Morgunblaðið - 30.11.1993, Síða 20
20
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993
íslenskur skipaiðnaður
Aukin verkefni geta
komið í veg fyrir hrun
eftir Örn Friðriksson
íslenskur málm- og skipaiðnaður
er að hruni kominn, vegna þess að
þar verður sífellt minna um að við-
skiptavinir segi — íslenskt, já takk.“
Þess í stað beinast viðskiptin til
útlanda, einkum Noregs og Pól-
lands.
Undanfarin sjö ár hafa íslending-
ar keypt ný fiskiskip og endurnýjað
gömul fyrir meira en 42 milljarða
króna.
Miðað við þessa gríðarlega fjár-
festingu mættí halda að íslenskur
málm- og skipaiðnaður stæði
traustum fótum. En svo er ekki.
íslensku fyrirtækin hafa aðeins
fengið brot af þessum viðskiptum.
Vegna viðvarandi verkefnáleysis
eru nokkur þeirra þegar gjaldþrota,
önnur eiga stutt í endalokin og þau
sem eftir lifa búa við algjöra óvissu
um framtíðína.
Þetta er nöturleg staða fyrir iðn-
að sem áður var blómlegur, skapaði
meira en þúsund mönnum störf og
skilaði sínu til þjóðarbúsins. Þetta
er enn nöturlegri staða í ljósi þess
að sjaldan hafa fallið til fleiri við-
gerðar- og skipasmíðaverkefni hér
á landi en einmitt síðustu ár.
Verkefnin fara til útlanda
Hvað veldur? Verkefnin hafa
einfaldlega flust úr landi. Sjö síð-
ustu ár hafa íslenskir útgerðarmenn
farið til útlanda og látið smíða þar
eða endurnýja skipakost fyrir tæpa
29 milljarða króna. Á sama tíma
hafa öll íslensku málm- og skipa-
smíðafyrirtækin aðeins fengið verk-
efni fyrir rúma 13 milljarða króna.
Ríkisstyrktur skipaiðnaður í Nor-
egi og undirboð frá Póllandi hafa
öðrum fremur freistað íslenskra
útgerðarmanna með milljarðana 29
í farteskinu. í Noregi styrkir ríkið
skipasmíðar um rúmlega 13% og í
Póllandi fást jafnan hagstæðustu
tilboðin í breytingar á fiskiskipum
Örn Friðriksson
vegna ríkisstyrktra undirboða. ís-
lensk málm- og skipasmíðafyrir-
tæki hafa hins vegar yfirleitt verið
með næst lægstu tilboðin í breyt-
inga- og viðgerðarverkin þannig að
ekki munar mikiu. íslensku fyrir-
tækin njóta engra ríkisstyrkja.
Fljótt á litið mætti álykta að það
væri hið besta mál fyrir íslendinga
að fá fiskiskipakost sinn niður-
greiddan í útlöndum. En ef við íhug-
um hver raunkostnaðurinn verður
þegar upp er staðið, þá snýst dæm-
ið við.
Útgerðarmaðurinn sparar í upp-
hafi í beinum útlögðum kostnaði.
íslenska þjóðarbúið tapar hins veg-
ar þeirri verðmætaaukningu sem
verkefnið mundi skapa og þetta
samaþjóðarbú þarf einnig að greiða
atvinnuleysisbætur vegna verk-
'efnamissis. Framkvæmdafé sem fer
úr landi tekur atvinnu frá fólki.
Árið 1992 fengu íslensku fyrir-
tækin aðeins 8% af verkefnum við
„Ef íslenskur skipaiðn-
aður á að lifa, verður
að gera ráðstafanir til
að halda íslenskum
verkefnum hér heima.
Beinast liggur við að
grípa til jöfnunarað-
gerða, til dæmis með
jöfnunar- eða undir-
boðstollum.“
nýsmíði og endurnýjun skipa. 92%
fóru til útlanda. Með slíku áfram-
haldi verður málm- og skipaiðnað-
urinn gjaldþrota. Með hruni hans
tapast hins vegar meira en aðeins
verðmætaaukning þjóðarbúsins.
Við gjaldþrot fyrirtækjanna missa
hundruð manna atvinnuna, fast-
eignir og tækjabúnaður tapa verð-
gildi sínu. Verðmæt þekking starfs-
manna hættir að nýtast. Þróunar-
og þjónustufyrirtæki tapa verkefn-
um. Bankar og sjóðir tapa hundruð
milljónum króna. Sparnaður út-
gerðarinnar breytist í tap þjóðarinn-
ar.
Ekki á jafnréttisgrundvelli
Meginvandi skipaiðnaðarins er
sá að hann keppir ekki á jafnréttis-
grundvelli. Hann keppir við ríkis-
styrktan skipaiðnað Norðmanna og
Pólvetja. Þessar þjóðir greiða niður
skipaiðnað sinn til að fá næg verk-
efni og halda uppi atvinnu.
Þar með er ekki sagt að íslensk-
ur skipaiðnaður sé ekki samkeppn-
ishæfur. í útboðum eru tilboð Is-
lendinga yfirleitt næst á eftir tilboð-
um Pólveija og Norðmanna og mun
lægri en tilboð frá öðrum löndum.
Það er því í raun lítið sem skilur á
milli, en nógu mikið samt til að ís-
Bensín á starfs-
menntakerfið
eftir Guðbrand
Magnússon
íslenska skólakerfíð hefur ekki
skilað þeim árangri sem þörf er á
og gríðarlegt misvægi er á milli
bóknáms og starfsnáms. Þetta kem-
ur best fram ef við berum okkur
saman við aðrar þjóðir, þar sem
starfsmenntun er í hávegum höfð,
s.s. Dani og Þjóðveija. Sá háttur
stjórnmálamanna að tala um mennt-
un íslensku þjóðarinnar sem auðlind,
sem við getum alltént huggað okkur
við þegar aflabrestur og samdráttur
í atvinnulífi blasir við, hefur leitt af
sér þá sjálfsblekkingu að menntun
þjóðarinnar sé góð. Sárafáir ungling-
ar sjá þó vænlega menntunarleið í
starfsmenntakerfmu, bóknámsleiðin
sogar fjöldann til sín og þar á meðal
bestu námsmennina. Á sama tíma
og til dæmis um 50% danskra ung-
menna lýkur formlegri starfsmennt-
un og 80% þýskra, þá nær það hlut-
fall hér í mesta lagi 20% og kannan-
ir benda reyndar til mun lægra hlut-
falls.
Iðnnemar hafa lýst miklum
áhyggjum sínum yfir því að geta
ekki lokið starfsþjáifun úti í atvinnu-
lífinu sem er forsenda þess að geta
lokið sveinsprófi. Vandinn liggur
m.a. í því að nemendum er veittur
óheftur aðgangur að námi í skóla,
sem fyrirséð er að ekki geta allir
lokið með starfsþjálfun í atvinnulíf-
inu. Það er auðvitað til skammar,
að nemendum sé beint í nokkurra
ára skólanám þegar fyrirséð er að
aðeins hluti þeirra getur lokið námi
með formlegum h'ætti. Nær væri að
sú takmörkun lægi fyrir á fyrstu
stigum námsins, eins og í nýju iðn-
ámskerfi í prentiðnaði.
Það verður að fjölga möguleikum
til formlegs starfsnáms, en nú er það
nánast eingöngu bundið við löggiltar
iðngreinar. Það þarf að auka og
bæta yerknámið í fyrirtækjunum og
gera atvinnurekendur ábyrgari fýrir
verknámskennslunni. Þeir hafa sýnt
sig reiðubúna til þess í a.m.k. nokkr-
um starfsgreinum gegn meiri áhrif-
um á innihald og framkvæmd náms-
ins.
Ef atvinnurekendur taka verk-
þjálfun iðnnema alvarlega fylgir því
kostnaður, en þeir atvinnurekendur
eru líka til sem nota iðnnema sem
ódýrt vinnuafl. Núverandi starfs-
menntakerfi býður þeirri hættu heim,
nánast engar kröfur eru gerðar um
gæði starfsþjálfunar og ekkert eftir-
lit er haft með henni.
Það þarf að fjölga þeim fyrirtækj-
um sem taka iðnnema til náms og
taka kennslu þeirra alvarlega. Það
gerist ekki af sjálfu sér, það þarf
bensín á starfsmenntakerfið - pen-
inga. Til að auðvelda fyrirtækjum
að taka nema þyrfti að taka upp
nokkurs konar hvatningarsjóð sem
allir atvinnurekendur myndu borga
í og þeir sem tækju iðnnema til verk-
náms fengju endurgreitt úr sjóðnum,
Guðbrandur Magnússon
„Það þarf að auka og
bæta verknámið í fyrir-
tækjunum og gera at-
vinnurekendur ábyrg-
ari fyrir verknáms-
kennslunni. Þeir hafa
sýnt sig reiðubúna til
þess í a.m.k. nokkrum
starfsgreinum gegn
meiri áhrifum á inni-
hald og framkvæmd
námsins.“
t.d. ákveðna upphæð fyrir hvern
nema sem þeir tækju. Þau fyrirtæki
sem ekki geta eða vilja taka nema
borguðu með öðrum orðum hinum
sem tækju að sér að mennta fólk til
starfa. Það er óeðlilegt að aðeins
sumir atvinnurekendur taki á sig
þann kostnað sem er samfara því
að taka nema til verkþjálfunar, en
aðrir njóti góðs af án þess að leggja
neitt af mörkum. Þetta myndi örugg-
lega hvetja fleiri atvinnurekendur til
að taka fleiri nema til starfsþjálfunar
og gera ábyrgð þeirra augljósari á
því að verkþjálfunin sé markviss.
Það felst í því heilmikill sparnaður
fyrir ríkið að færa verkþjálfun að
hluta úr skólum til fyrirtækja, sér-
staklega vegna minni tækjakaupa.
Það er því ekki óeðlilegt að á móti
myndi ríkið leggja fé í þennan hvatn-
ingarsjóð.
í Danmörku hefur þessi háttur
verið hafður á um árabil. Sérstök
sjálfseignarstofnun hefur það að
markmiði að endurgreiða atvinnu-
rekendum þau laun, sem þeir borga
nemum þann tíma sem þeir eru í