Morgunblaðið - 15.12.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 15.12.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Safn fullt af minningum Bókmenntir Einar Falur Ingólfsson Kristján Kristjánsson: Fjórða hæðin. Skáldsaga. 157 bls. Iðunn 1993. ..ég steig yfír þröskuldinn, inn í rökkrið. Lykt af bókum fyllti vit mín, lykt safnsins umlukti mig, þung og áþreifanleg: ég hvirflaðist inn um glufu á tímanum, það birti í kringum mig um leið og dyrnar lokuðust að baki mér.“ (26.) Þegar bókasafnsfræðingurinn Heimir Stefáns'son kemur þrítugur að aldri heim í síldarbæinn á Norðurlandi þar sem hann ólst upp, þá er það undir þvl yfirskyni að hann ætli að taka við bókasafni staðarins. En hann er kominn til að kafa ofan í minningar og gera upp við fortíðina. Heimir er sögumaður bókarinn- ar, sem skiptist I fjóra hluta. Fyrsti og síðasti hlutinn gerast daginn sem Heimir kemur í þorpið og heimsækir bókasafnið. í öðrum hlutanum rifjar hann upp atvik frá bemsku- og unglingsárum, og sá þriðji eru bréf sem gengu á milli Heimis og bróður hans, Jóhanns Svavars, á þriggja ára tímabili. Og samband þeirra bræðra er ein- mitt þungamiðja sögunnar. Hún hefst þegar þeir eru báðir fjögurra ára og Jóhann Svavar kemur sem fósturbarn inn á heimilið. Það gengur á ýmsu, þeir fóstbræður eru ólíkir; meðan Heimir er góður námsmaður, liggur í bókum og endar með því að fara að vinna á bókasafninu, þá hefur Jóhann Svavar minni áhuga á námi, hann er harður og upp á kant við ýmsa.- Á líka einhvetjar sárar minningar úr æsku, og finnur fyrir því að hann er fósturbam. Þegar tímar líða verða þeir vinir en um leið verður mismunurinn á þeim æ meira áberandi: þegar Heimir fer í Menntaskólann á Akureyri þá hættir Jóhann skyndilega við að fylgja honum, rýfur sambandið við fósturforeldrana, stingur af suður og fer á sjóinn. Næstu árin ganga bréf á milli bræðranna og vissulega hafa þeir valið ólíkar leiðir; meðan Heimir stundar nám, les ljóð og yrkir jafnvel sjálfur, þá herðist Jóhann Svavar á sjónum, stundar kvennafar og drekkur ótæpilega í landlegum. Skyndilega breytist allt, ekki verður aftur snúið til fyrra lífs, en eftir mörg ár er Heim- ir kominn í bókasafnið á fund minninganna, til að skilja hvað hefur gerst, og finnur að þar bíður framtíðin ekki. Kristján Kristjánsson hefur áður sent frá sér ljóðabækur og skáld- sögur, en Fjórða hæðin er tvímæla- laust hans besta bók. Hann hefur gott vald yfir söguheiminum, þar er engu ofaukið, og það sama má segja um ólíkar raddir textans, hvort sem það eru hugsanir hins fullorðna sögumanns sem heyrast, raddir bræðranna sem unglinga eða bréfaskrif þeirra, þá er það allt skýrt og ber söguna áfram á öruggan hátt. Skiptingar milli tímans eru snjallar og undirbyggð- ar með smáatriðum sem kallast á, svo slungin byggingin verður einföld og gengur svo vel upp að erfitt er hægt að hugsa sér hana öðruvísi. Höfundur hefur þaulunnið sög- una, og vantar hana hvorki líf né spennu. Hann hefur góð tök á ólík- um stílbrigðum, og notar þau til að skapa mismunandi hughrif. Þannig tala bræðumir sitthvort málið í bréfum sínum. Meðan Heimir er skáldlegur og rómantísk- ur, lýsir Jóhann Svavar drykkjut- úrum og kvennafari, og upphefur sjómannslífið með viðeigandi tungutaki: „Sæll brósi. Er búinn að fara tvo stutta túra og enginn tími til að skrifa, bullandi fiskerí í fyrri túrnum og ég á stelpunni alla inniveruna, síðan annar túr og fylltum á fimm dögum“ (111). Staða- og persónulýsingar em líka oft ljóðrænar og dregnar skýrum dráttum: „Mamma reis á fætur, gekk að vaskinum, skolaði bollann pg lagði hann í uppþvottagrindina. í gardínunni í eldhúsglugganum héngu tvær þvottaklemmur til að minna á eitthvað sem hún ætlaði sér að gera. Gráleitur himinn fyllti Þrautpíndir á raunastund Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Baldur Gunnarsson: Með manna- bein í maganum (158 bls.). Fjölva- útgáfan 1993. Sjómannslífið virðist á öllum tím- um vera nærtækt yrkisefni í ís- lenskum bókmenntum. Fyrir þessi jól koma út þrjú skáldverk sem fjalla einmitt um lífið til sjós: Hjartasalt eftir Guðlaug Arason, Hafborg eftir Njörð P. Njarðvík og síðan verkið sem hér er til umfjöll- unar. Þessi skáldsaga Baldurs Gunn- arssonar lýsir einum túr á seinasta síðutogara lýðveldisins, Blástjöm- unni. Aðalpersónan, „ég“ sögunnar, er átján ára menntskælingur og yngstur af áhöfninni. Hann hafði ekki migið í saltan sjó áður en hann tók þá skyndiákvörðun að flýja skól- ann og vinna sér inn pening. Sögu- þráðurinn er ekki svo nýstárlegur að taki því að endursegja hann í stórum dráttum því bæði er hann fyrirsjáanlegur og hefðbundinn. Hins vegar er persónuflórunni um borð lýst eftirminnilega — ekki að- eins lýst heldur teflt fram þannig að upp spretta lifandi einstaklingar í veikleika og styrkleika. Sem sagt: gamalt frásagnarefni tilreitt á ferskan hátt. Þótt persónulýsingar séu bráðlif- andi er einn stærs.ti veikleiki sög- unnar samt bundinn persónusköp- uninni, eða öllu heldur afstöðu sögumanns til persónanna. Alltof oft og alltof áberandi er þessi við- leitni sögumanns að fella dóma yfir öðrum persónum. Vitaskuld er það einmitt einkenni fyrstu persónu frá- sagnar að aðalpersónunni leyfist að móta afstöðu lesandans til ann- arra persóna gegnum eigin dóma og fordóma. í þessari sögu skortir hins vegar yfirleitt alvarlega á að lesandanum séu gefnar raunhæfar ástæður fyrir afstöðu sögumanns. Fordómar hans í garð annarra per- sóna spretta fram af litlu tilefni; ákveðið orðalag tiltekinnar persónu leiðir til þess að hann virðist trúa öllu illu upp á hana. Samfélagið um borð er háð eigin lögmálum sem við fyrstu sýn virð- ast ekki frábrugðin því sem gerist á landi. Fljótlega kemur þó I ljós að krefjandi nábýlið allan sólar- Kristján Kristjánsson upp í gluggann, regndropar á rúð- unni“ (61). Plássinu og íbúum þess er gefið líf með fáum orðum en vönduðum sem sýna hvemig allt hefur breyst. „Stelpa úr götunni hafði dulbúist sem fullorðin kona“ (17), og „Þetta voru sömu húsin en yfirbragð þeirra var annað en mig minnti. Þau voru eldri og hrukkóttari, og mér sýndist þau hafa sigið ögn niður í eyrina.“ (7.) Þá er lýsingin af fyrstu heimsókn- um hins unga Heimis í bóksafnið kostuleg, og víða eru forboðar sem vísa til þess sem verða vill. í Fjórðu hæðinni er Kristján að fást við sorg, missi og minningar. Þegar Heimir kemur til bæjarins eftir öll þessi ár, þá sér hann að raunveruleikinn er ólíkur minning- unum; hann hélt að bókasafnshús- ið væri fjórar hæðir, en „Fjórða hæðin var ekki til.“ (8.) Hún var bara til í huga hans og sú uppgötv- un var óþægileg. Og þannig er það með svo margt annað í þessum bæ þar sem tíminn stendur kyrr meðan Heimir staldrar við; hann þarf að kveikja á útvarpinu til að sannfæra sig um að hann líði, og er í sífellu „að hrasa um ójöfnur í tímanum". Kristján fjallar líka um hversu erf- itt það er að vera utangátta í fjöl- skyldu, hvemig menn geta verið tengdir sterkur böndum án þess að skilja hvor annan, og hvemig menn verða alltaf að halda áfram í lífinu, sama hvað á dynur. Fjórða hæðin er vel skrifuð bók sem kem- ur á óvart, og setur Kristján Krist- jánsson í flokk með okkar bestu sagnahöfundum í dag. Baldur Gunnarsson hringinn og hættuleg og lýjandi vinnan auka enn á spennuna og reyna meira á menn en þeir geta staðið undir. í þessu andrúmslofti er samband yfirmanna og undirmanna afar laust og bundið eins fáum reglum og hægt er að komast af með. Yfír- menn vissu „að enginn hafði mynd- ugleika frammi fyrir idjótum, nema kannski skipstjórinn, sem taldi það í verkahring fyrsta stýrimanns að aga lýðinn." Afskiptaleysið elur af sér sinnuleysi. Með öðrum orðum má segja að hér sé sprottið fram hið endanlega anarkíska samfélag; hópurinn er látinn eiga sig, lengst- um á markmiðslausu stími. Þrúg- Þar sem úthafs- aldan brotnar Bækur Pétur Pétursson Jón Hnefill Aðalsteinsson: Strandarkirkja. Helgistaður við haf. Háskólaútgáfan 1993, 94 bls. Það þarf vart að þykja undarlegt að helgisagnir hafi myndast meðal íslendinga um björgun úr sjávar- háska. Þjóðin á allt sitt undir sigl- ingum og sjávarfangi. í hugum íslendinga er Strandarkirkja hátt skrifuð sem bjargvættur. Helgi- sögnin segir að menn í sjávarnauð hafí heitið að byggja kirkju ef þeir næðu landi á þessari strönd sem að flestu leyti er ófær vegna sjávar- klappa. Þá sáu þeir engil og stefndu þangað og náðu landi og þar heitir nú Engilsvík. Stytta minnir á þann stað þar sem engillinn stóð forðum. Myndin af kirkjunni sem stendur upp úr hafrótinu á eyðiströnd er mögnuð. Hún hefur orðið tákn um höfn á friðarlandi þegar æðis- gengnar bylgjur höfuðskepnunnar vilja hrifsa sæfara til sín í vota gröf. Þá finnur maðurinn vanmátt sinn og ákall hans beinist ekki að goðmagni hafsins heldur að kirkj- unni sem er talandi tákn um þann guð sem kallar börnin sín til samfé- lags við sig og við hvert annað. Sjálft orðið „Strandarkirkja“ vekur þessi tengsl hjá eyþjóð sem kemur heim til sín af hafinu. Víst er að í áheitunum er beðið um ýmislegt smálegt eins og um viðskiptasámning við almættið væri um að ræða. En sjómenn I hafsnauð leggja meira undir. Þar er um lífið sjálft að tefla. „Margir sjómenn koma í vertíðarlok og færa kirkjunni gjöf án orða,“ segir séra Tómas Guðmundsson I Hvera- gerði sem til skamms tíma þjónaði kirkjunni. Það hefur orðið útbreiddur siður að heita á Strandarkirkju bæði í stóru og smáu og sú trú er rík að kirkjan launi fyrir sig. Hún er fyr- ir löngu orðin langríkasta kirkja á landinu þótt sóknin sé aðeins örfá- ar manneskjur enda útgerð af lögð og sandur hefur hremmt það sem áður voru blómlegir akrar og tún. Jón Hnefill Aðalsteinsson pró- fessor í þjóðfræði við félagsvísinda- deild Háskóla íslands rekur þær andi andrúmsloftið leiðir til drykkju, fíkniefnanotkunar, ofbeldis og ann- arra grimmilegra verka. Stigvax- andi spennan leiðir til hrikalegra árekstra og uppgjörs. Með þessari sögu hefur Baldri Gunnarssyni tekist ágætlega að segja hið ósegjanlega og lýsa hinu ólýsanlega. Höfundi tekst einmitt best í þeim atriðum þar sem lesend- um finnast sögur gjarnan ótrúverð- ugastar. Til dæmis er fjálgleg lýsing á fyrstu heimsókn ungs manns á hóruhús hvórki klámfengin né mór- ölsk. Hún er fyndin fremur en eró- tísk. Þó er í henni tilfinningahiti sem stendur ekki eingöngu í sambandi við þær holdlegu lystisemdir sem lýst er. Einna helst er eins og lýsing- in sé tekin úr myndrænu og vel heppnuðu upplýsingariti um það við hveiju viðskiptavinur I gleðihúsi megi eiga von á. Eitt það sterkasta í þessari sögu, og jafnframt það sem sjaldgæft er í íslenskum skáldsögum, ,er hæfi- leiki höfundar til þess að flétta sög- una þannig að í kolli lesandans vokar spumingin: Hvað svo? Höf- undur gefur fyrirheit um eitthvað yfírvofandi, bregður sér í hliðarfrá- sögn og eykur þar með hæfilega við spennuna áður en hann leyfír atriðinu að ganga upp. í fáum orðum sagt tekst óvenju vel í þessari skáldsögu, þrátt fyrir ítroðslusaman sögumann, að lýsa veröld sjómannsins, þessum míkró- heimi sem er í senn fullur af karl- mennsku, heigulshætti, vitfirringu, hatri og bræðralagi. Jón Hnefill Aðalsteinsson helgisagnir sem myndast hafa í tímans rás og rýnir í forsendur þeirra og mögulegan uppruna. Get- um hefur verið að því leitt að kirkj- an eigi sér uppruna allt til tíundu eða elleftu aldar. Þá er Gissur hvíti nefndur til sögunnar en hann kom með kirkjuvið og byggði kirkju þar sem hann fyrst skaut bryggjum á land. Jón telur líklegt að þessi saga hafi ruglast saman við áheitasög- una sem varð til seinna. Aðrir telja að helgi kirkjunnar megi rekja til Þorláks biskups helga sem á að hafa lagt á ráðin um byggingu kirkjunnar er hann kom á skipi úr vígsluför sinni en lenti í stórviðri. Athyglisvert er hvernig höfundur rekur tilurð og þróun helgisagn- anna og vegur og metur þær út frá fræðilegu sjónarmiði og sagn- fræðilegum heimildum. Hann fjall- ar einnig um afstöðu og viðhorf presta krikjunnar og biskupa á þessari öld. Þar kemur fram að áheitin geta verið tvíræð út frá evangelísk lúthersku sjónarmiði. I Strandarkirkju mætist kenning kirkjunnar og trúarþörf þjóðarinn- ar. En hugarfar gefenda ræður og þar mætir hver og einn guði sínum. Gerð er grein fyrir byggingu kirkjuhúsa á staðnum og árangurs- lausum tilraunum til að flytja kirkj- una af staðnum. Er engu Iíkara en æðri máttarvöld hafí staðið með heimamönnum og öðrum sem vildu viðhalda kirkjunni á staðnum í vík: inni þar sem mannbjörg varð. I lokin er samantekt á ensku og er það við hæfí þar sem hróður kirkju þessarar hefur borist út fyrir land- steinana. ------♦ --------- Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Bruggið og bannárin eftir Arnar Guðmundsson og Unnar Ingvarsson. Bókin ijallar um sögulegt og umdeilt tímabil í íslandssögunni þegar áfengisbann var í gildi hérlendis en það hófst á nýársdag 1915 og stóð fram til ói»QÍr»G 1 QQK í kynningu útgefanda segir: „Þótt flestum þætti saga áfengis- bannsins grafalvarleg þegar hún átti sér stað virkar hún nú hálfreyf- arakennd og jafnvel skondin. Höf- undar bókarinnar, Amar Guð- mundsson, sem er bókmenntafræð- ingur, og Unnar Ingvarsson, sem stundar nám í sagnfræði, lögðu mikla vinnu í að grafa upp heimild- ir um þetta sögulega tímabil og koma andrúmslofti bannáranna vel til skila í bókinni." Útgefandi er Fróði. Bruggið og bannárin er 196 bls. og er bókin í stóru broti og prýdd fjölda mynda. Bókin er prentunn- in í Prentsmiðjunni Odda en Auglýsingastofa Backmanns hannaði kápuna. Verð bókarinn- ar er 3.190 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.