Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 41 Oþolandi Þorbjörg Hiksti er óþolandi ^inlaver •cnanusekí8 aatnas®1." ekkivrö Hallfríður Kristín Völundur Logi Svona jurningar Bergþóra Eitthvað pirrandi Bugsy Malone hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar ann 19. nóvember frumsýnir unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar söngleikinn Bugsy Malone eftir Alan Parker. Sagan um Bugsy Malone er vel þekkt, enda gerði Parker fræga bíómynd eftir sögu sinni hér á árum áður. Sviðsgerðina bjó hann síðan til eftir áskorun frá unglingaleikhúsum um allan heim. Tónlistin í leikritinu er eftir Paul Williams. Um 60 unglingar á aldrinum 13-17 ára taka þátt í sýningu Leikfé- lags Hafnaríjarðar og sjá þau sjálf um allt sem við kemur sýningunni. Guðjóns Sigvaldasonar þýddi verkið og leikstýrir hópnum. HVAR ERU ÞAU OG Yrkir Ijóð um lífið Asta Dís Gunnlaugs- dóttir er 13 ára gömul, nemandi í Þinghólsskóla. Auk þess að spila á klarínett í Skólahljóm- sveit Kópavogs og taka þátt í starfsemi Listaklúbbs Þing- hólsskóla yrkir Ásta Dís ljóð í frístundum. - Hvenær byrjaðir þú að skrifa ljóð? „Ég byijaði bara núna á þessu ári.“ - Gerirðu mikið af því að lesa ljóð? „í fyrra fengum við bókina Ljóðspor í skólanum og ég hef lesið frekar mikið í henni.“ - Áttu eitthvert uppáhalds ljóð eða ljóðskáld? „Þau eru nú svo mörg að ég veit ekki hvað ég ætti að nefna. En mér fínnst ljóðið Ég er óskin eftir Gest Guð- fínnsson gott og líka Lítill drengur eftir Jón úr Vör.“ - Hafa unglingar mikinn áhuga á ljóðum? „Nei, það held ég ekki. Að minnsta kosti ekki þeir krakk- ar sem ég þekki." BLÓM LÍFSINS Blóm er eins og maðurinn. “ Vaknar til lífsins eins og maðurinn. Deyr eins og maðurinn. Hverfur í myrkrið svarta eins og maðurinn. LÍFIÐ Lífið er eins og fuglinn fljúgandi. Flðgrar uns hann þreytist. Hvílir sig og heldur áfram. Uns vængimir þreytast, hvílir sig lengi vel og deyr. * ÁSTIN Ástin býr í hjarta mannsins. Ástin blómstrar í huga manns. Eins og blóm sem springur út í fallegu vori. Ástin er hjarta sem aldrei hættir að slá. FRAMUNDAIM I Hólmaseli; 17. nóv. Bíóferð. 19. nóv. Sundlaugarpartý. 24. nóv. Kynning; skiptinemasamtök. 26. nóv. Opið hús. í Frostaskjóli: 17. nóv. Opið hús. 19. nóv. Ball á vegum Frostafés. 16 ára trúbador af Skag- anum o.fl. skemmtiatriði. 20. nóv. Opið hús kl. 1.00—16.00. 22. nóv. Strákakvöld. Stelpum bannaður aðgangur! 24. nóv. Opið hús. 26. nóv. U2-kvöld. Tónlist og myndband með hljómsveitinni. 27. nóv. Opið hús kl. 12.00-16.00. 29. nóv. Opið hús. í ÁRSELI: Opið hús frá 20.00 til 23.00 og 17.00 til 19.00 aila daga nema fimmtudaga. Morgunsala er í Árseli frá 9.30 til 10.00 og danssalurinn er opinn fyrir unglinga til kl. 17.00. Nánari upplýsingar um dagskrá fást í síma 674044 og 671740. Llnda, 17 ára: Já, við erum ekki miðja alheimsins. Það hljóta að vera til verur á öðrum plánetum eins og hér. Sonja Björg, 17 ára: Nei, ég held við værum búin að finna þær ef þær væru til. Eggert, 16 ára: Nei. ■ Haukur, 16 ára. Bæði og ... við vitum ekkert um þær og þar af leiðandi ekki hvort þær eru til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.