Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993
35
Nýjar áherslur
Fjölskyldan kjölfesta
samfélagsins
eftir Gunnar Jóhann
Birgisson
Nýafstaðinn landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins var sá fjölmennasti
í sögu flokksins. Flokkurinn á hins
vegar undir högg að sækja hjá kjós-
endum ef marka má niðurstöður
skoðanakannana. Þrátt fyrir árang-
ur á mörgum sviðum á erfiðum tím-
um virðist flokkurinn eiga í erfiðleik-
um með að sýnast trúverðugur í
augum kjósenda. Hvað veldur? Þess-
ari spurningu verður ekki svarað
með einföldum hætti. Efnahagslægð
og aukið atvinnuleysi, fjárlagahall-
inn, allt skiptir þetta máli, reynir á
þolrif kjósenda og hefur áhrif á skoð-
anir manna. Árangur í vaxtamálum
gæti eflt fylgi flokksins á nýjan leik.
En fleira þarf að koma til ef slík
fylgisaukning á að standa til fram-
búðar.
Bandalag ólíkra hagsmuna
Stjórnmál hafa verið skilgreind
með málamiðlun hagsmuna. Sam-
kvæmt þessari skilgreiningu hefur
Sjálfstæðisflokkurinn verið stjórn-
málaflokkur í bókstaflegri merk-
ingu. Allt frá stofnun flokksins hefur
styrkur hans legið í bandalagi ólíkra
hagsmunahópa. Stétt með stétt og
byggð með byggð hafa verið slagorð
flokksins.
Sá grunntónn sjálfstæðisstefn-
unnar að fjölskyldan sé kjölfesta
samfélagsins og að velferð fjölskyld-
unnar skipi öndvegi í stefnu flokks-
ins virðist ekki komast til skila til
kjósenda. Af opinberri umræðu má
ráða, að litið sé til annarra stjórn-
málaflokka eftir frumkvæði í málum
sem varða börn eða hagsmuni fjöl-
skyldunnar. Eigi Sjálfstæðisflokkur-
inn áfram að höfða til allra þjóðfé-
lagshópa þarf stefna hans að bera
þess skýr merki, bæði í orði og verki,
að hún mæti kröfum samfélags sem
tekið hefur miklum breytingum
undanfarna áratugi.
Ályktun landsfundar um fjöl-
skyldumál er skref í rétta átt. Þar
var lögð áhersla á að fjölskyldan
væri hornsteinn samfélagsins og
styrkja þyrfti fjölskylduna á öllum
sviðum, sérstaklega í atvinnu og
félagslegu tilliti. Jafnframt var auk-
in áhersla lögð á nauðsyn forvarn-
arstarfs ýmiss konar, t.d. í áfengis-
og fíkniefnamálum. Ályktað var sér-
staklega um nauðsyn þess að vinna
gegn ofbeldi í þjóðfélaginu, m.a. með
því að hvetja ljósvakamiðla til þess
að draga úr sýningum á ofbeldisfull-
um kvikmyndum.
Það er hveijum manni ljóst að
nauðsynlegt er að sporna við auknu
„Eigi Sjálfstæðisflokk-
urinn áfram að höfða
til allra þjóðfélagshópa
þarf stefna hans að
bera þess skýr merki,
bæði í orði og verki, að
hún mæti kröfum sam-
félags sem tekið hefur
miklum breytingum
undanfarna áratugi.“
ofbeldi og alvarlegum glæpum. Þró-
unin hér á landi virðist vera svipuð
og annars staðar á Vesturlöndum
hvað afbrot varðar og því er nauð-
synlegt að stjórnvöld taki þessi mál
föstum tökum. Stjórnmálaflokkar
eiga að standa vörð um íslenska
þjóðfélagsgerð sem hefur einkennst
af meiri samkennd og samhjálp en
þekkist víðast hvar annars staðar.
Kjördæmamálið og
jöfnun atkvæðisréttar
Landsfundurinn samþykkti með
miklum meirihluta atkvæða að setja
jöfnun atkvæðisréttar á oddinn og
vinna hugmyndum um breytta kjör-
dæmaskipan fylgi. Til þess að um
lýðræði sé að ræða er ekki nóg að
fólk hafi rétt til þess að kjósa, það
þarf líka að eiga rétt á því að hafa
áhrif á landstjórnina. Kosningar
gefa misvísandi upplýsingar ef at-
kvæði vega misþungt. Misvægi at-
kvæða er ekki og verður aldrei hluti
af byggðastefnu. Kosningarétturinn
er mannréttindi. Engin stefna í þágu
ákveðinna einstaklinga getur rétt-
lætt að gengið sé á hlut annarra.
Með nýrri verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga er í auknum mæli
hægt að færa opinbera þjónustu og
ákvörðunarvald heim í hérað. Lands-
byggðarmenn eiga því ekki að þurfa
að óttast samþjöppun valds í Reykja-
vík og því síður eiga þeir að nota
ótta sinn í þeim efnum sem rök í ”
umræðu um mannréttindi.
Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði
einnig um félagafrelsi. Samþykkt
var að rétt væri að eyða þeirri rétt-
aróvissu sem skapast hefði um túlk- -
un stjómarskráratkvæðis um félaga-
frelsi og að nauðsynlegt væri að
standa vörð um rétt þeirra sem
standa utan félaga. Einnig var
ítrekuð nauðsyn þess að standa vörð
um önnur mannréttindaákvæði
stjórnarskrárinnar.
Stjórnmálaflokkar eiga að hafa
framsýni til þess að sjá fram úr
dægurþrasi og taka ákvarðanir sem
snerta leikreglur þjóðfélagsins og
réttaröryggi einstaklinganna.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
hefur ekki áður með eins afgerandi
hætti tekið á þessum málaflokkum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
vettvangur málamiðlunar milli hinna
ólíku hagsmuna. Til að svo geti
áfram verið verður flokkurinn að
leggja rækt við það sem sameinar
sjálfstæðismenn. Sérhagsmunabar-
áttan má ekki skipa stóran sess í
stjórnmálaumræðu flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
tryggja fylgi sitt meðal ungra kjós-
enda ef hann á að eiga framtíð. Það
gerir hann ekki nema með því að
vera trúr hugsjónum sínum í verki.
Áhersla á hin gömlu gildi, fjölskyld-
una, frelsi með ábyrgð, mannréttindi
og réttaröryggi einstaklinganna á
að koma skýrt fram í stefnu flokks-
ins.
Höfundur er lögmaður í
Rcykjavík.
Allaballar eiga leik!
Bindiafl flokksins hefur verið
sameiginleg barátta allra hags-
munahópanna, allra flokksfélag-
anna, gegn sósíalismanum og áhrif-
um Sovétríkjanna. Nú eru kremlar-
múrar, Graal hins illa, fallnir og
sósíalisminn hruninn. Að sama skapi
hefðu þessar breytingar átt að
styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins
og í raun skapa honum yfirburða
stöðu í baráttu við vinstri öflin í land-
inu. Það gerðist ekki. Talsmenn
vinstri aflanna, mennirnir sem lögðu
Sovétríkjunum lið í kalda stríðnu,
Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar
Gestsson og fleiri, menn sem í ótelj-
andi skipti lögðu Varsjárbandalagið
að jöfnu við Atlantshafsbandalagið
og töldu ekkert athugavert við lífs-
kjör í Sovétríkjunum eru í augum
margra kjósenda raunverulegur val-
kostur. Kjósendur virðast hins vegar
ekki á því að launa Sjálfstæðis-
flokknum sérstaklega fyrir hans ein-
örðu og trúverðugu afstöðu í barátt-
unni gegn sósíalismanum. Laun
heimsins eru vanþakklæti, gæti ein-
hver sagt. Aðrir vísa kannski til
þess, að stjórnmál snúist um framtíð
en ekki fortíð og það sé ekki til vin-
sælda fallið að benda á sögulegar
staðreyndir.
Hugsjónir forvígismannanna
Grundvallarhugsjónir flokksins,
sem mótaðar voru af Jóni Þorláks-
syni, Ólafí Thors, Bjarna Benedikts-
syni og fleirum á fyrri hluta þessar-
ar aldar byggjast öðru fremur á
frelsi einstaklingsins til orðs og at-
hafna, réttlæti og stéttasamvinnu.
Aðrir stjórnmálaflokkar hafa í ljósi
nýrrar heimsmyndar í auknum mæli
siglt inn á þessi hugmyndafræðimið
Sjálfstæðisflokksins. Falið stjórn-
lyndi og flaggað frjálslyndum hug-
myndum. Sjálfstæðisflokknum hefur
hvað eftir annað verið stillt upp sem
flokki sem öðru fremur stendur vörð
um völd og áhrif einstakra hags-
munahópa á meðan aðrir flokkar
hafa barið sér á brjóst og gerst tals-
menn einstaklingsfrelsis, frelsis í
viðskiptum og um fram allt gerst
talsmenn nýrra tíma. Það er t.d.
kaldhæðnislegt að Framsóknar-
flokkurinn með sína áralöngu sögu
sjóðasukks og pólitískra hrossaka-
upa sækir nú aukið fylgi til ungra
kjósenda.
í landsfundarsamþykktum er að
flnna vísi að áherslubreytingum. Ný
sjónarmið byggð á grundvallarhug-
sjónum þeirra er stofnuðu flokkinn
hafa þar fundið sér farveg. Kjörnir
fulltrúar flokksins eiga að vinna
stefnu flokksins fylgi meðal kjós-
enda. Nú reynir á þá að standa sig
í stykkinu.
eftir Hrannar B.
Arnarsson
Eins og þeir sem áhuga hafa á
borgarmálum vita hefur ungt fólk í
Reykjavík hvatt til þess í auglýsing-
um að aðrir framboðsaðilar en Sjálf-
stæðisflokkurinn sameinist um fram-
boðslista, til að auka líkurnar á því
að raunverulegur árangur náist í
borgarstjómarkosningunum næsta
vor. Meðal þessara flokka hefur ver-
ið ríkjandi einhugur í öllum megin-
málum, en það hefur löngum verið
þeirra höfuðvandi að þurfa ævinlega
að bjóða fram sundrað lið á mörgum
listum. í flokkunum hefur flokksvél-
arleg eða -trúarleg tregða fram að
þessu hindrað sameiningu flokka og
fólks og þannig haldið þeim frá völd-
um um áratugi.
Valdaafsal næsta vor?
í auglýsingu frá ungu fólki var
varað við glundroða margra fram-
boða, enda hefur Sjálfstæðisflokkn-
um verið afhent völd og áhrif langt
umfram það fylgi sem hann hefur í
kosningum með þessari sundrungu.
Eins og kunnugt er getur Sjálfstæð-
isflokkurinn auðveldlega haldið völd-
um með minnihluta atkvæða á bak
við sig og staðreyndin er sú að í
þremur kosningum hafa andstæðing-
ar Sjálfstæðisflokksins afsalað sér
áttunda fulltrúanum og þar með
meirihlutanum með sundrungu sinni.
Þannig hafa þúsundir kjósenda á
undanförnum árum farið erindisleysu
á kjörstað og atkvæði þeirra fallið
dauð og þannig mun það einnig verða
næsta vor, verði ekkert að gert.
Enn er von!
Samtök um kvennalista og Fram-
sóknarflokkurinn í borginni hafa síð-
ustu mánuði tekið dræmt í hugmynd-
ir um sameiginlegt framboð fyrir
næstu kosningar. Margir höfðu því
dæmt sameiginlegt framboð úr sög-
unni að þessu sinni. En þeir sem slíkt
gerðu voru of fljótir á sér. í ljós
hefur nefnilega komið að innan allra
borgarmálaflokkanna í Reykjavík er
ríkulegur vilji fyrir sameiginlegu
framboði eða náinni samvinnu af
öðrum toga, sem dygði til að nýta
öll atkvæði til mótvægis við Sjálf-
stæðisflokkinn.
Alþýðuflokkurinn tilbúinn!
Þau ánægjulegu tíðindi urðu einn-
ig fimmtudagskvöldið 21. október sl.
að fulltrúaráð Alþýðuflokksfélag-
anna í Reykjavík samþykkti að fresta
ákvörðun um sérstakt framboð, m.a.
í ljósi þeirrar viðleitni ungs fólks að
reyna að ná framboðunum saman,
þannig að tóm gæfist til að freista
sameiningar. í ljósi sögunnar má því
segja að nú sé röðin komin að Al-
þýðubandalaginu og að það eigi
næsta leik.
Hugsjónir Alþýðubandalagsins
Á hátíðarstundum tala forystu-
menn Alþýðubandalagsins gjarnan
um það að flokkurinn sé reiðubúinn
til að fórna ýmsu fyrir hugsjónina
um sameiningu jafnaðarmanna gegn
ægivaldi Sjálfstæðisflokksins. Þegar
á hefur reynt hafa hins vegar slíkar
yfírlýsingar farið fyrir lítið, fram að
þessu. En úr bijóstum allaballa brýst
fram frumkraftur hugsjónanna þeg-
ar sá gállinn er á þeim og aldrei að
vita néma þeir vilji nota það sögulega
tækifæri sem gefst við þessar kosn-
ingar til að sýna yfírlýstan vilja sinn
í verki.
Næsta skref
Staðreyndin er sú, að ef alþýðu-
bandalagsmenn samþykkja nú að
taka upp viðræður um sameiginlegt
framboð eða mjög nána samvinnu
af þeim toga sem áður var lýst, þann-
ig að atkvæði nýttust núverandi
stjórnarandstöðuflokkum í heild,
væri kominn flötur til að taka málið
upp á ný af endurnýjuðum krafti. í
þeirri stöðu væri einnig erfiðara fyr-
ir aðra aðila, t.d. Samtök um kvenna-
lista og Framsóknarflokkinn, að
þverskallast við vilja fólks um nán-
ara samstarf.
Það er af þessum ástæðum sem
ég tel að nú sé komið að allaböllum.
Þeir eiga leik og með þeim er vánd-
lega fylgst af raunverulegum and-
stæðingum Sjálfstæðisflokksins.
Eftirmáli
Á þeim þremur vikum sem Morg-
unblaðið hefur legið á gein minni sem
nú loks birtist, hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Þannig hefur nú í
fyrsta sinn birst skoðanakönnun um
afstöðu kjósenda í Reykjavík til sam-
eiginlegs framboðs félagshyggjuaf-
lanna. Þar kemur í ljós svo ekki verð-
ur um villst að eini raunhæfí mögu-
leiki þessara afla á að fella veldi
Sjálfstæðisflokksins er að sameinast
um eitt framboð. Þeir sem höfðu
efasemdir um kosti sameiginlegs
framboðs hljóta því að endurskoða
hug sinn og meta hugmyndina í ljósi
þessara nýju upplýsinga um vilja
kjósenda.
Andstæðingum sameiginlegs
framboðs ætti einnig að vera um-
hugsunarefni hversu Morgunbiaðið
hefur gengið grímulaust fram í til-
raunum sínum til að drepa niður
hugmyndina um sameiginlegt fram-
boð. Fyrir utan augljósar meðvitaðar
tafír á aðsendum greinum um málið,
vil ég nefna þijú nýleg dæmi þessu
til stuðnings.
Þegar hópur ungs fólks boðaði til
opins fundar um framboðsmálin þar
sem kjósendum gafst í fyrsta sinn
tækifæri til að tjá sig um málið við
fulltrúa flokkanna, var öllum fjöl-
miðlum send fréttatilkynning um
málið. Morgunblaðið sá ekki nokkra
ástæðu til að segja lesendum sínum
frá fundinum hvorki fyrir né eftir
fundinn, en á sama tíma mátti sjá á
síðum Morgunblaðsins tugi dálks-
entímetra ásamt myndum og tilheyr-
andi vegna hverfafunda Sjálfstæðis-
flokksins með borgarstjóra.
í öðru lagi má nefna frétt blaðsins
af kjördæmisráðsfundi Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík. í sam-
þykktum fundarins var öllum leiðum
haldið opnum hvað sameiningu varð-
ar og þeir aðilar sem tjáðu sig um
málið opinberlega héldu þeirri stað-
reynd vel á loft. Þrátt fyrir þetta sá
Morgunblaðið ástæðu til að setja í
fyrirsögn um fundinn „Undirbúning-
ur hafínn að framboði G-lista“. Fyrir-
sögnin á ekki við nokkur rök að styðj-
ast í raunveruleikanum.
í þriðja og síðasta lagi vil ég nefna
frásögn Morgunblaðsins af könnun
Félagsvísindastofnunar á afstöðu
borgarbúa til sameiginlegs framboðs
félagshyggjuaflanna. Þar kom fram
í fyrirsögn og meginmáli fréttarinnar
að Sjálfstæðisflokkurinn væri með
öruggan meirihluta í borginni. Hin-
um raunverulega fréttapunkti könn-
unarinnar var hins vegar holað niður
síðast í fréttinni og þannig tryggt
að einungis lítill hluti lesenda blaðs-
Hrannar B. Arnarson
„Það er af þessum
ástæðum sem ég tel að
nú sé komið að allaböll-
um. Þeir eiga leik og
með þeim er vandlega
fylgst af raunveruleg-
um andstæðingum
Sjálfstæðisflokksins.“
ins fengi að frétta þá staðreynd að
kannanir sýndu fall Sjálfstæðis-
flokksins tækist félagshyggjuöflun-
um að sameinast um framboð. En
þegar mikið liggur við er kjami Sjálf-
stæðisflokksins tekinn fram yfir
kjama málsins og við skulum í sam-
einingu velta því fyrir okkur hvers
vegna Morgunblaðið — lesist Sjálf-
stæðisflokkurinn — telur ástæðu til
að fóma yfirlýstu hlutleysi blaðsins
í umíjöllun um framboðsmál félags-
hyggjuaflanna í Reykjavík.
(Viðbót skrifuð 16. nóvember
1993.)
Höfundur er framkvæmdastjóri.
ISBUDIR - ISBUDIR - ÍSBUDIR
Selur þitt fyrirtæki mjólkurís?
Selur þú meira en 2.500 Itr. á af ísblöndu á ári?
Vilt þú lækka kostnað vegna kaupa á ísblöndu?
Hef til sölu danska ísuppskrift sem lækkar kostnað úr 204 kr. í
72 kr. lítrinn. Það munar um minna.
Áhugasamir sendi upplýsingar um nafn og síma í fax nr.
96-71877. Haft verður samband við alla, sem sýna málinu áhuga.