Morgunblaðið - 30.11.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 30.11.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Minning Ölafur Þórarinn Sigur- jónsson frá Litlahólmi Fæddur 28. ágúst 1902 Dáinn 23. nóvember 1993 Vinur minn, Ólafur Þórarinn Siguijónsson, andaðist á dvalar- heimilinu Garðvangi í Garði 23. nóvember sl., 91 árs að aldri. Hann fæddist í Keflavík 28. ágúst 1902, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Siguijón Einarsson vegaverkstjóri, síðar bóndi á Litlahólmi í Leiru, og kona hans, Kristín Ólafía Brynj- ólfsdóttir. Föðurforeldrar Ólafs voru Einar Einarsson málmsmiður í Keflavík og sambýliskona hans, Þórunn Jónsdóttir, hann Rangæ- ingur að uppruna, en hún Árnes- ingur. Var Einar „koparsmiður", eins og hann var jafnan nefndur í daglegu tali, einhver helsti merkis- maður og kunnur borgari í Kefla- vík á sinni tíð. Móðurforeldrar Ólafs voru Brynjólfur Teitsson bóndi í Bráðræði á Akranesi og kona hans, Ingiríður Ólafsdóttir, hún Ámesingur að ætt, en hann Borgfírðingur, þó með nokkru norðlensku ívafí, því einn forfeðra hans var Teitur Sveinsson frá Neðri-Lækjardal í Refasveit, sem var vefari við Innréttingar Skúla Magnússonar landfógeta í Reykja- vík. Stóð að Ólafí atgervisfólk á allar hliðar og var hann í allnáinni frændsemi við marga þjóðkunna menn, þótt hér verði ekki tíundað. Ólafur var sá þriðji í röðinni af sjö alsystkinum, sem öll eru látin. Hann ólst upp hjá foreldrum sín- um, fyrst í _ Keflavík og síðar á Litlahólmi. Á unglingsáram vann hann með föður sínum við vega- gerð og síðar við landbúnaðarstörf eftir að fjölskyldan fluttist í Leir- una. Eftir lát móður sinnar, árið 1939, bjó hann á Litlahólmi, allra fyrstu árin með föður sínum og systkinum, en tók svo alfarið við jörðinni og bjó þar 1942-1958 eða örlítið lengur. Síðustu búskaparár- in stundaði hann jafnframt verka- mannavinnu hjá Islenzkum aðal- verktökum á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar óslitið í u.þ.b. fímmtán ár. Eftir að Ólafur brá búi átti hann heima í Keflavík um hríð, en leigði svo lengi eins manns her- bergi í Herðubreið eða Skjaldbreið í Ytri-Njarðvík. Hann hætti störf- um eftir að hann varð fyrir bíl á Keflavíkurflugvelli og gerðist þá vistmaður á Elliheimilinu Hlévangi í Keflavík og mun það hafa verið laust fyrir 1970. Þar hafði hann aðsetur þar til íjanúarbyijun 1989, að hann fékk snert af heilablæð- ingu og var þá fluttur á Sjúkrahús- ið í Keflavík. Dvaldist hann þar rúmt misseri, en fluttist á Garð- vang í ágústmánuði sama ár og var þar síðan til æviloka. Ólafur kvæntist ekki, en bjó með ráðskonu á Litlahólmi, Unni Sig- urðardóttur (f. 18. júlí 1916), sem nú er fyrir Íöngu látin. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Berg- sveinssonar og Sigríðar Helgadótt- ur, sem bjuggu í Urðarteigi í Bera- firði. Þau Ólafur og Unnur áttu saman einn son, Helga Siguijón, (f. 15. júlí 1943) sjómann á Hólma- vík. Þá fóstraði Ólafur dóttur Unn- ar, sem hún hafði eignast áður, Sigríði Björnsdóttur (f. 8. septem- ber 1940) húsmóður í Keflavík. Reyndist hann henni sem besti faðir og börnum hennar elskulegur afí._ Ólafur -var lágur maður vexti, en samsvaraði sér vel, breiðleitur nokkuð og píreygður. Hann var harðfylginn og snar í snúningum fram á efstu ár, hraustmenni á yngri árum og hafði gaman af aflraunum. Skapmaður var hann mikill, en hægur í framgöngu og stilltur vel jafnan. Hann var dreng- skaparmaður, stálheiðarlegur og mátti ekki vamm sitt vita í neinum hlut og gerði þær kröfur til þeirra, sem hann umgekkst, að þeir sýndu hreinskiptni og heiðarleika. Hann var ekki allra og kunni vel að bíta þá af sér, sem honum geðjaðist ekki að, en því trygglyndari þeim sem hann tók. Hann var mikill artarmaður, dýravinur og afar bamgóður. Jafnan tók Ólafur mál- stað þeirra, sem minna máttu sín, en fyrirleit alla hræsni, tildur og yfírdrepsskap. Á unglingsáram gekk hann í stúku í Keflavík, en afi hans, Einar koparsmiður, var mjög virkur og virtur í þeim félags- skap. Síðar sagði hann sig úr stúk- unni af því honum fannst félags- skapurinn vera farinn að einkenn- ast um of af skinhelgi og farísea- hætti. Gerði hann það formlega á stúkufundi og las þá upp ritgerð þar sem hann tilgreindi ástæður fyrir úrsögn sinni og líkaði gamla manninum, afa hans, vel ræðan. Ólafur var afburðagreindur maður, fróðleiksfús og bókhneigð- ur og svo víðlesinn að undran sætti um óskólagenginn mann, minnið trútt og hugurinn skýr fram í háa elli. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og tjóaði engum að ætla að hafa áhrif á hann í þeim efnum eða umtuma sannfæringu hans. Hann aðhylltist jafnaðarstefnu, þó öfgalaust og yfírvegað, og fylgdi um skeið Alþýðuflokknum að mál- um, en hætti að kjósa hann þegar honum fannst flokkurinn hafa bragðist hlutverki sínu. Hann hug- leiddi talsvert eilífðarmálin og að- hylltist í þeim efnum kenningar doktors Helga Pjeturss. Ólafur var þjóðhollur Islendingur og unni af heilum hug öllu sem íslenskt var, einkum þó þjóðlegum fróðleik, ættfræði, fomsögum og skáldskap. Af skáldum hélt hann mest upp á Þorstein Erlingsson og kunni eftir hann ógrynni utanbókar. Einnig kunni hann kynstur af kveðskap eftir önnur skáld og fjöldann allan af lausavísum. Þá var ættfræði- þekkingu hans viðbrugðið. Þó að Ólafur vildi veg íslands sem mestan var hann einn af þeim örfáu mönnum sem greiddu at- kvæði gegn lýðveldisstofnuninni á Almenna auglýsingaslolan hl. / þœgilegu umhverfi med góðri þjónustu Glœsilegt kaffihlaöboró á hóflegu verði MÖTCl UMP Rauöarárstíg 18 ® 62 33 50 ---------------------------- Þingvöllum 1944, ekki vegna þess að hann teldi ekki íslendinga vera vel komna að fullveldi sínu, heldur þótti honum ódrengilegt að segja sig úr lögum við Dani eins og þá stóð á fyrir þeim, en Danmörk var þá hersetin af Þjóðverjum, sem kunnugt er. Enga gæfu taldi hann þjóðinni stafa af hernámi Breta og Bandaríkjamanna. Þó að Ólafur væri að sumu leyti mikill alvöramaður var hann í aðra röndina mesti æringi, sem hann bar þó síst utan á sér, og var næsta tamt að bregða fyrir sig smáhrekkjum og stríðni, einkum ef oflátungar og uppskafningar áttu í hlut. Hann hafði mjög næmt skopskyn og gat verið geysilega meinyrtur og háðskur, þegar sá gállinn var á honum, því bæði var hann greindur og hafði góð tök á móðurmálinu. Oftar brá þó fyrir hlýlegri kímni og meinlausri ertni. Ólafur var mikill vinur föður míns og föðurafa og hófust þau kynni þegar hann vann með pabba hjá íslenzkum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Má segja að hann hafí snemma komið við mína sögu, því þegar faðir minn gerði sér ferð af vinnustaðnum í síma til að spyrjast fyrir um það, hvort ég væri fæddur, fór Ólafur með honum þá för og fengu þeir þá fregnir af því að ég væri í heiminn borinn. Óli var nokkuð tíður gestur í húsgangabólstraninni, sem afí minn og faði ráku í Keflavík um margra ára skeið, og hafði ég hann því snemma fyrir augum. Tókust fljótt með okkur allgóð kynni, sem þróuðust í mikla vináttu er fram liðu stundir. Þegar ég á unglings- áram fékk áhuga á ættfræði glæddi Óli þann áhuga minn og fór með mér fyrstu ferðina, sem ég átti á Bókasafnið í Keflavík í því skyni að afla mér ættfræði- heimilda, en til þess tíma hafði ég ekki komið inn fyrir dyr í þeirri ágætu stofnun. Síðar kom Óli mér í kynni við Skúla Þór Magnússon, ungan áhugamann um sögu Kefla- víkur og Suðurnesja, sem þá þegar hafðLviðað að sér óhemju fróðleik um það efni og átti þó eftir að bæta um betur síðar. Heimsóttum við Skúli Óla oft á elliheimilið og áttu þar með honum marga glaða stund. Var þá spjallað um hvers kyns fræði og rifjaðar upp kímni- sögur úr mannlífínu fyrr og nú, en af þeim kunni Óli ógrynni og fór manna best með þær. Eftir að ég tók bílprófið og mér áskotnað- ist gamli bfllinn hans afa, sem var gráleit Cortina að árgerð 1965, keyrði ég þá Óla og Skúla víðsveg- ar um Suðumes, oft í þeim til- gangi að skoða gamlar minjar, svo sem fjárborgir og selrústir, að ógleymdum leifunum af Básenda- kaupstað. Gat Óli vísað okkur á mörg gömul mannvirki, sem við höfðum ekki hugmynd um að væra til, og svo fróður var hann um ömefni á Suðurnesjum, að þar hygg ég að fáir eða enginn hafi staðið honum á sporði. Óla þótti gott í staupinu og lyft- um við stundum glösum saman þegar ég var milli tektar og tví- tugs, en í slíkan selskap var Skúli ekki gjaldgengur. Var þá margt skrafað, ættir raktar og farið með Ragnhildur Sigurð- ardóttír - Minning Fædd 28. september 1928 Dáin 20. nóvember 1993 Amma okkar fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hún var Reykvíkingur í húð og hár og bjó í Reykjavík all- an sinn aldur. Ámma hafði sínar eigin skoðanir á lífinu og tilver- unni og lúrði ekki á þeim meðan henni entist kraftur til að tjá sig. Okkur fannst amma svipmikill persónuleiki. Sjálfsagt mátti rekja það til þess að líf hennar var stormasamt og erfítt og hún for- lagatrúar að hætti sögupersóna íslendingasagna þótt hún væri kristin og tryði á guð og hand- leiðslu hans í gegnum sorg og erfiðleika. Meðan ömmu entist kraftur var oft mikið um að vera í návist henn- ar. Eitt sinn lenti hún í árekstri við strætisvagn og kom austur á Hellu til okkar á Skódanum sínum öllum beygluðum og með brotin ljós. Þaðan var ekið austur í Vík og sungið allan túrinn. Amma kunni mikið af söngvum auk þeirra sem hún hafði sjáíf ort. Það voru til vísur um öll börnin hennar og ýmsa aðra sem tengdust henni vina- eða fjölskylduböndum. Við höfðum sérstaklega gaman af vís- unum hennar um fólk sem hún þekkti. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Hún amma var mikil tilfínn- ingamanneskja og það endurspe- glaðist í öllu hennar lífí. Þess vegna stendur hún okkur ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum þótt hún hafí hvergi unnið til afreka sem oft era tíunduð þegar verið er að lýsa ágæti fólks að lífs- hlaupi loknu. Amma var kona sem lifði vegna þess að hún fæddist í þennan heim og stóð sína „pligt“ eins og hún orðaði það sjálf. Það var gott að koma til hennar á Langholtsveg 16 þegar eitthvað bjátaði á og okkur leið illa. Það var eins og hún skynjaði vanlíðan án þess að færa það í orð. Ein- hvem veginn stafaði frá henni friði við slíkar aðstæður þótt við ættum alla jafna af henni að venjast kraftmiklum samræðum og ein- örðum skoðunum sem áttu rætur í veröld sem tilheyrði kynslóð sem okkur fannst vera aftan úr grárri forneskju. Ömmu er sennilega best lýst með því að segja að hún hafi ver- ið óvenjuleg kona. Óvenjuleg í þeim skilningi að hún fór aldrei troðnar slóðir í neinum málum. Hún var sífellt að koma fólki á óvart. Hvort heldur var með því að standa af sér hvert dauðastríð- ið á fætur öðru eða með athuga- semdum sínum um atburði líðandi stundar eða ýmsum uppátækjum sem vora oft mjög óhefðbundin. Veikindi ömmu okkar sniðu henni þröngan stakk varðandi ýmsa þætti daglegs lífs. Síðustu þijú árin var hún að mestu rúm- föst en var samt alltaf heima á Langholtsveginum meðan fært var. Hún fór ekki á spítala fyrr en ljóð. Að mínu undirlagi lékum við ðlafur þann leik tvö ár í röð, að hefja ölteiti á Bókasafninu í Kefla- vík, eftir að ég hafði þreytt vor- próf. Safnið var þá í þriggja hæða húsi við Mánagötu, en yfírbóka- vörður var Hilmar Jónsson rithöf- undur og æðstitemplar Stórstúku íslands, og safnið því talið eitt af höfuðvígjum fanatíkurinnar á ís- landi. Lesstofa safnsins var í einni lítilli kompu á efstu hæð hússins. Var hægt að læsa henni að innan- verðu, en salemi rétt til hliðar svo öll aðstaða til drykkju var hin ákjósanlegasta. Bárum við Ólafur okkur þannig að, að við gengum í safnið með skjalatöskur forógnar- miklar, settumst inn á lesstofu og létum færa okkkur þangað Sýslu- mannsævir og Manntal á íslandi 1703. Síðan læstum við kompunni, drógum vínið upp úr skjalatöskun- um, ásamt glösum, bergðum á og spjölluðum um alla heima og geima. Voram við látnir algerlega óáreittir og hygg ég að Hilmar hafí haft skömm og gaman af þess- um tiltektum okkar hafi hann rennt gran í þær. Útför Ólafs Siguijónssonar verður gerð frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 14.00, og verður hann svo lagð- ur til hinstu hvflu í kirkjugarðinum á Hólmsbergi, sem staðsettur er miðja vegu milli Keflavíkur og Leira. Með honum er genginn ein- hver besti vinur, sem ég hef eign- ast á minni lífsleið, og kveð ég hann með virðingu og þökk fyrir allar þær ánægjulegu samveru- stundir sem ég- átti með honum. Aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Vil ég svo enda þessa grein með vísu eftir Þorstein Erlingsson, sem Óli hafði mikið dálæti á og fór oft með, en hún er þannig: Svo kveðum létt og leikum okkur kátt, sjálft lífið gleymir stundum næsta degi, við kveðum oftast út hinn fyrsta þátt, þótt eitthvað glotti að tjaldabaki og þegi,- Guðmundur Sigurður Jóhanpsson. í fulla hnefana og þá orðin svo langt leidd að henni var vart hug- að líf. Stundum héldum við að amma hefði a.m.k. níu líf ef ekki fleiri þegar miðað var við hversu oft hún stóð andspænis dauðanum og sigraði. Það eru ekki ýkjur að segja um hana ömmu að dauðinn hafí ekki náð tökum á henni fyrr en hún sjálf var tilbúin til að kveðja þenn- an heim sem hún kallaði táradal. Jafnvel í dauðanum var þessi óvenjulega kona sigurvegari og kannski mestur þá. Síðasta hálfa mánuðinn var hún lömuð og gat sig hvergi hrært og þá en ekki fyrr var hún búin að fá nóg. Hvíld- in og friðurinn vora hennar verka- laun að lokum og vel hafði hún amma unnið fyrir þeim. Við sem hripum þessi fátæklegu orð erum þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja hana ömmu og í gegnum hana að kynnast betur en margir aðrir flóru mannlífsins. Ragnhildur, Guðrún og Þórður Albert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.