Morgunblaðið - 15.12.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 15.12.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ufsaklettur kominn úr Selsvör UFSAKLETTUR sem var við Stóru-Selsvör hefur verið fluttur á jand og komið fyrir á hingtorginu þar sem saman koma Hringbraut, Ana- naust og Eiðisgrandi. Það voru nokkrir gamlir Vesturbæingar sem fóru /ram á að.klettinum yrði bjargað en mikill Ijöldi eldri Vesturbæ- inga eiga minningar tengdar Ufsakletti. í bókinni Reykjavík - Sögu- staður við Sund, segir að hann hafi tengst manndómsvígslu stráka í Vesturbænum, þar sem enginn þótti maður með mönnum nema hann hefði veitt á Ufsakletti. SVR hf. aðili að Vinnuveitendasambandinu ASÍ átelur framgöngu Starfsmannafélagsins Borgarsljóri segir starfsmenn halda áunnum rétti ALÞÝÐUSAMBAND íslands telur að með framgöngu sinni hafi Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar gengið gegn þeirri samstöðu og sam- starfi sem skapast hafi miili 'félagsins og ASÍ og skorar á starfsmanna- félagið að snúa frá þeirri óheillabraut sem það virðist vera á með málefni Strætisvagna Reykjavíkur hf. Þá segir í bréfi stjórnar SVR hf. til starfsmannafélagsins að fyrirtækið sé aðili að Vinnuveitendasam- bandi íslands og því bundið af samningum sem þar gilda. f svari borg- arstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa minnihlutans í borgarráði um málefni starfsmanna SVR hf. er tekið fram að allir starfsmenn haldi áunnum réttindum við ráðningu til SVR hf. en þar sem kjarasamning- ur og lög og reglur um starfsmenn borgarinnar gilda ekki um nýja fyrirtækið komi þeir ekki til með að taka kjör samkvæmt þeim samningi. kjarasamninga við þá. Með því væri komið í veg fyrir að samið væri við marga óskylda aðila um kaup og kjör fyrir sama starf. Forgangsréttarákvæði í bréfi Benedikts Davíðssonar, for- seta ASf, til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er rakinn aðdrag- andi að samkomulagi milli ASÍ, starfsmannafélagsins og BSRB um nána samvinnu vegna breytinga á rekstri SVR. Af hálfu borgarinnar VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimild: Veðurslofa íslands (Byggt á veðurepá kl. 16.15 í gær) VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma htti veður Akureyri +1 snjókoma Reykjevik +2 snjóél á s. klst Bergen 0 skýjað Hetelnki +3 snjókoma Kaupmannahöin 0 léttskýjað Narssarssuaq -í-9 heiðskirt Nuuk +9 snjókoma Osló +12 alskýjað Stokkhólmur +7 léttskýjað Þórshöfn 3 rigning Algarve 14 léttskýjað Amsterdam 4 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 2 súld Chicago 4 rigning Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 7 rigning Glasgow 3 rignlng Hamborg 1 skýjað London 4 skýjað LosAngeles 8 þokumóða Lúxemborg 1 snjókoma Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar NewYork 4 skýjað Oríando 16 léttskýjað París vantar Madelra 16 skýjað Róm 20 skýjað Vín 3 alskýjað Washington 3 skýjað Winnipeg +10 alskýjað hafí legið fyrir að ekki var ætlunin að láta kjarasamninga starfsfólks gilda áfram óbreytta hjá nýja fyrir- tækinu þó að síðan hafi fylgt með að starfsmenn SVR myndu halda störfum sínum og laun og réttindi þeirra yrðu þau sömu fyrir og eftir breytingar. Ljóst var að sérstaklega yrði skoðað hvaða stéttarfélag eða félög yrðu viðsemjendur fyrir hönd starfsmanna sem voru í Starfs- mannafélaginu. Bendir Benedikt á að forgangs- réttarákvæðið gildi um störf sem unnin eru hjá SVR hf. og að félagið geti ekki ráðið aðra starfsmenn til vinnu en þá sem eru í aðildarfélögum ASÍ. Þá segir: „Með því að hundsa frekara samstarf við aðildarfélög ASÍ um málið og hefja þess í stað undirbúning undir og óska eftir að vera viðurkenndur sem fullgildur samningsaðili á samningssviði Al- þýðusambandsfélaga hefur St.Rv. stigið skref sem erfitt er að sjá hvern- ig hægt er að bæta fyrir. Með aðgerð- um sínum ræðst félagið gegn einu helsta vígi launafólks á vinnumark- aðinum í nafni félagafrelsis. Slík getur Alþýðusambandið ekki látið óátalið." Fullur skilningur í bréfínu segir að fljótlega hafi komið í ljós að fulltrúar SVR hf. og Vinnuveitendasambandsins hafí litið svo á að skuldbindingar gagnvart starfsmönnum tryggðu þau kjör og réttindi sem þeir höfðu áunnið sér fyrir 1. desember en frekari inn- vinnsluréttindi tækju þeir ekki með sér. Að mati ASÍ og Starfsmannafé- lagsins var þetta óásættanleg niður- staða. Skilningur þeirra á bréfí borg- arstjóra væri sá að áunnin réttindi fylgdu starfsmönnunum. Fullur skilningur hafí verið milli ASÍ og Starfsmannafélagsins að nauðsyn- legt væri að standa fast á kröfunni um að gengið yrði frá kjarasamningi. Bent er á að tvennskonar samn- inga- og réttindakerfí sé í gildi á vinnumarkaðinum. Annað fyrir al- mennan vinnumarkað og hitt fyrir opinbera starfsmenn. Hvað varðar formleg kjaraákvæði eru það einkum lífeyris- og veikindaréttindi sem skilja á milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Til að tryggja réttarstöðu félagsmanna ASÍ hefði aðildarfélögum tekist að tryggja félagsmönnum sínum for- gangsrétt til vinnu á viðkomandi samningssviði og að skuldbinda at- vinnurekendur til að gera eingöngu Eiga val í svari Markúsar Amar Antons- sonar borgarstjóra við fyrirspum minnihlutans segir meðal annars um veikindaréttindin sérstaklega að starfsmönnum sem áður störfuðu hjá SVR samkvæmt kjömm starfs- mannafélagsins sé gefinn kostur á að velja um réttindi samkvæmt sömu reglum, þar með talda réttindaá- vinnslu, enda greiðist ekki iðgjald til sjúkrasjóðs viðkomandi verkalýðsfé- lags. Kjósi starfsmenn að njóta rétt- ar í sjúkrasjóðum viðkomandi verka- lýðsfélaga fer um veikindarétt eftir ákvæðum laga og kjarasamninga hlutaðeigandi félaga. Er starfsmönn- um gefíð fullt vald til að velja milli þessara tveggja leiða. Hvað orlofs- rétt varðar þá munu starfsmenn sem áunnið hafa sér fyllstu réttindi halda þeim og aðrir starfsmenn með sama hætti halda áunnum réttindum. Þá segir: „SVR hf. hefur ákveðið að tryggja þessum starfsmönnum þann viðbótarávinning sem þeir kynnu að hafa notið við áframhaldandi veru í starfi hjá SVR og verður það stað- fest í persónubundnum samningum. Að öðru leyti fer um réttindamyndun samkvæmt hlutaðeigandi kjara- samningum hveiju sinni.“ Fundur sjávarútvegsnefndar Alþýðuflokksíns Frestað að beiðni for- ystumanna í flokknum FUNDI milliþinganefndar Al- þýðuflokks um sjávarútvegsmál sem halda átti í gærkvöldi var frestað eftir að beiðni forysty- manna í flokknum þar að lútandi bárust nefndarmönnum um há- degi í gær, að sögn Magnúsar Jónssonar, formanns nefndar- innar. Greint var frá því í Morg- unblaðinu í gær að hluti nefndar- innar hefði rætt þann möguleika að segja af sér á fundinum vegna samkomulags um þau frumvörp um sjávarútvegsmál sem stjórn- arflokkarnir hafa komið sér sam- an um að leggja fram á Alþingi. í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús að fundinum hefði verið frestað til sunnudags. „Við ætlum að ræða málin áður en lengra er haldið, um okkur stöðu fyrst og fremst og er það að ósk ráðherra sem þetta er gert,“ sagði Magnús. Hann sagði að ummæli þau sem höfð voru eftir Jóni Baldvini Hannibalssyni, utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins, í Morgunblaðinu í gær, hafi verið þess eðlis að þær gefí ástæðu til umræðna áður en endanleg ákvörðun verði tekin í þessum málum. Magnús vildi í gærkvöldi ekki tjá sig um hvaða efnisatriði í máli Jóns sé að ræða. Landinn á röngu landi GREINT var frá því í Morgun- blaðinu í gær að fundist hefðu 1.400 lítrar af bruggi í gróður- húsahverfi við Lambhaga. Vilja landeigendur þar koma því á framfæri að landinn hafi ekki fundist innan landamerkja Lamb- haga, heldur á landi Þrístiklu þar við hliðina. Landeigendur á Þrí- stiklu segja að landaeigéndurnir séu þeim óviðkomandi. P 1 I I 1 1 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.