Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993
Þjóðverj-
ar semja í
Kína
HELMUT Kohl Þýskalands-
kanslari, sem er í heimsókn í
Kína, var í gær viðstaddur und-
irritun nýrra viðskiptasamn-
inga er nema alls um 125 millj-
örðum kr. Þjóðveijar munu
m.a. leggja neðanjarðaijárn-
brautir í Guangzhou á suður-
ströndinni og Kínveijar kaupa
sex Airbus-farþegaþotur. Einn-
ig voru undirritaðir ýmsir auka-
samningar upp á rúma 60 millj-
arða er sumir munu gagnast
samstarfsríkjum Þýskalands í
Evrópu.
Trúlausu vitni
vísað frá
KÆRU á hendur miðaldra
manni á eynni Tasmaníu í Ástr-
alíu fyrir meint kynferðislegt
ofbeldi gegn 12 ára dreng hef-
ur verið vísað frá. Ástæðan er
sú að dómarinn taldi sannað
að drengurinn tryði ekki á Guð,
gerði sér enga grein fyrir því
að Guð „gæti refsað honum í
þessu lífi eða næsta“. Drengur-
inn gæti því ekki lagt hönd á
helga bók og heitið því að segja
sannleikann fyrir rétti.
Risaflugvél
ferst í Iran
LEITARMENN í þyrlum komu
í gær auga á brak úr rúss-
neskri flutningaflugvél sem
fórst fyrr um daginn með 17
manns innanborðs í fjalllendi í
suð-austurhluta Irans. Ekki var
vitað hvort nokkur komst lífs
af. Vélin var af gerðinni An-
124 sem mun vera stærsta
flugvél í heimi.
Bossi stefnt
fyrir meiðyrði
UMBERTO Bossi, leiðtogi
Norðursambandsins, á yfir
höfði sér rannsókn vegna
meintra meiðyrða og svika-
mála, að sögn ítalska útvarps-
ins. Ríkissaksóknari mun
kanna hvort ástæða sé til máls-
höfðunar á hendur Bossi fyrir
þau ummæli hans í september
sl. að líf dómara sem reyndu
að bendla Norðursambandið við
mútumál væri ekki nema 300
líra virði, þ.e. andvirði einnar
byssukúlu.
Eurovision af
sviðinu
ANDREW Lloyd Webber til-
kynnti í gær að hætt yrði sýn-
ingum á gamanleiknum Euro-
vision, sem fékk afar slæma
dóma í breskum dagblöðum í
síðustu viku. Lloyd Webber er
framleiðandi Eurovision, en
höfundur og leikstjóri Tim
Luscombe.
Reuter
Fingraför Oswalds á morðvopni
LJÓSMYNDIR sem nýlega hafa komið fram staðfesta að fingraför Lee Harveys Oswalds fundust
á rifflinum sem notaður var við morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í Dallas, höfuðstað
Texas, árið 1963. Vincent Scalice, fyrrum yfirmaður fingrafaradeildar lögreglunnar í New York,
sagðist í fyrradag, eftir að hafa skoðað nýju myndirnar, ekki í neinum vafa, fingraför Oswalds væru
á gikkshúsi riffilsins. Við vitnaleiðslur á Bandaríkjaþingi 1978 staðhæfði hann að fingraför Osw-
alds hefðu ekki verið að finna á morðvopninu. I gærkvöldi var sýndur sjónvarpsþáttur, Frontline,
um Oswald í Bandaríkjunum en við undirbúning þáttarins komu myndirnar í ljós. Meðfylgjandi
mynd var tekin i Dallas nokkrum sekúndum áður en Kennedy var myrtur 22. nóvember 1963.
Bandaríkin
Marg'ii’ vildu
leigja legið
Houston. Reuter.
UNG kona bauð leg sitt til leigu
og fékk mun betri viðbrögð en
hún þorði að vona því hundruð
manns svöruðu auglýsingu
hennar sem komið var fyrir
meðfram hraðbraut í Houston.
í gær höfðu allt að 300 manns
hringt í lögfræðing konunnar sem
sögð er vera gift og móðir 12 ára
drengs. Hún er sögð með háskóla-
gráðu í líffræði og í doktorsnámi.
Aldur hennar var ekki gefinn upp
og sagt að leigugjald fyrir legið
væri samkomulagsatriði.
Á auglýsingaskiltinu stóð: „Leg
til leigu. Menntuð, heilbrigð, um-
hyggjusöm leigumóðir föl.“ Fyrir-
spurnum var vísað á númer lög-
fræðings konunnar og sagði hann
að fyrirspurnir hefðu borist víða
að, m.a. frá Ástralíu og Hollandi.
Leigumóðir tekur að sér að
ganga með og ala barn annarra,
annað hvort með því að hennar
eigið egg hefur verið fijóvgað eða
fóstursvísi sem hún á engan þátt
í hefur verið komið fyrir í legi
hennar. Aðferðin er umdeild sakir
þess að í nokkrum tilvikum af
þessu tagi hefur leigumóður snúist
hugur á meðgöngunni og viljað
halda barninu sjálf eftir fæðingu.
Leiðtogar stríðandi fylkinga í Bosníu hittast í Genf
Rætt hvernig koma megi
íbúum til bjargar í vetur
Sarajevo, Genf. Reuter.
Reuter
Vetur í Sarajevo
VETUR er genginn í garð í Bosniu og er óttast að þúsundir manna
kunni að láta lífið úr kulda og hungri í vetur. Myndin er tekin í
kirlgugarði i Sarajevo þar sem verið er að bera enn eitt fórnarlamb
stríðsins til grafar.
Khasbúla-
tov leiðist
í fangelsi
Moskvu. Reuter.
RÚSLAN Khasbúlatov, fyrrum
forseti rússneska fulltrúaþingsins,
segir fangelsun sína tímasóun þar
sem hann sé saklaus, að þvi er
haft var eftir lögfræðingi hans,
Vladímir Fomítsjev, í gær. Hefur
hann mótmælt fangelsun sinni til
ríkissaksóknara og segir hana
stangast á við friðhelgi hans sem
þingmanns.
Khasbúlatov var ásamt Alexander
Rútskoj varaforseta forsprakki upp-
reisnarmanna sem brotnir voru á bak
aftur og fangelsaðir 4. október sl.
Eiga þeir yfir höfði sér allt að 15
ára fangelsi fyrir að stofna til upp-
þots. Að sögn Fomítsjevs leiðist hon-
um að geta ekki unnið neitt gagn-
legt í steininum. „Hann er við góða
heilsu og hefur ekki lagst í þung-
lyndi, hann er of skynsamur til þess,“
sagði Fomítsjev. Rússneskt blað
hafði í síðasta mánuði eftir manni
sem sá Khasbúlatov og Rútskoj í
fangelsi að þingforsetinn fyrrverandi
væri andlegt og líkamlegt skar.
Bróðir Khasbúlatovs, Jamlíkhan,
sagði /níerfax-fréttastofunni í gær
að safnað hefði verið nógu mörgum
undirskriftum til þess að þingforset-
inn færi fram við þingkosningamar
í Kákasuslýðveldinu Dagestan.
Starfsmaður kjörstjómar sagði hins
vegar að framboð Khasbúlatovs væri
ekki á dagskrá þar sem hann væri
á lista yfír menn sem Jeltsín hefði
svipt kosningarétti með tilskipun.
LEIÐTOGAR múshma, Króata
og Serba hafa samþykkt að hitt-
ast í Genf á morgun, fímmtudag,
til að ræða hvernig koma megi
um þremur milljónum manna í
Bosníu til bjargar, nú er vetur
er genginn í garð. Lýstu fulltrúar
hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ)
því yfir að þeim kæmi á óvart
ef leiðtogarnir nýttu ekki tæki-
færið til að ræða friðarsamkomu-
lag. Ottast er að þúsundir manna
láti lífið úr kulda og hungri í
Bosníu í vetur.
Alija Izetbegoviv, forseti Bosníu,
Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-
Serba og Mate Boban, leiðtogi Bos-
níu-Króata, munu ræðast við í Genf
en ekki er ljóst hvort að herforingj-
ar þeirra verði með í för. Það er
Sadako Ogata, yfirmaður Flóttta-
mannastofnunar SÞ, sem boðar til
fundarins. Leiðtogamir hafa ekki
ræðst við í um tvo mánuði.
Vetur er nú genginn í garð í
Bosníu og veður svo slæmt að fresta
varð því að fljúga með vistir til
Mostar í gær. Harðir bardagar voru
í gær við borgirnar Olovo og Var-
es, en múslimar hafa þær enn á
valdi sínu.
Verður Bretum stefnt?
Mohamed Sacirbey, sendiherra
Bosníu hjá Sameinuðu þjóðunum,
sagði á mánudag að Bosnía hyggð-
ist stefna Bretlandi fyrir brot á al-
þjóðasamþykkt um þjóðarmorð frá
1949, þar sem Bretar lögðust gegn
því að vopnasölubanni SÞ á Bosníu
yrði aflétt.
BESTU KAUPIN I LAMBAKJOTI
SKROkkUR Af msm
f LOkkS LAíABAklÖTI.
AÁTTÚRULC6A 60TT
- í niESTU vcRSLun