Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 43 Minning Eva Pálmadóttir Fædd 8. maí 1904 Dáin 19. nóvember 1993 í bernskuminningunni er allt svo gott og fallegt hjá ömmu Evu. Heim- ilið var fallegt og garðurinn. Allt hafði gróinn og virðulegan blæ og samt svo notalegan. Þar fannst hin fullkomna öryggiskennd sem ég hef hvergi fundið jafnsterka síðan. Þegar ég fékk að gista hjá ömmu í bleika herberginu þar sem sængumar voru stærri og mýkri en allar aðrar, lykt- in af sængurfötunum sem hún rull- aði niðri í vaskahúsi var svo góð, baðkarið var svo stórt og meira að segja heitavatnslyktin þar var allt öðruvísi og betri en heima. Og þegar ég vaknaði næsta morgun vögguðu trén greinunum fyrir utan gluggann og hljóðið í miðstöðinni, sem hún var nýbúin að setja í gang, var svo nota- legt og ég heyrði að hún var að sýsla við morgunverk. Og ég fór niður og hún var í hvítum morgunkjól með bláum blómum að bera eitthvað inn í borðstofuna en afi sat virðulegur og las öll blöðin. Það var fallegur dúkur á borðinu og silfurhnífapör eins og við allar máltíðir. Klukkan á veggnum tifaði með festu eins og til að minna mig enn og aftur á hvað þetta var ólíkt öllu heima þar sem allt var nýtískulegt, engin stór tré og engin lykt og engin klukka með pendúl. í þessum dúr eru flestar minning- arnar frá heimili afa míns og ömmu á Asvallagötunni. Þó að ég hafi ver- ið orðin fullorðin manneskja þegar þau fluttu þaðan á Droplaugarstaði fyrir níu árum sé ég Ásvallagötuna alltaf fyrir mér í bernskuljóma. Fyrir nokkrum dögum skoðaði ég ljós- myndir sem voru teknar þar stuttu áður en þau fluttu burt og allt í einu gerði ég mér grein fyrir að þetta hús sem hafði verið svo fallegt og sveip- að töfraljóma var bara gamalt hús, að vísu með fallegum innanstokks- munum — en töframir — þeir voru ekki þeir sömu og í minningunni. Minning ■ Fædd 12. júlí 1901 Dáin 20. nóvember 1993 Steinunn Jónasdóttir var fædd í Brekkukoti í Svarfaðardal 12. júlí 1901 og ólst þar upp til níu ára ald- urs. Hún átti þijár systur, en þær eru Jóhanna, fædd 22. maí 1904, hún er látin; Auður, fædd 31. júlí 1908, og hálfsystirin Soffía Gunn- laugsdóttir, fædd 13. júní 1919. For- eldrar hannar voru hjónin Ingigerður Soffía Jóhannsdóttir og Jónas Jó- hannsson, en Jónas lést þegar Stein- unn var níu ára gömul. Fluttist hún þá til Siguijónu, móðursystur sinnar á Akureyri, en þegar Siguijóna flutt- ist út í Svarfaðardal stuttu seinna varð Steinunn eftir. Fór hún þá til konu, Þóm að nafni, og var þar fram yfir fermingu. Eftir það bjó hún hjá Elínu Líndal. Börnin hennar voru berklaveik og las Steinunn mikið fyrir þau. Eftir tvítugt fór Steinunn til Dan- merkur og réð sig í vist. Var hún þar samtals í fimm ár. Vann hún sér þá inn peninga svo að hún gat farið í húsmæðraskóla í Danmörku og var það mjög fátítt í þá daga. Þessi ár urðu henni mjög eftirminnileg og lærdómsnk og þar af leiðandi las hún og talaði dönsku, sem ekki var al- gengt með konur á þessum ámm. Eftir að heim kom hóf hún störf á Hótel Gullfossi en síðar fór hún að vinna hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, fyrst í brauðbúð en síðar í járn- og glervömdeildinni. Hinn 27. október 1945 giftist Steinunn Þórði Karlssyni frá Veisu í Fnjóskadal. Bjuggu þau alla sína tíð á Helgamagrastræti 50 á Akur- evri. Þeim varð ekki barna auðið. en Töfraljóminn var það sem hún amma gerði með umhyggju sinni og alúð og nærveru. Hún var mesti höfðingi heim að sækja sem ég hef þekkt og öllum öðmm kurteisari. Hún leyfði mér allt sem mér datt í hug. Ég mátti gramsa í öllu, leika mér í gömlu fallegu sparifötunum hennar með fína slörhatta, veski og perlufestar, sauma á saumavélina, blása sápuk- úlur og úr snúrunni frá gömlu flagg- stönginni urðu til ótal sippubönd — þau bestu í heimi. Ég gerðist kokkur og bjó til drullumall úr öllu sem ég vildi úr eldhússkápunum. Hvítur sloppur og nokkrar tómar krukkur í vaskahúsinu urðu að heilu apóteki og á tímabili þegar mér fannst svo gaman að strauja mátti ég strauja náttfötin og vasaklútana hans afa af hjartans lyst. Þó að leikirnir væru oft fyrirferðarmiklir var samt eins og aldrei færi neitt úr skorðum, allt var jafn fínt og áður. Samband hennar og afa var ákaf- lega fallegt. Þau voru samhent og höfðu bæði svo fallega framkomu hvort við annað og annað fólk. Aldr- ei heyrði ég þau segja styggðaryrði við nokkurn mann og á milli þeirra ríkti einhver sérstakur skilningur. Amma var falleg kona og mjög glæsileg. Allt fram á síðustu ár hafði fólk, sem til dæmis sá þau á sunnu- dagsgöngu, hana og afa, orð á því hvað þau væru óvenjulega glæsileg hjón. Ámma var móðurleg og hún var sterk og lét alltaf þarfír annarra ganga fyrir sínum. Hún var alltaf gefandi og uppörvandi og hafði mikla trú á hæfileikum okkar allra. Ekki man ég nokkum tíma eftir að hafa hitt hana eða afa í vondu skapi eða illa upplögð. Þau áttu langt og gæfu- ríkt líf saman, allt þar til afí dó fyrir tveimur árum. Fyrir nokkrum árum veiktist amma af hrömunarsjúkdómi. Smátt og smátt gleymdi hún; fyrst litlum hlutum sem engu skipta, en loks fór svo að hún hafði flestu gleymt og varð alveg öðrum háð. Það var hlutskipti sem hún hefði síst kosið þóttu afar barngóð bæði tvö og nutu barna annarra í staðinn. Þórður lést 6. september 1965 og saknaði Stein- unn hans mikið og lengi. Steinunn var afar ^öngelsk kona og var hún bæði í kirkjukór Akur- eyrarkirkju og Kantötukómum. Einnig var hún lengi í Kvenfélagi Akureyrarkirkju. Steinunni kynntist ég kringum 1970. Hún bjó í húsinu númer 50 við Helgamagrastræti, en tengdafor- eldrar mínir, þau Kristín og Böðvar, í númer 49. Þarna á milli var mikill vinskapur, sérstaklega eftir að Þórð- ur dó. Þótti þeim konunum mjög vænt hvorri um aðra og áttu margar góðar stundir saman. Einkum var það þó Kristín, sem sendi ýmislegt yfir um til Steinunnar (eins og sagt var), svo sem alls lags bakstur og blóm. Það var ekki ósjaldan að ég var send með nokkrar rósir úr gróð- urhúsinu hennar Kristínar um leið og ég fór heim. Gleymi ég aldrei hve Steinunn var þakklát og geislaði af gleði yfir rósasendingunum. Gróður- húsið þama hinum megin var henni ótrúlega mikils virði. Kristín vann mikið í garði sínum allt sumarið og hiúði af alúð að blómunum og Stein- unn naut þess að fyigjast með út um gluggann sinn. Já, þær fylgdust líka vel með ljós- unum í gluggunum hvor hjá annarri gömlu konurnar. Það sagði þeim allt- af hvað var að gerast hinum megin. Ég tala nú ekki um þegar aðventu- ljósin birtust í gluggunum fyrsta sunnudaginnn í aðventu. Þá var nú gleði í sinni. Eftir að tengdamamma dó man ég að tengdapabbi setti allt- af aðventuljósin í gluggann, en aðal- leffa fvrir Steinunni. Hún hrinirdi bá sér, en þó hélt hún reisn sinni, glæsi- leik og kurteisi allt til enda. Þó að ég kveðji ömmu mína í síð- asta sinn í dag mun hún alltaf fylgja mér sem fyrirmynd og í ótal minning- um. Anna. Ég var rétt orðin átján ára þegar ég var kynnt fyrir tilvonandi tengda- móður minni, Evu Pálmadóttur. Sú stund er enn ljóslifandi í huga mín- um. Mér fannst hún einhver falleg- asta kona sem ég hafði augum litið. Hún hafði yfír sér þokka heimskon- unnar en var um leið ótrúlega stúlku- leg. Frá henni stafaði hlýju sem var óaðskiljanlegur hluti af persónuleika hennar og umlék alla í návist henn- ar. Það virtist henni fullkomlega áreynslulaust og sjálfgefið að láta fólki líða vel í návist sinni hvort sem áttu í hlut böm eða fullorðnir. Stilli- leg framkoma sem bjó yfir fijálsum og eðlilegum léttleika laðaði menn að henni og gerði það að verkum að það var svo auðvelt að þykja vænt um hana og bera um leið djúpa virð- ingu fyrir henni. Kurteisi hennar var af sama toga, kom að innan og fól í sér andlegan styrk sem gerði henni kleift að taka hveiju sem var með æðruleysi. Lífsstarf hennar sem eig- inkona, móðir og amma sýndi að lífs- fylling hennar var fólgin í að skapa andrúmsloft þar sem bestu kostir líka gjarnan til að þakka honum fyrir. Já, og svo var líka hún Steinunn í númer 47. Þetta voru nágrannarnir í fjölda mörg ár og samkomulagið var hið besta. Mér er minnisstætt fyrir nokkrum árum, þegar ég keyrði upp Helgamagrastrætið með bækur frá Amtsbókasafninu til gamla fólks- ins. Þá sátu þessi þijú, sem eftir lifðu, öll úti í sólinni, hvert á sínum tröpp- um. Þau sáu hvert til annars og nutu hvers annars úr fjarlægð. Þann- ig hafði gamla fólkið það. Já, nú eru þau öll horfin sjónum okkar. Blessuð sé minning þeirra. Ragnheiður Stefánsdóttir. ERFIDRYKKJUR' -^Hngah^a HÓTEL ESJA sími 689509 V J þeirra sem hún umgekkst fengu að njóta sín. Mér tók hún sem sinni eigin dótt- ur og með okkur varð vinátta sem ég mun aldrei gleyma. Börnum okk- ar Ágústs fannst þau eiga í henni bestu ömmu í heimi og ég hugsa að þótt heimurinn sé stór og ömmurnar margar hafi það ekki verið fjarri lagi. Heimili hennar var fallegt í besta skilningi þess orðs. Hún og eiginmað- ur hennar, Elías Halldórsson, en hann lést 1991, höfðu óbrigðulan og hárfínan smekk eins og listaverkin sem prýddu heimili þeiiTa báru vitni um. El.ías var fyrirmannlegur og glæsilegur maður og hafði heims- mannslegt yfirbrag. Þau áttu mjög vel saman og það var alltaf eins og þau væru nýgift, svo skotin voru þau hvort í öðru alla tíð. Við Ágúst slitum samvistir og fundum okkar Evu fækkaði þess vegna en hún var mér alltaf jafn kær. Hún veiktist nokkrum árum áður en hún andaðist sem varð smátt og smátt til þess að samband hennar við umheiminn rofnaði. Elías vék aldrei frá henni, sama nærgætni, hlýja og virðing einkenndi samvistir þeirra allt til hins síðasta. Þar sem mynd Evu er í minningu minni, þar er hann einnig. Ágúst, Erlu, Haddý og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Elsa. í dag er kvödd Eva Pálmadóttir, sem andaðist á Droplaugarstöðum 19. nóvember sl. 89 ára að aldri. Eva var fædd á Hjalteyri við Eyja- fjörð 8. maí 1904, dóttir hjónanna Pálma Kristjánssonar sjómanns og síðar verkstjóra frá Pálmholti í Arn- arneshreppi og konu hans, Þórhildar Arinbjarnardóttur frá Gásum í Glæsibæjarhreppi. Bæði voru þau ættuð að langfeðgatali úr sveitum vestan Eyjaijarðar, komin af traust- um ættum bænda og sjómanna. Yngri systir Evu var Anna Steinunn,- fædd 11. apríl 1910, dáin 3. desem- ber 1991. Fjölskyldan bjó á Hjalteyri til árs- ins 1912 en fluttist þá til Isafjarðar. Hinn 7. júní 1924 gengu þau í hjóna- band á ísafirði Eva og Elías Halldórs- son, fæddur 4. maí 1901, þá gjald- keri í íslandsbanka á ísafirði. Hann andaðist 31. júlí 1991, en þá höfðu þau lifað saman í ástríku hjónabandi í 67 ár. Börn þeirra eru þrjú. 1. Erla fyrr- verandi aðstoðarháskólaritari, 2. Halldóra fyrrverandi fulltrúi, gift þeim er þetta ritar, en sonur þeirra er Sveinn Andri. 3. Ágúst Halldór framkvæmdastjóri Samtaka fisk- Erfidrykkjiir Glæsileg kafli- hlaðlKirð lalleifir Síilir og injög góð þjónusta. lipplvsingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR HÚTEL LOFTLEIlia vinnslustöðva. Hann var kvæntur Elsu Stefánsdóttur og eru börn þeirra fjögur, Anna Steinunn, Einar Ingi, Elías Halldór og Eva. Barna- börnin þeirra Evu og Elíasar eru fímrn. Árin 1929-1931 var Elías settur útbússtjóri við íslandsbanka á Seyð- isfirði og fluttist fjölskyldan þangað. Árið 1931 fluttust þau til Reykjavík-^ ur þar sem Elías hóf störf við íslands- banka og var síðar skipaður forstjóri Fiskveiðasjóðs Islands. Fljótlega eftir komu sína til Reykjavíkur byggðu þau hús á Ás- vallagötu 75 og bjuggu þar í yfir 50 ár. Bar heimilið svipmót þeirra hjóna, hlýlegt menningarheimili, þar sem gestrisni var í hávegum höfð. Vettvangur Evu var fyrst og fremst heimilið, þar sem hún bjó manni sínum, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum gott umhverfi og skjól, enda mikil húsmóðir. Á heimili þeirra Evu og Elíasar bjó alla tíð Guðrún K. Jónasdóttir, tengda- móðir Evu, sem andaðist árið 1952, níræð að aidri. Á ísafyrði ólst Eva upp, gekk í skóla, steig fyrstu skref í atvinnulífinu og bjó fyrstu hjúskaparárin. Hún var ásamt manni sínum virkur þátttak- andi í leiklistarlífi staðarins. Auðfund- ið var alla tíð hve ísafjörður var henni kær og hugstæður og eftir að til Reykjavíkur var komið hittust reglu- lega æskuvinkonumar að vestan. Með þeim hjónum var mikið jafn- ræði og augljóst öllum sem til þekktu, að hjónaband þeirra grundvallaðist á ást og gagnkvæmri virðingu. Sameiginleg áhugamál þeirra voru lestur góðra bóka, leiklist og góð tóniist. Þau nutu þess að ferðast, bæði innanlands og utan, og spiluðu brids við vinafólk um langt árabil. Eva hafði mikla ánægju af garðinum við hús þeirra á Ásvallagötu og sinnti honum af kostgæfni. Tengdamóðir mín var falleg kona og yfír henni mikil reisn. í minning- unni ber þó hæst hve heilsteypt hún var og hreinskiptin. Hún lét sig jafn- an varða hag sinna nánustu á þann hátt að þeir fundu frá henni hlýju og væntumþykju. Síðustu ár dvaldist Eva á Drop- laugarstöðum og eru starfsmönnum færðar sérstakar þakkir fyrir góða hjúknin og umönnun. Með þakklæti og virðingu í huga kveð ég elskulega tengdamóður mfna og minnist ánægjulegra samveru- stunda, ástúðar og vináttu frá fyrstu kynnum. Blessuð sé minning hennar. Sveinn H. Ragnarsson. Biómostofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um h Islenskur efniviður Islenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BfiS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 Steinunn Jónas- dóttir, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.