Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 27
MORGÚNBLA ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993
27
Reuter
Fegurst allra
ÁTJÁN ára Jamaíkustúlka, Lisa Hanna, var krýnd ungfrú alheimur um
helgina en keppnin fór fram í Suður-Áfríku. Þeldökkar stúlkur urðu í
efstu þremur sætum. í öðru sæti varð Jacqueline Mofokeng frá Suður-Afr-
íku og þriðja Sharmaine Qutierrez frá Filippseyjum. Fulltrúi íslands,
Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, komst ekki í 10 stúlkna úrslit.
Utanríkisráðherra Fídels Kastrós
um landflótta íþróttamanna
Þeir sem ekki
flýja langtum
fleiri en hinir
New York. The Daily Telegraph.
RÚMLEGA 900 kúbverskir íþróttamenn taka nú þátt í Mið-Amer-
íku- og Karibahafsleikunum sem fram fara á Puerto Rico. Frammi-
staða þeirra er með ágætum; þeir hafa þegar unnið 136 af 213
gullverðlaunum. En þótt afrekum þeirra sé hampað á forsíðu stjórn-
armálgagnsins Granma í Havanna og þeir njóti hvers kyns fríðinda
eins og safaríkra steikarmáltíða sem þorri Kúbverja getur aðeins
Iátið sig dreyma um nægir það ekki til. 32 þeirra hafa strokið og
hyggja á frama í Bandaríkjunum þar sem þeir bestu geta efnast
vel m.a. með því að auglýsa íþróttavörur.
Einræðið og kúgunin á Kúbu
eru einnig illþolandi fyrir fólk sem
hefur kynnst lífinu í lýðræðisríkj-
um. „Ég var að leita að svolitlu
frelsi sem ekki fyrirfinnst á Kúbu“,
sagði Odaly Hernandez fyrirliði á
sunnudaginn en lið hennar sigraði
í hafnabolta kvenna. Hún gekk
einfaldlega af vellinum og út í bíl
sem beið eftir henni.
Sumir flóttamannanna hafa
undirbúið sig vel og fá aðstoð ætt-
ingja sem þegar hafa komið sér
fyrir í Bandaríkjunum, aðrir grípa
tækifæri sem gefst óvænt. Þannig
ákváðu 11 manns skyndilega að
flýja, sennilega vegna þess að þeir
höfðu séð aðra taka til fótanna.
Ljósmyndari íþróttastofnunar Ha-
vanna sem flúði tók með sér ná-
kvæma skýrslu um fyrri störf og
afrek til að eiga léttara með að
koma undir sig fótunum í nýja
landinu. Fulltrúar kommúnista-
stjórnarinnar gera liðskönnun á
hveiju kvöldi og fólkið verður að
biðja um leyfi með sólarhrings fyr-
irvara ætli það að fá að hitta ætt-
ingja á staðnum. Þá gefst ráðrúm
til hindra flóttatilraunir.
íþróttagoðin blíðkuð
Stjórnvöld á Kúbu reyna nú að
stemma stigu við þessari þróun
með því að hygla afreksfólkinu enn
meira. Ákveðið var að heimsmeist-
arinn í hástökki, Javier Sotomay-
or, fengi að halda þriðjungnum af
nær þriggja milljón króna verð-
launum sem hann hlaut fyrir að
vera kjörinn besti íþróttamaður
heims úr röðum spænskumælandi
þjóða. Hann fær einnig að halda
Mercedes Benz-bíl sem hann fékk
fyrir sigur á heimsmeistaramóti i
frjálsíþróttum í Stuttgart. Áður
hefði bíllinn verið seldur eða gefinn
háttsettum embættismanni.
Liðið sem Kúbverjar sendu til
Puerto Rico er talið það besta sem
þeir hafa nokkurn tíma teflt fram
og er flóttinn því enn sárgræti-
Iegri fyrir stjórn Fidels Kastrós.
Utanríkisráðherra hans, Roberto
Robaina, er fyrrverandi íþrótta-
hetja sem gjarnan hjólar í vinnuna
og er talinn helsta von Kastrós um
að byltingarstjórn hans endi ekki
á sama öskuhaug og alræðisstjórn-
irnar í Mið- og Austurevrópu.
Robaina bendir á að flóttamennirn-
ir séu mun færri en hinir. „Það
ætti að óska þeim til hamingju
með reisn þeirra og hreysti", segir
hann um tryggu þegnana.
Major í vöm vegria
viðræðna við IRA
London, Belfast. The Daily Telegraph.
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Sir Patrick Mayhew,
Norður-írlandsmálaráðherra, stóðu í ströngu um helgina við að
bjarga því, sem bjargað varð af trúverðugleika sínum, eftir að
upplýst hafði verið, að breska stjórnin og IRA, írski freslsisher-
inn, hafa átti í leynilegum viðræðum um langa hríð þótt þeir hafi
alla tíð þvertekið fyrir það. Stjórnmálamenn í röðum mótmælenda
á Norður-írlandi eru ævareiðir og krefjast afsagnar Majors og
Mayhews en ýmsir flokksbræður þeirra og frammámenn í Verka-
mannaflokknum hafa lýst yfir stuðningi við viðræðumar við IRA.
Frakkland
Ungir pilt-
ar sakaðir
um morð
París. Reuter.
SAKSÓKNARI í Frakklandi
hvatti í gær fjölmiðla til að sýna
stillingu í fréttaflutningi sínum
um þrjá 9-10 ára drengi sem
sakaðir eru um að hafa tekið
þátt í að berja útigangsmann til
bana.
Auk drengjanna þriggja er tólf
ára drengur sakaður um að hafa
horft á barsmíðamar án þess að
koma manninum til hjálpar. Enn-
fremur er verið að rannsaka þátt
tveggja fullorðinna útigangsmanna
í morðinu. Barsmíðarnar hófust
vegna deilu mannanna þriggja um
afnot af skýli.
Morðið var framið 29. október
en saksóknarar reyndu að koma í
veg fyrir að Ijölmiðlar kæmust á
snoðir um það. Þeir vildu þannig
koma í veg fyrir að mikla fjölmiðia-
umfjöllun líkt og í máli bresku
drengjanna tveggja sem voru
dæmdir fyrir morðið á smábarninu
James Bulger.
Drengirnir þrír eru sagðir hafa
barið útigangsmanninn með spýtu
og dregið líkið ofan í brunn. Þeir
eru í umsjá foreldra sinna þar sem
frönsk lög banna handtöku barna
undir 13 ára aldri.
Gerry Adams, formaður Sinn
Fein, pólitísks arms IRA, sagði á
sunnudag, að Sir Patrick hefði
logið þegar hann reyndi að gera
lítið úr viðræðunum og fullyrti,
að háttsettir embættismenn hefðu
tekið þátt í þeim með fullri vitn-
eskju allrar, bresku stjórnarinnar.
Major og Sir Patrick segja hins
vegar, að ekki hafi verið um við-
ræður að ræða, heldur „þreifing-
ar“ þar sem stefna stjórnarinnar
hefði verið í samræmi við opinber-
ar yfirlýsingar: Að forsenda eigin-
legra viðræðna væri, að ÍRA hætti
ofbeldisverkum og Norður-írland
yrði hluti af breska konungsríkinu
svo lengi sem meirihluti íbúanna
vildi.
„Óglatt“ af tilhugsuninni
Ekki fer samt á milli mála, að
afdráttarlausar yfirlýsingar Maj-
ors og Sir Patricks um að ekki
væri verið að ræða við IRA hafa
skaðað þá og bresku stjórnina og
spiilt sambandi hennar og mót-
mælenda á Norður-írlandi. Eftir
sprenginguna í Shankill Road í
Belfast, sem varð 10 manns að
bana, sagði Major til dæmis, að
honum yrði „óglatt“af tilhugsun-
inni um viðræður við Sinn Fein
eða IRA og um miðjan mánuðinn
sagði Sir Patrick, að engar viðræð-
ur hefðu átt sér stað við IRA.
Nú hefur verið upplýst, að
„þreifingar“ milli IRA og breskra
stjórnvalda hafa átt sér stað árum
saman en Sir Patrick segir, að í
febrúar sl. hafi bresku stjórninni
borist boð frá forystu IRA um að
átökin væru á enda en hún vildi
Líkur á langvarandi
lækkun á olíuverði
Nikosíu. Reutcr.
BRENT-hráolía lækkaði í fyrsta sinn í fimm ár niður fyrir 14 dali
á fatið í gær og virt fréttablað, The Middle East Economic Survey
(MEES), sagði að Samtök oliuútflutningsríkja, OPEC, stæði frammi
fyrir verulegri lækkun á olíuverði og líkur væru á að verðið haldist
lágt í langan tíma.
Blaðið segir að bjartsýnustu sér-
fræðingar í olíuviðskiptum séu ekki
vongóðir um að olíuverðið eigi eftir
að hækka umtalsvert á vetrarmán-
uðunum. Verðið hefur verið á bilinu
15-20 dalir á fatið að undanförnu
og blaðið telur líklegt að það lækki
niður í 10-15 dali. „Áhrif slíkrar
þróunar á efnahag OPEC-ríkjanna
myndu augljóslega vera hrikaleg,"
segir blaðið.
Blaðið segir að olíumálaráðherra
Saudi-Arabíu, Hisham Nazer, hafi
lagst gegn því að framleiðslukvóti
landsins yrði minnkaður. Hann hafi
haldið því fram á fundi OPEC-ráð-
herra í vikunni sem leið að ekki
nægði að minnka heildarframleiðsl-
una um 300-500.000 föt á dag til
að halda verðinu uppi. Til þess
þyrfti framleiðslan að minnka um
1-1,5 milljónir fata á dag, sem yrði
mjög erfitt í framkvæmd fyrir
OPEC og gæti leitt til þess að
markaðurinn minnkaði.
Blaðið telur líklegt að þótt olíu-
verðið kunni að hækka örlítið í des-
ember bendi flest til þess að það
lækki aftur í byijun næsta árs.
25%
AFMÆLISAFSLÁTTUR
af allri þjónustu og vörum til 6. desember.
HAKSEL
í MJÓDD
Þararbakka 3-2. hæð, sími 79266.
ræða um hvemig þeim yrði form-
lega lokið. Sagði Sir Patrick, að
útilokað hefði verið að skella hurð-
um á skilaboð af þessu tagi.
Ian Paisley, leiðtogi Sambands-
flokksins á Norður-írlandi, sakaði
bresku ráðherrana um „ósvífnar
lygar“ en sumir frammámenn í
Verkamannaflokknum segjast
ekki munu áfellast stjórnina fyrir
að hafa rætt við IRA, heldur fyrir
ósannindin í kringum viðræðurnar.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut. _ J
Kopavogi, sími
S71800 ^
MMC Lancer GLXi '90, silfurgrár, sjálfsk.,
ek. 39 þ. V. 890 þús., sk. á ód.
Níssan King Cap 4x4 ’90, grár/svartur,
5 g., ek. 59 þ. V. 1250 þús.
Toyota Corolla XL ’88, steingrár, 4 g.,
ek. 78 þ. V. 520 þús. stgr.
Honda Civic CRX ’88, hvítur, 5 g., ek. 78
þ., rafm. í rúðum, sóllúga o.fl. V. 760 þús.,
sk. á ód.
MMC L-300 Minibus 4x4 ’88, grásans,
5 g., ek. 87 þ. Gott eintak. V. 1090 þús.
MMC L-300 Minibus 4x4 ’91, hvítur, 5
g., ek. 40 þ. V. 1850 þús.
Toyota Hi Lux SR5 EFi ’93, 5 g., ek. 15
þ., upphækkaður o.fl. V. 1980 þús.
MMC Pajero turbo diesel (stuttur) ’86,
gott eintak, mikið endurnýjaður. V. 690
þús.
Daihatsu Feroza EL-II '89, grár/tvílitur, 5
g., ek. 62 þ., álfelgur, cent. o.fl. V. 890 þús.
Subaru Justy J-12 4 x 4 ’89, grásans,
5 dyra, 5 g., ek. 61 þ. V. 590 þús.
Toppeintak.
Daihatsu Charade Sedan SG '91, rauður,
sjálfsk., ke. 48 þ. V. 820 þús.
Ford Orion CLX Sedan ’92, 5 g., ek. 34
þ. V. 850 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla 1300 DX '87, blár, 5 dyra,
4 g., ek. 102 þ. V. 370 þús., sk. á ód.
Subaru station 1800 GL '88, sjálfsk., ek.
70 þ. V. 780 þús., sk. á ód.
Subaru Justy J-10 4x4 ’86, hvítur, 3ja
dyra, 5 g., ek. 78 þ. V. 290 þús.
Mazda 626 2000 GLX '91, sjálfsk., ek.
51 þ., rafm. í rúðum, cent., álfelgur o.fl.
V. 1190 þús., sk. á ód.
BÍLARÁTILBOÐSVERÐI:
Subaru 1800 GL Coupé 4x4 '86,
5 g., ek. 152 þ., ný yfirf. V. 490 þús.
Tilboðsverð: 390 þús.
Mercedes Benz 250 T station '80,
grænn, 4 g., ek. 170 þ. V. 550 þús.
Tilboðsverð: 320 þús. stgr.
Lada 1500 station '92, 5 g., ek.
32 þ., sumar/vetrardekk. V. 450
þús.
Tilboðsverð: 390 þús. stgr.
MMC Colt GL '90, 5 g„ ek. 69 þ.
V. 690 þús.
Tilboðsverð: 600 þús. stgr.
Renault 9 '87, 4ra dyra, vínrauður,
5 g., ek. 91 þ. V. 370 þús.
Tilboðsverð: 250 þús.
Chevrolet S-10 Thao '83, 5 g., ek.
120 þ. milur, sóllúga, álfelgur o.fl.
V. 630 þús.
Tilboðsverð: 480 þús.
Honda Prelude '85, 5 g„ ek, 125
þ„ sóllúga, spoiler. V. 480 þús.
Tilboðsverð: 330 þús. stgr.