Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 Minning Guðjón Jónsson, fv. formaður Félags járniðnaðarmanna Fæddur 17. nóvember 1924 Dáinn 8. nóvember 1993 Það var sól og sumar 1950, er ég var kynnt fyrir Guðjóni Jóns- syni. Hann kom þá í heimsókn aust- ur á land, ásamt frænku minni, Unni Benediktsdóttur frá Reyðar- firði. Þau höfðu gengið í hjónaband 1948, en ég hafði nú samt ekki séð þennan unga mann fyrr. Jú, frænk- unni leist svo á, að þetta myndi vera indælispiltur og sú varð líka raunin. Þessi fagri sólardagur 1950 á Reyðarfirði átti eftir að einkenna okkar kynni og samskipti til hans hinsta dags. Guðjón bar ekki alla hluti á torg, með skvaldri og hávaða, hann var þeim mun traustari viriur ef eitt- hvað bjátaði á. Guðjón tók virkan þátt í félags- málum og var formaður járniðnað- armanna í 24 ár ásamt öðrum fé- lagsstörfum. Öll hans störf að félagsmálum bátu gott vitni um þann mann, er hann hafði að geyma, réttsýnan og ljúfan, með einstakt jafnaðargeð. Guðjón Jónsson fæddist ekki með gullskeið í munni, hann kaus þvi að starfa í þeim stjómmálaflokki, sem vann fyrir þá, er ekki veltu auðæfunum á undan sér. Þar var hann traustur liðsmaður, sem og í öðru, er hann lagði liðsinni. Það eru oft vissar hefðir, er skap- ast hjá skyldmennum. Hjá okkar fjölskyldu hafði orðið til sú hefð að hittast vissa daga um jól og ára- mót. Nú verður sæti Guðjóns autt. Það verður tómleiki, sem ekki mun auðvelt að sætta sig við. Ég segi því aðeins þetta: Þökk fyrir að hafa átt Guðjón Jónsson að vini þessi liðnu ár. Guð gefí Unni, börnum þeirra Birgi og Sonju, tengdabörnum og bamabörnum styrk, til að fylla upp í tómleikann, er skyndilegt fráfall Guðjóns Jónssonar veldur. Sigríður Eymundsdóttir. Eftir milt haust er kominn harð- ur vetur. Einn fyrsta vetrardaginn berast fréttir af voveiflegu bílslysi, keyrt er á gangandi vegfaranda. Guðjón Jónsson, gamall félagi í verkalýðshreyfíngunni, er fallinn í valinn. Guðjón var í fremstu forystu jámiðnaðarmanna í áraraðir. Hann var lengi varamaður í miðstjóm ASÍ og átti síðan sæti í miðstjóminni frá 1980 til ársins 1988. Á þeim Fædd 21. október 1907 Dáin 9. nóvember 1993 Helga Valtýsdóttir húsfreyja verður kvödd síðustu kveðju í dag. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík að morgni hins 9. nóvember síðast- liðins, 86 ára að aldri. Helga hafði lengst af ævinni verið heilsuhraust þar til fyrir fá- einum árum að elli tók nokkuð að mæða hana. Aðallega lýsti ellin sér í máttleysi í fótum svo að henni var varnað þeirrar hreyfíngar sem henni og raunar öllum er svo nauð- synleg, líkamlega sem andlega. En þessu mótlæti tók hún, svo sem hennar var von og vísa, með æðru- leysi og lét ekki sjá þess merki að sér fyndist slíkt ekki sjálfsagður hlutur. Helga fæddist 1 Seli í Austur- Landeyjum 21. október 1907, dótt- tíma gegndi Guðjón fjölda trúnaðar- starfa fyrir sambandið. Hann sat í Öryggisráði þar til Vinnueftirlit rík- isins var stofnsett, og átti Guðjón sæti í stjórn Vinnueftirlitsins frá upphafí og til ársins 1988. Hann átti sæti i iðnsveinaráði og fleiri embættum gegndi hann fyrir sam- bandið. Guðjón var mikill félags- málamaður og var hann kjörinn þingforseti á 35. þingi sambandsins árið 1984. Einkum minnumst við starfa hans hjá Alþýðusambandinu að öryggis- og vinnuvemdarmálum. Það var einmitt til þeirra starfa sem hann hvarf, eftir að giftudijúgum störfum lauk á vettvangi verkalýðs- baráttu árið 1989. Guðjón var dagfarsprúður maður og bauð af sér góðan þokka. Hann var þó fastur fyrir og ötull baráttu- maður fyrir bættum kjörum félaga sinna. Hann var ólatur við að fylgja eftir kröfum meðbræðra sinna og vann þar dijúgt starf. Um leið og ég þakka Guðjóni Jónssyni giftudijúg störf hans fyrir hreyfinguna votta ég eiginkonu hans og fjölskyldu samúð mína og kveð Guðjón Jónsson. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. Mánudagsmorguninn í síðustu viku laust niður á vinnustað Guðjóns heitins Jónssonar þeirri harmafregn að hann hefði orðið fyrir bifreið og látist. Guðjóns hafði mætt til vinnu þá um morguninn, með fyrstu mönnum að vanda, og varð slysið skömmu síðar. Erfitt er að lýsa þeirri tilfinningu sorgar og hryggð- ar sem breiddist út meðal starfs- manna hans. Ég kynntist Guðjóni fyrst á árun- um 1976 til 77 er hann sem formað- ur Félags jámiðnaðarmanna í Reykjavík fór að hafa samband við mig vegna aðbúnaðar og hollustu- hátta á vinnustöðum í málmiðnaði og bað mig m.a. að mæta á fund í félaginu til að fjalla um þau mál. Þá þegar kynntist ég hinum brenn- andi áhuga hans á velferð hins vinn- andi manns. Það var lífsskoðun hans að allt bæri að gera sem unnt væri til þess að koma í veg fyrir að vinnan og vinnuaðstæður leiddu til heilsutjóns og að hinn vinnandi maður ætti i'étt á góðum aðbúnaði á vinnustað. Og hann hafði ekki bara áhuga á að ná þessum mark- miðum fyrir það fólk sem kosið hafði hann til forystu í sínu stéttar- félagi, heldur fyrir alla launþega, hvar svo sem í stétt þeir væru. ir hjónanna Guðbjargar Guð- mundsdóttur og Valtýs Brandsson- ar sem þar bjuggu. Og í Seli ólst hún upp i hópi sex systkina þar til hún ung að árum hélt til Reykja- víkur í atvinnuleit. Undirritaður þekkti ekki for- eldra Helgu, en hefur fyrir satt að þar færu mikil sómahjón, sem aldrei brugðust að koma þar til hjálpar sem þau vissu hennar þörf. Ifyrir þessa og aðra ágæta eigin- leika voru þau elskuð og virt af þeim sem þekktu. Víst er það að þessi lýsing kemur mjög heim við þau kynni, sem ég hef haft af Helgu sjálfri, systkinum hennar, afkomendum og öðru skylduliði. Helga og Grímur bróðir minn gengu í hjónaband haustið 1942. Það lætur að líkum, að þau voru ekki mjög fjáð í byijun búskapar síns fremur en annað alþýðufólk í kjarasamningum á vinnumark- aði og í viðræðum við ríkisvaldið barðist Guðjón fyrir þessum hug- sjónum og að öðrum forystumönn- um launþega á þessum árum ólöst- uðum held ég að fullyrða megi að hann hafi verið i forystu fyrir þess- ari baráttu innan hreyfíngarinnar og átt einna mestan þátt í því að á árinu 1977 var gert samkomulag ASÍ, VSÍ og ríkisstjórnarinnar um að átak yrði gert í þessum málum. Þetta samkomulag var staðfest með bréfí þáverandi forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar, en það var yfirlýsing um að sett yrðu ný lög um aðbúnað, hollustuþætti og ör- yggi á vinnustöðum, að allt eftirlit með þessum málum yrði eflt og gerð yrði könnun á ástandi þessara mála. Ný lög um abúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sam- þykkt á Alþingi í maí 1980 og tóku gildi í ársbyijun 1981. Guðjón átti sæti í nefndinni sem samdi frum- varp að lögunum, en hún var undir formennsku Hallgríms Dalbergs ráðuneytisstjóra. Veit ég fyrir víst að hann hafði mikil áhrif á þær til- lögur sem nefndin gerði. Hann var skipaður í stjórn Vinnueftirlits ríkis- ins þegar við upphaf starfsemi þess og sat þar allt til ársins 1988. Áður var hann fulltrúi í Öryggisráði sem var ráðgefandi um starfsemi Ör- yggiseftirlits ríkisins sem annaðist eftirlit með öryggismálum á vinnu- stöðum þar til Vinnueftirlitið tók til starfa og leysti þá stofnun af hólmi 1. janúar 1981 samkvæmt hinum nýju lögum. Þegar ég var ráðinn öryggis- málastjóri í ársbyijun 1980 varð samstarf okkar Guðjóns strax náið og enn nánara eftir að ég var skip- aður forstjóri Vinnueftirlits ríkisins. Sem stjórnarmaður var Guðjón til- lögugóður og ýtti stöðugt á eftir því að unnið væri að framförum í vinnuverndarmálum. Reynsla hans af samningum á vinnumarkaði var honum gott vegarnesti og hann lagði ávallt áherslu á að samkomu- lag næðist um framgang mála. Árið 1989 lét Guðjón af störfum sem formaður Félags járniðnaðar- manna og sóttist þá strax eftir því að fá að helga vinnuverndarmálun- um starfskrafta sína að fullu. Réðst hann til starfa sem eftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu og starfaði þar til dánardægurs. Og þrátt fyrir að heilsan væri nokkuð tekin að dapr- ast var áhuginn á viðfangsefninu ávallt til staðar og viljinn til að láta gott af sér leiða fyrir hinn vinnandi mann. Fullyrða má að Guðjón hafi með störfum sínum að vinnuverndarmál- um komið til leiðar ráðstöfunum sem dregið hafa úr vinnuslysum og atvinnusjúkdómum og stuðlað að bættri líðan starfsmanna á vinnu- stað. Hitt er líka ljóst að honum fannst aldrei nóg að gert í þeim málum. Ég sakna ekki aðeins samstarfs- manns heldur trausts vinar og ráð- gjafa. Ég votta eftirlifandi eigin- eftir þá miklu og löngu kreppu og atvinnuleysi sem henni fylgdu. Húsnæðisekla hér á höfuðborgar- svæðinu var með ólíkindum. Enda voru fyrstu leiguíbúðir ungu hjón- anna ekki stórar. Þær reyndust þó nógu stórar til að rýma gesti þeirra. Sama var hvort mann bar að garði þeirra á nóttu eða degi, manni var ævinlega tekið opnum örmum og gestinum látið fínnast hann hafa gert þeim stóran greiða með ónæðinu. Kæmi maður að nóttu til að beiðast gistingar, dugði að kasta steinvölu í svefnherberg- isgluggann og allt var til reiðu á svipstundu, kvöldverður, uppbúið rúm í litlu stofunni þeirra og svo það hlýja og samt glaða viðmót sem þeim var báðum svo eiginlegt. Þetta ætti mér að vera í fersku minni. Á svo ósvikinn hátt frömdu þau gestrisni sína. Það er nú rúmlega hálf öld síðan ég kynntist fyrst Helgu Valtýsdótt- ur og með hveiju ári varð mér betur ljóst hver ágætismanneskja hún var. E.t.v. var Helga fulltrúi þeirra íslensku sveitakvenna, sem gjarnast gáfu, en sjaldnast þágu konu hans, Unni Benediktsdóttur, sem og öðrum vandamönnum og vinum hans mína dýpstu samúð. Eyjólfur Sæmundsson. Það leitaði sannur harmur á hug- ann, þegar ég heyrði að minn mæti vinur og góði félagi væri allur svo sviplega, svo alltof skjótt og skyndi- lega. Umferðin hafði enn einu sinni tekið sinn dýra toll, nú hafði hún hrifíð þann brott, sem á öllum svið- um vildi hafa eftirlit og aðgát sem bezta og barðist ötullegast fyrir því að fyllsta öryggis yrði gætt alls staðar. Vinnuvernd var honum hjartans mál í víðtækustu merkingu þess orðs og þar var hann frumkvöðull og merkisberi þegar allt slíkt þótti óþarfahjal aukakostnaðar. Til Guðjóns vinar míns var gott að leita, loforðaknappur en efndir þeim mun öruggari. Ef hann tók að sér mál þá var öruggt að því væri borgið, enda var sem yndi hans allra mest að liðsinna fólki og vísa til vegar í vandamálum og þvi kærkomnari voru honum málin sem það fólk átti í hlut sem minna mátti sín, sem átti við örðugleika að stríða á einhvem veg. Félagsleg samhjálp var honum ekki sam hátíðarorð til helgidagabrúks heldur samofin öll- um verkum hans þar sem hugsjón og verk áttu sjálfsagða samleið. Guðjón var drengur góður óg sannur, gegn fulltrúi sinnar stéttar, farsæll og framsækinn um leið, fastur fyrir, ötull en aðgætinn. Maður eins og Guðjón, sem um árafjöld hafði í fylkingarbijósti ver- ið í fjölmennum launþegasamtökum og öðlast slíkan trúnað, virðingu og vinsældir um leið, hafði auðvitað ekki náð svo langt án fyrirhafnar, heldur með sívökulu starfí sínu og varðstöðu hvarvetna þar sem þess var þörf, þrotlausri önn í raun fyrir umbjóðendur sína. Það þurfti eng- inn að velkjast í vafa um heilindi hans og dáðríkan drengskap og alúð sýndi hann öllu er hann tók sér fyrir hendur, metnaðarfullur fyrir hönd síns fólks, áræðinn en örugg- ur. laun sinna góðu verka, þeirra kvenna sem aldrei lærðist að verð- leggja verk sín. Helga komst ekki hjá því á langri ævi að reyna ýmiskonar mótlæti, en bar það jafnan þannig að fáir sáu að henni væri brugðið. Á vettvangi flokksins okkar vann hann afar gott starf einnig, enda hugsjón sósíalismans honum eigin- leg og sjálfsögð og þar skyldi at- höfn fylgja orðum. Þar kynntist ég honum bezt, en hann var einnig tengdur heimabæ mínum, þaðan var hans góði og trausti förunautur og það tryggði enn frekar traust bönd og vináttu. Aðrir munu til að gera æviferli þessa ágæta félaga þau skil sem verðugt er, en ég hlýt að geta um hans vinhlýju og vel gerðu eiginkonu, Unni Benedikts- dóttur frá Reyðarfirði, sem er dótt- ir mikils vinafólks míns þar, sem nú er allöngu af sviði horfíð. Þar fer mikil mannkostakona í hvívetna. Börn þeirra tvö, Birgi og Sonju, sá ég og hitti fyrst heima og veit að þau hafa ríkulega erft ágæta eðlis- kosti foreldra sinna. Það var jafnan gott að hitta Guðjón, fínna þessa einlægni hug- ans, smáglettni hans í bland við alvöruna, en góðvildina og baráttu- gleðina samtvinnaða eins og bezt varð á kosið. Guðjón kveð ég með miklu þakk- læti fyrir mæta samfylgd, fyrir marga góða og gefandi stund, fyrir að hafa átt hann að félaga og vini. Hann lagði fram krafta sína af fórnfýsi og elju þess sem ekki spyr um endurgjald heldur aðeins það að koma góðum málum vel á veg, gera hugsjón morgundagsins sem mest að veruleika stundarinnar. Hollráður og heill drengur er kvaddur með trega í sinni og sökn- uði yfir því að mega ekki eiga hann að miklu lengur. Eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum eru færðar einlægar samúðaróskir. Það slær bjarma yljandi birtu á mæta minningu Guðjóns í mínum huga. Veri hann kært kvaddur við leiðarlok. Blessuð sé mæt minning hans. Helgi Seljan. Verkalýðshreyfingin hefur á margvíslegan hátt mótað íslenskt þjóðfélag. Fjölmörg réttindi sem nú eru talin sjálfsögð og eðlileg voru fyrir nokkrum árum baráttumál sem mættu mikilli andstöðu. Kjara- mál voru lengi skilgreind á þröngan hátt og talin bundin við kaupið sjálft eða tekjur í beinhörðum peningum. Síðan óx smátt og smátt skilningur á mun víðtækari skilgreiningu. Kjörin fælu einnig í sér aðbúnað á vinnustað, öryggismál og varnir gegn slysum og heilsutjóni. Bæta ætti hreinlætisaðstöðu og húsa- kynni, vinnuskálar og matstofur yrðu samboðin mannlegri reisn. Við kveðjum í dag mætan félaga og góðan vin sem var í fremstu röð þeirra sem gáfu kjarabaráttu ís- lensk launafólks fjölþætt innihald. Guðjón Jónsson var um árabil sá forystumaður verkalýðshreyfingar- innar sem með einbeitni og skýr- leika bar fram kröfur um betri að- búnað og meira öryggi á vinnustöð- um íslenskra launamanna. Margt af því sem nú er talið til sjálf- Og stór þótti þessi granna og smá- vaxna kona, þegar hún öldruð og lasburða hlaut að sjá á eftir öðrum tveggja sona sinna, atgervis- og glæsimenni á besta aldri. Hann hafði eftir langa og harða baráttu orðið að lúta í lægra haldi fyrir illvigum sjúkdómi. Helga heitin var í minna meðal- lagi á vöxt, kvik og snör í hreyfing- um. Hún hafði yndi af að deila geði við aðra og var þá hrókur alls fagnaðar. Því þótti svo nota- legt að vera gestur hennar. Ýmissa hluta vegna urðu kynni okkar Helgu eigi alllítil. Auk þess að vera mágkona mín var um ára- bil stutt á milli heimila okkar, þeg- ar við Svava bjuggum á Njálsgötu en þau Grímur og Helga á Skúla- götu. Milli okkar var þá rétt snerti- spölur, sem var mátuleg heilsubót- arganga eftir kvöldmat, enda urðu fundir okkar tíðir, þau voru sannarlega góðir grannar. .Ekki síður hefur okkur þótt gott ná- grennið við þau hjón og þeirra fólk í sumarkofunum okkar í Laugar- dal. í sumarblíðunni sem einatt verður á þessum slóðum var gott Helga Vilborg Valtýs- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.