandi árekstri og gat hann hækkað flug- ið um 3.000 fet í tíma en sá flug- vél Air Canada berum augum og voru vélarnar þá mjög nálægt hvor annarri. Flugstjóri sænsku þotunn- ar þeldur því fram að vélarnar hafi verið í beinni stefnu hvor á aðra. Þotan frá Air Canada var með flugnúmerið 854 en þegar heimild um að breyta flughæð var send í gegnum ijarskiptastöðina í Gufu- nesi var skeytið misritað á númer 852, sem var flugnúmer farþega- þotu, sem hafði nýlega farið út úr íslenska flugumsjónarsvæðinu. Um sama leyti bilaði tölvubúnaður í Gufunesi og þegar staðfesting var send til baka um að viðkom- andi vél hefði fengið heimild til að hækka flugið barst það til þess flugumferðarstjóra sem var með flugvél númer 852 en ekki þess sem fylgdist með Air Canada vél- inni, taldi hann að um væri að ræða endursendingu á gömlu skeyti vegna bilunar í tölvukerfinu. Breytingar á starfsreglum Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði að unnið væri að breytingum á starfsreglum eins og flugslysa- nefnd hefði lagt til og að því að samtengja gögn frá öllum ratsjám á einn skjá eins og flugslysanefnd telur nauðsynlegt. til útlána, um 1% hafi verið synjað um slíkt þar sem skattayfirvöld túlki alla sérgreinda frádráttarliði þröngt og verðbréfasjóðum hafí hvergi bein- línis í lögum verið veitt slík heimild. Hagnaður skattskyldur - tap ekki frádráttarbært Þá er rakið að nokkrir hlutabréfa- sjóðir hafi verið reknir með tapi árið 1992 vegna verðfalls á hlutabréfum en engu að síður gert að greiða tekju- skatt þar sem söluhagnaður hluta- bréfa og hækkun annarrar verð- bréfaeignar var skattskyld en sölutap og verðfall fékkst ekki viðurkennt til frádráttar. í skýrslunni er einnig m.a. vikið sérstaklega að tilvikum þar sem jafn- ræðis sé ekki gætt, annars vegar milli gjaldenda og hins vegar milli gjaldenda og hins opinbera. Þannig sé t.a.m. einstaklingum í rekstri meinað að draga mótframlag í lífeyr- issjóð frá tekjum meðan slíkt sé heimilt ef rekstur er í nafni félags. Einstaklingar megi ekki telja fólks- bíla, sem notaðir séu til rekstrar, til eigna og rekstrarkostnað þeirra til gjalda en slíkt sé unnt ef bílarnir séu í eigu félaga. Tekjuskattshlutfall hlutafélaga og samvinnufélaga sé nú 33%, sameignarfélaga og annarra félaga 41% en einstaklingar í rekstri greiði allt að 46,8% að meðtöldu út- svari. Gjaldendur greiði viðurlög og dráttarvexti af vangreiddum gjöldum en ofgreiddir skattar beri almenna sparisjóðsvexti. Mikið vanti á að yfír- völd uppfylli kröfur laga um tíma- mörk úrskurða í skattakærumálum og rökstuðning slíkra úrskurða. Þannig er kvartað undan seinagangi og óvissu um lyktir mála hjá skattyf- irvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.