Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Hestar Valdimar Kristinsson Það er kunnara en frá þurfi að segja að Rúna Einarsdóttir er flutt til Þýskalands og gift þeim kunna hestamanni Karly Zings- heim. Hafa þau komið sér fyrir með hesta sína í smábænum Volem sem er skammt frá Rod- erath sem margir kannast við. Á ferð umsjónarmanns „Hesta" til Þýskaiands fyrir skömmu vár tekið hús á þeim hjónum þar sem þau hafa byggt upp mjög skemmtilega aðstöðu á gömlum búgarði. Rúna tók það reyndar fram þeg- ar blaðamann bar að garði að þetta væri ekki heimili þeirra því sjálf byggju þau nær Bonn. Áður en þau tóku við staðnum hafði frændi Karlys búið þarna með kýr og hafa Rúna og Karly breytt fjósinu sem er sambyggt hlöðunni í glæsilegt hesthús þar sem eru að hluta stór- ar lúxus stíur fyrir einn hest hver, stía þar sem undir er borin hálmur eða spænir og svo tveggja hesta stíur með kjailara undir eins og tíðkast mikið orðið hérlendis. Sam- byggt íbúðarhúsinu er vatnsmylla þar sem þau mala allt korn í hest- ana auk þess sem nágrannamir fá sitt korn malað þarna. Var myllan gangsett fyrir gestina en hún er nokkuð fjölhæf því hægt er að mala korn í mismunandi grófleika. Sagði Rúna það mun betra fyrir hrossin að fá valsaða hafra því þeir ættu auðveldara með að melta þá og nýttust þeir því betur en heilir hafrar. Mikia endurbætur hafa verið gerðar á fjósinu eða öilu heidur hesthúsinu eins og það heitir orðið í dag. Búið er að koma upp fullkom- inni baðaðstöðu fyrir hrossin þar sem í er solarium ljós. Sagði Rúna það mjög gott að setja hrossin í það að lokinni þjálfun hvern dag, segir það koma í veg fyrir harð- sperrur eða vöðvabólgur. „Það er greinilegt að þeim líður mjög vel í ljósunum," segir hún „því þegar þau eru sett fyrst undir ljósin eru þau frekar ókyrr en þegar áhrif- anna fer að gæta og þau finna vellíðanina róast þau.“ I því sem áður var mjólkurhús er nú reið- tygjageymsla og þar er nú allt í röð og reglu eins og gera má ráð fyrir hjá Rúnu sem þekkt er fyrir mikla snyrtimennsku. Meðal snyrt- iáhalda er ryksuga sem notuð er á hrossin. Kamburinn eða burstinn er festur á ranann og allt ryk og öll óhreinindi fara beina leið í ryk- suguna í stað þess að þyrlast upp í andrúmsloftið. Hluti af fjósinu er ævaforn hlað- inn veggur og hefur á síðari tímum verið byggt utan um hann on Rúna segir að þau muni ieggja ríka áherslu á að vemda þessar sögu- legu minjar. Hlaðan var til skamms tíma innan þessara veggja en nú hafa heimilishundamir þarna að- stöðu en þar á meðal er scheffer tík sem Rúna flutti með sér frá Myllan var gangsett. Bak við íbúðarhúsið er mylluhjólið knúið af bæjarlæknum. Baðherbergi hestanna er með sturtu og solarium ljósum. Þröstur Karlsson og Albert Jónsson skoða aðstöðuna. „Hér verða engar myndir teknar fyrr en búið er að sópa,“ segir þrifnaðarkonan Rúna. Rúna og Karly framan við íbúðarhúsið ásamt scheffer tíkinni sem er líklega eini hundurinn af þessu kyni í öllu Þýskalandi sem er innfluttur frá íslandi. ísiandi. Sagði hún hlæjandi frá því að mörgum hafi þótt það skrýtin ráðstöfun, það væri líkast því að- taka kaffí með sér til Brasilíu. Hún benti nú á að þarna hafi nú tilfinn- ingabönd ráðið ferðinni en ekki það að ætiunin hafi verið að kynbæta þýska stofninn. Undanfarið hefur Rúna sótt reiðtíma á stórum hest- um og lét hún vel yfír þeirri lexíu sem hún fengi þar, sagðist hún hafa mikinn áhuga orðið fyrir American Saddlebred hestum og væri einn slíkur ofarlega á óskalist- anum. Skammt frá húsunum eru þau að byggja hringvöll og skeiðbraut, búin að leggja undirlagið. Einnig er til staðar reiðgerði og sér gerði fyrir taumhringsvinnu. Þannig að aðstaðan hjá þeim hjónum til að stunda hestamennskuna er eins og best verður á kosið en á eftir að batna segir Rúna og benti á að næg verkefni væru eftir, það þyrfti að laga, breyta og betrumbæta þótt gestsaug- að hafí ekki greint annað en að þarna sé allt eins og I reyðtygjageymslunni lýsti Rúna best verði á kosið. ágæti hestaryksugunnar. I heimsókn hjá Rúnu og Karly Zingsheim Mala sjálf allt komið í hestana Ósamræmi einkunna dregur dilk á eftir sér Saltvondur Þjóðverji skammast út í Kristmn Hugason Margir spakir menn hafa oft látið þá skoðun í ljós að hrossa- rækt og tilfinningar eigi ekki samleið eigi árangur að nást á fyrrnefnda sviðinu. Þó er það nú svo að illa hefur mörgum gengið að aðskilja þetta tvennt. í nýútkomnu hefti af tímaritinu Eiðfaxa er birt bréf frá þýskum stóðhestseiganda Josef Dohr sem er mikið niðri fyrir eftir dóma sem stóðhesturinn hans Einar frá Ro- etgen fékk á heimsmeistaramótinu í sumar. I bréfínu segir hann að Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur hafí verið að tjá sína persónulegu skoðun á hestinum en ekki farið eftir reglum. Máli sínu til stuðnings segir hann meðal ann- ars að ef höfuð hestsins sé skoðað með hliðsjón af íslenskum dóms- reglum megi sjá þurrt, algjört full- blóðshestahöfðuð (Thoroughbred), hvað sem það nú er á íslenskum hesti. Segir hann það samsvara hinu fullkomna samkvæmt íslenska staðlinum en Kristinn hafí gefíð honum 6,5. Einnig nefnir hann fleiri dæmi en bendir síðan á að fleiri hross hafí fengið miklu minna í einkunn eða um 10% minna en á þýsku ræktunarsýningunni. Einnig bendir hann á að í hópnum sem Kristinn dæmdi á mótinu hafi verið hæst dæmdu hrossin frá þýska mótinu en þau hafi öll verið dæmd í annan og þriðja flokk. Þá heldur hann fram að hæfni Kristins sem kynbótadómara væri líkast því sem þekktist á „heimilismótum" á árun- um milli 1969 og 70. Að endingu segir hann að Einar frá Roetgen sé úrvals vel byggður hestur í hæsta gæðaflokki og því fái ekki einu sinni Kristinn breytt. Svo mörg voru þau orð. I hestaþætti . Morgunblaðsins hefur verið Qallað nokkuð um þann mun sem er á einkunnum í Þýska- landi og öðrum FEIF löndum og virðist sem skrif þessi eigi rót sína að stórum hluta að rekja til þess. Fram hefur komið að þýski dómar- inn sem dæmdi á heimsmeistara- mótinu var ekki samstíga öðrum dómurum á ráðstefnu sem haldin var fyrir mótið. Þegar svo mætast stálin stinn verður eitthvað undan að láta og í þetta skiptið var það þýski dómarinn sem lét í minni pokann og þessi frábæri stóðhestur að mati eigandans hriðféll í eink- unn. Þetta dæmi sýnir ef til vill best nauðsyn þess að einkunnagjaf- ir verði samræmdar þar sem ís- lensk kynbótahross eru leidd til dóms. Kristni Hugasyni var gefinn kostur á að svara bréfi Þjóðveijans skriflega sem hann ekki þáði en sagði hinsvegar í viðtali við rit- stjóra Eiðfaxa Erling A. Jónsson að þetta væri ekki svaravert. Það sem fram kæmi í bréfinu væri að- eins toppurinn af ísjakanum í óhróðri stóðhestseigandans. Þá sagði Kristinn að eins og kæmi fram í bréfinu væri maðurinn blind- aður í hrifningu af hestinum sem hann teldi nánast fullkominn og viðurkenndi engin rök sem ekki féllu að hans smekk. Þess vegna væri það líkt og að tala í tóma tunnu að ætla að rökræða þennan dómsúrskurð eitthvað nánar. Og þar með virðist málið útrætt af hálfu Kristins,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.