Morgunblaðið - 15.12.1993, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
Skammdegishugleið-
ingar um kvótakerfið
eftir Einar Eyþórsson
Spurningar um eignarhald á veiði-
rétti og hvort sjómenn eigi að bera
kostnað útgerðar af kvótaleigu eru
ofarlega á baugi þessa stundina,
enda eru þær tilefni verkfallsboðun-
ar sjómanna frá áramótum. Það
hefur sýnt sig, að þótt hugmyndin
að baki kerfisins sé einföld og sann-
færandi, þ.e. að framseijanlegur
veiðikvóti muni minnka fiotann
þannig að hagkvæmar útgerðir
kaupi út þær óhagkvæmu og hag-
kvæmari rekstur skili sér í hærri
þjóðartekjum, þá er ýmislegt óljóst
um hið innra gangverk í slíku kerfi.
Fyrsta spurning getur verið:
Hvaðan koma kvótaverðmætin, sem
eru talin vera milli 5Ö og 60 milljarð-
ar? Var þetta gjöf frá þjóðinni til
útgerðarinnar, eða voru þetta verð-
mæti sem útgerðin átti fyrir, í ein-
hveiju öðru formi? Ef hægt er að
búa allt þetta fjármagn til úr engu,
með því einu að gera veiðiréttinn
framseljanlegan, þá hlýtur að vera
um mikið snilldarbragð að ræða.
Varla er hægt að líta á kvótann
öðru vísi en sem nýtt eigið fé útgerð-
arinnar, verðmæti sem hægt er að
kaupa og selja, ávaxta á leigumark-
aði og veðsetja fyrir nýjum lánum.
Er kvótínn einkaeign?
Dómur Hæstaréttar í máli Hrann-
ar hf. í nóvember sl. er staðfesting
á að kvótinn er einkaeign útgerðar-
innar í praktískum skilningi. Því er
slegið föstu að útgerðin á að bók-
færa hann sem eign og greiða eigna-
skatt af honum. Ef kvótinn samt sem
áður er enn ekki einkaeign í skiln-
ingi stjórnarskrárinnar, má búast
við að þess verði ekki langt að bíða.
Ef keyptur kvóti á að bókfærast
sem eign, þá hlýtur það sama að
gilda um kvóta sem útgerðin fékk
endurgjaldslaust. Þegar frá líður
verður ómögulegt að gera greinar-
mun á þessu tvennu, og að sjálf-
sögðu er eðlilegt að allir kvótaeig-
endur sitji við sama borð. Allur kvóti
verður þar með skattskyld eign, og
afskrifanlegur á 5 árum. (Hér vakn-
ar spurningin um hvort bankar og
sjóðir, sem hafa tekið kvótann gildan
sem veðsetjanlega eign, eigi að
reikna með að veðið rými um 20%
á ári.)
Þegar kvótinn er þannig eign-
færður, skattskyldur og í mörgum
tilfellum veðsettur, eru komin sterk
rök fyrir því að ákvæði stjómar-
skrárinnar um vemdun eignarréttar-
ins taki gildi líka. Kvótaskerðingin
á milli ára verður þá ólögleg eigna-
upptaka, nema greiðsla komi fyrir.
Það yrði þá rökrétt að kvótaeigendur
krefðust bess að ríkið keypti eða
leigði kvóta á markaðsverði til þess
að koma í kring nauðsynlegri skerð-
ingu milli ára. (Þegar Nýsjálending-
ar komu á framseljanlegum kvóta
1986, var hugmyndin að kvótaskerð-
ingar færu fram með þessum hætti.
Strax 1989 kom þó í ljós að ríkis-
sjóði yrði ofviða að kaupa alla skerð-
inguna á markaðsverði, en útgerðin
sættist á lægri bætur. (Dewees 1989
og 1991.)) Ef hægt verður að auka
kvótann milli ára, má svo auðvitað
hugsa sér á hinn veginn, að aukning-
in verði leigð útgerðinni á markaðs-
verði, og svokölluðu veiðigjaldi þar
með komið á fyrir þann afla sem
bætist við.
Hvaðan koma verðmætín?
En svo aftur sé núið að upphaf-
legu spumingunni, hvemig mynduð-
ust þessi miklu verðmæti sem virð-
ast liggja í kvótanum, verðmæti sem
eru talsvert umfram það yfírverð
sem var á skipunum áður en fram-
salið var gefíð fijálst? Svarið hlýtur
að vera að verðið á kvótanum hefur
orðið til á fijálsum markaði, það
ræðst af framboði og eftirspurn.
Verðmæti húseignar er talsvert háð
því hvaða leigutekjur er hægt að
hafa af eigninni, og sama ætti að
gilda um varanlegan kvóta, verð-
mætið er háð ávöxtunarmöguleik-
um, sem endurspeglast í verði á
leigukvóta.
Ymsir hafa spurt hvort leiguverð
á þorskkvóta, sem hefur verið u.þ.b.
40-50% af söluverðmæti þrosksins
undanfarin tvö ár, sé ekki óeðlilega
hátt. Þetta verð helst að öllum líkind-
um uppi vegna mikillar eftirspurnar
frá strandveiðiflotanum, sérstaklega
í þeim landshlutum sem eru háðast-
ir þorskveiðum. Ef til vill er þá til-
vist tiltölulega stórs flota af kvóta-
litlum og jafnvel kvótalausum bát-
um, forsenda þess að verð á þorsk-
kvóta haldist hátt. Framboð á þorsk-
kvóta til leigu er háð því að leigu-
verðið sé hátt. Þær útgerðir sem
leigja út sinn kvóta, gera það ekki
endilega af nauðsyn, þeim væri í
lófa lagið að veiða hann upp með
eigin skipum.
Hátt verð á þorskkvóta heldur svo
væntanlega uppi veðsetningarmögu-
leikunum hjá þeim útgerðum sem
eiga mikinn kvóta.
En svo er eðlilegt að spyija:
„Hvemig geta „leiguliðaútgerðim-
ar“ náð svo ævintýralegri arðsemi í
sínum rekstri, að þær hafi efni á
að greiða 40-50% af aflaverðmæti
í kvótaleigu? Svarið getur að sjálf-
sögðu verið margumrædd þátttaka
Einar Eyþórsson
„Fljótt á litið benda töl-
ur um tonnafjölda og
vélarafl flotans síðustu
tíu árin til að veiðigetan
hafi lítið sem ekkert
minnkað.“
sjómanna í kvótakaupum, sem vana-
lega felst í því að kostnaður vegna
leigu á kvóta dregst frá óskiptum
afla, hvort sem um er að ræða beina
leigu eða „tonn á móti tonni“. Þann-
ig lækkar launaliðurinn vemlega, en
þessi sami kostnaður er svo bók-
færður í heilu lagi sem rekstrar-
kostnaður útgerðar og kemur fram
í lægri sköttum.
Önnur skýring kann að vera að
fjármagnskostnaður sé tiltölulega
lítill hjá dæmigerðum „leiguliða“,
t.d. eru dæmi um að kvótalausir
bátar séu keyptir eða leigðir ódýrt
og gerðir út með leigukvóta (sbr.
Fiskifréttir 19. nóvember 1993).
Ef verð á varanlegum þorskkvóta
er 175-185 kr. fyrir hvert kg og
leiguverðið 35-40 kr. fyrir hvert kg,
þá er ávöxtunarmöguleikinn fyrir
fjármagn bundið í þorskkvóta
19-22%. Það gefur augaleið að hlut-
hafar í útgerðarfyrirtækjum sem
veiða sinn þorskkvóta með eigin
skipum hljóta þegar fram í sækir
að gera sömu ávöxtunarkröfu til
kvótaeignar fyrirtækisins, þ.e. að
kvótinn verði annaðhvort settur á
leigumarkað eða að markaðsverð á
leigukvóta verði dregið frá skipta-
verði og laun sjómanna þar með
lækkuð. Að öðrum kosti er ljóst að
útgerðirnar sitja ekki við sama borð
og samkeppni er ekki á jafnréttis-
grundvelli.
Ef kvótaskerðing síðustu ára hefði
ekki komið til, væri ástæða til að
ætla að fjárfesting í varanlegum
þorskkvóta væri með arðvænlegustu
fjárfestingarkostum í landinu. Þang-’
að til í nóvember í ár hefur útgerðin
getað bókfært kvótakaupin sem
rekstrargjöld á kaupári og þar með
fengið lækkaðan tekjuskatt sem
nemur allt að 45% af kaupverðinu.
Eignin hefur verið undanþegin
eignaskatti, en þó skilað u.þ.b. 20%
af ársávöxtun með leigu. (Þess má
auk þess geta að kvótaviðskipti eru
undanþegin virðisaukaskatti.)
Arni Johnsen
sjálfstæði í útgerð, þar er grunn-
skóli sjómannanna og þar eru helstu
möguleikar í dag fyrir menn að fíkra
sig inn í útgerð og skapa endurnýj-
un á vettvangi sem því miður hefur
marga þröskulda fýrir athafnamenn
á meðan við neyðumst til að búa
við núverandi kerfí í fiskveiðistjóm-
un. v
Það er mín trú að niðurstaða
Alþingis varðandi krókaleyfisbáta
muni liggja einhvers staðar nærri
tillögum Fiskiþings en þó ólíklegt
að komist verði hjá því að setja
hámark eins og hjá öðrum. Sú niður-
staða mun ekki nást vegna nuggs
fjölmiðlariddara, heldur vegna þess
að þorri þingmanna, óháð flokkum,
sameinast um niðurstöðu sem verð-
ur að vera sem ásættanlegust og á
nótum skynsemi. Til þess þurfa
menn frið svo að umræðan og at-
höfnin verði ekki umhverfisvanda-
mál.
Höfundur er þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlands-
kjördæmi.
Omerkilegt hjal Ossur-
ar í skakumræðunni
Hagsmunir trillukarlanna verða ekki fyrir borð bornir
eftirÁrna Johnsen
Það er ómerkilegur stíll sem Öss-
ur Skarphéðinsson umhverfisráð-
herra hefur valið sér, að slá sig til
riddara á kostnað samstarfsmanna
sinna. Þetta hefur hann verið að
leika að undanfömu í tilefni endur-
skoðunar fískveiðistefnunnar og þá
sérstaklega í sambandi við trilluflot-
ann, krókaleyfísbátana. Það er fjarri
því að Össur Skarphéðinsson hafi
verið einhver sérstakur baráttumað-
ur í því að koma í veg fyrir óeðli-
lega hlutdeild trillubátanna í heild-
arkvóta á fiski enda eru tillögur
sjávarútvegsráðherra góður og eðli-
legur grundvöllur til umræðu og
samkomulags.
Það eru margir alþingismenn í
öllum flokkum sem vilja gæta þess
„Það er mín trú að nið-
urstaða Alþingis varð-
andi krókaleyfisbátana
muni liggja einhvers
staðar nærri tillögum
Fiskiþings en þó ólík-
legt að komist verði hjá
því að setja hámark
eins og hjá öðrum.“
að eins farsæl leið verði valin í heild
og nokkur kostur er og sú leið mun
hvorki miða við að trillubátamir fái
annars vegar að veiða 4.000 tonn
af físki á ári eða 22.000 tonn á
ári. Þessi hópur alþingismanna hef-
ur haldið sjó eins og skynsamlegast
er meðan ferill umræðunnar er að
Falleg og gagnlegjólag/öf
Fæst hjá öllum bóksölum
Ensk-íslensk oröabók
34.000 ensk uppflettiorð
íslensk-ensk orðabók
35.000 íslensk uppflettiorð
2.200 blaðsíður
Saman í fallegri gjafaöskju
á aðeins kr. 3.990.—
Gagnleg og glæsileg jólagjöf,
sem nýtist vel í nútíð og framtíð
Orðabókaútgáfan
þroskast og ég er þess fullviss að
alþingismenn munu vetja hagsmuni
trillusjómanna eins og annarra sjó-
manna og útgerðarmanna. Það lá
löngu ljóst fyrir að tillögumar sem
vom fyrst lagðar á borð í þessum
efnum áttu eftir að taka breytingum
í meðferð og afgreiðslu. Það þurfti
enga hótun um afsögn eða nýjar
rósrauðar ráðherranærbuxur.
Það hefur hins vegar ekki farið
leynt að ýmsir útgerðarmenn eru
argir út í trilluútgerðina sérstaklega
með tilliti til þess að ekki skuli gilda
sömu reglur fyrir alla og það er
jafn ljóst að einhver hluti trillukarla
hefur misnotað kerfið. Mesta ergels-
ið er þó ekki trillukörlum að kenna,
heldur er við fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra og ríkisstjóm að sak-
ast er trillubátaútgerðinni var gjör-
samlega hleypt úr böndunum ekki
ósvipað og þegar framsóknarmenn
stóðu á sínum tíma fyrir því að
dæla lánum til uppbyggingar nýrra
og stærri búpeningshúsa fyrir
bændur, en síðan var gjörsamlega
girt fyrir það að bændur gætu sett
bústofn í húsin í samræmi við stærð
þeirra og möguleika til þess að fjár-
magna fjárfestinguna og framleiða
upp í skuldirnar.
Ég er sannfærður um að þrátt
fyrir að ýmsir útgerðarmenn á öðr-
um bátum en trillum séu ósáttir við
að mismunandi reglur séu í gildi
varðandi aflamark og krókaleyfi þá
ætlast flestir útgerðarmenn til þess
að alþingismenn sem endanlega
þurfa að ákveða aðferðina standi
ekki síst vörð um hagsmuni trillu-
karlanna. Sérstaða trilluútgerðar-
innar er mikil, þar er ugglaust mest
Innilegar þakkir til al/ra, sem glöddu mig með
heimsóknum, skeytum, simtölum og gjöfum á
90 ára afmœli mínu, 26. nóvember sl.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Sigurðardóttir,
Hafnarbraut 17,
Hólmavík.