Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993
LANDSFUNDUR ALÞYÐUBANDALAGSINS A HOTEL SOGU
Sjávarútvegsmálin
endurskoðuð í heild
HÉR fer á eftir kafli stjórn-
málaályktunar Alþýðubanda-
lagsins sem fjallar um sjávarút-
vegsmál:
Við margskonar erfíðleika er nú
að etja í flestum hefðbundnum at-
vinnugreinum Islendinga.
Afkoma sjávarútvegsins er slæm
og skuldabyrðin gífuleg. Ríkis-
stjórninni hefur með öllu mistekist
að koma saman heillegri stefnu í
málefnum greinarinnar og endur-
skoðun laga um stjóm fiskveiða er
í uppnámi.
Ríkisstjórnin kaus að loka það
mál inni í stjómarflokkunum með
hörmulegum árangri.
Eigi að nást betri samstaða um
málefni sjávarútvegsins er nauð-
synlegt að gerbreyta vinnubrögð-
um. Taka á sjávarútvegsmálin í
heild, þar með talið stjóm fiks-
kveiða, til endurskoðunar og í því
verki eiga allir að vera þátttakend-
ur frá byijun, bæði stjórn og stjórn-
arandstaða og fulltrúar allra hags-
munaðila, þ.m.t. sjómanna, land-
verkafólks og byggðalaganna.
Tryggja verður að arðurinn af
sameiginlegri auðlind þjóðarinnar
renni til íbúa byggðanna og lands-
manna allra en ekki til fáeinna
útgerðaraðila. Stöðva verður þá
eignarmyndun á óveiddum fiski,
sem þegar á sér stað í núverandi
kerfi, þrátt fyrir sameignarákvæði
laga um fiskveiðistjómun.
Meðal þeirra leiða sem þarf að
skoða eru hugmyndir um að taka
upp afnotagjald sem staðfestir að
fískurinn í sjónum sé sameign þjóð-
arinnar, og kanna verður rækilega
aðrar leiðir en núverandi fiskveiði-
stefnu, þar á meðal hugmyndir um
sóknarstýringu og/eða veiðistýr-
ingu.
Samtök sjómanna hafa lýst yfir
fullri andstöðu við framsali á veiði-
heimildum, þ.e. sölu á óveiddum
fiski innan gildandi kerfís um stjóm
fiskveiða. Alþýðubandalagið lýsir
yfir fullri samstöðu með sjómönn-
um í baráttu þeirra gegn viðskipt-
um með aflaheimildir sem fara
fram á þeirra kostnað. Og telur að
bannað eigi með lögum að sjómenn
taki þátt í kostnaði sem tengjast
viðskiptum með veiðiheimildir.
Það er afstaða Alþýðubanda-
lagsins að meðan endurskoðun
fískveiðistefnunnar stendur yfír
skuli tekið á þeim vanda sem frjálst
framsal aflaheimilda hefur skapað
með reglum sem takmarka það
veralega, m.a. þannig að framvegis
verði fyrst og fremst um að ræða
skipti á jafngildum veiðiheimildum
og sveigjanleika ef bilanir eða
óviðráðanlegar orsakir valda um-
talsverðri röskun á útgerð.
Forkaupsréttur sveitarfélaga
verði á umþóttunartímabilinu lát-
inn ná til aflaheimilda en ekki ein-
ungis skipa. Settar verði nýjar regl-
ur um meðferð aflaheimilda við
gjaldþrot og hvernig þær skuli
ganga til nýrra úthlutunar með til-
liti til atvinnusjónarmiða. Einnig
verði útgerðum gert skylt að bjóða
með tryggum og viðurkenndum
hætti allan afla til sölu á innlendum
fiskmörkuðum nema að hann fari
beint til vinnslu innanlands.
Fundurinn telur að gæta eigi
ýtrastu varkámi gagnvart um-
hverfínu og að hvetja eigi til veiða
með vistvænum veiðarfæram, eins
og t.d. krókaveiðar, veiðar í gildrar
og fleira.
Fundurinn viðurkennir mikil-
vægi smábátaúgerðar, fyrir byggð
í landinu og nauðsyun þess að varð-
veita þau störf er hún skapar, jafnt
til sjós og lands.
Það er krafa Alþýðubandalags-
ins að krókaveiðileyfí haldist áfram
og eigendum smábáta gefist kostur
á að velja milli aflamarks og króka-
veiða sem lúti almennum sóknar-
takmörkunum. Athuga ber að veita
vistvænum veiðum smærri físk-
skipa aukinn forgang til veiða á
grunnslóð.
Fundurinn hvetur útgerðaíaðila
þeirra skipa, sem möguleika hafa
til veiða íjarri landi til að nýta sókn-
argetuna og stunda slíkar veiðar
eftir fremsta megni.
Lýst er yfir andstöðu við þá út-
færslu hugmynda um þróunarsjóð
sem stjórnarflokkarnir hafa sett
fram. Þar er útgerðinni ætlað að
taka þátt í úreldingu fískvinnslu-
húsa, starfandi fyrirtækjum í dag
ætlað að taka á sig vanda úr fortíð-
inni og halda uppi mjög umdeilan-
legri úrejdingar- eða samdráttar-
stefnu. í staðinn setur Alþýðu-
bandalagið fram tillögur um raun-
verulegan nýsköpunarsjóð.
„Fram þjáðir menn...“
LANDSFUNDARFULLTRUAR Alþýðubandalagsins sungu Internationalinn, alþjóðasöng verkalýðsiiis, í
lok landsfundar fiokksins á Hótel Sögu á sunnudag. Fremstar á myndinni eru Guðrún Helgadóttir al-
þingismaður og Stefanía Þorgrímsdóttir frá Garði í Mývatnssveit.
Formaðurinn studdi
ekki úrsögn úr NATO
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sat hjá
við atkvæðagreiðslu um tillögu um úrsögn Islands úr NATO á lands-
fundi Alþýðubandalagsins á sunnudag. Tillagan var samþykkt með
miklum meirihluta atkvæða gegn sex. Nokkrir Iandsfundarfulltrúar
deildu mjög hart á Ólaf Ragnar fyrir þær skoðanir sem hann lýsti
á fundinum um framtíðarhlutverk NATO.
Í drögum að stjómmálaályktun
sem lögð var fyrir landsfundinn var
hvergi minnst á kröfu flokksins um
úrsögn úr NATO. Við umræður í
starfshópi sem fjallaði um ályktun-
ardrögin náðist málamiðlun um ýms-
ar breytingar en breytingartillaga
Soffíu Sigurðardóttur, Einars Vals
Ingimundarsonar og Arthurs Morth-
ens gegn NATO-aðild fékkst hins
vegar ekki sett inn í afgreiðsluskjalið
sem lagt var iyrir landsfundarfulltrúa
á sunnudag. I því var heldur hvergi
minnst á afstöðuna til NATO en þar
sagði m.a.: „Markmiðið sem stefna
ber að er heimur án hemaðarbanda-
laga, heimur þar sem engin þjóð
heldur her í annarra landi og þar sem
sérhver þjóð nýtur öryggis og friðar,
virðir mannréttindi og lýðfrelsi.“
Soffía, Einar Valur og Arthur
Málamiðlun eftir miklar umræður um fiskveiðistefnuna
Skoða þarf hugmyndir um
afnotagjald af auðlindinm
HEITAR umræður urðu um sjávarútvegsmál á lokuðum fundi starfs-
hóps um sjávarútvegsmál á landsfundi Alþýðubandalagsins skv. upplýs-
ingum Morgunblaðsins. Höfðu Vestfirðingar og fulltrúar Vesturlands
sig þar mikið í frammi en að lokum náðist málamiðlun á sunnudag
um kafla stjórnmálaályktunar sem fjallar um sjávarútvegsmál en tals-
verðar breytingar urðu þó frá þeim drögum sem lögð voru fyrir lands-
fundinn. Tillaga fulltrúa Birtingar um afnotagjald af fiskveiðiauðlind-
inni komst inn í endanlega ályktun sem samþykkt var, með breyttu
orðalagi um að sú hugmynd væri ein þeirra leiða sem skoða þyrfti í
stað núverandi fiskveiðistefnu.
Steingrímur J. Sigfússon, varafor-
maður flokksins, tók fram við um-
ræður á landsfundinum að þótt hann
styddi orðalag ályktunarinnar um
ýmsar leiðir sem þyrfti að skoða þá
fælist ekki í því efnislegt samþykki
hans við þeim kostum sem taldir
væru upp.
Kveðið er skýrar á um andstöðu
við núverandi stjómkerfí fískveiða í
endanlegri ályktun en þeim drögum
sem lögð voru fyrir fundinn. Sam-
komulag náðist um nýja málsgrein
þar sem segir að skoða þurfí Hug-
myndir um að taka upp afnotagjald
sem staðfesti að fiskurinn í sjónum
sé sameign þjóðarinnar og kanna
verði rækilega aðrar leiðir en núver-
andi fiskveiðistefnu, þar á meðal
hugmyndir um sóknarstýringu
og/eða veiðistýringu.
Vitnað er til andstöðu sjómanna
við framsali á veiðiheimildum og lýst
samstöðu með sjómönnum í baráttu
þeirra gegn viðskiptum með afla-
heimildir á þeirra kostnað sem flokk-
urinn telur að eigi að banna með
lögum en hins vegar var felld niður
setning um að brot á slíkum laga-
ákvæðum varði missi veiðiheimilda.
Einnig vora felldar út úr ályktunar-
drögunum hugmyndir um að setja
þak á aflahlutdeild úr einstökum
fískistofnum.
Afstöðubreyting
„Mér finnst orðin veruleg breyting
á umfjölluninni í okkar hópi um þessi
mál,“ sagði Jóhann Ársælsson al-
þingismaður í samtali við Morgun-
blaðið. „Það voru ekki Iengur harðir
verjendur kerfisins eins og alltaf
hefur verið á fundum hjá okkur,“
sagði hann. „Ég er ekki í vafa um
að það hefur orðið veruleg afstöðu-
breyting innan flokksins í þessum
málum. í vetur stefnir í átök við sjó-
menn um þessi mál og ég held að
það verði ekki leyst farsællega nema
alþingi taki á eignarréttinum á veiði-
heimildunum. Fyrsta skrefið gæti
verið að takmarka fijálsa framsalið
og er ekki ólíklegt að um það geti
myndast möguleiki á samstöðu í
þinginu,“ sagði Jóhann.
Morthens lögðu breytingartillögu
sína þá fyrir landfundinn til af-
greiðslu en hún er svohljóðandi: „Al-
þýðubandalagið áréttar þá stefnu
sína að Island hætti allri þátttöku í
NATO og standi utan hernaðar-
bandalaga hvaða nafni sem þau nefn-
ast.“
„Verðum að ræða breytingar"
Ólafur Ragnar kvaddi sér hljóðs á
fundinum og sagði að veröldin væri
að breytast og flokkurinn væri reiðu-
búinn að ræða þær breytingar. „Við
verðum líka að vera tilbúin að ræða
þær breytingar sem eru að verða á
NATO og hinu alþjóðlega öryggis-
kerfí. Við getum ekki haldið áfram
að endurtaka aftur og aftur það sem
var rétt, gott og satt hér við ákveðn-
ar aðstæður, en er að breyta um eðli
í dag. Við verðum að vera reiðubúin
að skoða þær miklu breytingar sem
eru að verða í þessum efnum,“ sagði
Ólafur Ragnar.
„Ég teldi að ég væri að bregðast
skyldu minni ef ég benti ekki flokkn-
um á það að með sama hætti og
verðum að ræða breytingar á öllum
öðrum sviðum, verðum við líka að
ræða breytingar á þessum sviðum
og við skulum gera okkur grein fyr-
ir því að fjöldi stjórnmálaflokka í
Evrópu, sem á dögum kalda stríðsins
börðust hart gegn NATO, hafa af
raunsæi horfst í augu við það að
það eru að verða þar breytingar.
Ég vil lýsa því sem minni skoðun
hér að ef það þróast alþjóðlegt ör-
yggiskerfi á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna, þar sem hernaðarbanda-
lagseðli NATO verður lagt til hliðar,
en það taki að sér verkefni í þágu
Sameinuðu þjóðanna, þá tel ég þá
breytingu af hinu góða. Það skiptir
mig engu máli hvað það heitir,"
sagði hann og bætti við: „Ég ætla
ekki að leggjast gegn þessari tillögu
sem hér er flutt en ég ætla að segja
það hins vegar við ykkur að ég tel
hana það einfeldnislega orðaða og
úr takt við það sem er að gerast að
ég ætla ekki að greiða henni at-
kvæði," sagði Ólafur Ragnar.
„Talar ekki í nafni
Alþýðubandalagsins"
Nokkrir landsfundarfulltrúar
brugðust mjög við ræðu Ólafs. Hjör-
Morgunblaðið/Jón Svavars.
Deilt um þátttöku í
NATO
SOFFÍA Sigurðardóttir, fyrsti
flutningsmaður tillögu um að ís-
land hætti allri þátttöku í NATO,
gagnrýnir formann Alþýðu-
bandaíagsins Ólaf Ragnar Gríms-
son harðlega vegna yfirlýsingar
hans á landsfundinum um fram-
tíðarhlutverk NATO.
leifur Guttormsson sagðist ekki sjá
nein teikn um að NATO væri að
breyta um eðli sem hemaðarbandalag
og því væri ekki tímabært að breyta
afstöðu flokksins til NATO. Soffía
Sigurðardóttir, fyrsti flutningsmaður
tillögunnar um úrsögn úr NATO,
sagði að skoðanir Ólafs Ragnars lýstu
einfeldningshætti og gagnrýndi rök
hans harðlega. Þorvaldur Þorvalds-
son sagði að sér hefði blöskrað mál-
flutningur formannsins. „Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefur í vaxandi
mæli verið notað í glæpsamlegum
stríðum og það er út í hött að líta
svo á að allt sem er gert í nafni
Sameinuðu þjóðanna sé gott og bless-
að,“ sagði hann. „Ég tel það alveg
ófrávíkjanlegt að við samþykkjum
þessa tillögu hér og það sé alveg
skýrt eftir þennan landsfund að með
þá stefnu sem Ólafur Ragnar lýsti
yfir hér áðan þá talar hann ekki í
nafni A'lþýðubandalagsins,“ sagði
Garðar Mýrdal.
Breytingartillagan var síðan sam-
þykkt með miklum meirihluta at-
kvæða og stjórnmálaályktunin svo í
heild sinni samhljóða. Þar eru ýmsar
tillögur um afvopnun og lýst yfír að
þegar í stað beri að ganga til við-
ræðna við Bandaríkjamenn um það
hvernig brottför hersins verði háttað.