Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993
FOLK
■ MICHAEL Laudrup telur Dani
eiga mikla möguleika gegn Spán-
verjum í undankeppni HM í kvöid,
en jafntefli tryggir Dönum sæti í
lokakeppninni. „Okkur gengur alltaf
best þegar við getum beitt gagn-
sóknum og tækifærin ættu að vera
næg gegn Spánverjum," sagði
Laudrup, sem leikur með Barcel-
ona.
■ SPÁNVERJAR hafa verið með
í síðustu fjórum lokamótum HM, en
verða að sigra Dani til að fá tæki-
færi í Bandaríkjunum.
■ FRÖKKUM nægir jafntefli
heima gegn Búlgörum til að
tryggja sér sæti í lokakeppninni.
„Það yrði útí hött að leika uppá
jafntefli," sagði Michel Platini,
fyrrum leikmaður og þjálfari
Frakklands. „Frakkar hafa allt
sem til þarf til að sigra,“ bætti hann
við.
■ GERARD Houllier, landsliðs-
þjálfari Frakka, sagði að Frakkar
hefðu ávallt sýnt að þeir efldust við
mótlæti og var bjartsýnn.
■ ERIC Cantona og Jean-Pierre
Papin verða í fremstu víglínu
Frakka. „Það er mikið álag á okk-
ur, en við erum ekki hræddir," sagði
Papin. „Við vitum hvað við þurfum
að gera.“
■ BÚLGARÍA vann 2:0 í fyrri
leiknum. „það verður ekki jafntefli,"
sagði miðhetjinn Khristo Stoic-
hkov, sem leikur með Barcelona.
„Annað liðið sigrar og við erum
ekki hræddir."
■ GRAHAM Taylor hefur gert
sjö breytingar á liði Englendinga
frá 2:0 tapleiknum gegn Hollend-
ingum og heldur í vonina um sjö
marka sigur gegn San Marínó. Þá
kemst England áfram tapi Holland
fyrir Póllandi.
■ PA UL Gascoigne og Alan She-
arer verða ekki með Englending-
um vegna meiðsla. Les Ferdinand
verður miðheiji.
■ STUART Ripiey, kantmaður
hjá Blackburn, leikur fyrsta lands-
leik sinn og Andy Sinton verður á
vinstri kantinum.
■ DES Walker kemur aftur inní
liðið og verður aftasti maður vamar
í staðinn fyrir Tony Adams.
■ TAYLOR er bjartsýnn. „Ég á
mér draum — að komast til Banda-
ríkjanna."
■ GIORGIO Leoni, þjálfari San
Marino, segir að ekkert verði gefið.
„Við vitum að leikurinn getur opnað
dyr fyrir Englendinga, en við ætl-
um að beijast og þriggja til fjögurra
marka tap yrði ásættanlegt."
■ PÓLSKA knattspymusam-
bandið hafnaði tilboði enska blaðs-
ins Daily Mirror, sem bauð hveijum
leikmanni Póllands 10.000 pund
(liðlega milljón kr.) fyrir sigur gegn
Hollandi. Blaðið bauð enska liðinu
70.000 pund fyrir sjö marka sigur.
■ LESLAW Cmikiewicz, þjálfari
Póllands, sagðist ekki hafa áhuga
á tilboðinu. „Leikurinn snýst um
íþróttir en ekki peninga." „Við leik-
um fyrir okkur sjálfa og 40 milijón-
ir landa okkar,“ sagði miðjumaður-
inn Robert Warzycha.
■ HOLLENSKT auglýsingafyrir-
tæki brást við tilboði enska blaðsins
með því að bjóða San Marínó tæp-
lega 3,8 millj. kr. fyrir sigur gegn
Englandi.
■ GRAHAM Taylor, þjálfari
Englands, sagði að tilboð enska
blaðsins gæti reynst enska liðinu
dýrkeypt. Pólveijar hefðu metnað
til að sigra og þyrftu ekki svona
örvun.
■ HOLLENDINGUM nægir jafn-
tefli, en Dick Advocaat, þjálfari,
leggur áherslu á sigur. „Frakkar
héldu að þeir væm komnir til
Bandaríkjanna, en vöknuðu við
vondan draum gegn ísrael og það
er víti til vamaðar.“
■ ADVOCAATsagði að vissulega
hefði Daily Mirror boðið Pólverjum
mikla peninga, „en við treystum
á eigin getu og vonandi nægir
hún.“
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI KVENNALANDSLIÐA
Morgunblaðið/Kristinn
Síðasta æfing fyrir leik. Una Steinsdóttir er lengst til vinstri, þá Guðný Gunnsteinsdóttir, Erla Rafnsdóttir þjálfari, Herdís Sigurgeirsdóttir og Ósk Víðisdóttir.
Spuming um vörnina gegn ítölum
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
hanknattleik mætir ítölum í
Evrópukeppni kvenna í Ásgarði
í Garðabæ í kvöld og hefst leik-
urinn kl. 20.
Erla Rafnsdóttir landsliðsþjálfari
tilkynnti tólf manna hóp í gær
og í honum era: Inga Lára Þóris-
dóttir, Víkingi, Herdís Sigurbergs-
dóttir, Stjörnunni, Halla María
SKÚTURNAR 14 í Whitbread
siglingakeppninni umhverfis
jörðina, lögðu af stað frá Punta
del Este í Uruguay á laugardag-
inn í annan og erfiðasta áfanga
keppninnar yfirtil Fremantle í
Ástralíu, alls um 7.500 sjómílna
leið. Alira veðra er von á þess-
ari löngu siglingaleið og reynir
mjög á hæfni áhafna og bát-
anna.
Mikið gekk á í startinu á laug-
ardaginn. Ukraínu-báturinn
Hetman Sahaidachny sigldi á fyrstu
baujuna en skemmdist ekki. Einn
skipverja á Uraguay Natural stökk
ÚRSLIT
HM í lyftingum
Melbourne, Ástralíu:
-70 kg flokkur karla:
1. Yoto Yotov (Búlgaríu)...........342.5
(Snaraði 155.0, jafnhetti 187.5)
2. Ergun Batmaz (Tyrklandi)........332.5
(150.0, 182.5)
3. Andreas Behm (Þýskal.)...........330.0
(145.0 185.0)
-76 kg flokkur karla:
1. Altym Orazurdiev (Túrkmenistan) ....370.0
(167.5, 202.5)
2. Rouslan Saftchenko (Úkraínu).....370.0
(170.0, 200.0)
3. Kim Myon-nam (N-K6rea)...........362.5
(167.5, 195.0)
-64 kg flokkur kvenna:
1. Li Hongyun (Kína)................220.0
(102.5, 117.5)
2. Won Soon-Li (S-Kórea)............202.5
(87.5, 115.0)
3. Julie Malenfant (Kanada).........195.0
(87.5, 107.5)
■Að loknum fimm keppnisdögum af tíu
hafa Kínveijar hlotið flest gullverðlaun, 13
alls. Búlgarir koma næstir með 8 gull, Tyrk-
ir hafa unnið þrenn gullverðlaun.
Helgadóttir, Víkingi, Ragnheiður
Stephensenj Stjörnunni, Andrea
Atladóttir, IBV, Heiða Erlingsdótt-
ir, Víkingi, Svava Sigurðardóttir,
Víkingi, Una Steinsdóttir, Stjörn-
unni, Guðný Gunnsteinsdóttir,
Stjörnunni, Hulda Bjarnadóttir,
Víkingi, Fanney Rúnarsdóttir,
Gróttu, og Hjördís Guðmundsdóttir,
Víkingi.
Þær sem duttu út úr stóra hópn-
fýrir borð rétt eftir að lagt var upp
og var tekinn upp í einn af smábát-
unum sem fylgdu skútunum fyrstu
mílumar. Hann gaf þá skýringu að
hann hefði fengið svo mikla heim-
þrá og treysti sér ekki í þessa sigl-
ingu sem getur tekið allt upp tvo
mánuði. Það fækkaði því í áhöfn
Natural um einn og því er skútan
léttari fýrir vikið, en vinnuálagið
meira.
Á þriðjudag voru skúturnar bún-
ar að sigla um 250 mílur og hafði
svissneska skútan Merit Cup þá
mílu forskot á Endeavour frá N-Sjá-
landi, sem sigraði á fyrsta leggnum
frá Southampton í Englandi til
Ami Þór Hallgrímsson og
Broddi Kristjánsson komust í
undanúrslit í tvíliðaleik á Opna
norska meistaramótinu í badmin-
ton, sem fór fram í Sandefjord um
helgina. í einliðaleik féllu þeir úr
keppni í 2. umferð.
I tvíliðaleiknum mættu strák-
amir Uddmar og Jansson frá Sví-
þjóð í 1. umferð og unnu 15-3 og
15-5. í 2. umferð höfðu þeir betur
gegn Norðmönnunum Tor Egil
Kristensen_ og Wang, 15-1, 13-15
og 15-9. í 3. umferð tóku þeir
um voru Ósk Víðisdóttir úr Fram,
íris Sæmundsdóttir úr ÍBV, Vigdís
Finnsdóttir úr KR, Harpa Melsted
úr Haukum og Steinunn Tómas-
dóttir úr Fram. Vegna meiðsla og
veikinda geta Auður Hermanns-
dóttir úr Viram í Danmörku og
Laufey Sigvaldadóttir úr Gróttu
ekki leikið með.
Leikurinn er mjög mikilvægur
því ef sigur vinnst stendur íslenska
Uragauy. Háseti af skútunni Tokio
féll útbyrðis á mánudag er hann
var að skipta um belgsegl, en náð-
ist fijótlega um borð aftur og varð
ekki meint af volkinu og heldur því
áfram. Tokio sigraði í flokki minni
báta á fyrsta legg og verður að
teljast til alls líkleg á þessum legg.
Staðan á hádegi á mánudag:
1. MeritCup...7.250 mílur í mark.
2. Nýja-Sjáland Endeavour...7.251
3. Intrum Justitia.......7.256
4. Galicia Pescanova 93..7.258
5. Winston...............7.261
6. Yamaha................7.266
Danina Kenneth Jonassen og Sör-
en B. Nielsen 15-8 og 15-11, en
töpuðu 15-9 og 15-10 fyrir Svíun-
um Österberg og Ljungmark í
undanúrslitum.
Árni sat yfir í 1. umferð einliða-
leiksins, en tapaði 15-2 og 15-5
fyrir Österberg í 2. umferð. Broddi
byijaði á því að vinna Norðmann-
inn Jim R. Andersen 15-8 og
18-14, en tapaði svo fyrir Svíanum
Jesper Olson, 18-17, 12-15 og
15-8.
liðið vel í baráttunni um að komast
áfram, sigri ítalir era möguleikar
okkar hins vegar hverfandi.
Erla sagði við Morgunblaðið í
gærkvöldi að vegna meiðsla hefði
orðið að æfa upp nýja vörn og vika
væri dálítið stuttur tími til slíks. „Ég
held við eigum að klára þetta í sókn-
inni og vonandi gengur vörnin líka
upp,“ sagði Erla.
KNATTSPYRNA
HM-keppnin
Mikil spenna er í leikjum kvöldsins í heims-
meistarakeppninni, en leikir verður um síð-
ustu niu sætin í HM í Bandaríkjunum 1994.
Þær þjóðir sem hafa svartar kúlur fyrir
framan sig hafa tryggt sér rétt til að leika
í Bandaríkjunum, en þær þjóðir sem eru
með hvítar kúlur fyrir framan sig eru að
beijast um farseðil þangað.
RIÐILL 1
OÍtalía..............9 6 2 1 21: 7 14
OPortúgal 9 6 2 1 18: 4 14
OSviss 9 5 3 1 19: 6 13
Skotland 9 3 3 3 12:13 9
Malta 9 1 1 7 3:21 3
Eistkland 9 0 1 8 1:23 1
í KVÖLD: ítalia - Portúgal, Sviss - Eist-
land, Malta - Skotland. Barist um tvö sæti.
RIÐILL 2
•Noregur..........10 7 2 1 25: 5 16
OHolland.......... 9 5 3 1 26: 8 13
OEngland.......... 9 4 3 2 19: 8 11
Pólland............ 9 3 2 4 9:12 8
Tyrkland...........10 3 1 6 11:19 7
San Marínó......... 9 0 1 8 1:39 1
í KVÖLD: San Marínó - England, Pólland
- Holland. Holland og England beijast um
sæti.
RIÐILL 3
ODanmörk............11 7 4 0 15: 1 18
OSpánn..............11 7 3 1 26: 4 17
OÍrland.............11 7 3 1 18: 5 17
N-írland............11 5 2 4 13:12 12
Litháen.............12 2 3 7 8:21 7
Lettland............12 0 5 7 4:21 5
Albanía.............12 1 2 9 6:26 4
í KVÖLD: N-lrland - írland, Spánn - Dan-
mörk. Barist um tvö sæti.
RIÐILL 4
OBelgfa........... 9 7 0 2 16: 5 14
ORúmenía.......... 9 6 1 2 27:11 13
OTékkó/Slóvakía 9 4 4 1 21: 9 12
OWales____________ 9 5 2 2 18:10 12
Kýpur.............10 2 1 7 8:18 5
Færeyjar..........10 0 0 10 1:38 0
í KVÓLD: Wales - Rúmenía, Belgía -
Tékkó/Slóvakfa. Barist um tvö sæti.
RIÐILL 5
• Rússland.......7 5 2 0 15: 3 12
•Grikkland.........7 5 2 0 9: 2 12
ísland.............8 3 2 3 7: 6 8
Ungveijaland.......8 2 1 5 6:11 5
Lúxemborg..........8 0 1 7 2:17 1
í KVÖLD: Grikkland - Rússland.
RIÐILL 6
• Svíþjóð.......10 6 3 1 19: 8 15
OFrakkland........ 9 6 1 2 16: 8 13
OBúlgaría......... 9 5 2 2 17: 9 12
Austurríki........10 3 2 5 15:16 8
Finnland..........10 2 1 7 9:18 5
ísrael............10 1 3 6 10:27 5
í KVÖLD: Frakkland - Búlgaría. Leikurinn
er hreinn úrslitaleikur um sæti.
Þá leikur Argentína og Ástralía seinni
leik sinn um réttinn til að leika f Bandaríkj-
unum.
SIGLINGAR / WHITBREAD
Skipverji fékk heim-
þrá og stökk fyrir borð
Skúturnar lögðu upp frá Uruguay til Ástralíu um helgina
BADMINTON / OPNA NORSKA
Ámi og Broddi úr
í undanúrslitum