Morgunblaðið - 15.12.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
15
Saga Grýlugengisins hefur birst á síðum Morgunblaðsins nú í
desembermánuði auk þess sem Grýla hefur talið dagana til jóla þar
til fyrsti jólasveinninn kom til byggða síðasta sunnudag. Grýla og
Leppalúði eiga 13 syni sem nefnast Gluggagægir, Ketkrókur,
Gáttaþefur, Stekkjastaur, Askasleikir, Kertasníkir, Þvörusleikir, Stúfur,
Skyrgámur, Hurðaskellir, Bjúgnakrækir, Pottasleikir og Giljagaur.
Til þess að taka þátt í Grýluleiknum þarf að lita
myndina af jólasveininum og skrifa nafnið á honum
undir myndina. Síðan klippið þið út síðuna og sendið
til Morgunblaðsins fyrir 22. desember. Nöfn 60
heppinna krakka verða dregin út á Þorláksmessu og
munu birtast í Morgunblaðinu á aðfangadag.
VERÐLAUNIN ERU:
5 krakkar fá púsluspil
með Grýlugenginu
5 krakkar fá náttboli
með mynd af Grýlugenginu
50 krakkar fá barmmerki
með Grýlu eða jólasveini
Nokkrar falléga litabar myndir verða
síban valdar úr og birtast þær
í Morgunblaðinu á aðfangadag.
oða skemmtun!
Nafn-------------------------------------
Heimili__________________________________
Aldur____________Sími___________Póstnúmer
Utanáskriftin er:
Morgunblaðið - Grýluleikur
Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Notið ykkar eigin liti til að lita myndina af
jólasveininum, skrifib nafnið á jólasveininum,
merkið, klippið út og sendið til Morgunblaðsins.