Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 56
Snjóflóð í lið með skuldugum SNJÓFLÓÐ á Breiðadalsheiði '~Jí!oin skuldugum bíleigendum á Flateyri og Þingeyri til aðstoðar í gær, en lögreglan á ísafirði hugðist þá klippa númer af bílum þeirra sem enn skulda bifreiða- gjöld. Að sögn lögreglunnar stóð til að fara á þessa staði síðdegis í gær og í gærkvöldi, en horfið var frá því þar sem varasamt þótti að fara Breiðadalsheiðina vegna snjóflóða úr Kinninni. Var því aðgerðum lög- reglunnar frestað að sinni og hafa hinir skuldseigu því enn svigrúm til að ganga frá sínum málum og koma í veg fyrir að númerin verði klippt af bílum þeirra. ---» ♦ «-- --> Agætur síldarafli ÁGÆTUR afli fékkst á sildarmið- unum í Berufjarðarál um helgina. Um 83 þúsund tonn af sild hafa borist á land á vertíðinni en rúm- lega 27 þúsund tonn eru óveidd —af síldarkvótanum. Að sögn Þórðar Sigurðssonar stýrimanns á Þórshamri GK var ágætis afli á síldarmiðunum á sunnudag eftir brælu í síðustu viku. Hann sagði að síldin væri væn og virtist mikið af henni en brælur hafa hamlað veiðum að undanförnu. Um tylft báta stundar nú síldveiðarnar og fer allur aflinn í vinnslu. Morgunblaðið/Júlíus Kranabóman brotin BÓMAN liggur ofan á mastrinu skömmu eftir óhappið og reyndist mastrið vera stórskemmt þegar ástand þess var kannað. Loftnet við Gufimesstöðina stórskemmdist LOFTNET fyrir gervihnattaviðskipti við fjarskiptastöðina í Gufunesi stórskemmdist þegar bóma í 40 tonna krana sem notuð var til að færa loftnetið úr stað féll yfir Ioftnetið síðdeg- is í gær. Loftnetið var talið 7-8 tonna þungt, að sögn kranastjórans, en uppgefin lyftugeta bómunnar 8 tonn. Að sögn Stefáns Arndal, stöðvarstjóra fjarskiptastöðvar- innar, er loftnet þetta ekki í dag- legri notkun á fjarskiptastöðinni og veldur það tjón sem á því varð ekki röskun á fjarskiptum lands- manna. Hins vegar var loftnetið, sem var starfrækt hér fyrir þýsku geimvísindastofnunina á árunum 1969-1975 og var fyrsta gervi- hnattajarðstöðin sem Islendingar starfræktu, í fullkomlega not- hæfu ástandi, að sögn Stefáns. Flutningur nauðsynlegur Ástæða þess að kraninn var fenginn til að lyfta loftnetinu var sú að eftir að fjarskiptastöðin afsalaði sér hluta af landi sínu til Reykjavíkurborgar lenti loft- netið utan athafnasvæðis stöðv- arinnar og þurfti því að flytja það til. Stefán vildi í gær ekki meta tjónið á loftnetinu til fjár og hann vildi heldur ekki fullyrða að ráð- ist yrði í viðgerðir og endurbætur á því. Fundaðí Herjólfs- deilunni GUÐLAUGUR Þorvaldsson rík- issáttasemjari átti fund með deilu- aðilum í Herjólfsdeilunni í Vest- mannaeyjum í gær, en undirmenn á skipinu hafa boðað verkfall frá og með næstu áramótum. Að sögn Guðlaugs hefur ekki miðað í sam- komulagsátt, en hann mun funda áfram með deiluaðilum í dag. Guðlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundinum í gær hefði verið farið yfir stöðu mála. „Það er búið að skýra ýmislegt í málinu, en það er ómögulegt að segja nokkuð um þetta á þessari stundu,“ sagði hann. „Við vorum að horfa á sjónvarps- þáttinn Neyðarlínuna (Rescue 911) á Stöð 2 þegar við voru kallaðir í venjulegan fæðingarflutning ein- hvern tíma uppúr klukkan hálf tíu. Allt virtist vera í góðu lagi þegar komið var á staðinn, um fimm mín- útur voru milli hríða hjá konunni, en aðeins örstuttu seinna sagði hún okkur að barnið væri að koma. Ég stöðvaði þá strax bílinn, bað um neyðarbíl, fór afturí og tók uppúr svokölluðum fæðingarböggli. Hann var ekki fyrr tilbúinn en höfuðið var komið. Maður náði varla að gera sig kláran til að taka á móti. En sem betur fer gekk allt vel og um fimm mínútum eftir fæðinguna kom neyðarbíllinn," sagði Þórir Karl Jónasson sjúkraflutningamað- ur sem tók á móti barninu. Hann sagðist aldrei hafa tekið einn á móti barni fyrr. Mikið álag Að sögn Guðrúnar Bjargar Sig- urbjörnsdóttur, yfirljósmóður á fæðingardeild Landspítala, hefur álagið á deildinni verið mikið þetta árið. Þá hafi þrengsli verið gífurleg, konur hafi legið sængurlegur inni á setustofum og aukarúm verið sett inn á stofur á sængurkvenna- göngum. Guðrún Björg segir að fæðingar komi alltaf í bylgjum en þetta mikla álag hafi engu að síður verið nokkuð viðvarandi alit árið. Að sögn Guðrúnar Bjargar er Morgunblaðið/Sverrir Tóku á móti SVEINN Logi Björnsson og Þór- ir Karl Jónasson. fjölgun fæðinga á milli ára meiri en sem nemur lokun Fæðingar- heimilis. Hún segir að opnun þess um nk. áramót sé á stefnuskrá Rík- isspítala en enn vanti fjárveitingu til að af því geti orðið. Meðan fjár- veiting fáist ekki sjái starfsfólk fæðingardeildar Landspítala því fram á óbreytt ástand eða jafnvel verra, þar sem fæðingum virðist enn vera að fjölga. Sinubrunar og vatns- skortur í Eyjafirði Yl ri-Ijiirnum, Eyjafjarðarsveit. SVÖRÐUR er nú orðin mjög þurr víða á Norðurlandi eftir nær stanslausa þurrka í þrjá mánuði og í gær varð sinubruni í Eyjafjarðarsveit sem teljast verður óveiyulegt á þessum árstíma. Þá var orðið vatnslaust á öðrum bæ. Slökkvilið Akureyrar og Bruna- varnir Eyjafjarðar voru kallaðar út á sjötta tímanum í gær að bænum Uppsölum í Eyjafjarðar- sveit. Bóndinn á bænum hafði kveikt í rusli í skurðenda í nokkuð kyrru veðri en síðan hvessti af suðaustri og læsti eldurinn sig í sinulubba og breiddist út á skömmum tíma. Þar sem skógarplöntur, skjól- belti og girðingar voru í hættu var kallað í slökkviliðið. Þrír menn frá Slökkviliði Akureyrar og fimmtán frá Brunavörnum Eyjafjarðar mættu á staðinn og börðust við eldana í 2-3 tíma og tókst að verja skjólbeltin að mestu en girðingar og skógarplöntur skemmdust. Farið að bera á vatnsskorti Farið er að bera á vatnsskorti á nokkrum bæjum í Eyjafjarðar- sveit og þurfti Jóhann Benedikts- son bóndi á Eyrarlandi nýlega að sækja vatn til Akureyrar í tvo sólarhringa. Fékk hann vatnstank hjá Mjólkursamlagi KEA og dældi vatninu inn á kerfið með raf- magnsdælu. Jóhann hefur vatn eins og er en bjóst við að allt yrði vatnslaust á ný þegar frysti. Benjamín Sjúkraflutningamaður tók á móti barni í sjúkrabíl „Ég náði varla að gera mig kláran“ Mikil fjölgun fæðinga frá í fyrra UNGUM íslendingi lá heldur betur á að komast í heiminn og fæddist í sjúkrabíl aðeins um einn kílómetra frá heimili foreldra sinna í vesturbæ Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi. Sjúkraflutningamaður tók á móti barninu. Eftir fæðinguna var móður og barni, stúlku, ekið á kvennadeild Landspítalans og heils- ast báðum vel. Fæðingin var sú 2.868, ef miðað er við fæðingar á kvennadeildinni, á þessu ári. Um er að ræða 210 fleiri fæðingar en á sama tíma í fyrra. Fjöldi fæðinga nú samsvarar á bilinu 3.100 til 3.200 fæðingum allt árið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.