Morgunblaðið - 30.11.1993, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER 1993
Vinnslustöðin leitar til lögfræðings
Vill fá álit á um-
mælum Kristjáns
SIGHVATUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum, ákvað í gær, að höfðu samráði við stjórn fyrirtæk-
isins, að óska eftir lögfræðilegri álitsgerð vegna ummæla Kristjáns
Ragnarssonar, formanns bankaráðs íslandsbanka, í útvarpsviðtali í
gærmorgun. I viðtalinu sagði Kristján m.a. að það væri óábyrg af-
staða Sighvats að vilja greiða veiðileyfagjald. Hann stýrði fyrirtæki
sem ætti í gríðarlegum rekstrarörðugleikum og hefði enga fjármuni
til þess að greiða fyrir veiðileyfagjald.
Sighvatur sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að það væri
vitað mál, að Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum ætti í miklum erfið-
leikum. „En ástandið hjá okkur
núna er hvorki betra né verra en
það hefur verið um langa hríð. Við
viljum einfaldlega fá úr því skorið,
hvort það samræmist lögum um
bankaleynd, að formaður banka-
ráðsins skuli tilgreina sérstakt fyr-
irtæki og fjárhagsstöðu þess, þeg-
ar hann kemur fram í útvarpsvið-
tali sem formaður LÍÚ,“ sagði Sig-
hvatur.
Óeðlilegt
Sighvatur sagði að það færi eft-
ir því hver niðurstaða hinnar lög-
fræðilegu álitsgerðar yrði, hvort
um frekari aðgerðir af hálfu
Vinnslustöðvarinnar yrði að ræða.
Sighvatur kvaðst telja óeðlilegt að
formaður bankaráðs íslandsbanka
nafngreindi einstök fyrirtæki þeg-
ar hann stæði í deilum við ákveðna
útgerðarmenn, eins og hann sjálf-
an, vegna ágreinings um hvort
taka beri upp viðræður um þróun-
argjald.
Morgunblaðið/Kristinn
Ingólfstorg fær á sig mynd
UNNIÐ hefur verið við Ingólfstorg alla daga og öll kvöld undanfarið, enda er stefnt að því að frágangi
þess verði að mestu lokið áður en jólaösin hefst í næsta mánuði. Er torgið óðum að fá á sig endanlega mynd.
Vatnsútflutningiir frá
Sauðárkróki í sjónmáli
Fyrrverandi aðalforstjóri Alusuisse stendur að stofnun hlutafélags
Sauðárkróki.
Á FUNDI bæjarsljórnar Sauðárkróks í dag, verður lagður fram til
samþykktar stofnsamningur fyrir félagið „Islenskt ferskvatn hf.“ Það
eru dr. Paul H. Mueller fyrrverandi aðalforstjóri Alusuisse, Gunnar
G. Schram prófessor í Reykjavík og Sauðárkrókskaupstaður sem gera
með sér þennan stofnsamning, en undirbúningur að stofnun félagsins
hefur staðið allt frá því um mitt síðastliðið sumar.
til staðfestingar hjá bæjarstjórn
Sauðárkróks, um hlutafélag sem
hefja myndi uppbyggingu á vatns-
pökkunarverksmiðu á Sauðárkróki,
með útflutning á ferskvatni í huga.
B.B.
Stefán Logi Magnússon.
Reykjavík
Lýst eftir
13árapilti
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir 13 ára pilti, Stefáni Loga
Magnússyni. Hann fór af heim-
ili sínu við Stangarholt seint á
sunnudagskvöld en hefur síðan
þá haft samband við kunningja
sína.
Stefán Logi er 160 sm að hæð,
grannvaxinn, brúnhærður og
stuttklipptur. Hann var í bláum
gallabuxum, dökkblárri hettuúlpu
og svörtum skóm þegar hann fór
að heiman.
Lögreglan biður þá sem kunna
að hafa orðið varir við Stefán
Loga að láta vita í síma 11166.
Tilgangur hins nýja félags er
vinnsla, verslun og útflutningur á
lindarvatni og önnur skyld starfsemi
og er eignarhlutur hvers um sig
þannig að þeir Gunnar G. Schram
og dr. Paul H. Mueller eiga 40% hluta
félagsins hvor, en Sauðárkróksbær
20%. Hlutafé er tæp hálf fjórða millj-
ón króna, og hefur að fullu verið
greitt.
Um mitt síðasta sumar tókust
óformlegir samningar, milli Sauð-
árkrókskaupstaðar annarsvegar og
þeirra dr. Paul H. Mueller og Gunn-
ars G. Schram hinsvegar, um að
kannað væri, á því vatnsvæði sem
Sauðárkrókur hefur umráðarétt yfír,
hvort fínnanlegar væru þær lindir til
vinnslu ferskvatns sem svöruðu þeim
kröfum sem gerðar væru um rennsl-
ismagn og vatnsgæði, sem þyrfti til
útflutnings héðan og sölu á erlendum
mörkuðum.
í framhaldi af þessum óformlega
samningi komu hingað tveir sviss-
neskir jarðfræðingar ásamt Mueller
og skoðuðu aðstæður og fundu álit-
Iegt svæði þar sem gerðar voru frum
rennslismælingar á þeim lindum sem
í dag
Bardagar í rannsókn
Nú stefnir í að fram fari iögregiu-
rannsókn á keppni í bardagalistum
sem hjaldin var um helgina 25
Ráðherrar segja af sér_______
Allir ráðherrar sambandslandsins
Sachsen-Anhalt í austurhluta
Þýskalands hafa sagt af sér 26
Samkvæmisdansar
Danskur dómari telur að dansinn
sé á uppleið á íslandi 54
LeiÖari_______________________
Lífskjör og lækkun matarskatts 28
Dönsku stúlkumar koma á óvart
o rr ;- •;• >■' ■•, •
íþwttir
► Langt og strangt ferðalag
handboltalandsliðsins til Króat-
íu. Danir koma á óvart á HM
kvenna í handknattleik. Þijú
meyjamet í sundi.
þar voru og einnig mælingar á þétt-
leika jarðlaga og hreyfingu yfír-
borðsvatns.
Vatnið stenst gæðakröfur
Þegar niðurstöður þessara frum-
mælinga lágu fyrir síðla sumars og
ljóst var að vatnið stóðst mjög vel
allar kröfur um gæði, komu jarð-
fræðingamir aftur í byijun ágúst,
og virkjuðu lindimar á þann hátt sem
þeir töldu að þyrfti til þess, að yfír-
borðsvatn blandaðist ekki lindarvatn-
inu, en síðan þá hafa verið tekin
reglulega sýni af vatninu, sem send
hafa verið til efnagreiningar í Sviss,
en einnig til fleiri landa tii þess að
fá sem gleggst yfírlit yfír gæðin.
Nú virðist vera ljóst að vatnið
stenst allar kröfur og því hefur verið
gerður stofnsamningur, undirritaður
af öllum hluthöfum og lagður fram
Ekkert verður úr
blómainnflutimigí
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ ítrekaði í gær þau skilaboð til blóma-
innflytjenda að innflutningur á afskornum blómum samkvæmt tvíhliða
samningi við Evrópubandalagið yrði ekki heimilaður að óbreyttum
búvörulögum. Um er að ræða fjórar blómategundir, og eru nellikur
þeirra á meðal. Að sögn Bjarna Finnssonar kaupmanns í Blómavali
verður ekkert frekar aðhafst í málinu að sinni.
Bjarni sagði í samtali við Morg- yrði þó ekki vegna sérstaks þrýstings
unblaðið að fyrirspumir hefðu borist
í gær frá útflutningsstofnun blóma-
framleiðenda í Hollandi um það hver
viðbrögð íslenskra stjómvalda við
ósk um innflutningværu. Hann sagð-
ist ekki vita hvort hollenskir blóma-
framleiðendur hygðust kvarta yfír
því að innflutningurinn yrði ekki
heimilaður að þessu sinni, en það
frá íslenskum innflytjendum.
„Okkur fínnst að stjómmálamenn-
irnir verði að hreinsa til hjá sér í
þessu, en manni skilst að þeir eigi
það á hættu að fá á sig kærur. Það
er ekki endilega um sérstaka þörf
innflutnings að ræða í þessu tilfelli
heldur er þama frekar um að ræða
prinsipmál," sagði Bjarni.
Danskur maður flutti inn 3,7 kíló af hassi til landsins
Dæmdur í 8 mánaða fang-
elsi 2 vikum eftír handtöku
24 ÁRA gamall Dani var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa fyrir rúmum tveimur vikum
flutt inn til landsins frá Amsterdam 3,7 kg af hassi. Efnið fannst í
íþróttatösku í herbergi mannsins þegar hann var handtekinn á Hót-
el íslandi aðfaranótt 13. þessa mánaðar.
Maðurinn bar að hafa tekið að sér
að flytja efnið inn til landsins fyrir
mann sem hann hefði hitt í Amster-
dam. Umsamin greiðsla fyrir burð-
inn hafí verið 15 þúsund danskar
krónur. Ekki kvaðst hann vita önnur
deili á manninum en að hann væri
útlendingur sem héti Frank og hefði
sagt að fíkniefnalöggjöf á Islandi
væri næstum eins fijálsleg og í
Hollandi.
Umsamið hafí verið að hann færi
á hótel og þar mundi einhver gefa
sig fram við hann og vitja efnisins.
Því viti hann ekki hvaða aðilar á
íslandi tengist málinu. Maðurinn
kvaðst hafa talið að um væri að
ræða í mesta lagi 2-2,5 kg af hassi
sem hann hefði flutt inn til landsins
og hugsanlega hefðu aðrir en hann
flutt inn til landsins hluta þess efnis
sem lögreglan lagði hald á. Hann
vildi ekki skýra frá því um hveija
þar gæti verið að ræða og í dóminum
segir að af hálfu hans hafí því m.a
verið haldið fram að hann óttaðist
hefndaraðgerðir en í framburði hans
kom m.a. fram að sá sem réð hann
til verksins hefði haft í hótunum við
hann. Þar kemur einnig fram að
upphaf málsins hafi verið það ;
lögreglan hafi fengið upplýsing;
um að útlendingar hefðu komið I
landsins með fíkniefni og að grurn
hafi beinst að manninum og stúil
sem tekið hafði á leigu næsta he
bergi við hann. Sú var handtek
en ekkert fannst í herbergi henn;
og hvorki framburður mannsihs i
annað kom fram í málinu sem styrk
grun um aðild hennar að málinu.
Þrátt fyrir það sem að fram;
greinir bar maðurinn margítrek;
að hann hefði verið einn að ver
við innflutninginn og neitaði því ;
hann ætti sér samverkamenn. Har
var því talinn sekur um að hafa flu
inn allt það efni sem honum v;
gefið að sök og refsing hans tal
hæfileg fangelsi í átta mánuði.