Morgunblaðið - 30.11.1993, Page 21
lenskir útgerðarmenn fara til út-
landa með verkefnin.
A næstu árum munu koma til
aukin verkefni hér á landi við endur-
bætur, viðgerðir og smíði fiskiskipa
og tæknibúnaðar við fiskveiðar og
vinnslu. Fyrirtækin í málm- og
skipaiðnaði hafa jafnframt unnið
að öflun verkefna erlendis frá. Við
höfum ekki efni á að missa þessi
verkefni út úr höndunum á okkur
til annarra þjóða.
Ef íslenskur skipaiðnaður á að
lifa, verður að gera ráðstafanir til
að halda íslenskum verkefnum hér
heima. Beinast liggur við að grípa
til jöfnunaraðgerða, til dæmis með
jöfnunar- eða undirboðstollum. Þar
er aðeins um að ræða sanngjarnar
aðgerðir til að gefa mikilvægum
iðnaði hér á landi tækifæri til að
standa jafnfætis öðrum.
Ef ekki verður gripið til jöfnunar-
aðgerða til að halda verkefnum hér
í landi, sjáum við einfaldlega fram
á dauða ipálm- og skipaiðnaðarins.
Hann er þegar kominn að fótum
fram og þolir ekki meira. Því verð-
ur ekki trúað að stjórnvöld og aðrir
sem hlut eiga að máli vilji í raun
þau endalok.
En það er mjög skammur tími
til stefnu. Við verðum að segja „ís-
lenskt, já takk“ við málm- og skipa-
iðnaðinn án tafar.
Höfundur er formaður Félags
járniðnaðarmanna og
varaformaður Samiðnar —
sambands iðnfélaga.
skóla. Aðalmarkmiðið er að fyrirtæk-
in taki fleiri nema til formlegrar
starfsþjálfunar. Þetta hefur með öðru
skilað Dönum miklum árangri í
starfsmenntakerfi þeirra. Nostur
þeirra og umhyggja fyrir starfs-
menntakerfinu kemur trúlega til
vegna þess hversu fátækir Danir eru
af náttúruauðlindum. A sama hátt
höfum við íslendingar trúlega verið
kærulausir um uppbyggingu al-
mennilegs starfsmenntakerfis vegna
þess að við höfum ausið um langt
árabil af auðlindum okkar, sem við
héldum að væru ótæmandi.
Lofrullur stjórnmálamanna á tylli-
dögum um góða menntun íslensku
þjóðarinnar hafa slegið ryki í augu
okkar. Því verður ekki á móti mælt
að mikill fjöldi íslendinga hefur orðið
sér úti um mikla menntun, en því
miður er hún lítil á sviði starfsmennt-
unar, en því meiri á sviði ýmiss kon-
ar bóknáms. Góðir námsmenn verða
einnig að finna hæfíleikum sínum
viðnám í starfsnámi ef þetta á að
breytast.
Það verður að hafa snör handtök
og auka vægi og gæði starfsmennta-
kerfísins ef ekki á illa að fara. Sú
mikla áhersla sem lögð hefur verið
á bóknám á síðustu árum er komin
í þvílíkar ógöngur, að með ólíkindum
er. Samtök atvinnurekenda og laun-
þega verða að taka höndum saman
um að snúa þeirri þróun við. Sér-
stakan hvatningarsjóð til að fjölga
fyrirtækjum sem taka nema tel ég
skref í rétta átt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Prenttæknistofnunar.
------♦ ♦ ♦
Fyrirlest-
ur um fjöl-
skylduna
DR. SIGRÚN Júlíusdóttir félags-
ráðgjafi flytur opinberan fyrir-
lestur fimmtudaginn 2. desember
í boði Rannsóknarstofu í kvenna-
fræðum við Háskóla íslands. Fyr-
irlesturinn nefnist Islenskar fjöl-
skyldur — hvað heldur þeim sam-
an? Rannsókn um lífsmynstur og
menningararf.
í fyrirlestrinum mun dr. Sigrún
Júlíusdóttir segja frá rannsókn sinni
um lífshætti og félagslegar aðstæður
123 ijölskyldna í Reykjavík á árunum
1986-1988. í rannsókninni er leitast
við að skilja hvernig ákveðinn hópur
fjölskyldna nær tökum á ytri og innri
aðstæðum sínum.
Fyrirlesturinn verður í stofu 101
í Lögbergi og er öllum opinn.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993
21
Búðardalur
Sláturtíð lokið í
Afurðastöðinni
Búöardal.
SAUÐFJÁRSLÁTRUN á vegum Afurðarstöðvarinnar hf. í Búðardal
lauk um síðustu mánaðamót. Á vegum Afurðastöðvarinnar var slátrað
rúmlega 35.000 fjár þetta haustið. Slátrað var í tveimur sláturhúsum,
þ.e. 26.500 í Búðardal og 8.500 fjár í Saurbæ.
Nú var í fyrsta sinn tekið til slátr-
unar fé vestan af Barðaströnd og
úr Arnarfirði, um 2.600 fjár, og var
það engum vandkvæðum bundið þótt
vegalengdin sé nokkur. Nú er því
slátrað hjá Afurðastöðinni fé af stóru
svæði, þ.e.a.s. norðanverðu Snæfells-
nesi, Dalasýslu, Barðaströnd og Arn-
arfírði.
Meðalvigt dilka þetta árið var
16,2 kg sem verður að teljast mikið.
Þetta orsakar nokkurn vanda í sölu
þar sem erfítt er að selja þyngri
skrokkana. Minna seldist bæði af
slátri og kjöti í haust en áður og
hafa menn áhyggjur af því að ólög-
leg framhjásala bænda sé farin að
taka stóran hlut af sölunni á haustin
og er það óheillavænleg þróun.
- Kristiana.
Hið rótnaða
Shúla Hansen
Verð: í hádeginu kr. 1.695,
Á kvöldin kr. 2.395,-
Verið
velkotniti á
Matreiðslumeistarar:
Skúli Hansen og
Jóhann Sveinsson,
Skólftbrú
Veitingahús við Austurvöll
Pantanir í síma 62 44 55
Haukur Vilhjálmsson, Félagi heyrnarlausra
Við höldum utanum allt
sem viðkemur félaginu
t.d. yfirlit og reikninga
Félagasjóðsmöppunni
Innheimta félagsgjalda
Greiðsluþjónusta
Yfirlit yfir félagsgjöldin
Rekstrarreikningur
árlega
Bókhaldsmappa jj
/ kaupbæti
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna