Morgunblaðið - 30.11.1993, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993
Ást er . . .
TM Reg. U.S Pat Off —all rights reserved
• 1993 Los Angeles Times Syndicate
að festa hjarta í band
Ég sé óvenju stutta lífslínu.
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF TTL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
FREISTINGAR
Frá Arna Helgasyni:
FJANDINN er mesti óvinur
mannsins, það fer ekki milli mála.
Menn hafa hann oft á orði og
stundum í hinum ólíklegustu merk-
ingum. Menn segja meira að segja
„mikið fjandi er þetta gott“ og
„helvíti er þetta fallegt“. Sumum
þykir nóg um hve fjandinn er óaf-
vitandi tignaður í tjáskiptum
manna, en það er annað. Fjandinn
er alltaf á hælunum á manninum
til þess að tæla hann frá því góða
og fullkomna. Fjandinn er líka alls
staðar þar sem hann getur komið
manninum í glötun. Þetta er mjög
alvarlegt. Við tölum um hvað guð
sé góður og miskunnsamur, en það
er ekki eins mikil áhersla lögð á
hversu djöfullinn er alls staðar á
veginum og alltaf tilbúinn að setja
fótinn fyrir. Við skulum strax gera
okkur ljóst að djöfullinn er stað-
reynd, ekki síður en Jesús Kristur.
í freistingarsögu Jesú er sagt:
Þá fór djöfullinn með Jesúm upp
á ofurhátt fjall og sýndi honum
þaðan öll ríki veraldarinnar og
þeirra dýrð og meira. Allt þetta
mun ég gefa þér ef þú fellur fram
og tilbiður mig. Sem sagt Jesús
átti að eignast öll ríki veraldarinn-
ar og þeirra dýrð og fýrirhöfnin
var ekki mikil. Bara að falla fram
og tilbiðja djöfulinn. Já, hvað
myndu sumir hafa gert í sporum
Jesú og hvað eru menn um allan
heim að vinna til að eignast sem
mest af þessa heims gæðum og
vita að þau eru manninum ekki
varanleg, síður en svo. Já, er fjand-
inn ekki alltaf tilbúinn að fara með
menn upp á hátt fjall og sýna þeim
hvað þeir geti öðlast ef þeir tilb-
iðji hann? Er hann ekki alltaf að
láta glýju í hin mannlegu augu svo
þeir álpist út á breiða veginn?
Hann býr þetta í svo glæsilegar
umbúðir. Þetta er alvarlegt mál.
Og svo hitt, sendi guð ekki son
sinn í heiminn til þess að hafa vit
fyrir mönnunum, benda þeim á veg
lífsins sem liggur til frelsis og
hamingju? Vissulega og eitt enn.
Hefir nokkur tapað á því að varð-
veita orð Drottins? Síður en svo.
Og finna ekki þeir sem hafa reynt
þá þjónustu hversu dýrmæt hún
er? Safnið ekki fjársjóðum á jörðu
sem mölur og ryð fær grandað.
Og eins og þið sáið, svo verður upp
skorið. Það veitir ekki af að vara
fólkið við hinu illa. Sem betur fer
eru sterk öfl, t.d. í hinum fijálsu
söfnuðum svo nokkuð sé nefnt,
sem af einlægni og án launa gera
allt til að útbreiða ríki guðs hér á
jörð. Jú, sem betur fer.
Eitt af bestu vopnum fjandans
í sínu niðurrifi fer ekki á milli
mála og árangur eftir því. Það er
víman. Það eiga allir eftir að sjá
fyrr eða síðar hversu hún hefur
rutt ríki fjandans braut, sem er
skelfilegt og eins hitt hversu marg-
ir sem kalla sig leiðtoga þjóðanna
ýta þar undir.
Kirkja Krists verður því að vera
vakandi. Þjóna honum einum og
þá mun uppskeran verða mikil.
Sigurlaun þau sem Kristur afhend-
ir þeim sem vakir og biður eru
eilíft líf. Og býður nokkur betur?
ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi.
Stundum og stundum ekki
Frá Pétri Péturssyni:
ÞAÐ er fagnaðarefni, að herra Sig-
urbjörn Einarsson biskup skuli nú
bregða á loft Ijósastikum biskups
og biðja vegmóðu ungmenni griða.
Hrifnæm er lýsing aldins kirkjuföð-
ur á hrakningi og hremmingum
þeirra er sæta ofsóknum og pynd
í grimmum heimi.
Ákall biskupsins vekur minning-
ar, sem blunda í bijósti og varða
ungan nauðleitarmann, er hingað
kom og baðst ásjár og athvarfs.
Gervasoni hét sá. Hann kvað sér
eigi hugnast vopnaburður. Baðst
undan herskyldu. Kvaðst vilja lifa
í sátt og samlyndi við meðbræður
sína, eigi aðeins þjóðbræður heldur
gjörvallt mannkyn. . .
Öflug hreyfing var vakin að
styðja nauðleitarmann. Skipuðu sér
margir í þá fylkingu. Þó gengu fjöl-
mennir flokkar fram fyrir skjöldu
og hvöttu til þess að Gervasoni
væri vísað úr landi og honum eigi
gefíð hér griðland. Meðal þeirra sem
höfðu sig í frami voru starfsmenn
Vífilsstaða. Vakti það furðu
margra. En það sem hvað mesta
undrun vakti var að sá er þá sat í
öndvegi íslenskrar þjóðkirkju
hreyfði hvorki hönd né fót til vam-
ar þeim er leitaði griða. Engin hönd
kom að kveikja á friðarkerti í ljósa-
stikum biskupsins. Þó hafði sá er
bað um griðland eigi unnið annað
til saka en að lýsa því skýrt og
skorinort að hann vildi eigi bera
vopn á ungmenni annarra ríkja og
engan mann vega á vígvelli.
Ef ungmenni við Adríahaf, Kró-
atar, Serbar, Bosníumenn, múslim-
ar og Svartfellingar hefðu fýlgt
fordæmi Gervasonis þyrfti herra
Sigurbjörn Einarsson biskup ekki
að biðja flóttamanni griða og
sjúkradeildar íslenskra spítala eigi
sár að græða af völdum hernaðar.
PÉTUR PÉTURSSON,
þulur.
Víkverji skrifar
Hér í blaðinu birtist sl. laugar-
dag grein eftir Steinar Berg
ísleifsson, forstjóra Spors hf., þar
sem hann ijallar um þær svipting-
ar, sem nú eru á hljómplötumark-
aðnum. í grein þessari segir Steinar
Berg m.a.:
„Eg vil benda sérstaklega á þátt
fjölmiðla í öllum málatilbúningi
Kristjáns (Kristjánssonar). Þeir
hafa meira og minna étið upp eftir
honum alla þá vitleysu, sem uppúr
honum hefur oltið. Engin athugun
hefur átt sér stað til þess að kynna
sér sannleiksgildi óhróðursins. Þau
vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið
eru ámælisverð og mundu örugg-
lega ekki tíðkazt, ef í hlut ættu
„virðulegar" eða ríkisstyrktar at-
vinnugreinar."
Víkveiji ætlar ekki að blanda sér
í deilur tónlistarmanna og útgef-
enda eða deilur Steinars Bergs og
Kristjáns Kristjánssonar. Hins veg-
ar kemur fram í ofangreindri tilvitn-
un krafa á hendur íjölmiðlum, sem
Steinar Berg er ekki einn um að
hafa uppi, þ.e. að fjölmiðlar kynni
sér sannleiksgildi ummæla, sem
menn láta hafa eftir sér í blöðum
og á öldum ljósvakans áður en þau
eru birt.
Fyrir nokkrum árum sátu fulltrú-
ar fjölmiðla kynningarfund með
talsmönnum bankakerfisins. Einn
af forsvarsmönnum bankakerfisins
býsnaðist yfir því, að ijölmiðlar
birtu athugasemdalaust ýmis um-
mæli eftir þáverandi forsætisráð-
herra, sem hann taldi röng og hægt
væri að sýna fram á, að væru röng
og þess vegna ætti ekki að birta
þau og alla vega ekki án þess, að
athugasemd væri við þau gerð.
Þeim hefur fjölgað, sem haft hafa
uppi slíkar athugasemdir og þess
vegna ekki úr vegi að fjalla svolítið
um þessi sjónarmið.
xxx
að gildir einu, hvort um er að
ræða fyrrverandi forsætisráð-
herra eða tónlistarmann: ef menn
eru tilbúnir til að láta hafa eftir sér
ákveðin ummæli undir nafni og
standa þar með við þau þurfa mikl-
ar ærumeiðingar að vera í slíkum
ummælum til þess að hægt sé að
gera þá kröfu til ijölmiðla, að um-
mælin séu ekki birt eða send út á
öldum ljósvakans.
Viðmælendur fjölmiðla lýsa skoð-
un eða afstöðu, sem þeir eru sjálfir
ábyrgir fyrir. Það liggur í augum
uppi, að það er óframkvæmanlegt
með öllu að rannsaka sannleiksgildi
ummæla nafngreindra einstaklinga
áður en þau eru sett á prent eða
send út í loftið. Þetta er auðvitað
sagt með þeim fyrirvara, að í örfá-
um undantekningartilvikum geta
þessi ummæli verið svo persónulega
svæsin, að óhugsandi sé að birta
þau, hvort sem þau teljast rétt eða
röng.
Þess vegna er það of mikil krafa
til ijölmiðla, að þeir rannsaki sann-
leiksgildi orða hvers einasta ein-
staklings, sem þeir tala við áður
en ummæli viðkomandi eru birt.
Slík krafa er hvergi í heiminum
gerð til fjölmiðla. Nafngreindir ein-
staklingar eru ábyrgir fyrir sínum
orðum og það er verst fyrir þá, ef
þeir eru staðnir að ósannindum.
xxx
Hitt er svo annað mál, að lesend-
ur, áheyrendur eða áhorfend-
ur eiga þá kröfu á hendur ijölmiðl-
um, að þeir leitist við að skýra
kjarna máls í deilumálum á borð
við þau, sem nú eru uppi á milli
tónlistarmanna og útgefenda. Það
hljóta ijölmiðlar að gera eftir efnum
og ástæðum alveg óháð því hvað
talsmenn deiluaðila segja um málið
á vettvangi sömu ijölmiðla. Slíka
kröfu er réttmætt að gera á hendur
fjölmiðlum en ekki hina, að þeir
fari að stunda víðtækari ritskoðun
en gert er nú. Auðvitað fer á hverj-
um degi fram mat á því, hvað á
að birta í blöðum eða senda út í
loftið. En þar koma önnur sjónar-
mið við sögu en þau, sem hér hafa
verið gerð að umtalsefni.